Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984
41
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ftitstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö.
Nýr formaður
í Alþýðuflokknum
Athyglisvert er að íhuga hve
mismunandi hefðir hafa
skapast í stjórnmálaflokkum
hér á landi við að velja þeim
formann. Að þessu leyti hefur
Alþýðuflokkurinn sérstöðu en
er þó skyldur Framsóknar-
flokknum. Þar hefur formönn-
um oft verið velt úr sessi sem
þekkist tæpast í öðrum flokk-
um hér á landi. Enginn vafi er
á því að formannsátök af því
tagi sem urðu á þingi Alþýðu-
flokksins nú um helgina skilja
eftir sig sár sem lengi eru að
gróa, en flokksmenn leggja sig
fram um að hylja út á við. Það
liðu ekki nema fá misseri frá
því að Kjartan Jóhannsson ýtti
Benedikt Gröndal, þáverandi
formanni Alþýðuflokksins, til
hliðar fyrir rúmum fjórum ár-
um, þar til Benedikt sagði skil-
ið við stjórnmálin og tók skip-
un í embætti sendiherra.
Kjartani Jóhannssyni tókst
ekki að styrkja stöðu Alþýðu-
flokksins, og flokkurinn klofn-
aði í formannstíð hans.
Óánægja hefur magnast jafnt
og þétt innan flokksins. Jón
Baldvin Hannibalsson er
stjórnmálamaður þeirrar gerð-
ar að hann grípur tækifærið
þegar það gefst. Hann mat
stöðuna rétt þegar hann til-
kynnti formlega 11. nóvember
siðastliðinn að hann byði sig
fram til formennsku. Hvorki
Kjartan Jóhannsson né aðrir
toppkratar töldu þá líklegt að
Jón Baldvin næði kjöri. Þegar
fulltrúar á flokksþinginu tóku
að bera saman bækur sínar og
hlýða á ræður manna óx fylgi
Jóns Baldvins jafnt og þétt og
hann vann góðan sigur, fékk
142 atkvæði gegn 92.
Bræðraflokkar Alþýðu-
flokksins í nágrannalöndunum
hafa verið að færast til vinstri
á síðustu misserum. Ekki er
unnt að segja að nein svipuð
þróun hafi vakið eftirtekt hjá
krötum hér á landi, enda hafa
þeir ekki vakið neina eftirtekt
yfirleitt. Á síðasta þingi Sam-
bands ungra jafnaðarmanna
var samþykkt ályktun um
utanríkismál sem bendir ein-
dregið til þess að í röðum
þeirra eigi þau sjónarmið upp á
pallborðið sem ráðið hafa
miklu hjá vinstri krötum í út-
löndum og ekki er unnt að
túlka nema sem daður við þá er
telja vestrænt varnarsamstarf
hættulegra heimsfriðnum en
vígbúnað Sovétríkjanna. Jón
Baldvin Hannibalsson leggur
áherslu á að slíkt daður sé ekki
að sínu skapi, að því leyti fylgir
hann stefnu franskra krata í
öryggis- og varnarmálum. Á
hinn bóginn vill hann, þessa
stundina að minnsta kosti,
vera róttækur til vinstri í inn-
anlandsmálum. Hann er fyrsti
flutningsmaður tillögu til þing-
sályktunar um að samið verði
frumvarp til laga um stig-
hækkandi eignarskatt. Með því
á að stöðva „látlausa tekjutil-
færslu frá launþegum til fá-
mennrar, nýríkrar stéttar stór-
eignamanna". í þessu efni
stendur Jón Baldvin nærri
ríkisforsjár-krötum í Bretlandi
og á Norðurlöndunum.
Ekki er vafi á því að með
vinstri stefnu og samstarfs-
vilja við Bandalag jafnaðar-
manna á vörunum ætlar Jón
Baldvin Hannibalsson að sigla
inn á atkvæðamið Sjálfstæðis-
flokksins og leggja að nýju net
fyrir kjósendamassann sem
jafnan þokast á milli flokka á
þessum miðum. Hvort sem
krötum líkar betur eða verr eru
þessi mið lengra til hægri en
áður svo að hinn nýi formaður
þarf að sýna mikla breidd í
stefnumótun ef hann ætlar í
senn að leggja net sín á þeim
og einnig huga að því að ná
atkvæðum frá Alþýðubanda-
laginu. Sé litið á stjórnmál með
annað en atkvæðaveiðar í
gruggugu vatni í huga er eng-
inn vafi á því að heppilegasta
afleiðing þess að Jón Baldvin
Hannibalsson er orðinn for-
maður Alþýðuflokksins væri að
á vinstra kanti stjórnmálanna
haslaði kreddulaus forystu-
maður sér völl sem næði fylgi
af Alþýðubandalaginu og
skyldi aðeins eftir á þeim stað
þá sem enn játa heimskomm-
únismanum ást sína.
Hvernig svo sem menn skip-
uðust í fylkingar á þingi Al-
þýðuflokksins um helgina er
Ijóst að völdin í flokknum eru
nú alfarið í höndum fulltrúa
Reykvíkinga, bæði Jón Baldvin
og Jóhanna Sigurðardóttir, ný-
orðinn varaformaður, eru þing-
menn úr Reykjavík. Meirihluti
hins fámenna þingflokks krata
studdi hins vegar Kjartan Jó-
hannsson, fulltrúa gamla
krataveldisins í Hafnarfirði.
Stjórnmálabaráttan hefur
verið margslungin undanfarna
áratugi. Þó er söguþráðurinn
einfaldari og spunninn af færri
en virðist við fyrstu sýn. Fyrir
þremur áratugum var Hanni-
bal Valdimarssyni velt úr sessi
eftir tveggja ára formennsku í
Alþýðuflokknum. Nú hefur
sonur hans náð merkinu aftur,
einnig að þessu leyti er skyld-
leiki milli Alþýðuflokksins og
Framsóknarflokksins.
42. flokksþing Alþýðuflokksins:
Hlakka tíl að herja
á andstæðingana
- sagði Jón Baldvin Hannibalsson m.a., er hann
hafði sigrað Kjartan Jóhannsson í formannskjörinu
JÓN Baldvin Hannibalsson þingmaður Reykjavíkur felldi Kjartan Jóhannss-
on í kosningum um formann Alþýðuflokks á 42. flokksþingi flokksins um
helgina. 241 greiddi atkvæði. Af þeim hlaut Jón Baldvin 142 atkvæði, Kjart-
an Jóhannsson 92, Sighvatur Björgvinsson 1, auðir seðlar voru 6. Jóhanna
Sigurðardóttir var kjörin varaformaður með 226 atkvæðum af 233, en fjrr-
verandi varaformaður, Magnús H. Magnússon, gaf ekki kost á sér. Arni
Gunnarsson var kjörinn ritari flokksins, Geir Gunnlaugsson gjaldkeri, en
þeir gáfu einir kost á sér í þau störf. Við kjör formanns framkvæmdastjórnar
stóð valið á milli Guðmundar Oddssonar og Kristínar Guðmundsdóttur.
Guðmundur sigraði f þeim kosningum með 129 atkvæðum gegn 90 atkvæð-
um sem Kristín hlaut.
Kjartan og Jón Baldvin eftir að úrslitin voru tilkynnL
Utanríkis- og varn-
armálin gleymdust
UTANRÍKIS- og varnarmál íslands voru nokkuð rædd á flokksþingi Alþýðu-
flokksins. I umræðum um drög að stjórnmálaályktun var m.a. bent á, að ekki
var þar minnst einu orði á þann málaflokk og komu fram tillögur um að
þeirra yrði þar getið. Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðis-
málastofnunar ríkisins, bar m.a. fram tillögu um, að sérstaklega yrði getið
um hættuna samfara síauknum vígbúnaði Sovétríkjanna á Kólaskaga og
nauðsyn aukinna varna á Norðurlöndum þess vegna. Niðurstaða þingsins
varð sú, að inni í stjórnmálaályktunina var sett málsgrein, þar sem í almenn-
um orðum er lögð áhersla á að áfram verði fylgt óbreyttri stefnu í varnarm-
áhim.
Stjórnmálaályktimin í meðförum þingsins:
Adeila á Alþýðubanda-
lagið var felld niður
Formannskjörið og aðrar kosn-
ingar á þinginu settu afgerandi
svip á þinghaldið og þurfti forseti
þingsins, Finnur Torfi Stefánsson,
til dæmis að gera hlé á þingstörf-
um vegna fámennis, en þá var
fundaö í tiltækum hliðarsölum og
herbergjum um framboðsmál.
Eftir hádegið á laugardag störf-
uðu starfsnefndir þingsins fram
að því að formannskjörið fór fram
kl. 17. Áhugi manna á nefnda-
störfum var takmarkaður og fá-
menni víðast á nefndafundum,
enda kosningabaráttan þá i há-
marki.
Eftir setningarathöfnina á
föstudag í Gamla bíói hófust þing-
störfin í Kristalsal Hótels Loft-
leiða. Kosnir voru embættismenn
þingsins. Síðan fluttu formenn
Sambands Alþýðuflokkskvenna og
Sambands ungra jafnaðarmanna
ávörp. Þá voru fluttar skýrslur
kjörbréfanefndar, framkvæmda-
stjórnar og gjaldkera. Nokkrar
umræður urðu um skýrslurnar.
Á laugardagsmorgun hófust
þingstörf kl. 9 með framsöguræð-
um og kynningu á framlögðum
þingmálum. Þá voru almennar
umræður. I þeim kom fram hörð
ádeila á störf Alþýðuflokksins frá
síðasta flokksþingi, en menn voru
flestir á að ekki væri unnt að
skella skuldinni á neinn einstakan
forustumann. Nokkrir ræðu-
manna vöruðu við því, að formað-
ur flokksins yrði felldur í for-
mannskjöri. Þeirra á meðal var
Sighvatur Björgvinsson fyrrver-
andi alþingismaður. Hann sagði
allar samkomur flokksins vera að
breytast í blóðvöll og spurning
væri á hverjum fundi, hverjum
ætti að slátra. Hann rifjaði upp
orð Vilmundar Gylfasonar í sín
eyru frá síðasta flokksþingi: „Nú
fær maður ekki lengur sem for-
ustumaður Alþýðuflokksins að
hætta með reisn“. Karl Steinar
Guðnason alþingismaður sagðist
m.a. harma að uppi skyldu vera
„galdrabrennur", eins og hann
orðaði það. Þá gerði hann að um-
talsefni sinnuleysi Alþýðuflokks-
ins í verkalýðsmálum, þar sem
íhald og kommar réðu meira og
minna ríkjum. Hann lýsti yfir sér-
stökum stuðningi við Kjartan Jó-
hannsson og sagði hann byggðan á
stuðningi hans við verkalýðs-
hreyfinguna. Fleiri ræðumenn
lýstu yfir stuðningi við Kjartan,
bæði beint og óbeint, til að mynda
Hörður Sophaníasson og Haukur
Helgason, aðrir gerðu að umtals-
efni hræðslu manna við að kjósa
og töldu ekkert eðlilegra en kosið
væri um formann í lýðræðislegum
flokki.
Síðustu ræðumenn í almennum
umræðum voru Jón Baldvin
Hannibalsson og Kjartan Jó-
hannsson og fluttu þeir þar fram-
boðsræður, sem þingheimur hafði
beðið eftir. Undirtektir við ræð-
urnar voru góðar, en menn höfðu á
orði, að Jón Baldvin hefði haft
betur í þeirri viðureign. 1 lok um-
ræðnanna hófust störf í þing-
nefndum, en menn virtust upp-
teknir við annað og stærstur hluti
þingfulltrúa gekk um ganga og
ræddi málin. Það var fyrst á þess-
um tímapunkti sem menn fóru al-
mennt að spá Jóni Baldvin sigri.
Þingfulltrúar voru yfirleitt mjög
tregir til að gefa uppi hvorn þeir
ætluðu að kjósa, en samkvæmt
könnunum á fundum fulltrúa ein-
stakra kjördæma virtist stefna í
sigur Jóns. Til dæmis kom fram,
að á fundi með fulltrúum í Suður-
landskjördæmi hafði hlutfallið
verið 80% með Jóni. Reykjavíkur-
fulltrúar stóðu að stærstum hluta
með Jóni, það voru helst eldri
þingfulltrúar úr Reykjavík, sem
sögðust kjósa formanninn, og þá
af flokkstryggð.
Úrslitanna var beðið með mik-
illi eftirvæntingu. Jón Baldvin
sagði, er blaðamaður spurði hann,
rétt áður en úrslitin voru lesin
upp, hverju hann vildi spá. „Ég
tapa þessu með tíu atkvæðum."
Mikil fagnaðarlæti urðu í þing-
salnum, er úrslitin voru tilkynnt,
og eftir að Kjartan og Jón Baldvin
höfðu tekist í hendur bað Kjartan
um orðið. Hann óskaði Jón Bald-
vin til hamingju og óskaði honum
góðs gengis og hafði á orði að
þetta væru ótvíræð úrslit. Þing-
heimur hyllti Kjartan með lang-
vinnu lófataki. Jón Baldvin tók
síðan til máls, þakkaði traust það
sem sér hefði verið sýnt. Þá þakk-
aði hann Kjartani góða samvinnu
og drengilega kosningabaráttu og
sagðist spá því að Alþýðuflokkur-
inn ætti eftir að leita aftur til
hans, þegar hann þyrfti að trúa
góðum manni fyrir vandasömum
verkefnum. Jón sagðist hafa grun
um að flokkurinn ætlaðist til þess
að hann herjaði á andstæðingun-
um og velgdi þeim svolítið undir
uggum, eins og hann komst að
orði, og hann kvaðst hlakka til
þess.
Á sunnudagsmorguninn voru
kosnir sex fulltrúar í fram-
kvæmdastjórn. Það vakti athygli
við þær kosningar, að yfirlýst
stuðningslið Jóns Baldvins lét ekki
sjá sig á staðnum. Samkvæmt við-
tölum við stuðningsmenn hans
síðar um daginn var þetta gert af
ráðnum hug til að stuðla að sam-
einingu. Kosningu hlutu enda
dyggir stuðningsmenn Kjartans
og aðspurður sagðist hann mjög
ánægður með þá kosningu. Síðdeg-
is voru umræður um nefndaálit og
stjórnmálaályktun. Að tillögu
nefndar sem fjallaði um nýja
stefnuskrá var ákveðið að afgreiða
ekki breytingar á stefnuskránni á
þessu þingi, heldur verði boðað til
aukaþings á næsta ári til af-
greiðslu stefnuskrár. Þá var kosið
í flokksstjórn og verkalýðsmála-
nefnd. Þinginu var slitið á sunnu-
dagskvöldið.
Tillaga frá ungum alþýðuflokks-
mönnum kom einnig til umræðu,
en frá stjórnmálanefnd kom hún
þannig orðuð, að „Alþýðuflokkur-
inn fordæmi ófriðaröfl, jafnt í
austri sem vestri". Sigurður Guð-
mundsson gerði þessa setningu
m.a. að umræðuefni og sagðist
andvígur henni, „með henni væri
verið að gefa í skyn, að sami rass-
inn væri undir þeim öllum", eins
og hann orðaði það. Hann ítrekaði
skoðanir sínar á þeirri hættu sem
hann sagði felast í vígbúnaði Sov-
étmanna á Kólaskaga. Þaðan
streymdu kjarnorkukafbátar, sem
okkur stæði sífelld ógn af. Hann
benti máli sínu til stuðnings á að
Norðmenn og Svíar hefðu þess
vegna stóraukið varnir sínar og
hið sama yrði upp á teningnum
hér. Hann gerði að tillögu sinni,
að í stað þessa að fordæma ófrið-
aröfl Jafnt i austri sem vestri"
kæmi: hvarvetna.
Stjórnmálanefnd fjallaði um
framkomnar breytingartillögur
við drögin að stjórnmálaályktun.
Eiður Guðnason gerði grein fyrir
niðustöðum hennar, en hún lagði
til að umrædd setning yrði svo-
hljóðandi: „Alþýðuflokkurinn for-
dæmir ófriðaröfl í veröldinni."
Þessi tillaga var síðan borin undir
atkvæði og samþykkt með 72 at-
kvæðum gegn 14 atkvæðum. Móta-
atkvæðin voru af stærstum hluta
úr hópi ungra alþýðuflokksmanna,
en fulltrúar þeirra höfðu lýst and-
stöðu sinni við breytingartillögu
Sigurðar Guðmundssonar.
DAVÍÐ Björnsson, formaður Sam-
bands ungra jafnaöarmanna, hlaut
flest atkvæði, eða 97, í kosningum til
framkvæmdastjórnar Alþýðuflokks-
ins, sem fram fór á sunnudags-
morgninum. Nítján gáfu kost á sér
til kjörsins. í framkvæmdastjórn eru
kjörnir sérstaklega sex fulltrúar, en
auk þess skipar hana æðsta stjórn
flokksins, sem kjörin var á laugar-
dag.
Hörður Zóphaníasson, Hafnar-
firði, kom næstur Davíð með 83
FLOKKSÞING Alþýðuflokksins
samþykkti á sunnudag með öllum
greiddum atkvæðum gegn níu, að
fella úr drögum að stjórnmálaálykt-
un þingsins kafla þar sem deilt var á
Alþýðubandalagið, sem tækifæris-
sinnaðan öfgaflokk, sem ítrekað
hefði sýnt ábyrgðarleysi í stjórnar-
samstarfi. Einnig var í málsgreininni
yfirlýsing um að stjórnarandstaðan
væri veikari en skyldi.
Kafli þessi var svo til samhljóða
í setningarræðu Kjartans Jó-
hannssonar í Gamla bfói á föstu-
dagskvöld. Þá var og samþykkt, að
ósk nýkjörins formanns, Jóns
Baldvins Hannibalssonar, með öll-
um greiddum atkvæðum gegn
einu, að fella úr drögunum setn-
ingu um að boða frumkvæði í sam-
einingarmálum jafnaðar- og fé-
Flokksþing Alþýðuflokksins sam-
þykkti eftir miklar umræður að færa
ákvörðun um framkvæmd og fyrir-
komulag prófkjöra flokksins til við-
komandi kjördæmisráðs, fulltrúa-
ráðs eða flokksfélags. Var þetta gert
með samþykkt álits laganefndar
þingsins með þorra atkvæða gegn
sex, en áður höfðu tvær tillögur, sem
fram komu á þinginu verið felldar.
Fyrirkomulag prófkjara Al-
þýðuflokksins var bundið í lögum
flokksins og samkvæmt þeim var
atkvæði, þá Kristín Guðmunds-
dóttir, Garðabæ, með 78, Guðríður
Þorsteinsdóttir, Reykjavik, 71,
Sigþór Jóhannesson, Hafnarfirði,
69, og í 6. sæti Jón Sæmundur Sig-
urjónsson, Siglufirði, með 63 at-
kvæði.
Aðrir frambjóðendur, sem ekki
náðu kjöri, voru: Ólafur Björnsson
Keflavík 53 atkv., Guðmundur
Árni Stefánsson ritstjóri Alþýðu-
biaðsins, Hafnarfirði 51 atvk.,
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir Reykjavík
lagshyggjumanna „m.a. með form-
legum viðræðum við Bandalag
jafnaðarmanna."
í umræðum um stjórnmála-
ályktunina flutti prófessor Bjarni
Guðnason harðorða ræðu vegna
málsgreinarinnar um Alþýðu-
bandalagið og sagði setninguna
byggða á gamalli minnimáttar-
kennd, engin ástæða væri til að
vera sífellt að hnýta í Alþýðu-
bandalagið eða stjórnarandstöð-
una. Stjórnarandstaðan ætti að
standa saman gegn erkióvininum:
óvinveittu ríkisvaldi fjárplógs-
flokkanna. Hann sagði sem dæmi
máli sínu til stuðnings, að Mitt-
errand hefði fyrst náð árangri í
Frakklandi, þegar hann hefði
hætt að hnýta í þarlenda komm-
únista. Hið sama ætti Alþýðu-
flokkurinn að gera, „Við eig-
öllum þeim, sem náð höfðu 18 ára
aldri og ekki voru flokksbundnir í
öðrum stjórnmálaflokkum heimil
þátttaka í þeim. Með breytingunni
er ákvörðun um hverjum heimil
verði þátttaka og fyrirkomulag
færð heim í héruð.
Fjölmargir þingfulltrúar tóku
til máls um prófkjör flokksins.
Gunnlaugur Stefánsson úr Hafn-
arfirði, fyrrverandi þingmaður
flokksins, sagði m.a. að með þess-
ari tillögu laganefndar væri verið
46 atkv., Gréta Aðalsteinsdóttir
Mosfellssveit 40 atkv., Jón Ár-
mann Héðinsson Kópavogi 38
atkv., Snorri Guðmundsson
Reykjavík 35 atkv., Ásgerður
Bjarnadóttir Reykjavík 30 atkv.,
Emelía Samúelsdóttir Reykjavík
og Marías Þ. Guðmundsson
Reykjavík hlutu bæði 21 atkv.,
Vilhelm Júlíusson Reykjavík 20
atkv., Guðmundur Haraldsson
Reykjavík 17 atkv., Helgi Guð-
laugsson hlaut 14 atkv. og Stefán
Gunnarsson Hofsósi 9 atkv.
um að hætta þessu sífellda nöldri,
þannig styrkjum við flokkinn og
verkalýðshreyfinguna," sagði
Bjarni m.a. Bjarni vildi aftur á
móti halda inni setningunni um
viðræður við Bandalag jafnaðar-
manna. Meðal ræðumanna sem
tóku undir orð Bjarna var Haukur
Helgason, náinn samstarfsmaður
Kjartans Jóhannssonar.
Málsgreinin um stjórnarand-
stöðuna og Alþýðubandalagið, sem
felld var niður, var svohljóðandi:
„Stjórnarandstaðan er veikari en
skyldi. Stærsti flokkur stjórnar-
andstöðunnar, Alþýðubandalagið,
er tækifærissinnaður öfgaflokkur,
sem ítrekað hefur sýnt ábyrgðar-
leysi í stjórnarsamstarfi og dekrar
við öfgastefnur í samræmi við
uppruna sinn, en hættan er sú að
einar öfgarnar magni aðrar.“
að leggja til afsláttarstefnu í lýð-
ræði innan Alþýðuflokksins. Hann
sagði kjósendur í prófkjörum aldr-
ei hafa verið vandamál, vandinn
hefði legið hjá óþroskuðum fram-
bjóðendum, sem ekki kynnu að
taka tapi. Hann lagði til, að mál-
inu yrði vísað til flokksstjórnar,
sem setja skyldi nefnd til nánari
athugunar á málinu. Sú tillaga var
síðar felld með meginþorra at-
kvæða.
Menn skiptust mjög i tvo hópa i
skoðunum á hversu opin prófkjör-
in ættu að vera. Kristján Möller
frá Siglufirði sagði m.a. að hann
hefði sjálfur tekið þátt í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins og sagði að i
fámenninu væri við aðrar aðstæð-
ur að eiga en á höfuðborgarsvæð-
inu og því þyrftu menn þar að geta
ákveðið sjálfir hvernig prófkjör-
um skuli háttað. Björgvin Sig-
hvatsson sagðist ætíð hafa verið á
móti prófkjörum og væri hann þar
ekki að tala fyrir hönd sonar síns.
Hann kvað prófkjör handhæg
vopn í höndum framagosa og um-
renninga og að þau gætu snúist
upp í bolabrögð og innanflokks-
átök. Aðrir tóku undir málflutn-
ing Gunnlaugs Stefánssonar.
Snorri Guðmundsson úr SUJ gerði
að tillögu sinni, að prófkjörin yrðu
opin öllum 18 ára og eldri, sem
ekki væru flokksbundnir annars
staðar, nema % hluti kjördæmis-
ráðs, fulltrúaráðs eða flokksfélags
ákvæði annað. Sú tillaga var síðar
felld með 83 atkvæðum gegn 37.
Horgunblaðið/úlafur K. Magnúsaon.
Nýir formenn og frifarandi formaður hylltir. Jóhanna Sigurðardóttir varaformaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson formaður og Kjartan
Jóhannsson frifarandi formaður.
Kosningar til framkvæmdastjómar:
Formaður SUJ
efstur með 97 atkvæði
Þingfulltrúar biðu úrslitanna f formannskjörinu f mikilli spennu.
Prófkjörsreglur:
Akvörðun um framkvæmd
og reglur heim i héruð