Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 „Heill sé þér þorskur“ eftir Friðrik Pálsson „Heill sé þér þorskur,“ sagði Hannes Hafstein í ódauðlegu kvæði sínu um „bjargvættinn besta“. Lengst af hafa íslendingar tekið undir þessi orð stórskáldsins enda vitað, að þorskurinn væri best til þess búinn að „verja okkur bjargræðisbresti". Ég hef oft furðað mig á því hin síðustu misseri hve gáleysislega landsmenn fjalla um þessa mikil- vægustu auðlind okkar. Nútímaþjóðir eiga í flestum greinum vísindamenn, sem hafa það hlutskipti að miðla öðrum fróðleik, sem þeir kunna bestan hver úr sinni fræðigrein. Hjá okkur er það Hafrannsókna- stofnun, sem hefur það vanda- sama verkefni að fylgjast með vexti og viðgangi fiskstofnanna við Ísland og segja fyrir um, hver áhrif tiltekin veiði muni hafa á hina ýmsu fiskstofna. Mönnum hefur orðið tíðrætt um þau mistök, sem þeir telja að Haf- rannsóknastofnuninni hafi á orðið og nefna þar til ýmis dæmi. Þeim hinum sömu væri hollt að velta því fyrir sér, hvort mistök við stjórnun fiskveiða hér á landi hefðu ef til vill orðið fleiri ef Haf- rannsóknastofnunarinnar hefði ekki notið við. Hafrannsóknastofnun hefur æ ofan í æ þurft að gefa út skýrslur um bágt ástand þorskstofnsins, sem stundum hafa verið kallaðar svartar eða fengið annað viður- nefni. Nú er mikilvægi útgerðar og fiskvinnslu slíkt í atvinnulifi landsmanna, að eðlilegt er, að niðurstöður skýrslna Hafrann- sóknastofnunar snerti nánast hvern einasta mann á einn eða annan veg. Þess vegna finnst landsmönnum öllum, að þeir hafi leyfi til þess að hafa skoðun á því, hvort fiskifræðingar vinni verk sín vel eða illa. Þegar niðurstöðurnar þykja ískyggilegar, komast menn yfir- leitt að þeirri niðurstöðu, að nú hafi fiskifræðingum orðið á al- varleg mistök. Þeir hafi auðvitað ekki gert sér grein fyrir þeim fiski, sem var undir ísnum eða þeim, sem fór í Norðursjóinn né heldur þeim fiski, sem fór til Grænlands eða að þeir hafi ekki fundið fiskinn, sem var hér ein- hvers staðar uppi við landstein- ana. Síðustu misserin virðist þó renna upp fyrir mörgum, sem um þessi mál hugsa, að fiskifræðingar hafi haft nokkuð til sins máls, því að þrátt fyrir stöðugt vaxandi fiskiskipaflota, byltingu í fiskileit- artækni og aukið úthald hefur t.d. þorskafli dregist saman ár frá ári. Menn gleyma sér að vísu dálítið í þeirri umræðu, hvort minnkandi afli stafi af náttúrulegum orsök- um eins og lakari skilyrðum í sjónum bæði til hrygningar og uppvaxtar eða hvort það stafi af ofveiði á smáfiski eða einhverju allt öðru. Menn spyrja oft ekki réttra spurninga í þessari um- ræðu. Ef við litum á ísland sem eitt MORGUNBLAÐINU hefur borist til birtingar stjórnmálaályktun mið- stjórnar Framsóknarflokksins, sem samþykkt var 11. nóv. sl.: Fundur miðstjórnar Framsókn- arflokksins fagnar þeim mikla ár- angri sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur náð í efna- hagsmálum. Með lækkun verðbólgu hefur tekizt að koma í veg fyrir stöðvun framleiðslunnar og atvinn- uleysi, sem leitt hefði til aukinnar skuldasöfnunar erlendis og van- „Ég er einn af þeim, sem hef tilhneigingu til að trúa því, sem fiski- fræðingar setja fram, þó ekki í blindni. Ég tel, að við höfum ekki aðra menn betri en fiskifræðinga til að meta ástand fiskstofna, enda hafa þeir aflað sér til þess sérmenntunar og hafa rannsóknir á fiskstofnum að aðal- starfi.“ stórt fyrirtæki sem ynni við það eitt að veiða og vinna fisk þá myndi það fyrirtæki vafalaust hafa í þjónustu sinni m.a. fiski- fræðinga og myndi spyrja þá: „Hvernig getum við nýtt best þessa takmörkuðu auðlind okkar?“ Fiskifræðingarnir myndu væntanlega þurfa að svara þessari spurningu með því að tilgreina þau veiðisvæði, sem æskilegast væri að sækja á, þá aldursdreif- ingu, sem æskilegast væri að hafa í aflanum frá fiskverndarsjónar- miði, þá árstíma sem æskilegast væri að sækja í stofnana o.s.frv. Síðan myndu markaðs- og fram- leiðslusérfræðingar sama fyrir- tækis verða að taka við þessum upplýsingum og i sameiningu reyna að finna út hagkvæmni þess að sækja í stofnana á þeim slóð- um, á þeim árstíma og í þær stærðir, sem fiskifræðingarnir teldu heppilegast. Allt í þeim til- gangi að tryggja hámarks afrakst- ur fiskistofnanna. Ef fyrirtækið væri þegar með framleiðsludeildir um land allt eins og við þekkjum sjávarplássin okkar í dag, yrði töluvert tekið til þess enda þótt skila, sem hættulegt hefði getað orðið efnahagslegu sjálfstæði þjóð- arinnar. Miöstjórnin harmar að í nýgerð- um kjarasamningum skuli ekki hafa farin skattalækkunarleiðin em óvéfengjanlega hefði skapað launafólki meiri kaupmátt en sú leið sem valin var og komið f veg fyrir þá tímabundnu verðbólgu sem óhjákvæmilega mun verða í kjölfar kjarasamninganna. Miðstjórn Framsóknarflokksins telur að hið fyrsta verði að hefja nokkuð augljóst sé, að dreifing fjármagnsins um landið yrði nokkuð önnur en hún er nú, en látum þau mál liggja á milli hluta. Ég er einn af þeim, sem hef til- hneigingu til að trúa því, sem fiskifræðingar setja fram, þó ekki i blindni. Ég tel, að við höfum ekki aðra menn betri en fiskifræðinga til að meta ástand fiskstofna, enda hafa þeir aflað sér til þess sérmenntun- ar, og hafa rannsóknir á fiskstofn- un að aðalstarfi. Ég vil þess vegna eindregið hvetja menn til þess að reyna að notfæra sér sem best þá vitneskju sem fiskifræðingar hafa yfir að búa og spyrja þá þeirra spurninga, sem mestu máli hljóta að skipta þegar svo illa er komið fyrir þorskstofninum og nú er raunin á. Fiskifræðingum skjátl- ast að sjálfsögðu af og til eins og öðrum og þeim hefur ekki tekist að vekja nægilega tiltrú á starfi sínu. Nú mun í ráði það merka nýmæli að tengja fiskimennina rannsóknarstarfseminni með því að taka upp meira samstarf við sjómenn. Það eyðir vonandi óþarfa tortryggni. undirbúning að gerð þeirra kjara- samninga sem taka eiga gildi í árs- lok 1985 með það að markmiði: 1. að verðbólga minnki og stöðug- leiki skapist í efnahagslifinu þannig að kaupmáttur aukist. 2. að leitað sé samstöðu um ný- sköpun í atvinnulífinu sbr. áætl- un ríkisstjórnarinnar er verði grundvöllur að bættum kjörum í þjóðfélaginu. 3. að skapa víðtæka samstöðu um gerð kjarasamninga. Sjálfsagt má segja, að það sé neyðarástand að ekki megi að fróðra manna mati veiða meira en 200.000 tonn af þorski án þess að stöðugt sé gengið á þorskstofninn. Það er skylda allra þeirra, sem um þessi mál fjalla, að reyna að nálg- ast vandann með jákvæðu hugar- fari. Við eigum að biðja fiskifræð- ingana að reyna að benda okkur á það á hvern hátt við eigum að sækja í þann takmarkaða þorsk- stofn, sem við höfum í dag til þess að ná sem bestum árangri nú og jafnframt að byggja hann upp aft- ur sem hraðast til þess að ná auk- inni velsæld í þessu landi. Því miður finnst mér þær radd- ir verða háværari með hverjum degi sem vilja hafa varnaðarorð fiskifræðinga að engu. Menn segja að við þurfum að veiða 270.000 tonn af þorski af efnahagslegum ástæðum, sem sjálfsagt er rétt. í áratugi háðum við Islendingar þorskastríð til þess að koma út- lendingum út úr landhelginni. Síð- an höfum við breytt möskva- stærðum, beitt skyndilokunum á 4. að auka kaupmátt lægstu launa hlutfallslega meira en hærri launa, minnka launamun i þjóð- félaginu og koma á eðilegu sam- ræmi á kjörum hinna ýmsu þjóð- félagshópa. 5. að beita ýmsum öðrum aðgerð- um en beinum launahækkunum svo sem skattalækkunum og öðr- um opinberum jöfnunaraðgerðum til að bæta afkomu launafólks. Í því skyni verði öll tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga tekin til endurskoðunar fyrir næstu kjara- samninga. 6. að kjarabætur verði í samræmi við aukningu þjóðartekna og stöðu þjóðarbúsins. 7. að kjarasamningarnir séu til a.m.k. tveggja ára. svæðum, komið á skrapdagakerfi og síðast en ekki síst kvótakerfinu en allt kemur fyrir ekki. Þorsk- stofninn vill samt ekki rétta úr kútnum. Úr því hann lætur sér ekki segjast með góðu er sennilega best að sýna honum í tvo heimana. Við ákveðum hér með, að við ætl- um að veiða t.d. 270.000 eða 300.000 tonn á næstu árum þrátt fyrir að fiskifræðingar telji það glapræði og stofninn verður bara að aðlaga sig því. Ef hann gerir það ekki er ljóst, að hann er ekki tilbúinn að axla sömu byrðar og aðrir þegnar þessa lands og þá verður hann að taka afleiðingun- um af því. Auðvitað er þetta í hálfkæringi sagt enda eru menn ekki að sakast við þorskstofninn heldur fyrst og fremst að gefa fiskifræðingunum langt nef. Seinni hluta þessa árs voru allir orðnir sannfærðir um það, að nú væru batnandi skilyrði f sjónum, fiskurinn að fitna og braggast, og því myndum við fá að veiða miklu meira á næsta ári en á þessu ári. Bráðabirgðaskýrsla fiskifræð- inga leiðir að vísu annað í ljós og þá komum við allir hinir úlfarnir og segjum að þetta sé enn eitt dæmið um vitleysu fiskifræð- inganna og nú sé nauðsyn að sýna kjark, sem hæfir víkingum og ákveða að veiða það sem við þurf- um. Við beitum rökum af miklum sannfæringarkrafti, setjum fram tillögur, byggðar á okkar upplýs- ingum og veltum svo allri ábyrgð- inni á sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórn. Þeirra verkefni er síð- an að ákveða hvaða tillögum á að taka. Það mun vera einkenni góðra vísindamanna, að þeir setji kenn- ingar sínar fram með heldur yfir- veguðum hætti og reyni að full- yrða sem minnst. Þeim er kennt að tileinka sér þann hugsunar- hátt, að flest sé breytingum undir- orpið og því best að spara stóru orðin. Á þeim mörgu fundum, sem ég hef heyrt fiskifræðinga flytja mál sitt, finnst mér þeir oft verða und- ir, e.t.v. af þessari ástæðu. Þeir taka ekki eins stórt upp i sig eins og aðrir þegar rætt er um þau mál, sem þeir eiga þó að þekkja best og vita betur en aðrir. Það virðist loða töluvert við okkur íslendinga, að okkur hættir til að gera lítið úr sérfræðingum og teljum okkur sjálfa allt vita betur. Við höfum að sjálfsögðu enga trú á veðurfræðingum af því að spár þeirra standast ekki alltaf. Við erum allir sammála um það að allar ríkisstjórnir fylgi alltaf vit- lausri stefnu i efnahagsmálum. Við sjáum allir að vegir og brýr eru sjaldnast á réttum stöðum, svo ekki sé minnst á það, að sér- fræðingar okkar i samningamál- um við Alusuisse gera auðvitað alltaf vitlausa samninga enda myndum við allir gera þá miklu betur. Mergurinn málsins er sá, að með því að ala á sífelldri tor- tryggni í garð þeirra, sem eru að vinna ábyrgðarstörf hver á sfnu sviði, þá gröfum við jafnt og þétt undan starfi þeirra og um leið því gagni sem þjóðin getur haft af þekkingu þeirra og atorku. Friðrik Pílsson er frunkvæmdn- stjóri Sölusambands ísienzkra fisk- framleiðenda. 8. að gerð sé róttæk atlaga gegn skattsvikum og neðanjarðarhag- kerfi. Fundurinn varar við óheftri frjálshyggju, sem kollvarpað getur þvi þjóðfélagi menningar, jafnræð- is og velferðar sem leggja ber áherslu á að treysta. Miðstjórn Framsóknarflokksins ályktar að núverandi stjórnar- samstarfi beri að halda áfram enda náist samstaða með flokkunum um aðgerðir í efnahagsmálum, sem stuðla að áframhaldandi hjöðnun verðbólgu en tryggja jafnframt rekstrargrundvöll atvinnuveganna, fulla atvinnu, og verndun kaup- máttar þeirra sem við erfiðustu kjör búa. Tafla 3. Áætluð stærð þorskstofnsins (þús. tonn) 1985—1987 við mismunandi afla. Heildarstofn Ár Ársafli Ársafli Ársafli 300 250 200 1985 970 970 970 1986 950 1010 1070 1987 1070 1190 1310 Hrygningarstofn 260 1985 260 260 1986 250 280 320 1987 220 290 370 Veiðanlegur stofn (þ.e. 4ra ára og eldri) 850 1985 850 850 1986 720 780 40 1987 710 830 950 Nýliðun j&’ Þorskárgangur 1980 er nú talinn vera 220 milljónir þriggja ára nýliðar. Þetta er heldur 3» lægra mat en á síðasta ári. Enda þótt þessi árgangur hafi verið uppistaða veiðanna í ár, !§| bendir ýmislegt til þess að sókn í þennan árgang hafi verið meiri en verið hefur í fjölda ára fisk á undanförnum árum. Mat á stærð þessa árgangs er því verulegri óvissu háð. Hl Þorskárgangur 1981 er talinn vera fremur lélegur eða um 160 milljónir nýliða og er það ■ svipað mat og á síðasta ári. Þorskárgangur 1982 er hins vegar talinn vera með afbirgðum lélegur eða um 100 Ég milljónir nýliða eða af svipaðri stærð og árgangur 1979. Svo veikir árgangar hafa ekki komið 8 fram áður á þeim þremur áratugum sem upplýsingar liggja fyrir um. |p Þorskárgangur 1983 er talinn vera í slöku meðallagi eða um 190 milljónir nýliða. Þetta || mat er þó mikilli óvissu háð. §1 Af framansögðu er ljóst að nýliðun þorskstofnsins hefur verið með lakasta móti á |g undanförnum árum eða allt síðan 1977. Nokkrar vonir hafa verið bundnar við árgang 1980, H| en nú eru vaxandi líkur á því að þær muni ekki ganga eftir. Efniviður til uppbyggingar ■ þorskstofnsins er því ekki í sjónmáli á allra næstu árum. Sé sjónum hins vegar beint að fjjl yngsta og óvissasta árgangi stofnsins 1984 er vissulega tilefni til bjartsýni. Sá árgangur kann þó að eiga ýmsar hindranir óyfirstignar áður en hann bætist í hinn veiðanlega hluta stofnsins. ■ Marktækt mat á nýliðun þessa árgangs mun tæpast liggja fyrir fyrr en á árinu 1986. Úr greinargerd lagafrumvarpsins um veiðar í fiskveiðilandhelgi. Stjómmálaályktun miðstjómar Framsóknarflokksins: Fagnar árangri ríkisstjórnarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.