Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 51
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 59 Sigurður Þorsteins son - Kveðjuorð Fæddur 11. apríl 1936 Dáinn 20. október 1984 Mig setti hljóðan er mér barst sú harmafregn að Sigurður Þor- steinsson væri látinn. Diddi, eins og hann var ætíð kallaður, hafði orðið fyrir alvarlegu áfalli fyrir nokkru síðan, en ég eins og aðrir sem þekktu hann svo bjartsýnn um að batinn væri að koma, en þá gerðist það, að hann fær annað áfall og lést stuttu síðar, mót- stöðuaflið hefur verið orðið lítið vegna margra ára veikinda, en þau veikindi bar hann ekki á borð og því ekki víst að allir sem hon- um kynntust hafi vitað að þar gekk ekki heill maður til skógar, enda var hann ætíð með hressustu mönnum í tali og með gamanmál á vör sem kom öllum í gott skap. Diddi flfkaði ekki tilfinningum sínum, en eitt sagði hann mér er við áttum tal saman, það var að hans mesta gæfuspor í lifinu hafi verið er hann gekk að eiga konu sína, Ágústu Vigfúsdóttur, og að hann hefði ekki getað eignast betri lífsförunaut en hana Gústu sína. Þetta vissu áreiðanlega allir sem til þeirra þekktu, því milli vina þeirra hjóna var ætíð sagt Diddi hennar Gústu, eða Gústa hans Didda, og segir það nokkuð. Hjónaband þeirra varaði í tæp 30 ár, það hefur sýnt sig bezt í veik- indum Didda undanfarin ár, hversu góð og mikilhæf eiginkona og móðir Gústa hefur verið manni sínum og börnum. Diddi var sonur Ágústu Valdi- marsdóttur og Þorsteins Sigurðs- sonar (Steina í Lindinni), en þau hjón eru bæði látin. Diddi ólst upp hjá foreldrum sínum á Bergþórugötu 27 og þar stofnuðu Diddi og Gústa sitt eigið heimili, en þetta hús mun hafa verið i eigu ættarinnar. Heimili Gústu og Didda hefur verið rómað fyrir gestrisni, enda hefur verið mikill gestagangur hjá þeim hjónum gegnum árin, en þau voru bæði vinmörg og samtaka um að taka sem best á móti öllum er að garði bar og þar ríkti léttur blær yfir öllu, enda var húsbónd- inn þannig skapi farinn að hann var ekki í vandræðum með að koma öllum í gott skap hvernig sem á stóð. Diddi vann við margvísleg störf um dagana, þar á meðal var hann til sjós, vann við bifvélavirkjun og núna síðustu árin við leigubíla- akstur hjá BSR. Mér er óhætt að fullyrða að alls staðar ávann hann sér virðingu sakir mannkosta sinna og var vel liðinn af öllum sem honum kynnt- ust. Diddi var snillingur i öllu er varðaði bíla og þeir voru ekki svo fáir vinirnir sem hann var oft bú- inn að rétta hjálparhönd er þeir voru í einhverjum vandræðum með bíla sína, því Diddi var mjög hjálpsamur maður. Góðhjartaður maður var hann, sem ekkert aumt mátti sjá án þess að vilja hjálpa, en við hlið hans stóð kona hans sama sinnis og þekkt fyrir hjálpsemi og atorku. Diddi var lánsamur maður hvað snerti konu og börn, hún var hon- um góð kona sem stóð við hlið hans sem bjarg ef á þurfti að halda og þau eignuðust góð og mannvænleg börn. Diddi kveður okkur á bezta aldri og er mikill sjónarsviptir að svo stórum persónuleika og mikil eft- irsjá. Söknuðurinn er mikill hjá ættingjum og vinum en þó mestur hjá Gústu og börnum þeirra, en það yngsta, Ágúst, er aðeins 10 ára gamalt, svo missir hans er mikill að sjá á eftir föður sínum svo ungur að árum, hin börnin eru Bjarni, Þorsteinn, Kristín, Vigfús og Linda. Ég votta Gústu, börnum og systkinum hins látna einlæga samúð. Minningin um góðan eiginmann, föður og bróður mun ætíð lifa meðal þeirra. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra vina Didda er ég segi að þar fór góður drengur og þar myndast skarð sem ekki verður fyllt og honum þökkuð órofa tryggð og vinátta í gegnum árin. Ég kveð Didda með versi Valdi- mars Briem. Oss héðan klukkur kaila svo kallar Guð oss alla, til sin úr heimi hér. Þá sðfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum, í húsi því, sem eilíft er. Guð blessi minningu Sigurðar Þorsteinssonar. Karl Einarsson Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga. Helgarferð: Flug og gisting m/morgunverði, akstur frá flugvelli og fararstjóri. Verð í tvíbýli frá kr. 9.835.00 GLAS60W 8.935. Helgar- og vikurferðir. Brottför fimmtudaga og laugardaga. Flug og gisting m/morgunverði á fyrsta flokks hóteli. Verð í tvíbýli frá kr. 8.935.00 Helgar- og vikuferðir. Brottför fimmtudaga og laugardaga. Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 9.370.00 LUXEMBOURG 10 765 Svava Þorláks- dóttir - Minning Þann 23. september síðastliðinn lést Svava vinkona mín af slysför- um. Mér brá er ég frétti andlát hennar því við töluðum saman fá- einum tímum áður. Allt virtist svo ánægjulegt og bjart framundan hjá henni þannig að maður fær ei skilið hvaða tilgangi það þjóni að svo ungt fólk skuli hrifið burt. Hún var fædd 24. mai 1964, þriðja yngst af 6 börnum Þorlákar Guðjónssonar og Ragnheiðar Sturludóttur. Hún lætur eftir sig 1 barn, Karl Fannar aðeins 18 mán- aða gamall. Ég kynntist Svövu hérna á Sauðárkróki er hún bjó með for- eldrum sinum hér i nokkur ár. Þegar þau fluttu að Laxárvatni í Húnavatnssýslu fór hún með þeim. Vegna vinnu sinnar bjuggu þau mæðgin á Blönduós en fluttu síðastliðið vor til Bolungarvíkur. Á hennar stuttu ævi hafði hún innt af hendi ýmis störf, var i vegavinnu í Skagafirði, frystihúsi á Sauðárkróki og Bolungarvík, sláturhúsi, kjötvinnslu og prjóna- stofu á Blönduósi og síðast við verslunarstörf á Bolungarvík, þannig að það kynntust margir henni bæði hér fyrir norðan og vestan. Alltaf var hún hress og kát og það ríkti mikil gleði þar sem hún var. Þeir sem þekktu hana sakna hennar sárt, en góðar minningar eigum við um hana sem við getum varðveitt. Útför hennar fór fram á Bol- ungarvík að viðstöddu miklu fjöl- menni. Blessuð sé minning henn- Megi fjölskyldan hennar öðlast styrk í sorg sinni. Hulda A. Tómasdóttir Hrefna Péturs- dóttir - Minning Fædd 28. nóvember 1919 Diin 14. október 1984 Út við bláan fjörð þar sem frið- sælt er á björtum vordegi og lit- ríku sumarkveldi, þar átti Hrefna Pjetursdóttir heima í meir en 20 ár af sínum starfsferli sem mat- ráðskona sjúkrahússins á Hvammstanga. En nú breiðir hennar sviplega fráfall rökkur- móðu harms og saknaðar yfir þennan stað. Hún sem ætíð var svo hress og glöð með sitt hreina alþýðlega viðmót varð að mæta þeim örlögum sem virtist ósenni- legt að væru til í augnablikinu. Hrefna Pjetursdóttir var tví- mælalaust á hinn betri veg, hún var ákveðin og sagði sína mein- ingu hreint út. Þar er um jákvætt fordæmi að ræða en sem getur samt kostað tilefnislausa ádeilu frá tillitslitlum persónum ein- faldleikans. Ég verð að viðurkenna þá staðreynd að framkoma mín gagnvart henni var ekki ætíð á réttan veg en þrátt fyrir það breytti hún aldrei sinni afstöðu gagnvart mér. Hennar mynd mun geymast í björtu Ijósi minningar- innar. Ég votta eftirlifandi dóttur og feðgum sem mikið hafa misst mína samúð og hluttekningu. Þorgeir Kr. Magnússon Helgar- og vikuferðir. Helgarferð: Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 10.765.00. 14.241. Helgar- og vikuferðir. Flogið um Luxembourg til Parísar. Helgarferð: Flug og gistingm/morgunverði/flug og bíll. Verðí tvíbýli frá kr. 14.241.00. 15.568. Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga. Flogið um Luxembourg. Helgarferð: Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 15.568.00. KAUPM.H0FN 10.334. Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga. Helgarferð: Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 10.334.00. 23.909. Flogið um Luxembourg. Flug og gisting í Agadir í tvær vikur auk 3ja nátta gistingar í Luxembourg — 17 daga ferð. Verð í tvíbýli frá kr. 23.909.00. X X 22.529. Alltaf er nú notalegt að skreppa til Kanaríeyja úr skammdeginu á Islandi. — Fjölbreytt úrval gististaða, margskonar ferðamöguleikar. Fáðu upplýsingar hjá okkur um ferðamátann, sem hentar þér. Verð frá kr. 22.529.00. SKIÐAFERÐIR 22.098. í boði er fjölbreytt úrval skíðaferða í vetur, frá desembermánuði ’84 til vors '85. — Viku-, 2ja vikna og 3ja vikna ferðir. Beina flugið til Austurríkis byrjar 26. jan- — Góðir gististaðir í Mayrhofen. Verð í tvíbýli m/hálfu fæði í 2 vikur frá kr. 22.098.00. Láttu okkur aðstoða þig við að velja Skíðaferðina sem hentar þér. FARSEÐLAR UM ALLAN HEIM! FERÐA MIÐSTOÐIIM AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 BJAfM OAGUR/AUGL TEKMSTOFA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.