Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 71 Morgunblaðið/Júlfus. Haröur árekstur á Skulagötu HARÐUR árekstur varð á gatnamótum Vitastígs og Skúlagötu aðfaranótt sunnudagsins. Þrennt var flutt í slysadeild eftir að þrjár bifreiðir skullu saman. Ökumaður Ford Escort hugðist beygja upp Vitastíg. Ökumaður Mercedes Benz-bifreiðar uggði ekki að sér og lenti aftan á bifreiðinni, sem kastaðist yflr á vinstri helming Skúlagötu og varð fyrir Mazda-bifreið. Mikið eignatjón varð í árekstrinum, en meiðsli fólks reyndust ekki alvarleg. Aðalfundur LÍÚ hefst á miðvikudag AÐALFUNDUR Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna verður hald- inn í Reykjavík dagana 21. til 23. nóvember og hefst hann síðdegis þann 21. Á fundinum verða afkomu- mál útgerðar, flskveiðistefnan og fleirí þættir meðal stærstu mála- flokka. Kristján Ragnarsson, formaður og framkvæmdastjóri LÍÚ, mun setja fundinn, en síðan mun sjáv- arútvegsráðherra, Halldór Ás- grímsson, ávarpa fundarmenn. Er þar búizt við því, að sögn Krist- jáns Ragnarssonar, að ráðherrann kynni að nokkru efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Á aðalfundinum mun Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar, flytja erindi um ástand fiskistofna, Rósmundur Guðnason, viðskiptafræðingur hjá tæknideild Fiskifélagsins, flytur erindi um orkunotkun við fisk með hliðsjón af sparnaðarmöguleikum og Þórður Ásgeirsson, forstjóri OLÍS, flytur erindi um olíuverð á íslandi. Þá mun skólastjóri Stýri- mannaskólans, Guðjón Ármann Eyjólfsson, ræða um menntun- armál skipstjóra. Mjög góð loðnuveiði: 230.000 lestir hafa nú veiðzt 8 bátar á leið til Færeyja og Danmerkur með loðnu MJÖG GÓÐ loðnuveiði var um helgina og í gær var heildaraflinn orðinn um 230.000 lestir. Á laugardag veiddust alls 15.670 lestir, á sunnudag 11.640 og síðdegis í gær hafði verið tilkynnt um 17.550 lestir af 25 skipum. Átta skipanna, sem fengu afla um helgina, héldu með hann til Danmerkur og Færeyja, en annars befur loðnunni aðallega verið landað á Austfjörðum. Skipin, sem héldu utan með aflann, voru Fíflll GK, Albert GK, Sæberg SU, Hilmir 11 SU, Vlkurberg GK, Pétur Jónsson RE, Hilmir SU og tsleifur VE. Aðalveiðisvæðið er nú austur af Glettingi. Frá hádegi til miðnættis á laug- ardag tilkynntu eftirtalin skip um afla: Höfrungur AK, 800 lestir, 35. þing ASÍ í næstu viku 35. ÞING Alþýðusambands fs- lands verður haldið á Hótel Sögu í Reykjavík í næstu viku. Þingið verður sett kl. 10 á mánudags- morgun, 26. nóvember, og er áætlað að því Ijúki kl. 16 föstu- daginn 30. nóvember. Liðlega 500 fulltrúar eiga rétt til setu á þinginu og er, skv. upplýsingum ASÍ, reiknað með að bróðurpartur þeirra komi til þings. Auk þeirra verða ýmsir gestir á þinginu, fulltrúar ým- issa heildarsamtaka launþega, fyrrverandi forsetar Alþýðu- sambandsins, erlendir fulltrúar og fleiri. Aðalmál þingsins verða kjaramál, lifeyrismál, atvinnu- lýðræði, vinnuvernd, tölvumál og fleira. Kosningar forseta, varafor- seta og miðstjórnarmanna verða miðvikudaginn 28. nóv- ember. Kjör sambandsstjórn- armanna fer fram á fimmtu- deginum 29. nóvember. Þórður Jónasson EA, 500, Sæberg SU, 600, Jöfur KE, 460, Gísli Árni RE, 640, Sjávarborg GK, 800, Gígja RE, 730, Sæbjörg VE, 630, Ljósfari RE, 570, Örn KE, 580 og Beitir NK 1.300 lestir. Frá miðnætti á sunnudag til sama tima aðfaranætur mánudags tilkynntu eftirtalin skip um afla: Guðrún Þorkelsdóttir SU, 700, Huginn VE, 600, fsleifur VE, 730, Pétur Jónsson RE, 800, Jón Kjart- ansson SU, 1.100, Fífill GK, 600, Sighvatur Bjarnason VE, 720, Hilmir SU, 1.300, Kap II VE, 690, Húnaröst ÁR, 600, Sigurður RE, 1.400, Dagfari ÞH, 450, Harpa RE, 540, og Víkingur ÁK 1.350 lestir. Frá miðnætti aðfaranætur mánudags til klukkan 17 i gær, mánudag, tilkynntu eftirtalin skip um afla: Jón Finnsson RE, 600, Eldborg HF, 1.470, Bergur VE, 510, Þórshamar GK, 600, Magnús NK, 530, Erling KE, 390, Skarðs- vík SH, 610, Keflvíkingur KE, 520, Rauðsey AK, 590, Gísli Árni RE, 620, Jöfur KE, 450, Hákon ÞH, 820, Fífill GK, 630, Súlan EA, 800, Gullberg VE, 610, örn KE, 580, Guðmundur RE, 950, Svanur RE, 690, Sæbjörg VE, 610, Þórður Jón- asson EA, 510, Höfrungur AK, 870, Bjarni Ólafsson AK, 1.150, Grindvíkingur GK, 1.120, Ljósfari RE, 520, Sjávarborg GK 800 lestir. Grímsey: Björgunaræfing og „þjóðhátíð" Grimaej, 16. ■ÓTember. ÞAÐ VAR mikið um dýrðir hjá okkur Grímseyingum helgina lO. til 11. þessa mánaðar. Þá kynnti Ás- mundur Björnsson, erindreki SVFÍ, björgunarmál hér í eynni og haldið var upp á afmæli Willards Fiske, en það er eins konar þjóðhátíð hjá okkur. Ásgrímur Björnsson kom hingað á laugardag, en á sunnu- dag gekkst hann fyrir björgunar- æfingu með þátttöku flestra sjó- manna eyjarinnar. Kynnti hann meðal annars nýja gerð flotbún- ings, sem einn sjómannanna klæddist er hann var dreginn í björgunarstól yfir höfnina og flaut hann eins og korkur. Þá sýndi Ásgrímur kvikmynd um björgunarmál og kynnti það helzta á þeim vettvangi. Á sunnudeginum var haldið upp á afmæli Willards Fiske, en þá bauð kvenfélagið eyjarskeggjum upp á veitingar, flutti leikþátt og sýndi þjóðdansa. Þá samkomu sóttu allir, sem vettlingi gátu valdið, ungir og gamlir og allt þar á milli. Fiske var Bandaríkjamaður, sem í upphafi þessarar aldar gaf fé til hókakaupa og byggingar bókasafns, en auk þess var hann mikill áhugamaður um skák og gaf tafl á hvert heimili í eynni. — Alfreð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.