Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 67 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Oddrún Pálsdóttir vill að gert sé átak í málum aldraðra, svo þeir geti átt áhyggjulaust Kvikvöid í góðu umhverfi. Gerum átak í málum aldraðra Oddrún Pálsdóttir skrifar: „Þegar ég var að horfa á frétt- irnar á sunnudag, 11. nóvember, gladdist ég innilega við að sjá litlu, snotru húsin, sem verið er að reisa í Garðabæ eða Hafnarfirði fyrir aldraða. Sannarlega þyrfti að gera mikið átak í þeim málum. íslendingar eldast allra þjóða mest. Bara gott um það að segja. En það felur í sér vandamál, sem allra þjóðinni viðkemur. Hvar lenda okkar ágætu karlar og kerl- ingar, við sjálf, þegar degi hallar og við getum kannski ekki að öllu leyti séð um þarfir okkar? Við kjósum okkur þingmenn, en mér finnst þeir of uppteknir við að þrátta um „keisarans skegg", einskis nýta hluti með öðrum orð- um. Konur, sem komist hafa á þing eru þar meðtaldar. Þeirra aðaláhugamál eru dagvistarmál barna og frjálsar fóstureyðingar. Mér finnst þetta nú bera vott um að þær séu of ungar, eða hafa ekki næga yfirsýn yfir þarfir þjóðar- innar í heild. Gamla fólkið á fáa talsmenn. Það myndar ekki þrýstihópa. Stundum heyrist, að þetta gamla fólk eigi að selja sínar óhentugu íbúðir og kaupa hent- Lýst er eftir 2 19du aldar mönnum, ævilokum þeirra. 1. Guðlaugur Guðmundsson frá Innra-Leiti á Skógarströnd, f. 30. maí 1863. Foreldrar: Guðmundur (f. 13. nóv. 1826, d. 25. ágúst 1896) Jónsson bónda á Emmubergi á Skógarströnd Ásmundssonar og k.h. Málfríður (f. 2. nóv. 1824, d. 23. júlí 1890) Guðmundsdóttir þá í Grfmsbúð undir Jökli Gunn- laugssonar, búandi hjón á hálfum Dröngum. Guðlaugur var albróðir Kristjáns kennara (Kennaratal I bls. 439-440). Hann nam f ólafsdal 1884—1886. Var á Emmubergi næsta ár og skrifaður þar til 1889. Kenndi börnum í Eyrarsveit 1887-1888 og 1888-1889. Kenndi í Eyrarsveit og í Neshreppi innan Ennis þriðja veturinn, (vantar þó í Kennaratalið). Ráðinn til jarða- bóta í Ólafsvík 1890 um sumarið. Fór frá Emmubergi að Fróðá 1892. Var enn í Rifi í marsmánuði 1893. 2. Stefán Pétursson frá Ballará á Skarðsströnd, f. 20. febr. 1865. ugra. En ekki eru allir, þó gamlir séu og búnir að vinna langa ævi, svo í stakk búnir að eiga nokkurt húsnæði. Ég hefi komið á Droplaugar- staði. Þar er vist mikið gott að vera. En eitt skyggði á: hvað ör- fáir geta átt kost á svona sama- stað í ellinni. Ég fékk þá tilfinn- ingu að hér hefði verið farið of geyst. Fleiri hefðu getað notið góðrar þjónustu ef öðruvísi hefði verið að staðið. Það þurfa allir að eiga þess kost að lifa mannsæm- andi lífi, þótt þeir séu komnir á efri ár. Væri ekki verðugt verkefni fyrir þingmenn okkar, konur jafnt sem karla, og hvar í flokki sem þeir standa, að vinna að því að sveita- félög í Reykjavík og út um land byggi litlar, hentugar íbúðir, sem gömlu fólki væru sérstaklega ætl- aðar, ekki endilega til að kaupa, því ekki hafa allir auraráð, heldur til leigu fyrir vægt gjald. Stað- setning slíkra íbúða þyrfti að vera þar sem stutt er í búðir eða aðrar þj ónustumiðstöðvar. Góðir landsmenn! Gerum átak i málum aldraðra." Foreldrar: Pétur (f. 20. sept. 1836, d. 15. febr. 1894) bóndi á Ballará Stefánsson bónda s.st. Eggerts- sonar prests s.st. Jónssonar og k.h. Guðrún (ólína G.) (d. 19. júní 1877 36 ára), Þorleifsdóttir kaupmanns á Bíldudal Jónssonar. (Foreldr- arnir systrabörn, Ragnheiður og Helgu Sigmundsdætra úr Akur- eyjum.) Stefán nam í ólafsdal 1883—1885. For að Otradal og var á ýmsum stöðum við Arnarfjörð, oftast við jarðabætur, til 1893. Ár- ið 1894, eftir lát geðveiks föður síns, kom hann til Hnífsdals frá Stykkishólmi og var þar á mann- tali, húsmaður á Stekkum, 1894. Hafi góðviljaðir grúskarar og ættfræðingar spurnir af ferli Guð- laugs eftir 1893 eða Stefáns eftir 1894, eða endadægri þeirra, þá bið ég þá lengstra orða að lofa mér að vita. Játvarður Jökull Júlíusson, Miðjanesi Reykhólasvcit, 380 Króksfjarðarnesi. Kemst ég í nefnd? RJS. skrifar: „Kæri Velvakandi: Nýju lögin um tóbaksvarnir eru nokkuð góð frá mínum bæjardyr- um séð. Við viljum almennt taka tillit til náungans því við erum til- litssamir að eðlisfari. Mjög oft þarf að stofna nefndir fyrir reglur sem eru settar, þá hér tóbaksvarn- arnefnd, jú, það er verið að skapa atvinnu fyrir fólk, það er hægt að fjalla áfram og áfram um hluti sem eru óhollir, en það er nánast allt sem við gerum, ef það er ekki gert í hófi. Af tóbaksreykingum er óþefur og sóðaskapur, þó reyki ég! Allar aðgerðir hjá hinu opinbera þurfa að kosta peninga, ekki bara til að byrja með, þú ágæti skatt- greiðandi, heldur einnig fyrir komandi tíð. Flesta vantar okkur peninga, svo ég var að velta fyrir mér hvort ég gæti ekki komist í einhverja nefnd, t.d. um að það sé óhollt að drekka kaffi?" R.S. Þess má geta sem gott er Marta Jónasdóttir, Selfossi skrif- ar: „Kæri Velvakandi! Mig langar að koma á framfæri þakkarorðum til borgarfógetans í Reykjavík, sem tók sig fram um að hirða og senda mér filmurnar mínar, sem mér óafvitandi voru komnar á flæking. í staðinn hlýt- ur sá blessaður heiðursmaður, Ragnar Halldórs Hall, mínar bestu þakkir og framtíðaróskir." Stundin okkar Jónas Loftsson skrifar: „Ágæti Velvakandi! Alltaf yljar þú mér um hjarta- rætur. Ég má til með að minnast á hve Stundin okkar fer vel af stað núna. Þetta er svo mikið nýtt og spennandi, að börnin mín eru í skýjunum. En þó sakna ég hennar Ásu, getur hún ekki komið stöku sinnum?" Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur les- endur til að skrifa þætt- inum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrit- uð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Til grúskara og ættfræðinga Nýtt — Nýtt Jólavörurnar eru komnar. Pils, peysur, blússur. Glæsilegt úrval. Glugginn, (Kúnsthúsinu), Laugavegi40, sími12854. Sb'lliols- prófun áklæda Mætti bjóða þér sæti Hjá okkur er að finna því- líkt ótrúlegt úrval af alls- konar sófasettum hornsófum svefnsófum stökum sófum og stólum Að þú hefur aldrei séö annaö eins Láttu ekki hjá líöa aö skoöa úr- valiö hjá okkur áöur en þú leitar annaö. Hagsýnn velur það besta. Útborgun með greiöslukorti, eftirstöövar til 6 mánaöa. VISA HJSGAGNAHOLLIN IbILDSHOFDA 20 • 110 REYKJAVfK « 91-81199 Ofl 81410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.