Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 21 Upplýsingaskort- ur og afleiðingar Aðvörun að gefnu tilefni — eftir Harald Asgeirsson Hvort sá heitir Pétur eða Páll eða einhveru samheiti, sem byggir húsið, orkuverið eða verksmiðjuna skiptir ekki meginmáli. Þegar mannvirkið hefir verið reist er það orðið hluti af umhverfinu — raunveruleg „eign“ þess byggðar- lags, sem það hefir verið reist í. Þessi sameignarhugmynd er grundvöllur alls byggingaskipu- lags, og á honum er reistur réttur samfélagsins til að setja skipu- lags- og byggingarreglugerðir. Reglur þær sem samfélög beita í þessu samhengi varða heilbrigðis- og öryggismál, fagurfræði og al- menn efnahagsmál. Reglum er fylgt eftir með boðum og bönnum — með lögum skal land byggja, — og eftirlitsmennirnir nefnast byggingarfulltrúar. Einhver mikilvægustu aðgæslu- atriði byggingarmála eru öldrun- areiginleikar mannvirkja. Skorti veðrunarviðnám koma aðrar kröf- ur sem gerðar eru til mannvirkja að litlu haldi. Þetta er e.t.v. sér- stakrar athygli vert hér á landi, þar sem veðrunaráhrif eru meiri en annars staðar. Helstu veðrun- arvaldar eru: 1) Endurteknar frostsveiflur, sem hér eru um 80 á ári. Oft frystir líka rakamettað yfirborð án þess að rakanum gefist nokkuð tóm að síga burt eða þorna úr mannvirkjunum. Slagregn eru ' hér tíðari og harðari en annars staðar á norðurhveli jarðar. 2) 3) Úrkoma er auk þess mjög tíð, og hafa má í huga að raki er samnefnari fyrir flestar bygg- ingaskemmdir. Áhrif endurtekinnar þurrkun- ar eru hér á landi ekki mikil. Hinsvegar er útfjólublátt sól- arljós mjög sterkt, ef til rofar — en það hefir skaðleg áhrif t.d. á málningu. Afleiðingar þessara sterku veðr- unarvalda eru margvíslegar. í landinu eru engar fornar bygg- ingar. Torfbæina þurfti sífellt að endurnýja. Væri því hætt urðu þeir á fáum árum að hverfandi þústum. Landið er og hefir verið viðarlaust, og þótt nokkuð hafi jafnan verið flutt inn af bygg- ingartimbri eru engar fornar timburbyggingar til. Það er fyrst upp úr miðri 18. öld að byggð eru hér nokkur steinhús, sem staðist hafa þessi sterku niðurbrotsöfl, og raunar hefst bygging varanlegra mannvirkja fyrst þegar stein- steypan kemur til sögunnar. Þannig munum við nú t.d. eiga um 75.000 íbúðir i landinu, ríkjandi úr steinsteypu, og eru aðeins um 12% þeirra byggðar fyrir stríð, en helmingur íbúðanna mun innan við 20 ára gamlar. Það er mikið atriði að vandað sé til þessara verðmæta svo að þau verði að varanlegri þjóðareign. Byggingar verða vissulega fyrir veðrunaráhrifum þótt þær séu úr steini. í þvi sambandi má nefna áföll hleðslusteinaiðnaðarins, það má nefna frostskemmdir, skemmdir á samsettu gleri og nú síðast en ekki síst alkalískemmdir. AUar þessar skemmdir hafa þó verið skráðar og erum við betur í stakk búnin til þess að verjast þessháttar áföllum. Sama má raunar segja um timburbyggingar, að við búum yf- ir þekkingu á því hvernig varast má mikinn viðhaldskostnað og hvernig gera má timburbyggingar varanlegar. Slíka þekkingu hafa Norðurlandabúar haft um alllangt skeið. Samt hafa þeir allir lent í stóráföllum vegna fúaskemmda nú á síðustu árum. Ég óttast líka að við eigum eftir að bíða mikið tjón af fúaskemmdum í ýmsum þeim timburhúsum, sem nú eru í byggingu. Ástæður fyrir þessum illa grun eru margvísleg dæmi um að undirstöðuatriðum í bygg- ingarreglugerð er ekki fylgt. Ýmis ákvæði byggingarreglu- gerða eru sérfræðilegs eðlis, og jafnvel ofætlun sumum þeim sem fyrir byggingaframkvæmdum standa að bera fullt skyn á þýð- ingu þeirra. Hinsvegar eiga þeir aðgang að hönnuðum og ber þá að fylgja ákvæðunum eftir sam- kvæmt deilimyndum og áritunum á teikningum þeirra. Byggingar- fulltrúar hafa síðan úttektar- skyldur á ákvæðunum, eins og fram kemur í gr. 4.11 í byggingar- reglugerð. Gr. „4.11. Hlutaðeigandi byggingarmeist- arar eða byggingarstjórar skulu með minnst sólarhrings fyrirvara Haraldur Ásgeirsson „Nordurlandabúar hafa allir lent í stóráföll- um vegna fúaskemmda nú á síðustu árum. Ég óttast líka að við eigum eftir að bíða mikið tjón af fúaskemmdum í ýms- um þeim timburhúsum, sem nú eru í byggingu.“ tilkynna byggingarfulltrúa um út- tektir á eftirfarandi byggingar- stigum: 1. Jarðvegsgrunni, áður en byrj- að er á mótauppslætti, eða fyllingu á slíkan grunn. 2. Undirstöðuveggjum. 3. Lögnum í grunni, þ.m.t. rör fyrir rafmagnsheimtaug áður en hulið er yfir. 4. Raka- og vindvarnalögum. 5. Grunni, áður en botnplata er steypt. 6. Járnalögnum. 7. Grind, bitum og þaki, áður en klætt er. 8. Frágangi á ystu klæðningu þaka, bæði úr timbri og öðrum efnum. 9. Frágangi á ystu klæðningu veggja. 10. Hita- og hljóðeinangrun. 11. Vatns-, frárennslis-, hitalögn- um og einangrun þeirra. 12. Tækjum og búnaði loftræsti- og lofthitunarkefa og stokk- lögnum fyrir slíkan búnað. 13. Frágang allan þ.á m. varðandi brunavarnir, sbr. 1.1.7. í brunamálareglugerð, þegar hús er fullbúið." Úttektir allra þessara atriða eru of umfangsmiklar til þess að byggingarfulltrúar geti annað þeim. Þessvegna er byggingar- meisturunum oft trúað fyrir eigin úttekt margra atriða, þ.e.a.s. hið opinbera eftrirlit er ekki ávallt framkvæmt. Þetta getur hinsveg- ar leitt til óábyrgra viðhorfa sumra með ómældum afleiðingum. Annað er það, að þótt þekking sé næg fyrir í landinu til þess að annast slíkar úttektir og forða tjóni, þá er þessi vitneskja ekki ávallt á réttum stöðum. Upplýsingar um ástæður fyrir því að úttektaratriðin eru sett eru hverjum byggingarmeistara og könnuði nauðsyn, sem ekki má horfa framhjá. Skorti upplýsingar er voðinn vís. Ég tel því að þá frumkröfu eigi að gera strax til þeirra sem starfa að byggingareft- irliti, að þeir afli sér nægrar þekk- ingar til þess að sporna við voðan- um. Ein leið til þess að tryggja þetta er að skipuleggja nú þegar sérstök námskeið fyrir þá sem að eftirliti starfa, og jafnframt að brýna fyrir byggingarfulltrúum að rækja þá skyldu og fylgja hart eftir að úttektarákvæðum bygg- ingarreglugerðar sé fullnægt. HvMur Ásgeirsson er forstjóri RannsóknastofnuúMr byggingar- idnaðaríns. vegar er hugsanlega unnt að kaupa gallað korn í Norður- Ameríku (myglað kom, mengað korn) og vinna úr því iðnaðaralko- hol (og fyrir Áfengis- og tóbaks- verslunina á leiðinni). 4. EldsneytisframleiAsla úr mó íslenskur mór hentar ágætlega til framleiðslu á fljótandi elds- neyti (dieselolíuígildi, „heavy-gas oil“) og nýting er hlutfallslega góð miðað við aðra skylda kolefnis- gjafa (brúnkol, sænskur mór), en greinarhöfundur átti þess kost að gera slíkar tilraunir fyrir þremur árum í V-Þýskalandi. Ef auðvelt væri að vinna móinn á íslandi, gæti slíkt dæmi gengið upp. Mó- birgðir eru mjög miklar hér á landi, en þær eru dreifðar, og eng- in mjög stór svæði eru til. Auk þess er mikil aska í mónum og víðast hvar eru mólögin þunn. Engin áreiðanleg áætlun um vinnslukostnað hefur verið gerð hérlendis, en miðað við reynslu erlendis, þar sem móvinnsla hlýt- ur að vera mörgum sinnum ódýr- ari en hér, virðist augljóst, að vinnslukostnaður mósins sjálfs er flöskuhálsinn í þessu dæmi. Annars er margskonar önnur nýting á mó hugsanleg. Mór er ákjósanlegt efni til framleiðslu á jarðvegsbætandi efnum fyrir pottablóm o.m.fl. í næstu grein verður fjallað um ólífrænan efnaiðnað. Dr. Jónas Bjarnason er efnarerk- fræðingur og fyrrrerandi forstjóri Framleiðslueftirlits sjrarafuröa. Hann er nú deildarrerkfræðingur hji Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins og er jafnframt útgáfustjóri handhókar fiskvinnslunnar. Hann befur tekið þátt í störfum Rann- sóknaráðs ríkisins um þróun i ýmsum sriðum íslenskra atrinnu- mála á undanfornum árum. Málm-&byggingar- iönaöarmenn! Kynning á framleiösluvörum VAN LEEUWEN §M§!22.nóv Sindra-Stál h.f. hefur gerst umboösaöili á íslandi fyrir Van Leeuwen. Fulltrúi Van Leeuwen, Gerard Hams, kemur og kynnir fyrirtækiö ásamt möguleikum þess fyrir íslenskan málm- og byggingariönaö. Van Leeuwen er einn stærsti seljandi í Evrópu af alls konar rörum ásamt ýmsu efni til pípulagna. Af framleiðslu þeirra má nefna svartar og galvaniseraðar pípur, heildregnar pípur, prófílpípurog suðufittings. Kynningin verður að Borgartúni 31 fimmtudaginn 22. nóv. kl. 10-12 og 14-18. SINDRA STALHF PÓSTHÓLF 881, BORGARTÚNI 31, 105 REYKJAVÍK, SÍMAR: 27222 & 21684
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.