Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 49 Dickens og Hardy Erlendar bækur Sigurlaugur Brynleifsson The Portable Dickens. Edited and with an Introduction by Angus Wil- son. Penguin Books 1983. Thc Penguin Thomas Hardy: Under the Greenwood Tree — Far from the Madding Crowd — The Return of the Native — The Mayer of Cast- erbridge. Penguin Books 1983. The Portable Dickens er ætlað að vera sýnisbók verka höfundar. Great Expectations og Our Mutual Friend eru taldar merkustu skáldsögur Dickens, sú fyrri er birt hér í heild og síðan kaflar úr ýmsum skáldsögum hans. Dickens átti blíða barnæsku, en þegar hann var orðinn 11 ára syrti í lofti. Fjárhagsvandræði fjölskyld- unnar ollu því að Dickens varð að fara út á andskotans vinnumark- aðinn og þá í viðurstyggilega skó- áburðarverksmiðju, síðan vann hann sem sendisveinn og við hitt og annað. Hann var síðan í einka- skóla í þrjú ár og eftir það gerðist hann skrifstofumaður eða kontór- isti. Fljótlega tók hann að skrifa lýsingar úr daglega lífinu fyrir blöð og tímarit og þegar hann var 24 ára kom Pickwick, árið 1836. 26,2% STRAX í FYRSTA MÁNUÐI EFTIRINNLEGG FASTAÐ 28% ÁVÖXTUN Á12 MÁNUÐUM Þar með varð hann kunnur um allt land, þættirnir birtust frá því í mars 1836 og fram í október 1837, nokkrir þættir mánaðarlega. Oliver Twist og Nicholas Nickleby birtust í fyrstu á sama hátt, sem framhaldssögur í blöðum. Háð og ádeila einkenndu skáld- sögur Dickens, húmorinn brást honum aldrei og frásagnarsnilldin ekki heldur. Þess vegna er hann Iesinn og lesinn enn þann dag i dag og persónur hans hafa öðlast eilíft líf. Thomas Hardy var svo forsjáll, að eigin mati, að brenna öll bréf, dagbækur og önnur einkagögn, skömmu áður en hann lést 1928. Hann vann að sjálfsævisögu sinni um það leyti, hún kom út eftir lát hans: The Early Life of Thomas Hardy. Faðir hans var steinsmið- ur og Thomas lærði það handverk og hafði alltaf mikinn áhuga á byggingarlist og vann sem bygg- ingarmeistari um tíma, jafnframt því sem hann hóf samningu skáldsögu. Fyrstu sögur hans voru að vissu leyti mótaðar af landbún- aðarkreppu þeirri sem gekk yfir Bretlandseyjar nokkru fyrir alda- mótin síðustu. Þær eru tragískar og söguhetjan er oftast reyrð í viðjar umhverfisins, sem ekki verður komist undan. Lífssýn hans var tragísk, siðgæðisformin voru það ströng að þau þrengdu svo að lífi eintaklinga á borð við Tess, að hún hlaut að farast. Tess of the D’Urbevilles er merkasta skáldsaga Hardys. Umhverfi og lífskjör bændafólks eru viðfangs- efni Hardys og sú barátta sem þetta fólk heyr við óblíð náttúru- öfl og harðar samfélagskröfur. Spennan milli eigin langana og hvata og fjandsamlegs umhverfis er kveikjan að skáldsögunum. Hardy taldi sig fyrst og fremst vera skáld, hann tók ekki að birta ljóð fyrr en 1898 (fæddur 1840) og með „The Dynasts" varð hann skyndilega frægur sem rithöfund- ur og skáld, episkur bálkur um Napóleons-styrjaldirnar. Þetta bindi er það fyrra af tveimur, þar sem birtast eiga skáldsögur Hard- ya- AUÐVITAÐ GETUR ÞÚ TEKIÐ ÚT HVENÆR SEM ER OG HALDIÐ ÓSKERTUM ÖLLUM VÖXTUM SEMÞÚHEFUR SAFNAÐ ÁBÓTÁ VEXTI Þegar þú leggur inn á innlánsreikning með Ábót, færðu að sjálfsögðu fulla sparisjóðsvexti á innstæðuna, en að auki reiknar Útvegsbankinn þér Ábót á uextina hwern mánuð sem líður án þess þú takir út af reikningi þínum. EKKISTIGHÆKKANDIÁVÖXTUN og þar með margra mánaða bið eftir hámarHinu. ÁBÓT Á VEXTI GULLS ÍGILDI ÚTVEGSBANKINN EINN BANKI • ÖLL ÞJÓNUSTA Gylmir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.