Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 58
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 Af hveriu ekki aefa. heruni r<aksp\rcx d fóblegg'inaJ?" Augnablik. Með morgnnkaffínu Þú smeygir þér inn ósédur bak við mig! HÖGNI HREKKVlSI ,, HÖSMI HEFUC VMP/ AF þv/i' A9 <5E(za mömnum „6ekkkus<"/" Ábending til iðnrekenda Ómar skrifar: „Mig langar til að benda ís- lenskum iðnrekendum og öðrum framleiðendum neysluvara á þann risastóra markað, sem Evrópa og Ameríka eru. Þar lifa og búa við góð lífskjör hundruð milljóna manna. Þessir markaðir eru okkur opnir og frjálsir. Hvernig ættum við að komast inn á þá, jafn litlir og við erum, kann einhver að spyrja. Svarið er einfalt: í flestum þróuðum iðnríkjum eru starfandi tölvuvæddar heimilisfangaskrif- stofur (ef nota má það orð), þar sem hver sem er getur fengið nafn, heimilisfang og póstnúmer hjá öllum fyrirtækjum á ákveðn- um landshluta, flokkað eftir starfsgreinum. Þessar upplýs- ingar er hægt að fá á límmiðum, sem eru síðan sendir með upplýs- ingum á ensku, sem er alþjóðlegt viðskiptamál, eða upplýsingum þýddum á viðkomandi mál. Jafn- vel þótt varan sé til muna dýrari en aðrar sambærilegar vörur, er öruggt að hægt er að selja mikið, þar sem dreifingarkerfið er stórt. Það er fleira sem mig langar til að skrifa um, t.d. það, hvort Lions eða aðrar góðgerðarstofnanir myndu vilja reka áróður fyrir því í auglýsingatíma sjónvarpsins að fólk sinnti börnum sínum betur, t.d. með því að spyrja hve langt væri síðan foreldrar hefðu lesið sögu fyrir barnið sitt, eða hvort þeir hefðu leikið við barnið sitt þann dag. Manni finnst nóg um þau áhrif, sem sjónvarpið hefur og mig grunar að það komi niður á börnunum okkar. Fjármögnun slíkra auglýsinga gæti farið fram með almennum samskotum." Séð yfir Grófina um 1890. Bólvirkishleðslan, sem sést norðan við hús Björns Kristjánssonar, sést enn í kjallara viðbyggingar hússins. Þetta eru einu sjáanlegu minjar gömlu Grófarinnar í dag, ásamt minjum í kjallara viðbygg- ingar Bryggjuhússins. Endurvekjum Grófar-nafnið Einn úr „nýju“ Grófinni skrifar vegna fyrirspurnar í Velvakanda, „Hvar er Grófin": „Við sem staðið höfum að kynn- ingu þess svæðis, sem nefnt hefur verið Grófin í auglýsingu 19 versl- ana, teljum gömlu Grófina hafa náð frá klöppum þeim sem hús Björns Kristjánssonar stóð (VBK og Flóin í dag), en hús það var byggt 1888, og austur að gömlu Duus-bryggjunni, eða Fisher- bryggju og jafnvel enn austar áð- ur en Bryggjuhúsið (Álafoss-búðin í dag) var byggt 1863. Við höfum heimildir fyrir þessu. Þar af leiðandi eru VBK og Flóin ekki í gömlu Grófinni, heldur við hana. Við völdum miðpunkt sam- kvæmt þessu og drógum frá hon- um hring í ákveðinni fjarlægð. Verslanirnar innan þessa hrings létum við svo teljast til „nýju“ Grófarinnar. Gamla Grófin hefur verið Jarðsett" undir mannvirkj- un síðan 1917. Það sem við erum að gera, er að reyna að halda minningu hennar á lofti með þvi að rifja upp örnefnið Grófin. Þar má ekki rugla því saman að í dag er götuspotti nefndur þvi nafni. Grófin hefur frá upphafi verið einn aðallendingarstaður skipa og báta í Reykjavík og þar var alltaf mikil starfsemi, en það er einmitt það sem við ætlum að endurvekja. Við þökkum svo bréfritara fyrir árveknina, betur væri að við ætt- um fleiri hans lika. Við vonum að aðrir láti i sér heyra." Þessir hringdu „ . . Uppreisn svananna Hulda B. hringdi og sagði: Alveg ófbýður mér svana- fjöldinn á Tjörninni núna. Gætu ráðamenn ekki gert eitthvað í málinu, eða eru þeir of blindir til að sjá hvað er að gerast? Svanirnir á Tjöminni eru orðnir svo margir, að blessaðar endurnar, sem glatt hafa margt smátt hjartað um árin, fá ekki æti og eru að deyja. Áður fyrr var einn og einn svanur á Tjörninni og þá voru þeir ekki til neinna vand- ræða. En nú eru þeir orðnir Þe8si önd sást í miðbænum í vor á ferð með unga sína. Af lýsingu Huldu B. að dæma gæti hún verið að flýja heimkynni sín á Tjörninni. margir tugir, rænandi brauði frá öndunum og höggvandi sinum stóru goggum í ungana á vorin. Það er vitað mál að þeir drepa marga andarunga og nú er svo komið, að ég get ekki horft upp á þessa upp- reisn svananna lengur. Ágætu borgarbúar! Látum ekki tígu- legt útlit svananna villa um fyrir okkur! Oft er flagð undir fögru skinni og það á svo sannarlega við um svanina á Tjörnina. Skattar öryrkja Eiginkona hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Nú að á að fara að fella niður tekjuskatt hjá þeim sem eru að hætta að vinna. Nú er svo ástatt á mínu heimili, að maðurinn minn varð öryrki í fyrra. Hann þarf hins vegar að borga fulla skatta í ár. Hann missti algjörlega sína vinnu, en verður samt sem áð- ur að greiða skattana. Nú langar mig til að beina þeirri fyrirspurn til fjármálaráð- herra, hvort ekki væri réttlát- ast að niðurfelling tekjuskatts næði einnig til þeirra, sem missa vinnu vegna slysa eða sjúkdóma. Ég er ekki að tala fyrir mig eina, því ástandið á heimilum er því miður víða eins og á mínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.