Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 Kjell Bække- lund heldur tónleika í Nor- ræna húsinu NORSKI píanóleikarinn Kjell Bækkelund heldur tónleika í Nor- ræna húsinu í kvöld. Á efnisskránni eru Ballade, Variation, norskt þjóó- lag eftir Edward Grieg; þrjár fantasí- ur eftir Johan Kvandal og Concorde, sónata eftir bandaríska tónskáldió Charlcs Ives. Blm. Morgunblaösins ræddi stuttlega við Kjell Bækkelund í gær. Hann sagðist oft hafa komið hingað til íslands, síðast fyrir nokkrum árum. „Ég verð hér að- eins í þrjá daga að þessu sinni, og það verður nóg að gera,“ sagði hann. Ferðast þú mikið? „Já, ég ferðast mjög mikið. Á hverju ári fara u.þ.b. 200 dagar i ferðalög. Ég hef haldið tónleika út um allan heim, t.d. i Bandaríkjun- um, Sovétríkjunum og Japan, svo eitthvað sé nefnt. Ég hef t.d. tvisv- ar sinnum komið til Kína. 1 nóv- ember og desember fer ég i tón- leikaferð til Kúbu, Spánar og Portúgal." Kjell Bækkelund skrifar á hverjum degi í Verdens Gang. Hann hefur m.a. skrifað mikið um Morjfunblaöiö/RAX. Kjell Bækkelund píanóleikari. Norræna samvinnu. Hann var spurður að þvi hvernig hann hefði tíma til að sinna þvi og vera jafn- framt á sifelldum ferðalögum. „Ég finn mér bara tima til þess. Ég skrifa að sjálfsögðu frá þeim löndum sem ég ferðast til. Segi t.d. frá fólkinu, landinu og matnum sem ég borða, pólitik o.fl. Ég skrifa i raun um allt, nema tónlist. Það var samkomulag milli min og ritstjórans. Ég er auðvitað fyrst og fremst píanóleikari, en ég hef skrifað þessa þætti i 11 ár og haft mjög gaman af því. Á morgun ætla ég að senda fréttir frá ís- landi,“ sagði Kjell Bækkelund að lokum. Reykjavík — ísafjörður: Nýtt hraðamet „ADST/KDIIR voru sérstaklega hag- stæóar og ég gat farið aóeins út af befóbundinni leió og flogið beint af augum,“ sagói örn Engilbertsson, fhigstjóri hjá Flugleióum, sem í gær setti nýtt hraóamet á flugleióinni Reykjavík-Ísafjöróur. Örn flaug þessa leió á 30 mínútum sléttum, en meóaltími á þessari flugleið er 40 til 45 mínútur. „Ég fór tvær ferðir vestur og i fyrri ferðinni tók ég eftir að að- stæður voru mjög hagstæðar til að reyna við nýtt hraðamet þannig að þetta var engin tilviljun," sagði örn Engilbertsson ennfremur, er blm. Morgunblaðsins hafði sam- band við hann í gærkvöldi. „Veðr- ið var sérstaklega gott svo að ég gat flogið sjónflug og í seinni ferð- inni ákvað ég að taka upp af hag- stæðustu brautinni á Reykjavík- urflugvelli, af braut 02 og fljúga beint af augum á ísafjörð. Ég flaug þar af leiðandi beint i Engi- dalinn og kom „bakdyramegin" á ísafjörð, eins oe við köllum það flugmennirnir. Ég kom því beint á brautina og þurfti engan krók að taka eins og oft vill verða. Til að þetta mætti takast þurftum við auðvitað að hafa svolítinn með- vind, ég hafði um 25 hnúta með mér og svo logn fyrir vestan, en til að komast „bakdyramegin" verður að vera logn í Engidalnum, þannig að þetta hélst allt í hendur," sagði örn. Örn kvaðst hafa flogið fyrri ferðina á 33 mínútum fyrir tilvilj- un, og hefði þá einhver haft á orði að það væri jafnt gamla hraða- metinu á þessari leið. Hann kvaðst því hafa ákveðið að bæta um betur í seinni ferðinni og skipuleggja flugið með það fyrir augum, eins og áður segir. Farkosturinn í þess- ari ferð var ein af Fokker-vélum Flugleiða, TF FLN, og aðstoðar- flugmaður var Pétur Arnarson. „Hef alltaf jafn gaman af þessu“ - segir Jón E. Guðmundsson, sem sýnir vatnslitamyndir, tréhöggmyndir og leikbrúður í Norræna húsinu „Ég hef enga tölu á því lengur hversu oft ég hef sýnt, en ég held að ég hafi haldió þá fyrstu í gamla Gúttó, 1938,“ sagói Jón E. Guómundsson myndlÍHtarmaður og leikbrúðusmidur með meiru, í stuttu spjalli rið blm Mbl. En þann 1«. þ.m. var opnuð í Norræna húsinu sýning á vatnslito myndum, tréböggmyndum og leikbrúöum eftir Jón og stendur hún fram í næstkomandi sunnudag, þ. 25. þ.m. „Sýningin hefur gengið mjög vel,“ sagði listamaðurinn. „Að- sóknin hefur verið góð og salan eftir þvl. Af 63 vatnslitamyndum á sýningunni eru nú aðeins 18 óseldar og helmingurinn af leikbrúðunum er farinn, en ég var með tiu af þeim til sölu. Ég tek á móti skólahópum, sem láta vita af komu sinni fyr- irfram og sýni þeim brúðuleiki. En ég hef ekki kynnt sýninguna sérstaklega í skólunum í þetta skipti, því síðast þegar ég gerði það komu svo margir að það urðu þrengsli. En allir sem vita af þessu og vilja koma, eru að sjálfsögðu velkomnir." Jón stundaði listnám í Kaup- mannahöfn á árunum eftir stríð og hafði áður lært myndskurð hér heima. „Brúðuleikhúsinu kynntist ég svo fyrir þrjátíu ár- um og var með fyrstu sýningarn- ar í kjallara Alþýðuhússins við Hverfisgötuna." „Ég hef alltaf jafn gaman af þessu og á vonandi eftir að halda lengi áfram, því ég er ekki nema sjötugur," sagði Jón, hress í Umræðuþáttur um ís- land sýndur hjá ITV Morgunblaðid/Friöþjófur. Ólafur Laufdal veitingamaður heimsótti Stringfellow í Hippodrome í síóustu viku þar sem þeir ræddu m.a. aukin samskipti sín á milli. Peter Stringfellow gerir kynningarkvikmynd um ísland PETER Stringfellow, eigandi hinna þekktu skemmtistaöa Hippodrome og Stringfellow’s f London, er væntanlegur hingaö til lands um næstu helgi til aó gera kvikmynd um skemmtistaðina Hollywood og Broadway, og þá möguleika, sem boöið er upp á 1 belgarferðum Flugleióa til fslands í vetur. Þá mun Stringfellow einn- ig koma fram í kynningarmynd um ísland, sem sýnd veróur f ITV- sjónvarpsstöóinni á föstudags- kvöld, en þar kemur einnig fram Berglind Johansen, feguröar- drottning fslands, og íslenskir ferðamálafrömuóir. Peter Stringfellow er einn af þekktustu athafnamönnum í breskum skemmtiiðnaði og er aðdragandi þessarar kvik- myndagerðar heimsókn hans hingað til lands i ágúst sl., en þá var tekin ákvörðun um að halda sérstakt fslandskvöld i Hippo- drome hinn 28. nóvember næst- komandi. Baldvin Jónsson, sem haft hefur milligöngu um þetta mál, sagði i samtali við blaða- mann Morgunblaðsins, að eftir komu Petere Stringfellow til ís- lands i ágúst hefði hann fengið mikinn áhuga á landi og þjóð og hefur hann gert ýmislegt til að kynna landið og ferðir hingað. Má f þvi sambandi nefna, að i útvarpsviðtali f síðustu viku, hafði hann á orði, að hann ósk- aði þess að Berglind Johansen næði kjöri sem „ungfrú heimur", vegna kynna sinna af íslandi og fsiendingum. Kvikmynd sú sem tekin verður hér á landi um helgina verður notuð sem aug- lýsingamynd fyrir helgarferðir Flugleiða hingað til lands frá Evrópu. í sjónvarpsþætti ITV-stöðvar- innar, sem sýndur verður nk. föstudagskvöld, verður fjallað um ísland sem ferðamannaland og auk Stringfellows og Berg- lindar mun þar koma fram ýms- ir islen.sk ir frammámenn ferða- mála. Eins og áður er getið verð- ur haldið sérstakt íslandskvöld i Hippodrome, sem er einn þekkt- asti og stærsti skemmtistaður heims, og munu Flugleiðir ann- ast dreifingu aðgöngumiða auk þess sem kvöldið verður kynnt sérstaklega meðal klúbbmeð- lima. Samið á Vestfjörð- um í anda ASI og VSÍ SAMNINGAR tókust f fyrrinótt milli Alþýöusambands Vestfjarða og Vinnuveitendafélags Vestfjarða. „Þetta er nánast óbreytt frá því sem ASÍ og VSÍ sömdu um í Reykjavík," sagöi Pétur Sigurósson, forseti ASV, í samtali vió blaóamann Mbl. „Og vitaskuld erum vió óánægóir meó þetta — fiskvinnslufólk getur ekki veriö ánægt meó samninga af þessu tagi, það situr eftir á botninum eins og stefnt hefur veriö aó undanfarin ár. Afnám hins svokallaóa tvöfalda kerfis er auðvitað ekkert annaö en blekking, því kaupmáttur lægstu taxta veröur oröinn eins og hann er f dag eftir nokkra mánuöL Spurningin er hvort þaó veröa fjórir mánuðir, fimm eóa sex,“ sagói hann. 1 samtali við Pétur i Mbl. fyrir helgina kom fram, að ASV stefndi Jón E. Guömundsson bragði. Þess má geta, að næstkomandi laugardag og sunnudag, sem eru siðustu sýningardagarnir, verða brúðusýningar fyrir yngstu gest- ina klukkan þrjú og fimm, báða dagana. að því að ná samkomulagi við at- vinnurekendur á Vestfjörðum um að „halda uppi byggð“ í fjórðungn- um. Hann sagði i gær um það samkomulag, að hann væri nú orð- inn „efins um að vinnuveitendur séu heilshugar i þvi máli. Þeir vildu ekki lofa þvi, að ef staða þeirra batnaði á samningstiman- TVEIR menn voru í gærdag úrskuró- aóir í Sakadómi Reykjavíkur í gæzluvarðhald vegna tveggja kæra um nauógun, sem bárust á hendur þeim um helgina. Annar maóurinn var úrskurðaður f gæzlu til föstu- dags, hinn til miövikudags í næstu viku. Aðfaranótt sunnudagsins kærði 24 ára gömul kona tæplega þrítug- an mann fyrir nauðgun. Atvik eru þau, að hún kom í hús f Reykjavík síðdegis á laugardag eftir að hafa verið á skemmtistað og sofnaði GJALDSKRÁ Flugleiða fyrir flutn- ing á varningi frá Islandi til Fær- eyja hefur því verið lækkuð veru- lega eða allt að 60%. Nýja gjald- skráin er sniðin sérstaklega að þörfum íslensks iðnaðar og ætti að létta mjög undir með flugfrakt til Færeyja, segir í frétt frá Flugleið- um. Jafnframt þessari gjaldskrár- um fengi verkafólk hlutdeild í þeim bata. Þeir sögðust hinsvegar vera efnislega sammála okkur en vildu ekki skrifa undir yfirlýsingu, þar sem sneitt er að þeirri stefnu, sem hér hefur verið við lýði og miðast að því að draga allt at- hafnalíf á einn punkt á landinu og svelta byggðirnar úti á landi.“ ölvunarsvefni. Um nóttina kveðst konan hafa vaknað við, að maður- inn hafði mök við hana gegn vilja hennar. Hún kærði atburðinn og var maðurinn handtekinn skömmu síðar. í hinu tilvikinu kærði 24 ára gömul kona 19 ára gamlan pilt fyrir nauðgun aðfaranótt sunnu- dagsins. Þau hittust við veitinga- hús í borginni. Konan þáði heim- boð mannsins og ber hún að hann hafi þvingað hana til samræðis. Rannsóknarlögregla ríkisins vinn- ur að rannsókn beggja málanna. lækkun hefur verið ákveðið að fjölga ferðum til Færeyja frá því sem verið hefur undanfarna vetur og nota auk þess stærri flugvélar. 1 vetur verða tvær ferðir í viku, á þriðjudögum og laugardögum. Flog- ið er á Fokker Friendship-skrúfu- þotum sem geta tekið allt upp í 2,5 tonn af frakt í hverri ferð auk far- þega. Tveir menn kærð- ir fyrir nauðgun Úrskurðaðir í gæzluvarðhald í Sakadómi í gær Færeyjaflug Flugleiða: Lækkun farmgjalda og fjölgun á ferðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.