Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 Stjórn Nicaragua vill eignast MIG-herþotur El Ferrol, Spáni, 1». nóv. AP. NICARAGUA hyggst kaupa loft- varnaeldflaugar til þess að vernda lofthelgi sína. Stjórn landsins áform- ar einnig að kaupa sovézkar MIG- herþotur. Skýrði Orlando Castillo, sendiherra Nicaragua á Spáni, frá þessu á fundi með fréttamönnum I El Ferrol á laugardag. Embættismenn sandinista- stjórnarinnar i Nicaragua hafa margsinnis áður sagt, að verið væri að reyna að fá MIG-þotur keyptar. Kom þetta fyrst fram hjá Humberto Ortega varnarmálaráð- herra á fundi með fréttamönnum í Mexíkóborg fyrir tveimur mánuð- um. Mjög ófriðlegt hefur verið í Nic- aragua að undanförnu. Uppreisn- armenn drápu 26 manns, þar á meðal þrjú börn og einn frétta- mann, í mannskæðum bardögum í síðustu viku i fjöllunum fyrir norðan Managua. Þá féllu 12 upp- reisnarmenn í þessum bardögum. Vaxandi óvinsældir „Flick-flokkanna“ Bonn, 19. nóvember. AP. Skoðanakönnun sem gerð hefur verið í Ijósi nýrra uppljóstrana í hinu umfangsmikla hneykslismáli í vest- ur-þýskum stjórnmálum sem kennt hefur verið við „Flick-fyrirtækja- samsteypuna“ hefur leitt í Ijós að Pólland úr ILO Genf, 19. nóvember. AP. PÓLVERJAR hafa tilkynnt að þeir hafi hér með sagt sig úr Alþjóða- vinnumálastofnuninni, ILO, í kjöl- farið á því sem þeir kalla „andpólsk- ar ákvarðanir". ILO hefur höfuðstöðvar í Genf í Sviss og lýstu Pólverjar yfir ætlun sinni tæpum sólarhring eftir að samþykkt hafði verið ályktun sem hvatti pólsk stjórnvöld til að leyfa á ný frjáls verkalýðsfélög. Úrsögn Pólverja kom ekki ýkja á óvart, þeir höfðu áður íað að því að þeir myndu ekki liða að samtökin væru að skipta sér af „innanríkismálum Póllands". miklu mun fleiri heimamenn hafa neikvæðar skoðanir í garð stjórn- málamanna og flokka heldur en fyr- ir einu ári síðan er sams konar könnun var gerð, en þá var ekki Ijóst hversu umfangsmikið málið var. Könnunina gerði Wickert-stofn- unin, þaulvön slíku, og var úrtakið 2.100 manns á 377 stöðum í land- inu. Alls höfðu 69 prósent að- spurðra neikvæð viðhorf til stjórnmálaflokka og manna, 21 prósent höfðu jákvæð viðhorf, en 10 prósent voru óákveðnir. Fyrir einu ári voru samsvarandi tölur þessar í sömu röð: 33, 43 og 24 prósent. Stjórnarandstaðan í Vestur- Þýskalandi telur mál þetta hið mesta hneyksli og bera vott um ótrúlega spillingu. Hans Jochen Vogel, leiðtogi sósíaldemókrata krafðist til dæmis þess að Helmut Kohl kanslari hitti sig að máli i kappræðu í sjónvarpi. Sagði hann Kohl ekki geta skorast undan þar sem hann hefði skirrast við að ræða Flick-málið þrátt fyrir fyrir- spurnir á þinginu á föstudaginn. „Hann þegir af því að samviska hans er slæm,“ sagði Vogel. Simamynd/AP. Leiðtogar á fundi Leiðtogafundi Margaret Thatcher forsætisráðherra Stóra-Bretlands og Garrett Fitzgerald forsætisráð- berra írlands lauk í gærkvöldi, en tilgangur fundar- ins var að efla sambúð nágrannaríkjanna í því mark- miði að binda enda á vígaferli og illdeilur á Norður- frlandi. Að þessu sinni snerust viðræðurnar fyrst og fremst um samstarf á sviði öryggismála í þvl skyni að afvopna ólöglega írska lýðveldisherinn, IRA. Spánn: Menntamálaste fna stjórnvalda óvínsæl Mmdríd, 19. aÓTember. AP. UM ÞAÐ bil hálf milljón manna tók þátt í mótmælagöngu í Madrid, höf- uðborg Spánar, í dag. Var fólkið að mótmæla þingsályktunartillögu um menntamál sem stjórnin er að reyna að fá samþykkta, en göngumenn og margir fleiri telja að skerði „frelsi til menntunar'* í landinu. Gangan fór fram með friði og spekt og lögreglan þurfti aldrei að láta að sér kveða. Framkvæmda- aðilar göngunnar, CONCAPA, sem eru samtök rómversk-kaþ- ólskra foreldra og nemenda, sögðu göngumenn hafa verið 1,3 milljón- ir talsins. Haldnar voru ræður þar sem Gonzales forsætisráðherra var hvattur til að beita sér fyrir menntakerfi í landinu sem tæki tillit til óska allra Spánverja. Stjórnartillagan hefur verið samþykkt í báðum deildum spænska þingsins, enda hafa sós- íalistar talsverðan meirihluta. Stjórnarandstaðan hefur freistað þess að fá ýmsu breytt í tillögun- um og kom með 5.000 hugmyndir. Var uppskeran rýr. Gangan var annars hin þriðja á árinu á vegum CONCAPA og sú langstærsta hvort heldur ef miðað er við opinberar tölur um þátttöku eða tölur göngumanna sjálfra. Eþíópía: Ástandið hörmulegt og vonleysi ríkjandi Haraldur Ólafsson lýsir ástandinu í landinu í símaviðtali frá Addis Ababa „Hönnungasvæðið byrjar um 200 km fyrir norðan höfuðborgina Addis Ababa. Þar er ástandið hörmulegt og lýsingar bæði af fólk- inu og landinu eru átakanlegar. Landið er örfoka og mikið af þvf ónýtt til ræktunar. Framtíðin, sem blasir við fólkinu, er því vonlaus.“ Þannig komst Haraldur Ólafsson m. a. að orðið í símaviðtali frá Addis Ababa, höfuðborg Eþiópíu í gær, en þar starfar hann fyrir hjálparstofnun norsku kirkjunar. Haraldur sagði ennfremur, að stjórnin í landinu væri að reyna að bæta úr ástandinu með þvi að flytja fólk frá hörmungasvæðun- um til frjósamari svæða í vest- urhluta landsins i átt til Súdans. Einnig er ætlunin að flytja nokkuð af fólki til suðurhluta landsins. Þar væri ástandið betra, enda úrkoma þar nokkuð áreiðanleg. Þar ættu því að vera fyrir hendi möguleikar fyrir fólk til þess að bjarga sér. Bæði vesturhluti landsins og miðhálendi þess hefðu farið bet- Haraldur Ólafsson ur út úr þeim þurrkum, sem rikt hefðu í landinu undanfarin tvö ár. En Konsó-héraðið, sem væri Islendingum vel kunnugt sðkum hjálparstarfs islenzku kirkjunn- ar þar, hefði hins vegar orðið mjög illa úti í þurrkunum og þar syltu nú um 50.000 manns heilu hungri. Við könnun, sem fram fór fyrir skömmu, hefði komið í ljós, að stór hluti allra barna þar væri nú helmingi léttari en þau ættu að vera og væri Ijóst, að ástandið í Konsó hefði hríð- versnað á skömmum tíma. Haraldur ólafsson tók það fram, að ekki væri unnt að kenna lélegri skipulagningu eða slæmu flutningakerfi um ástandið nú. Uppskipun á mat- vælasendingum erlendis frá gengi nú betur en áður. Þannig væri nú engin bið á uppskipun á korni, þegar flutningaskipin kæmu i höfn. Svo virtist einnig, sem nú væri ekki skortur á vöru- bifreiðum til kornflutninganna út um byggðir landsins. Ljóst væri hins vegar, að ástandið væri hörmulegt og þær lýsingar, sem bærust bæði af fólkinu, búsamalanum og land- inu af völdum þurrkanna væru átakanlegar. Landið væri víða örfoka og mikið af því ónýtt til ræktunar. Mikið vonleysi væri því ríkjandi með tilliti til fram- tiðarinnar. Haraldur ólafsson var spurð- ur um, hvort mikil brögð væru að oísóknum stjórnvalda á hend- ur kirkjunni og kirkjunnar mönnum. Sagði Haraldur þá, að fréttir hefðu borizt af slíku áður fyrr en ekki nú. Þá væri það ljóst, að stjórnvöld gerðu nú allt til þess að greiða fyrir því hjálp- arstarfi, sem fram færi í Eþíópíu á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar. Frá Eþíópíu. Ástandið hefur farið stöðugt versnandi þar í landi, því að * fleiri hafa flosnað upp af völdum þurrkanna. Þegar landið er orðið örfoka vegna þurrka deyr allt kvikfé og þi er ekkert eftir nema vergangur fyrir fólkið, sem þar hcfur búið. Mynd þessi var tekin fyrir skömmu í hjálpar- búðum, sem brezka kirkjan rekur ( grennd við Addis Ababa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.