Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 Sinfóníuhljómsveit íslands: Atriði úr amerískum söngleikjum á auka- tónleikum á morgun A morgun, fimmtudaginn 22. nóvember, heldur Sinfóniuhljómsveit íslands tónleika í Hiskólabíói og hefjast þeir kl. 20.30. Þetta eru auka- tónleikar og á efnisskráinni eru eingöngu atriði úr amerískum söngleikj- um, Ld. úr „My Fair Lady“, „Carousel", Porgy and Bess“, „West Side Story“, „Man of La Mancha“, „South Pacific", „Show Boat“ (Old Man River) o.fl. Tveir bandarískir listamenn eru komnir til landsins og koma þeir fram með hljómsveitinni á þessum tónleikum. Hljómsveitarstjórinn, Robert Henderson, hóf nám í hljóðfæra- leik fjögurra ára, fyrst lærði hann á fiðlu en síðan píanó og horn, og fljótlega bættust tón- smíðar og hljómsveitarstjórn við námsefnið. Hann stjórnaði flutningi á eigin tónsmíð 13 ára og 16 ára vann hann eftirsótt tónsmíðaverðlaun. Árin 1979 til 1982 var hann stjórnandi Sin- fóníuhljómsveitarinnar í Utah, en er nú aðalstjórnandi Sinfón- íuhljómsveitarinnar í Little Rock, Arkansas. Einsöngvarinn, Thomas Car- ey, er fæddur í Suður-Karólínu- fylki í Bandaríkjunum og stund- aði tónlistarnám í New York. Hann fékk styrk til náms hjá Hans Hotter við tónlistarskól- ann í Munchen. Hann hefur unn- ið til ýmissa verðlauna. Hann söng m.a. hlutverk Papagenos í Töfraflautunni eftir Mozart og Robert Henderson Gemont i La Traviata eftir Verdi í óperunni í Amsterdam. I París söng hann m.a. Rigoletto og i Covent Garden söng hann undir stjórn hins kunna hljómsveitar- stjóra Colin Davis. Hann hefur einnig sungið víða í Bandaríkj- unum, m.a. i Carmina Burana undir stjórn Leopold Stokowski. Sömuleiðis hefur hann sungið fjöldann allan af ameriskum söngleikjum, m.a. Show Boat og í Porgy and Bess. Forseti ASÍ um uppsagnir hárgreiðslunema: Viðbrögð hárgreiðslu- meistara eru „ÞESSI viðbrögð hárgreiðslumeist- ara eru gjörsamlega siðlaus að mín- um dómi og ASÍ hlýtur að láta málið til sín taka,“ sagði Ásmundur Stef- ánsson, forseti Alþýðusambands ís- lands, er blaðamaður Mbl. innti hann álits á uppsögnum hárgreiðslu- og hárskurðarnema, sem nú eru í vinnu á hárgreiðslustofum. Hár- greiðslu- og hárskeranemar eru aðil- ar að Iðnnemasambandi íslands, sem aftur er aðili að ASÍ, og sam- kvæmt nýgerðum kjarasamningum var hárgreiðslumeisturum gert að greiða nemum fullar lágmarkstekjur í dagvinnu, sem nú eru rúmar 14 þúsund krónur á mánuði. Hárgreiðslumeistarar hafa svarað þessu ákvæði kjarasamn- inganna með því að boða uppsagn- ir á öllum hárgreiðslu- og hár- skeranemum, sem eru á samningi hjá hárgreiðslustofunum, en þeir munu var tæplega 60 talsins. Eru uppsagnir miðaðar við viku fyrir- vara, sem eitt út af fyrir sig orkar tvímælis, en samkvæmt túlkun forkastanleg forsvarsmanna Iðnnemasam- bandsins eiga nemarnir að fá a.m.k. eins mánaðar uppsagnar- frest. Þeir hafa og látið svo um mælt, að þessum uppsögnum verði svarað með viðeigandi hætti og málinu skotið til dómstóla ef ann- að þrýtur. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði í samtali við Mbl. vegna þessa máls, að sér virtist ólöglega að málum staðið hjá hárgreiðslu- meisturum og sagði m.a.: „ASÍ hefur farið með samningsumboð fyrir hönd iðnnema og því hlýtur að koma til kasta sambandsins að fjalla um þetta mál og gera viðeig- andi ráðstafanir. Málið er hins vegar svo nýtilkomið að enn hefur ekki verið fjallað sérstaklega um það í stjórn ASÍ. En í fljótu bragði fæ ég ekki annað séð en þessi viðbrögð hárgreiðslumeistara við ákvæðum nýgerðs kjarasamnings séu forkastanleg og ekki aðeins siðlaus, heldur einnig ólögleg," sagði Ásmundur Stefánsson. Þyrla landhelgisgæzlunnar við steypuvinnu við Stokkseyrarhöfn. Gott atvinnuástand á Stokkseyri: Hraðfrystihúsið tók á móti 337 lestum í október Á STOKKSEYRI hefur verið gott at- vinnuástand í haust. Vinna í hrað- frystihúsi staðarins féll þó niður í fjóra til fimm daga á þriggja vikna tímabili kringum mánaðamót sept- ember og október. Haustmánuðum befur yfirleitt fylgt nokkurt og jafn- vel verulegt atvinnuleysi á þessu sveði að sögn Guðmundar Sigvalda- sonar, sveitarstjóra á Stokkseyri. Guðmundur Sigvaldason sagði ennfremur, að unninn afli hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar hf. hefði aukizt i október um 63% miðað við sama mánuð í fyrra. Af 337 lestum, sem unnar hefðu verið í mánuðinum, hefðu 135 lestir fengizt á línu, en það væri ný- lunda, að gert væri út á línu frá Stokkseyri að hausti. í október hefðu verið farnir 36 línuróðrar á þremur bátum frá Stokkseyri. Þá sagði Guðmundur, að i haust hefði verið unnið að uppsetningu nýrra innsiglingarljósa og merkja við Stokkseyrarhöfn. Merkin kæmu í stað eldri merkja, sem nefnd væru Hlaupósmerki og Dyr- ósmerki, enda notuð við innsigl- ingu eftir samnefndum sundum. Áætlaður kostnaður við þessa framkvæmd væri um 800.000 krónur. Haraldur Á. Sigurös son leikari látinn Haraldur Á. Sigurósson, leikari, lést aðfaranótt 20. nóvember, 82 ára gam- all. Haraldur Ásgeirsson Sigurðsson fæddist 22. nóvember 1901 í Reykja- vík. Foreldrar hans voru hjónin Ásgeir Sigurðsson, kaupmaður og ræðismaður í Reykjavík, og Þórdís Hafliðadóttir. Hann gerðist meðeig- andi í heildverslui. Ásgeirs Sigurðs- son hf., Verslunin Ekiinborg, f Reykjavík. Haraldur var þekktur leikari og gamanleikjahöfundur. Hann fékkst einnig við ýmis önnur ritstörf. Haraldur var tvíkvæntur. Árið 1927 kvæntist hann Magneu Jó- hannesdóttur. Þau skildu. Árið 1939 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Ólaffu Sigurðsson, fæddri Hjálmarsdóttur, frá Nesi í Norðfirði. Haraldur Á. Sigurðsson leikari Viúbrö^ð vid ^engisfellingu krónunnar Kristján Thorlacius formaður BSRB: Samningarn- ir notaðir sem skálkaskjól „ÉG TEL að þessi gengisfelling sé óhæfa. Það er augljóst mál að þarna er verið að taka aftur hluta þeirrar kaupmáttaraukningar sem samtök launafólks sömdu um í sfð- ustu kjarasamningum og verið að nota kjarasamningana sem skálka- skjól fyrir gengisfellingu,“ sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, í samtali við blaðamann Mbl. þegar leitað var álits hans á gengisfellingunni. „Gengisfelling var orðin gíf- urlega mikil á árinu og við blasti að stefna ríkisstjórnarinnar hafði mistekist. Það var því ver- ið að nota kjarasamninga launa- fólks sem skálkaskjól til þess að rétta af stefnu ríkisstjórnarinn- ar f efnahagsmálum. Ég vil i þessu sambandi minna sérstak- lega á yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar í stjórnarsáttmálanum, en þar segir orðrétt: Aðilar vinnu- markaðarins beri ábyrgð á sam- ningum um kaup og kjör f ljósi hinnar opinberu stefnu í gengis- og kjaramálum. Þessi árás á kjör launafólks er greinilega gerð í trausti þess að samstaða sé ekki nægileg hjá öllum þorra launamanna. Hjá BSRB hefur það sannast að sam- takamátturinn var fyrir hendi. Ég tel að nú þurfi launamenn almennt að mynda slíka órofa samstöðu að ríkisstjórn leyfi sér ekki að framkvæma slíka óhæfu sem þessi gengisfelling er,“ sagði Kristján einnig. Páll Sigurjónsson formaður VSÍ: Ekki við öðru að búast „ÞAÐ VAR ekki við öðru að búast. Þrátt fyrir að við gerð síðustu kjarasamninga hafi á tímabili ver- ið möguleikar á að gera skynsam- lega samninga, sem hefðu gert það að verkum að ekki hefði þurft að koma til gengisfellingar, völdu menn gömlu leiðina. Vandinn var síðan leystur með gömlu lausnun- um eins og við var að búast,“ sagði Páll Sigurjónsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands, þegar álits hans var leitað á geng- isfellingunni. „Við ættum að vita að verð- bólgan hefur verið bölvaldur í okkar þjóðfélagi en það virðist þó vera að minni manna nái ekki mjög langt aftur í tfmann," sagði Páll aðspurður um áhrif aukinn- ar verðbólgu á atvinnurekstur- inn. „Það er að visu ekki visitala f þessum samningum og því minni lfkur á að verðbólgan fari upp núna, hún ætti frekar að jafna sig og maður verður að vona að menn sýni þá meiri skynsemi í næstu samningum með þvf að reyna þá einhvers- konar skattalækkunarleið. Mað- ur verður bara að vona að menn læri á þessu og að þetta verði ekki of dýrkeypt lexía fyrir okkur,“ sagði Páll að lokum. Olafur Davíðsson _ framkvæmdastjóri FII: Staða iðnað- arins breytist ekkert „HÚN breytir í sjálfu sér litlu eða engu um stöðuna frá því sem var fyrír gerð síðustu kjarasamninga. Hún er eingöngu afleiðing þeirra og hún gerir ekki meira en að mæta þeim kostnaðarhækkunum sem verða vegna kjarasamn- ínganna. Samkeppnisstaða iðnað- arins breytist því í sjálfu sér ekk- ert við þessa atburðarás," sagði Ólafur Davíðsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra iðnrekenda, í samtali við blaðamann Mbl. þeg- ar hann var spurður að því hvernig gengisfellingin kæmi við iðnaðinn. „Því miður er þetta allt þannig að menn eru að hækka kaupið og lækka gengið til að standa f sömu sporum og áður,“ sagði Ólafur einnig. Aðspurður um hvernig aukin verðbólga, sem væntanlega kæmi í kjölfar geng- isfellingarinnar, kæmi við við iðnaðinn sagði Ólafur: „Verð- bólgan kemur illa við iðnaðinn. í fyrsta lagi þurfa menn að fjár- magna þessa verðbólgu. Það kallar á meira rekstrarfé. Það hefur jafnan verið svo þegar verðbólga hefur farið vaxandi eins og nú er að fyrirtæki lenda í erfiðleikum með að fjármagna hana. í öðru lagi hefur hún þau áhrif að menn geta, því miður, minna sinnt þeim verkefnum sem brýnust eru, það er að auka framleiðnina, hugsa fyrir nýj- ungum i framleiðslu og auka markaðssókn. Menn verða þá uppteknari af vandamálum dagsins i dag en af verkefnum morgundagsins." Miðstjóm ASÍ: Gengisfell- ingin sérstak- lega ámælis- verð „KÍKISSTJÓRNIN befur nú með gengislækkun ákveðið með einu pennastriki að skerða verulega þá kjarasamninga sem undirritaðir voru fyrir 2 vikum. Gengislækkunin er varin með því, að nauðsynlegt sé að „endurreisa þau rekstrarskilyrði sem atvinnuvegunum voru búin fyr- ir launahækkanir". Það eru launa- fólki nokkur tíðindi, að launahækk- un sem ekki er komin til útborgun- ar kalli á gengisfellingu. Það sætir líka nokkurri furðu, að 12—13% launahækkun hcfur á skömmum tíma verið svarað með 16—17% bækkun á verði gjaldeyris," segir í samþykkt sem miðstjórn Alþýðu- sambands íslands gerði á fundi sín- um í gær. Þar segir einnig: „Við gerð kjarasamninga var í samningum ÁSl og VSl lengi fjallað um svonefnda skattalækk- unarleið. Ljóst er að áhugi á þess- ari leið stafaði m.a. af því að fyrir lá að ýmis fyrirtæki í sjávarút- vegi gætu ekki tekið á sig veru- legar launahækkanir. Með lækkun tekjuskatts' og óbeinum kaup- máttartryggingum, svo sem að- haldssömum ákvæðum um geng- isstefnu, takmörkun á hækkun búvöruverðs, opinberrar þjónustu o.fl. vildu menn feta nýja leið til lausnar kjaradeilunni. Þegar til kastanna kom hafði ríkisstjórnin ekki áhuga á þessari leið. Þess í stað gekk hún sjálf til samninga á öðrum grundvelli sem lögðu línur fyrir heildina. Það hlýtur því að vera á hennar ábyrgð að tryggja kaupmátt þeirra. I ljósi þessa hlýtur sú ráðstöfun ríkisstjórnar- innar að fella gengi með þeim hætti sem nú hefur verið gert að teljast sérstaklega ámælisverð. Miðstjórn ASÍ bendir á að vandi undirstöðuatvinnuveganna leysist ekki með gengisfellingu. Ný hrina verðbólgu skellur nú á þjóðinni, en stjórnvöld sinna í engu aðkallandi skipulagsaðgerð- um í efnahagskerfinu. Jafnframt eykst misgengi milli atvinnu- greina, sem margar blómstra á sama tíma og sjávarútvegur á víða í vök að verjast. Miðstjórn ASf lýsir fordæm- ingu sinni á þeim málflutningi sem hafður er í frammi af for- svarsmönnum gengisfellingarinn- ar, að setja samasemmerki milli leiðréttingar á launakjörum verkafólks oggengisfellingar*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.