Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 Ólympíuskákmótið í Grikklandi: Sviptingar hjá ís- lenzku sveitunum Saloniki, Grikkludi, 19. nÓTeinber, frá Áskeli Erai Káranrni, fréttaritara Mbl. FYRSTA umferð Ólympíuskákmóts- ins bófst í dag. ísland tefldi við Tún- is í karlaflokki og gegn Rúmeníu í kvennaflokki. Ekki byrjuðu okkar menn sér- lega vel gegn Túnis. Allar skákirn- ar fóru í bið eftir mikla baráttu og sviptingar og er tveimur þeirra nú lokið. Jón L. Árnason vann sína skák en Jóhann Hjartarson tap- aði. Skákir Helga ólafssonar og Margeirs Péturssonar fóru tvíveg- is í bið og verða tefldar áfram á þriðjudag. Helgi hefur svart og er biðstað- an þessi: Hvítur Kg3 — Hg7, Bg2, f2. Svartur: Kh6, Hd5, Be6, f5, e4. Hvitur lék biðleik. sveit Frakklands. Margeir hefur hvitt og er bið- Sjá nánar á bls. 42. staðan þessi: Hvítur: Ke4, Rg2, a4, b3, h4. Svartur: Kb4, Rf5, c5, g4, h5. Svartur lék biðleik. Helgi telur sig hafa heldur betri stöðu en óvíst er að það dugi til vinnings. Margeir tók þá djarflegu ákvörðun að hafna jafnteflisboði rétt áðan. Staða hans er tvísýn en Margeir telur sig eiga möguleika. Stúlkurnar tefldu við hina sterku sveit Rúmeníu. Guðlaug Þorsteinsdóttir og ólöf Þráins- dóttir gerðu báðar jafntefli en Sigurlaug Friðþjófsdóttir tapaði. Óvæntustu úrslit 1. umferðar voru þau að Færeyingurinn Rod- gaard gerði jafntefli við Boris Spassky, sem nú teflir á 1. borði f Hróarstunga: Fólksbíll eyði- leggst í árekstri MIKILL árekstur varð við Rang- árbrú í Hrósarstunguhreppi í gær- d«g, en þar rákust saman vörubif- reið og fólksbfll með þeim afleiðing- um að báðir bflarnir skemmdust mikið og er fólksbfllinn talinn nær ónýtur. Engin slys urðu á mönnum. Áreksturinn bar að með þeim hætti, aö bílarnir mættust á þröngum vegi, skammt norðan við Rangárbrú og mun ökumaður vörubifreiðarinnar hafa vikið út í kantinn til að reyna að forða árekstrinum, en við það missti hann bílinn út af og skemmdist hann talsvert í grjóti utan við veg- inn. Árekstrinum varð þó ekki forðað og kastaðist fólksbíllinn út fyrir veg og stórskemmdist, eins og áður segir. Ríkissaksóknari befur gefið út ákæru á hendur tveimur 19 ára gömlum piltum fyrir að hafa orðið tvítugum manni, Þórði Jónssyni, bróður annars þeirra, að bana að- faranótt 23. desember síðastliðinn. Piltunum er gefið að sök að hafa Dauðsfallið í Fífuseli í desember sl.: Ákærðir fyrir offari í varnaraðgerðum farið offari í varnaraðgerðum þegar til átaka kom milli hins látna og piltanna tveggja. Brot þeirra þykir varða við 2. málsgrein 218. greinar hegningarlaganna og 1. málsgrein 220. greinar hegningarlaganna. Málsatvik eru þau, að til átaka kom milli hins látna og piltanna tveggja í íbúð í Fífuseli um þrjú- leytið aðfaranótt 23. desember í fyrra. Hinn látni réðst að piltun- um og snerust þeir til varnar með því að taka hann hálstaki og snúa hann tvívegis í gólfið og slepptu ekki taki fyrr en hann lá meðvit- undarlaus, en þá hröðuðu þeir sér á brott. Ljóst þykir að piltarnir hafi ekki gert sér grein fyrir hin- um hörmulegu afleiðingum átak- anna, en þeir komu í íbúðina um klukkan átta að morgni 23. des- ember. Þá sáu þeir hinn látna liggja í gólfinu eftir átökin, en ályktuðu að hann svæfi þá og héldu á brott. Þórður fannst lát- inn um klukkan 17 sama dag. Krufning leiddi í ljós að hinn látni hafði verið tekinn hálstaki, sem leiddi til köfnunar. Útvarpsrað: Átelur vinnu- brögð frétta- stofu hljóð- varps ÚTVARPSRÁÐ samþykkti bókun á fundi sínum þann 26. október sl. þar sem átalin eru vinnubrögð fréttastofu hljóðvarps vegna há- degisfrétta 19. október. Tilefnið var að þá var flutt yfirlýsing for- manns BSRB þar sem hann bein- línis hvatti borgarstarfsmenn til að fella Reykjavíkursamningana en atkvæðagreiðsla um þá stóð þá yfir. Umræddur fréttatfmi var i verkfalli BSRB, á þeim tíma sem tveir stuttir fréttatfmar á dag voru i útvarpinu og dag- blöðin og sjónvarp og verkfalli. Bókunin, sem var samþykkt samhljóða i útvarpsráöi, var þannig „Útvarpsráð átelur þau vinnubrögð fréttastofu hljóð- varps að flytja yfirlýsingu formanns BSRB gegn samningi Reykjavíkurborgar og starfs- mannafélags borgarinnar meö- an atkvæðagreiðsla um hann stóð yfir. Þessi yfirlýsing var allskostar óviðeigandi eins og á stóð* Morgunblaðið/Viðar Gíslason. Klakkur f Cuxhaven daginn eftir að óhappið varð. Hann hafði þá rétt sig nokkuð við, eða úr 80 gráðu halla, þegar mest var, í 45 gráðu halla. Fyrst eftir óhappið þegar hann hallaði sem mest voru möstrin alveg við hafnarkantinn til vinstri á myndinni og sjór náði uppundir hliðargluggann stjórnborðsmegin á brúnni. Litlu munaöi að skipið sykki til botns — segir Viðar Gísla- son matsveinn sem var um borð í Klakki í Cuxhaven „ÉG VAR í borðsalnum þegar þetta byrjaði og reyndi að hafa stjórn á þeim hlutum þar sem ég gat þar til ég datL Ég var alveg rólegur I fyrstu, hélt að hann myndi rétta sig við aftur en þegar hann bélt áfram að hallast fór ég upp og mætti þá karlinum í stiganum þar sem hann var að kalla okkur upp, en þá var orðið erfltt að komast upp stigana,“ sagði Viðar Gíslason, matsveinn á skuttogaranum Klakki VE sem valt við sjósetningu f Cuxhaven fyrir nokkru, í samtali við Mbl., þegar hann var spurður að þvf hvernig óhappið hefði borið að frá honum séð. Sagði Viðar að skipið hefði oltið á hliðina f áföngum, 10—15 gráð- ur f einu. Sagði hann að fólkið sem var um borð hefði ekki orðið neitt óttaslegið á meðan á þessu stóð; allir heföu haldið að skipið myndi rétta sig við aftur. Eftir á, þegar búið var að flytja fólkið i land og það hefði séð hvað litlu munaði að illa færi, heföu hinsv- egar ýmsir farið að skjálfa. Sagði Viðar að ef skipið hefði verið komið einum til tveimur metrum lengra niður í sjósetningunni þeg- ar óhappið varð, hefði það örugg- lega sokkið til botns og væri þar enn og ekki væri gott að vita hvernig þá hefði farið fyrir þeim sem um borð voru. Viðar sagði að ljótt hefði verið um að litast f skipinu þegar þeir fóru um borð daginn eftir, en þá hafði skipið rétt sig nokkuð. I eldhúsinu og borðsalnum hefði allt verið ónýtt og í íbúðunum þar við hliðina. Þá hefðu Þjóðverjarnir komist f eig- ur þeirra og stolið ýmsu. Morgunblaðið/Vidar Gislason. Aðkoman sem blasti við skipverjum þegar þeir komust um borð aftur morguninn eftir óhappið var IjóL Þessi mynd var þá tekin í borðsalnum og sýnir að sætin eru komin upp um alla veggi. Ákærður fyrir fjársvik í fasteignaviðskiptum EMBÆTTI ríkissaksóknara hefur geflð út ákæru á hendur manni þeim, sem rak fasteignasöluna Skálafell. Hann er ákærður fyrir fjársvik, að hafa með sviksamlegum hætti haft liðlega l'/t milljón króna af viðsemjendum sínum í fasteigna- viðskiptum. Einnig að hafa á tíma- bilinu marz til október 1982 fest kaup á flmm íbúðum i Reykjavík og nágrenni, selt jafnharðan og hagnýtt sér verulegan hluta söluandvirðis fasteignanna til persónulegra nota. Honum er gefið að sök að hafa vanefnt skuldbindingar sinar á sama tíma og hann vissi að fjár- hag hans var svo komið að hann átti ekki lengur fyrir skuldum. Ákærði var úrskurðaður gjald- þrota þann 5. apríl 1983. Tveir að- Upplýsingar á Alþingi: 2 % framteljenda eiga 13,4% framtalinna eigna LÖGÐ var fram á Alþingi í gær til- laga til þingsályktunar um stighækk- andi eignaskatta til tveggja ára. Flutningsmenn eru flmra þingmenn Alþýðuflokksins og er Jón Baldvin Hannibalsson fyrsti flutningsmaður. í greinargerð með frumvarpinu kemur m.a. eftirfarandi fram: Mikill fjöldi einstaklinga greiðir engan eignarskatt. Framteljendur sem eru með lágan eignarskatts- stofn, (1—2 m. kr.) greiða u.þ.b. helming eignaskatta einstaklinga. 28 einstaklingar og hjón eiga sameiginlega eignir metnar á tæplega 6.000 millj. kr. Hæstu 2% framteljenda eiga 13,4% framtalinna eigna. Nema skattgreiðslur einstaklinga í þess- um hópi 27,5 þús kr. að meðaltali. Tekið er fram í greinargerðinni að þessar upplýsingar séu fengnar hjá Þjóðhagsstofnun og embætti ríkisskattstjóra. ilar, sem seldu manninum fast- eignir sínar, kröfðust riftunar á kaupsamningi, en til vara fjár- kröfur. Einn seljanda náði að rifta fyrir Bæjarþingi Reykjavikur kaupsamningi sínum við manninn, sem áður hafði selt íbúðina öðrum og situr sá uppi með sárt ennið, — er með kröfu í gjaldþrotabú mannsins — fé sem hann hafði greitt upp í ibúðina, en stendur nú uppi með enga íbúð, aðeins einsk- isvert plagg. Maðurinn fékk veðleyfi í íbúð- um, sem hann hafði keypt og selt, undir því yfirskini að hann hygð- ist taka lán til þess að greiða skuldir sínar við viðkomandi, en hefur ekki staðið við gefin loforð. Ákæruefnið er um margt óven- julegt. Fjárhagsstaða hans var mjög slæm og hann talinn hafa mátt vita að hann var ekki í stakk búinn að efna skuldbindingar sín- ar, og að hann hefði átt að standa við skuldbindingar sinar i stað þess að taka verulegan hluta fjár- ins af sölu íbúðanna til eigin nota. Brot mannsins eru talin varða við 248. grein hegningarlaganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.