Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 Þorvaldur Garðar Kristjánsson: Kvótakerfið alvarleg mistök Hér fer á eftir þingræða Þorv- aldar Garðars Kristjánssonar for- seta Sameinaðs þings er stjórnar- frumvarp um veiðar í fiskveiðil- andhelgi fslands, þ.e. framleng- ingu kvótakerfis til þriggja ára, kom til fyrstu umræðu i efri deild Alþingis 14. nóvember sl. Frumvarp um breytingu á lög- um um veiðar í fiskveiðilandhelg- inni, sem við nú ræðum, er sams konar frumvarp og við höfðum til meðferðar á síðasta þingi og sam- þykkt var sem lög nr. 82/1983. Þeim lögum var ætlað að gilda að- eins í eitt ár, eða frá 1. janúar 1984 til ársloka 1984. Frumvarp það sem nú er til meðferðar er ætlað ef að lögum verður að taka við af hinum fyrri lögum og gilda í þrjú ár. Frumvarp þetta er í grundvall- aratriðum framlenging á lögunum frá í fyrra. Það er staðfesting á kvótafyrirkomulaginu, sem þá var innleitt. Svo var látið heita að kvótakerfið ætti að vera til reynslu í eitt ár. í þvi hlaut að felast að kvótakerfið yrði ekki framlengt nema reynslan sýndi að réttlætanlegt yrði. Ég er andvígur kvótakerfinu og var á móti setningu laga nr. 82/1983, sem ég tel hafa verið al- varleg mistök. Ég tel að reynslan af kvótakerfinu hafi staðfest þetta. Þess vegna er ég andvígur frumvarpi því sem hér er til um- ræðu. Gengið þvert á grundvallaratriði Þegar rætt er um kvótakerfið skyldi gera greinarmun á tvennu, annars vegar stefnunni sem liggur til grundvallar kvótakerfinu og hins vegar framkvæmd kvótakerf- isins. Ég tek fram, að ég er and- vígur stefnunni á hvern veg sem framkvæmdin verður. Að mínu mati gengur kvótafyrirkomulagið eða skipting hámarksafla milli skipa þvert á grundvallaratriði, sem okkur riður á að halda í heið- ri. Ég ræddi um þetta sérstaklega við 1. umræðu hér í háttv. deild um frumvarp að lögum nr. 82/1983 og sagði þá m.a., með leyfi hæst- virts forseta: „Sjávarútvegurinn er undir- stöðuatvinnuvegur þjóðarinnar. Framleiðnin f íslenskum sjávar- útvegi er meiri en annars staðar þekkist. Sú staðreynd skapar okkur yfirburði fram yfir aðra. Þrátt fyrir mikilvægi góðs skipa- kosts og veiðarfæra og tækjakosts er hugur og hönd mannsins það sem er mikilvægast. Sókn og keppni íslenskra sjómanna er og hefur verið drifkrafturinn. Þess vegna er mest um vert að afburða- mennirnir sæki sjóinn og fái að njóta sín. Það er ekki einungis mikilvægt að hver einstök útgerð beri sig heldur varðar það mestu þjóð- hagslega. Þetta á ekki síður við eins og ástandið er í dag. Nú er sóknarmáttur fiskiskipastólsins of mikill miðað við þann takmarkaða þorskstofn sem um er að ræða. Það er ekki aðalatriðið að halda öllum skipaflotanum til veiða heldur hitt, að þau skip sem haldið er úti hafi sem bestan rekstrar- grundvöll og skili sem mestum arði í þjóðarbúið. Einungis með því móti hafa stjórnvöld mögu- leika til að mæta með raunhæfum úrræðum þeim erfiðleikum og vandamálum sem óhjákvæmilega hljóta að koma til þegar veiðiskip heltast úr lestinni. Það fjármagn sem til þessa þarf verður ekki tekið af öðru en því sem sjávarútvegurinn sjálfur leggur til þjóðarbúsins sem höfuð- atvinnuvegur þjóðarinnar. En hvernig kemur það frumvarp sem við hér ræðum heim og saman við þau grundvallaratriði sem ég hef vikið að? Kvótafyrirkomulagið eða skipting hámarksafla milli skipa, sem hér er lagt, gengur þvert á þau grundvallaratriði, sem ég hef hér vikið að. Þetta kvótafyrir- komulag á að stuðla að því að halda sem flestum skipum á veið- um. Þetta er í raun gert á kostnað þeira sem m.a. vegna aflasældar hafa haft þolanlegastan rekstr- argrundvöllinn þó að þau skip séu ekki aflögufær, heldur þvert á móti hafi barist í bökkum. Afleið- ingin verður augljóslega sú, að rekstri þessara skipa verður stefnt í tvísýnu. Á hinn bóginn verður þetta ekki heldur til að tryggja hlut þeirra sem verst voru settir áður. Þar þarf meira að koma til. Afleið- ingar kvótafyrirkomulagsins, sem hér er lagt til, gætu vissulega orð- ið kvíðvænlegar. Stefnt er að jöfn- uði með því að vængstýfa þá sem möguleika hefðu til að bjarga sér og stungið tálbeitu að hinum sem ekki geta hvort sem er náð sér til flugs nema meira komi til. Þegar útgerðin hefur verið þannig leikin með stjórnvaldsráðstöfunum á hún ekki annars úrkosti en að segja við stjórnvöld að þau verði að taka afleiðingunum af eigin gerðum og skapa skipunum rekstrargrundvöll, því að nauðsyn krefur að róið sé til fiskjar. Þegar svo væri komið gæti kvótakerfið, sem hér er lagt til, orðið örlaga- ríkt skref til þjóðnýtingar i sjáv- arútvegi með þeim afleiðingum sem þá blasa við. Ekki yrði þá ör- uggt nema síður sé að við nytum þeirra yfirburða í þessari atvinnu- grein gagnvart öðrum þjóðum sem við höfum gert fyrir framtak ein- staklinga og félagssamtaka þeirra.“ Það var með tilvísun til slíkra sjónarmiða, sem ég lagði strax í upphafi áherslu á, að aðalatriðið væri að við færum ekki inn á braut kvótafyrirkomulagsins. Við ættum ekki einu sinni að taka fyrsta skrefið í þá átt til reynslu. Minnka átti þorskaflann En hvað mátti verða til þess að svo varhugavert skref væri tekið við stjórnun fiskveiða sem fólst í kvótafyrirkomulaginu? Menn báru fyrir sig alvarlegt ástand þorskstofnsins og tillögu fiski- fræðinga um minnkun þorskveiða. Og hvað átti þá að vinnast með því að taka upp kvótafyrirkomulagið á árinu 1984? Á árinu 1983 var gert ráð fyrir að veidd yrðu 290 þús. tonn af þorski. Áf þessu magni veiddi loðnuflotinn 25 þús. tonn en bátaflotinn sem stundaði bolfiskveiðar og togaraflotinn veiddi því samkvæmt þessu 265 þús. tonn. Með því að ákveðið var að kvótahámark fyrir þorsk á ár- inu 1984 yrði 220 þús. tonn þýddi þetta að gert var ráð fyrir að minnka sóknina í þorskinn á árinu 1984 um 45 þús. tonn frá því árinu áður. Þá var gert ráð fyrir að loðnuflotinn færi ekki á þorsk- veiðar á árinu 1984 og því ekki reiknað með loðnuflotanum bæði árin. Samkvæmt þessu átti að stíga hið varhugaverða spor til kvóta- fyrirkomulagsins til að minnka þorskaflann um 45 þús. tonn. Við 1. umræðu um frumvarpið í fyrra hér í háttv. deild benti ég á að ef að líkum léti mætti ætla að þessi 45 þús. tonna tala gæti lækkað ef svo færi sem oft áður að aflakvóti yrði hækkaður síðar á árinu frá því sem áætlað væri í ársbyrjun. Síðan sagði ég, með leyfi hæstv. forseta: „Ætla má því, að það sem á að nást með ákvæðum þessa frum- varps, ef að lögum verður, geti orðið að raungildi miklu minna en 45 þús. tonna skerðing á þorsk- veiðum eða jafnvel óveruleg frá árinu í ár. Það er þá til að ná m.a. slíkum árangri sem frumvarp þetta er flutt. Til þess eru refirnir skornir." Þetta var sagt fyrir rúmu ári. En hver hefir reynslan orðið? Kvótahámark á þorskveiðar er nú ákveðið fyrir árið 1984 257 þús. tonn. Auk þess kemur til viðbót, sem áætluð er 40 þús. tonn og er fólgin í eftirfarandi: 1) Leyfilegt er að auka kvóta um 10% með tilfærslu frá öðrum fisktegundum. 2) Helmingur línuafla var utan kvóta fyrri hluta ársins. 3) Smáfiskur sem berst að landi telst ekki til kvóta. Samkvæmt þessu geta þorsk- veiðar numið 297 þús. tonnum á árinu 1984 en ekki 220 þús. tonn- um eins og gengið var út frá, þeg- ar nauðsynlegt var talið að taka upp kvótakerfi til að koma við minnkun þorskafla. Raunin verð- ur sú að í stað þess að þorskafli minnki á árinu 1984 kemur hann til með að aukast frá fyrra ári. Það var yfirlýst að kvótakerfi þyrfti að koma til svo að hægt væri að minnka þorskaflann. Kvótakerfið var tekið upp og þorskaflinn jókst. „Vituð ér enn — eða hvat?“ Hagsmunir veiöa og vinnslu En hverju fleira höfðu þá tals- menn kvótakerfisins til að dreifa? Þeir töldu að kvótakerfið myndi minnka kostnaðinn við veiðarnar og bæta gæði hráefnisins. Hvað segir reynslan i þessum efnum? Ég læt vafningalaust heyrast rödd frá Fiskiþingi, sem nú er nýlokið. Varafiskimálastóri, Jón Páll Hall- dórsson, flutti þar merka ræðu, sem birtist í Morgunblaðinu 7. þ.m. Þar segir um þetta efni, með leyfi hæstv. forseta: „Nú er þetta eina ár senn á enda og ég hef ekki séð, að breytingin hafi á nokkurn hátt orðið til bóta. Hún hefir hvorki dregið úr til- kostnaði við veiðarnar, né fært Þorvaldur Garðar Kristjánsson, for- seti Sameinaðs þings. okkur betra hráefni að landi. Talsmenn breytingarinnar hafa bent á, að veiðarfærakostnaður netabáta hafi verið minni á síð- ustu vertíð en áður, en aðrir telja, að hann sé miklu fremur afleiðing af hagstæðara tíðarfari. Sama er að segja um hráefnisgæði neta- fisks. Þau voru betri en árið áður, sérstaklega vegna hagstæðara tíð- arfars á vetrarvertíðinni. Breytingin hefir hins vegar sett á sjávarútveginn meiri viðjar en hann hefir þurft að búa við nokkru sinni fyrr. Hún hefir því sannfært mig enn betur en áður um, að fyrirfram ákveðið afla- mark á hvert veiðiskip er óæskileg leið við stjórnun botnfiskveiða, þegar horft er til hagsmuna sjáv- arútvegsins sem heildar, þ.e. bæði til veiða og vinnslu. Kerfið gengur einfaldlega ekki upp og skapar óviðunandi öryggisleysi fyrir þá, sem við atvinnuveginn starfa, sjó- menn og fiskvinnslufólk. Til rök- stuðnings þessari staðhæfingu vil ég benda a eftirfarandi: 1. Það er augljóst hagsmunamál útgerðar og sjómanna, sem hafa fengið úthlutað ákveðnu aflamarki, að veiða þann afla á sem skemmstum tíma með lág- markstilkostnaði. Slíkt kallar óhjákvæmilega á aflatoppa, sem nýtast illa fyrir alla aðila. 2. Hagsmunir fiskvinnslunnar og fiskvinnslufólks byggjast aftur á móti á jafnri dreifingu aflans yfir allt árið, þannig að vinnsl- an sé í sem mestu jafnvægi. Aflatoppar, þar sem ekki hefst undan að vinna, en síðan hrá- efnisskortur á öðrum árstím- um, er báðum þessum aðilum afar óhagstætt. Hér stangast alvarlega á hags- munir veiða og vinnslu. Þessa árekstra tókst að verulegu leyti að koma í veg fyrir með tegunda- markinu, en slíkt er á allan hátt örðugra með fyrirfram ákveðnu aflamarki á hvert veiðiskip, eins og reynslan frá liðnu sumri sýnir okkur. Ég bendi á í þessu sam- bandi, að árin 1983 og 1984 veiddu togararnir 106 þús. lestir af þorski hvort árið á átta fyrstu mánuðun- um, janúar-ágúst. Árið 1983 veiddu þeir 38 þús. lestir í júlí og ágúst eða 36% þorskaflans en árið 1984 voru veiddar 48 þús. lestir á sama tíma og 45% þorskaflans. Er nú líklegt að slik breyting á sókn- armynstri hafi leitt til bættra hráefnisgæða? Ég trúi því ekki og það sannfærir mig enginn um, að þetta sé hagkvæm stjórn á botn- fiskveiðum, þegar litið er á alla þætti málsins. Hún kann hins veg- ar að virðast hagkvæm, þegar málið er aðeins skoðað frá annarri hliðinni. Það er hægt að ákveða við skrifborð eða nefndaborð hér í Reykjavík, að skipstjóri eigi að draga veiðarfæri sín úr sjó, þegar afli glæðist og sigla til lands með þann afla, sem kominn er í skipið. Hlutirnir gerast bara ekki svona i reynd.“ Reynslunni ríkari Rök þeirra sem haldið hafa fram að kvótakerfið minnki til- kostnað og bæti gæði hráefnisins eru léttvæg fundin. Reynslan er ólygnust í þessum efnum sem öðr- um. Menn geta ekki lokað augun- um fyrir reynslunni eða hafnað staðreyndum. Og menn verða að draga réttar ályktanir af stað- reyndum. Ef menn gera það þá hljótum við að hafna þessu frum- varpi. Við höfum haft kvótakerfi til reynslu í eitt ár. Sú reynsla sýnir okkur að engin efni standa til þess að við festum kvótakerfið til frambúðar heldur þvert á móti að við afnemum það. Leiðin til þess er að frumvarp þetta nái ekki fram að ganga. Þá standa eftir þær heimildir í lögum sem þarf til að banna megi veiðiskipum þorskveiðar á ákveðnum tímum eins og gert var fram til 1984, þ.e. að fara þá leið sem varafiskimála- stjóri kennir við „tegundamark" og hafna bæði aflamarki og sókn- armarki. En hvað er í húfi ef við bregð- umst ekki rétt við nú? Ég vísa á ný til ræðu varafiskimálastjóra þar sem segir með leyfi hæstv. forseta: „í fljótu bragði mætti ætla, að sá bátur, sem fékk úthlutað flest- um þorskígildum, samkvæmt hinu nýja kerfi, ætti að geta stundað veiðar með nokkuð eðlilegum hætti og skipshöfn hans byggi við sæmilegt atvinnuöryggi. Svo er þó alls ekki. Ef samsetning aflans verður önnur en hún var á viðmið- unartímabilinu, fer allt úr skorð- um. Kerfið fjötrar allt fast. 1 sumar var ís fyrir Norðurlandi, svo að línubátar gátu ekki nýtt sér aflamark sitt af grálúðu. Sumar- vertíðin fór því að verulegu leyti úr skorðum. Aflabrögð hafa hins vegar verið hagstæð á haustvertíð, svo að línubátar eru þegar búnir að veiða aflamark sitt. Ég bið þingfulltrúa að hugleiða það ör- yggisleysi sem sjómaður býr við, sem lendir á mislukkaðri sumar- vertíð og er svo gert að hætta á miðri haustvertíð, vegna þess að aflamark bátsins er búið. Telja menn líklegt, að þessi atvinnuveg- ur hafi aðdráttarafl fyrir unga og framsækna menn eða þá fisk- vinnslufólk, sem vinnur að vinnslu aflans og veit ekki hve lengi það hefir atvinnu vegna óvissu um, hve lengi aflamarkið endist? Ég staðhæfi, að það getur enginn at- vinnuvegur byggt framtíð sína á slíku öryggisleysi. Hann er dæmd- ur til að lognast út af.“ Þetta eru alvarleg orð. Og þeim fylgir meiri þungi fyrir það, að hér mælir ekki einungis maður, sem hefir mikla þekkingu til að bera um þessi efni. Hér talar líka mað- ur sem er einn þeirra sem taldi rétt að tilraunin með kvótakerfið yrði gerð í eitt ár. Það vildu marg- ir að þessi tilraun yrði gerð til að afla reynslu og leiðbeininga um stjórnun fiskveiða. Nú eru menn reynslunni ríkari. Gengistrygging afurðalána sjávarútvegsins: Eykur vaxtabyrði um 28,5 % verði gengisfelling 20 % EfTIR gengistryggingu afuröalána sjávarútvegsins verða lánin að mikl- um mun óhagstæðari en áður , verði gengislækkun á bilinu 5 til 20%sam- kvæmt upplýsingum Sambands fisk- vinnslustöðvanna. Verði gengis- lækkun 3% lækkar vaxtabyrðin lítil- lega, en verði hún 20%eykst hún um 28,5% frá því, sem áður var miðað við fjögurra mánaða greiðslutímabil, en undir það falla flestar greinar fískvinnslunnar. Ályktun aðalfundar Sambands fiskvinnslustöðvanna um þetta efni er svo hljóðandi: „Aðalfundur Sambands fiskvinnslustöðvanna ítrekar mikilvægi þess, að vænt- anleg gengisfelling krónunnar verði nýtt sem best til þess að rétta af afkomu sjávarútvegsfyr- irtækja, sem rekin hafa verið með verulegu tapi á undanförnum mánuðum. í því sambandi mótmælir aðal- fundurinn sérstaklega einhliða gengistryggingu allra afurðalána fiskvinnslunnar af hálfu bank- anna. Mikið óréttlæti felst í þvi að fiskvinnslan skuli hafa verið þvinguð til þess að greiða háa vexti af ógengistryggðum afurða- lánum meðan gengi krónunnar var nær stöðugt, en síðan skuli lánin allt í einu gengistryggð að fullu rétt fyrir gengisfellingu. Bendir aöalfundurinn á að afurða- lán annarra atvinnuvega voru ekki gengistryggð með sama hætti. Með núverandi skipan af- urðalána og fullri gengistryggingu þeirra fá bankarnir 75% af geng- ishagnaði af birgðum fiskvinnsl- unnar en hún sjálf aðeins 25%. Krafa aðalfundarins er að við væntanlega gengisfellingu hækki höfuðstóll afurðalánanna ekki í ís- lenskum krónum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.