Alþýðublaðið - 18.11.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.11.1931, Blaðsíða 4
4 6bt>?ÐUBbAÐlÐ sé'r í upplýsingar þar sem þeir geta, til að koma áfram verki sínu. Hitt var togari frá Allianoe, og var það einnig skekkja í legum á fremsta hreyfli, sem var í vegin- um, og var vélin lítt brúkleg þess -vegna. Var skipið sent til Eng- lands til viðgerðar og ég fenginn til að fara þann túr. Vélstjórinn, sem hafði verið þar frá byrjun, en var þó löngu farinn þaðan, og einnig vélstjóri og skipstjóri, beiddu mig allir að gara það sem ég gæti, svo að vélin kæmist í lag. Vélin fékst í bezta lag og hefir verið það síðan. Ég held að ég nenni ekki að lýsa því, hvern- ig hinir ísl. vélasérfræðingar höfðu lagt fyrir að viðgerð þessi skyldi framkvæmd, því það hafa. allir einhvern tíma verið börn í hlutunum. Þannig hefir atvinnan hjá mér verið síðan 1924. Svarar það til mánaðartíma árlega, og er innan hándar að sanna það. En það er eftir að sanna það, hve réttmætt þetta er. Pétur Jóhannsson. Um ©§g „Draugalestin“ verður leikin í fyrsta sinni hér í kvöld og einnig annað kvödd. Bœjai stjórnarf undur verður á morgun. Heilsufarsfréttir (Frá skrifstofu landlæknisins.) Vikuna 1.—7. þ. m. veiktust hér í Reykjavík af kvefsótt 117, af hálsbólgu 85, af iðrakvefi 23, af kveflungnabólgu 8, af miunnbólgu 2, af kossageit (sem er hörunds- kvilli, útbrot) 2, af taksótt, heima- feomu, hlaupabólu og gigtsótt, 1 af hverri. Þá viku dóu 6 manns hér í Reykjavík, þar af 1 utan- bæjarmaður. Hafnarf|ör5ur. ipróttakvikmijnd l. S. il verður sýnd í kvöld í kvikmyndabúsi Hafnarfjarðar og er öllum í- þróttamönnum heimilaður ófceyp- is aðgangur, svo og öllum öðrum, sem áhuga hafa á líkamsiðkuniuan. Það er íþróttafélagið „Þjálfi“, sem sér um þessa sýningu. HraO er &5 frétta? Nœturlœknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Aðalstræti 9, símd 272. Útvarpíð í dag: Kl. 16,10: Veð- urfregnir. Kl. 18,40: Barnatimi. (Séra Friðrik Hallgrímsson.) Kl. 19,05: Þýzka, 1. fl. Kl. 19,30: Veð- úrfregnir. Kl. 19,35: Enska, 1. fl. Kl. 20: Frá útlöndum. (Séra Sig- urður Einarsson.) Kl. 20,30: Frétt- ir. Kl. 21: Söngvélar-hljómleikaj'. Innflutningurinn í október. Fjármálaráðuneytið ti.kynnir FB. 17. nóv.: Innflutningur í ofctó- bermánuði nam kr. 3 024 513,00, þar af til Reykjavíkur kr. 2-291- 955,oo: Islenzka krórtcm er í dag í 63,70 gullaurum. ísfiskssala. „Sindri“ seldi full- fermi sitt af ísfiski í Englandi á mánudaginn, ef sölu skyldi kalla, fyrir 500 sterlingspund. Til máttvana drengsins. Alls er komið 747,90 kr. íslenzkar og 5 kr. dansfcar. Togararnir. „Hilmir", sem kom af veiðum í fyrra dag, var með ágætan afla, en „Bragi“ hafði fengið mjög lítið. „Hannes ráð- herra“ kom í nótt frá Þýzka- landi um England. Skipafréttir. ,-,Gullfoss“ fer kl. 12 í nótt vestur og norður uro land og „Alexandrína drottning“ jutan í kvöld. „Goðafoss“ fór frá Hamborg í gær og „Brúarfoss" frá Fáskrúðsfirði áleiðis utan. „Selfoss“ fór frá Álaborg í gær- morgun. Veðrið. Kl. 8 í morgun var 3 stiga hiti í Reykjavík. Otlit hér á Suðvesturlandi: Suðaustangola í dag. Surns staðar smáél. í nótt verður kyrt veður og víðast bjart- viðri. Dýr eldiviður. í ítalíu hefir verið gerð gangskör að því að fá menn til þess að gefa rikinu skuldabréf þess, og hafa safnast þannig saman hátt á annað hund- rað miljóna króna. Eru það eink- um þeir efnaminni, er gefið hafa rikisskuldabréf sín, enda erþetta ekki nema líti.11 hluti af öllum skuldum ítalska ríkisins. Var gerður hlaði úr skuldabréfum þeirn, er safnast höfðu, og kveikt í þeim á níunda afmælisdegi fas- istabyltingarinnar, sem var 27. október. 60 000 manns voru um daginn við knattspyrnu-fcappleika í Bar- oelona á Spáni. Er sagt, að áhugi almennings fyrir knattspyrnu aukist gríðarlega þar í landi., en að sama skapi minki áhuginn fyr- ir nautaati. Bækur. Bylting og ihald úr „Bréfi ti) Láru“. „Smiður er ég nefndur“, eftir Upton Sinclair. Ragnar E. Kvaran þýddi og skrifaði eftirmála. Söngvar jafnaðarmanna, valin ljóð og söngvar, sem alt alþýðu- fólk þarf að kunina. Njósnarinn mikli, bráðskemti- leg leynilögreglusaga eftir hinn alkunna skemtisagnahöfund Wil- liam le Queux. Kommúnista-ávarpið eftir Kari Marx og Friedrich Engels. Fást í afgreiðslu Alþýðublaðs- ins. a 5-1 :0 > 5h cS ri—> N O pa XO O > CÆ PJD & > Sh C/3 <D Karlmannaföt, Rykfrakkar, Regnfrakkar, Hattar, Húfur, Sokkar, Flibbar, Bindi, afarmikið úrval, Hanzkar, allsk., Axlabönd. Ermabönd, Vasaklútar, Stafir, Sportfatnaður, alls konar. VðruMiið IE Allt með íslenskum skipuni! 31 Nýja Efnalaugin. Sími 1263. (Gunnar Gunnarsson.) Reykjavík. P. O. Box 92. KEMISK FATA- OG SKINNVÖRU-HREINSUN. — LITUN. V ARNOLINE-HREINSUN. Alt nýtízku vélar og áhöld. Allar nýtízku aðferðir. Verksmiðja: Baldursgötu 20. Afgreiðsla Týsgötu 3. (Horninu Týsgötu og Lokastíg.) SENDUM. BIÐJIÐ UM VERÐLISTA. SÆKJUM. Sparið peninga Foiðist óþæg- indi. Munið því eftir að vant- ykkur rúður i glugga, hringið i síma 1738, og verða þær strax látnar i. Sanngjarnt verð. PiANOKENSLA. Kenni byrjendum píanóspil. Björg Guðnadóttir, Þingholts- stræti 28. Tepukápur, allar stærðir, af mörgum gerðum, ávalt í mestu úrvali í Verzlun Ámunda Árna- sonar. Hinar margeftirspurðu ódýru golftreyjur eru komnar. Barna- peysur, allar stærðir, Verzlun Ámunda Árnasonar. Höfum sérstaklega fjölbreytt úrval af veggmyndum rneð sann- gjörnu verði. Sporöskjurammax, flestar stærðir; lækkað verð. — Mynda- & ramma-verzlun. Sími 2105, Freyjugötu 11. Boltar, rær og skrúfur. ald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 24 ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN,. Hverfisgötu 8, sími 1294, tekur að ser alls kon ar tækifærisprentun svo sem erfiljóö, að- göngumiða, kvittanir, reikninga, bréi o. s. frv., og afgreiðii vlnnuna fljótt og við réttu verði. Rjömi faest allan daginn iAIþýðnbrauðgerðinni.Langa- vegi 61. Ritstjóri og ábyrgðannaður: Ólafur FriðrikssoiL Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.