Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 Sigurhátíð Hamrahlíðarkórsins Tónlist Egill Friöleifsson Ríkisútvarpið og Evrópusam- band útvarpsstððva efndu til tón- leika í sal Menntaskólans við Hamrahlíð sl. laugardag. Tilefnið var verðlaunaafhending til Hamrahlíðarkórsins og stjórn- anda hans Þorgerðar Ingólfsdótt- ur, en eins og landsmönnum mun kunnugt, vann kórinn það glæsi- lega afrek að hreppa fyrsta sætið í flokki æskukóra í 19. alþjóðlegu kórakeppni Evrópusambands útvarpsstöðva „Let the People Sing“, sem fram fór í Köln sl. vor. Tónleikarnir hófust með leik Blásarakvintetts Reykjavíkur. Þá tók tónlistarstjóri Ríkisútvarps- ins, Jón örn Marinósson, til máls og gerði grein fyrir keppninni. Hann gat þess m.a. að þetta væri í fyrsta sinn sem íslenskur kór ynni til verðlauna í strangri aiþjóðiegri keppni. Þá söng Hamrahlíðarkór- inn, en þvl næst fiutti varatónlist- arstjóri, Guðmundur Gilsson, ræðu og rakti i stórum dráttum sögu kórsins. Þar kom fram að kórinn, sem var stofnaður 1967, hefur á þessum 17 árum átt glæsi- legan feril. Kórinn hefur oft verið fulltrúi íslands á alþjóðlegum mótum, margoft farið utan í tón- leikaferðir og hvarvetna hlotið lof fyrir fágaðan og listrænan flutn- ing margvíslegra verkefna allt frá 16. öld til okkar daga. Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð lét einnig til sín heyra. En loks rann stóra sundin upp, er formaður alþjóðlegu dómnefndar- innar, Sverre Lind varatónlistar- stjóri norska útvarpsins, sté i pontuna og sagði m.a. að i hugum dómnefndarinnar hefði ekki leikið vafi á því að Hamrahlíðarkórinn væri sigurvegarinn, en i keppninni tóku þátt 44 kórar viða að úr heiminum. Hann afhenti síðan Þorgerði Ingólfsdóttur fagran grip „farfuglinn", er nú verður í vörslu kórsins um eins árs skeið, og auk þess viðurkenningarskjöl til stjórnandans og kórsins til minn- ingar um þátttökuna. Kórinn var einnig heiðraður sérsaklega fyrir fiutning sinn á samtimaverkum, sem vakið hafði sérstaklega at- hygli. Milli þess er ræður voru fluttar söng kórinn lög úr ýmsum áttum og væri of langt má að geta þess alls hér. Þó er sérstök ástæða til að minnast á nýtt verk „Jap- önsk ljóð“ er Atli Heimir Sveins- son samdi sérstaklega fyrir för kórsins til Japans sl. sumar, en „Japönsk ljóð“ eru samin fyrir blandaðan kór og gítar, fallegt verk og vel flutt af kórnum og Pétri Jónassyni gítarleikara. „Þessi sigur Hamrahlíðarkórsins er mesta viður- kenning, sem íslenskum kór hefur hlotnast til þessa. Með afreki sínu hefur Þorgerður Ingólfsdóttir lyft okkur skör hærra í menningarlegu tilliti í augum umheimsins. Megi dugnaður hennar og elja, list- rænn metnaður og óbrigðul smekkvísi verða öðrum hvatning til dáða.“ Stjórnandi kórsins, Þorgerður Ingólfsdóttir, hampar verðlaunagripnum. Horgunblaðifi/Július Hamrahlífiarkórinn Þessi sigur Hamrahliðarkórsins er mesta viðurkenning, sem ís- lenskum kór hefur hlotnast til þessa. Með afreki sínu hefur Þor- gerður Ingólfsdóttir lyft okkur skör hærra í menningarlegu tilliti í augum umheimsins. Megi dug- naður hennar og elja, listrænn metnaður og óbrigðul smekkvísi verða öðrum hvatning til dáða. Ég vil ljúka þessum pistli mín- um með innilegustu hamingju- og heillaóskum til Hamrahlíðarkórs- ins og stjórnanda hans Þorgerðar Ingólfsdóttur. U'BÍX 250REA MEÐALSTÓR UÓSRFTUNARVÉL MEÐ SIÓRKOSTLEGA EK3INLEIKA! U-BÍX2SOIIU er sérstaklega fjölhæf Ijósritunarvél sem skilar frábærum Ijósritum á venjulegan pappír og glærur. Hún er m.a. meö alsjálfvirkum frumritamatara, papplrsbökkum og afritaraðara — sem þýðir að hún skiptir um frumrit á réttum tfma, velur rétta afritastærð og flokkar slðan afritin ( afritaraöarann. Vélin velur einnig bestu mögulega lýsingu I samræmi við hvert frumrit. u-BÍx ísovu ar þvf frábær lausn fyrir þau fyrirtæki þar sem stöðugt tapast dýrmætur tfmi þegar grfpa þarf inn (Ijósritavinnslu til að skipta um frumrit, ákveða lýsingu, velja pappfrsstærðir og raða afritum. Og veröið ætti að koma á óvart, þvl eftir nýafstaðna erienda verðlækkun kostar u-BlX2so«u nú 42.700 kr. minna en áður. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. 4“ ----- T : x Hverf isgötu 33 — Sími 20560 Pósthólf 377 Notalegar bernskuminningar Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Kristján frá Djúpalæk: Á VARINHELLUNNI. Bernskuminningar af Langanesströndum. Bókaútgáfan Skjaldborg Akureyri 1984. Á varinhellunni eftir Kristján frá Djúpalæk er safn bernskuminninga hans frá Langanesströndum. Sjálfur talar hann um „minninga- myndir þær sem ég hef verið að leika mér að draga upp“ og leggur áherslu á „að í smá- myndum þessum er ekki um staðreyndaskrif að ræða og enginn skyldi taka þær sem heimildir". Minningar Kristjáns eru notalegur lestur. Hann segir ekki frá neinum stórtíðindum, en dvelst við hið smáa og hversdagslega í tilverunni. Það getur svo líka orðið mik- ilvægt sem öðrum þykir smátt, ekki síst í huga drengs sem skynjar heiminn eins og á fyrsta degi. Kristján segir frá á yfirveg- aðan hátt. Frásögnin er lygn, en þó er höfundurinn ávallt nálægur, aldrei hlutlaus. Bernska hans er ekki séð úr miklum fjarska. Það sem helst mætti kalla aðfinnsluvert vegna þess að hér er skáld sem heldur á penna er að stundum freistast höfundur til mála- lenginga og saga hans er oft furðu lík annarra manna sög- um. í ýmsum frásögnum Krist- jáns er glettni og gamansemi og sjálfan sig tekur hann ekki hátíölega. Háð bitnar helst á honum sjálfum. Með ísmeygi- legu móti er fjallað um veiku hliðar skylduliös og nágranna, til dæmis þar sem segir frá hinum merka fundi spiratunn- unnar og þeim litriku dögum sem fylgdu í kjölfarið. Einnig má nefna naut prestsins og frásögn af meistaraskoti. Af skáldlegu tagi er lýsing á „augnablikssýn frá bláb- ernsku. Eins og brugðið sé upp bút úr kvikmynd birtist hún á skjá hugans", skrifar höfund- ur: „Ég kem út snemma morg- uns. Þetta er síðla sumars. Yf- ir jörðina hefur nóttin breitt brúnt lag af örfínni ösku. Kvöldið áður minnist ég skærra eldblossa langt til heiða í suðvestri en ekki setti ég þann atburð þá í samband við þetta skrýtna teppi á jörð- inni. En nú verður mér litið út fyrir túngarðinn. Þar kemur hundur trítlandi utan vegar að austan og heldur norður. Hann er mórauður og ég þekki hann ekki. Ég fylgist með hon- um stundarkorn og svo er hann horfinn. Þetta er filmu- búturinn sem ég sé, mórauður hundur á skokki yfir mórauða jörð við túngarð minn. Ekkert meir. En þessi óvenjulega sýn vill ekki líða mér úr minni. Það fylgir henni einhver óhugnaður enn í dag. Ég hefði gjarnan viljað gleyma þessu atviki fyrir löngu — en það hefur ekki tekist." Um hunda eru margar frá- sagnir í Á varinhellunni. Því er lýst hvernig vitur maður venur dreng af þvi að hræðast hunda. Drengurinn eignast vináttu hunda og þeir eru oft með honum i för. Líka er sagt frá bónda sem skaut hundinn sinn i misgripum, taldi hann ref. Tóbaksmaður einn var svo þrifinn að hann spýtti aldrei á gólfið heldur á hundinn sinn. Fátækt hefur verið mikil á Langanesströndum, en tölu- vert um lifsgleði þrátt fyrir ailt. Þaðan koma nokkur merk skáld og draugar hafa verið þar viðloðandi eins og á fleiri stöðum. Töluvert var um er- lenda sjómenn á þessum slóð- um, einkum Frakka og Færey- inga. Málfar fólksins hefur þótt sérkennilegt, ekki síst framburður og nefnir Kristján frá Djúpalæk nokkur fróðleg dæmi um það efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.