Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 54
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 fclk í fréttum Nýr fylgi- sveinn Lindu Sue Ellen úr Dallas- þáttunum eða öðru nafni Linda Gray er víst búin að finna sér nýjan fylgisvein og er sá „heppni" að þessu sinni Michael Brand- on sem er fyrr- verandi eigin- maður Lindsay Wagner. Þau skðtuhjú hafa sést nokkuð oft saman í London undanfarið. KÚREKARNIR SYNGJANDI ENN í FULLU FJÖRI Gene Autry er metinn á 130 millj. dollara Roy Rogers á 40 millj. + Roy Rogers og Dale Evans hafa verið gift I 36 ár og hafa nóg að gera við að reka meira en 550 Roy Rogera-veitingastaði. sem seldist í 25 milljón- um eintaka. Árið 1980 var Gene Autry kjörinn einn af tíu aflasælustu mönnun- um í Hollywood og hann hefur líka mörg járn i eldinum. Hann á óhemju mikið og verð- mætt land, kylfuknatt- leiksliðið „The Cali- fornia Angels”, hljóm- plötufyrirtæki og svo margar útvarpsstöðvar, að þær mynduðu með sér sitt eigið samband. Gene Autry er 77 ára gamall og ennþá alveg stálsleginn til heilsunn- ar. Eins og Gene Autry var Len Sly orðinn kunnur kúrekasöngvari þegar kvikmyndafélögin klófestu hann og breyttu nafninu hans í Roy Rogers. Raunar varð að byrja á því að kenna honum allar list- irnar, sem kúrekar eiga að kunna, því að hann hafði varla komið á hestbak þegar hér var komið sögu. Roy Rogers sló i gegn í sinni fyrstu mynd og í 14 ár malaði hann gull fyrir kvikmyndafélagið Republic Studios. Hann var hins vegar ekki + Kúrekamyndirn- ar þeirra Gene Autry og Roy Rogers byggðust upp á söng og sveitasælu og voru alveg lausar við gróft ofbeldi. ánægður með sinn hlut og fór því fram á launa- hækkun, sem honum var neitað um. Hann fór því fram á að fá 100% einkarétt á nafni sínu að öðru leyti en viðkom kvikmyndunum og á það var fallist. Roy Rogers átti ekki eftir að sjá eft- ir þessari hugmynd sinni því að hann var fyrsta stjarnan til að setja nafn sitt við jafn ólíklega hluti og mat- arbox en af þeim seldi hann þrjár og hálfa milljón fyrsta árið. Nafnið hans skreytti alls konar hluti aðra og tekjurnar af því urðu brátt miklu meiri en af kvikmyndaleiknum. Roy Rogers er tví- kvæntur, fyrri konu sína, Arlene, missti hann af barnsförum ár- ið 1946, en tveimur ár- um síðar kvæntist hann Dale Evans, sem hann hefur nú búið með í 36 ár. Þau hjónin koma enn fram öðru hverju en hafa annars í nógu að snúast við að fylgjast með rekstri Roy Rog- ers-fjölskylduveit- ingastaðanna, sem eru meira en 550 talsins. Þegar minnst er á Roy .Rogers má ekki gleyma Trigger, hestin- um, sem mátti heita jafn frægur honum í kvikmyndunum. Trigger er enn til, fagurlega uppstoppaður, og þegar sá gállinn er á þeim hjónunum hóta þau að fara eins að með það þeirra, sem fyrr verður til að fara. Þeir, sem komnir eru á miðjan aldur eða jafnvel meira, eiga vafalaust margar skemmtilegar minn- ingar um þá Roy Rogers og Gene Autry, kúrek- ana syngjandi, sem voru fastagestir á 3-sýning- um á sunnudögum. Þessir gömlu kappar eru enn í fullu fjöri, þótt aldurinn sé að sjálf- sögðu farinn að færast yfir þá, og þeir eru stór- auðugir menn. Eignir Roy Rogers eru metnar á 40 milljónir dollara en Gene Autry getur státað af hvorki meira né minna en 130 milljónum dollara. Gene Autry hóf feril sinn sem þjóðlagasöngv- ari og var orðinn frægur áður en hann fór að leika í kvikmyndum, varð það raunar fyrir aðeins eitt lag, „The Silver-Haired Daddy of Mine“, sem seldist í fimm milljónum ein- taka. 1934 lék hann í fyrstu myndinni en síð- an komu þær hver af annarri og fleiri en unnt er að telja upp. Á sama tíma rak hvert metsölu- lagið annað, „South of the Border", Mexicali Rose“ og „Rudolf the Red-Nosed Reindeer", + Gene Autry er nú margmilljóner og einn af slyngustu kaupsýslu- mönnunum í Hollywood. Enginn býr til betri „biksemad44 Danir eru miklir matmenn og fátt þykir þeim betra en „bikse- mad“. Fyrir nokkru var efnt til samkeppni um það hver væri mestur snillingur í þessari matargerð og tóku 2000 manns þátt í fyrstu atrennunni. Smám saman fækkaði og þar kom, að aðeins fimm voru eftir. Úrslitaorrustan fór fram í Stórabeltisferjunni „Kronprins Frederik“ og reyndist þá hlutskörpust Eva Bach frá Hadsund, sem nú hefur fengið pappira upp á, að enginn búi til betri „biksemad" en hún. Á myndinni er hún með meistarastykkið ásamt yfirdómaranum í keppninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.