Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 Fjórir dollarar (tileinkað þingi og þjóð) — eftir Jóhannes Helga Undirritaður afléttir hér með útlánabanni úr almenningsbóka- söfnum á eftirtöldum bókartitlum: Svört messa, skáldsaga. Helga- fell, Reykjavík 1965. Hringekja skáldsaga. Skuggsjá, Oliver Steinn, Hafnarfirði 1969. Svipir sækja þing, eins konar minningar. Skuggsjá, Oliver Steinn, Hafnarfirði 1970. Á brattann, minningar Agnars Kofoed-Hansen. Almenna bókafé- lagið, Reykjavík 1979. Sigfús Haildórsson, tónskáld, minningar. Skuggsjá, Oliver Steinn, Hafnarfirði 1980. Útlánabann á bókum þessum var raunar ekki algert. Undanþeg- in voru bókasöfn skóla, betrunar- húsa, sjúkrahúsa, elliheimila og annarra líknarstofnana. Það er ekki nauðsynlegt í þessu viðfangi að leggja þann skilning í aftur- köllun bannsins að undirritaður telji alla þjóðina sjúka og vilji ekki fara í manngreinarálit. Ég er ekki læknir. Höldum okkur við efnið. Það til- kynnist sem sé hér með, ef ein- hverjum skyldi leika hugur á að vita það, að höfundarverk undir- ritaðs, eitthvað á þriðja tug titla samanlagt, eru frá og með degin- um í dag að telja frjálst til útlána í almenningsbókasöfnum landsins, hverju nafni sem þau nefnast. Spyrja má hvers vegna maður- inn hafi verið að banna útlán á einni og einni bók af og til allt frá árinu 1965. Ég var að minna á mannréttindabrot, lítt dulbúna eignaupptöku, sennilega stjórn- arskrárbrot sem hvergi á sér hliðstæðu meðal lýðræðisþjóða fremur en svo margt annað á Far- sældafróni. Ég vildi ekki kyssa vöndinn. Ég vonaði í lengstu lög að starfssystkini mín fylgdu for- dæminu og losuðu með því um snöruna sem brugðið hefur verið um háls þeirra. Mér sást yfir að til er veiki sem heitir ma.soki.smi. Maður er alltaf að læra. Ég hef hingað til staðið í þeirri trú að á mannskepnuna herjuðu ekki nema sex tegundir af brjálsemi. Nú var ég að lesa í HP um þá sjöundu, sem heitir grammati.sk geðbilun og ku einkum herja á þá bjargvætti sem þýða íslenskar bækur og skilgreiningin rakin til Halldórs Laxness og heimfærð upp á ívar Eskeland sem varið hefur drjúg- um hluta starfsævi sinnar til að lyfta hulunni af þessu dæmda málsvæði okkar. Svava Jakobs- dóttir tekur í sama streng og Hall- dór, þannig að liggur við milliríkjastríði, ef marka má norsku blöðin. Ég hef allt aðra sögu að segja af Eskeland sem þýðanda. Ég fæ ekki betur séð en norski textinn hans á verki eftir mig taki á stöku stað fram þeim íslenska, ef eitthvað er. Allir sem stundað hafa þýðingar vita að til eru blæbrigði í máli sem ekki verða með nokkru móti flutt yfir á annað mál. Þýðandinn þarf þá að spyrja sig þeirrar spurningar, með anda verksins að leiðarljósi, hvernig höfundurinn myndi hafa orðað tiltekna hugsun á því máli sem verið er að þýða á. íslend- ingar kunna kannski norsku betur en Norðmenn. Til skamms tíma var talið að í öllum heiminum væru ekki nema sosum sex sjö menn sem gætu komi íslenskum bókum svo vel væri yfir á erlend mál. Það er sýnilega að sneiðast um þá, og máttum við þó tæpast við fækkun. Halldór lýsir því einn- ig mjög dramatískt í fyrrgreindu blaði, hvernig hann mátti þræla myrkranna á milli þrjá mánuði samfleytt í slagtogi við þrjá dokt- ora þýska að lappa upp á þýðingu fjórða Þjóðverjans, sem nú er hrokkinn upp af og náði ekki áður sáttum við aðila málsins, heldur skildi við rúinn æru og fullur hat- urs á skáldi sínu og þrem doktor- um. You ain’t seen nothing yet, sagði Reagan á dögunum. Norska og þýska þýðingin á bókum Hall- dórs eru margra ára gamlar. En nú eru þessir lúðrar þeyttir. Aðrir sennilega ekki tiltækir. Skamm- degið á hjaranum er kannski farið að segja til sín og hinir löngu hníf- ar heimskautanæturinnar úr slíð- rum. En undirritaður á auðvitað ekki að vera að blanda sér í annarra manna mál, heldur halda sig við sinn leista. II Það er dýrt að standa einn á réttinum, svona þegar til lengdar lætur, og lesandinn á kollgátuna: Manninum blæðir vitaskuld í aug- um tekjumissirinn af heilum fimm bókartitlum og það árum saman. Launakúrfan stefnir með flughraða upp úr þakinu á Karp- húsinu. Og hver vill ekki lyfta sér á kreik. Eg get aukið bókasafns- tekjurnar um heil 25% með aftur- köllun útlánabannsins. Hér þarf skýringa við. Ég skal vera fljótur. Hagsmunagæsla rithöfunda, Rithöfundasamband íslands, ann- ast fyrir hönd ríkissjóðs greiðslu á þóknun til rithöfunda fyrir ótakmörkuð afnot þjóðarinnar af hugverkum í almenningsbóka- söfnum. Greiðslan, upphæðin, ræðst af eintakafjölda viðkomandi höfundar í hillum safnanna, það er fljótlegra að slá tölu á kilina en að telja útlánin; tölvuöldin er ekki runnin upp hér eins og kunnugt er. Rithöfundasambandinu er heimilt að draga félagsgjaldið, þóknunina fyrir hagsmunagæsluna, krónur tvö þúsund á ári, frá framlagi háttvirts ríkissjóðs. Umframkrón- urnar, ef einhverjar eru, (flestir eru í mínus) sendir Hagsmuna- gæslan með gíróseðli til viðkom- andi rithöfundar og áminnir svo höfundana bréflega nokkru síðar, um að láta nú ekki undir höfuð leggjast að innleysa gíróið fyrir tiltekin tímamörk. Ella renni summan eins og hún leggi sig til baka í ríkissjóð. Gíróseðillinn til undirritaðs i ár hljóðar upp á eitt hundrað tuttugu og eina krónu slétta. Kristján heitinn Eldjárn var snjall rithöfundur eins og alþjóð veit. Hann fékk auðvitað svona giró meðan hann var á dögum, i Bessastaðapósti. Kristján hafði reglu á sínum hlutum. Þegar hann fékk þetta giró i fyrsta sinn sagði hann kímileitur, svo undirritaður heyrði, að hann væri í stökustu vandræðum með að finna þessu girói stað i bókhaldi sínu. Þannig dálk væri ekki að finna í bókhaldi. Bókhald væri alveg húmorslaust. Kristján var gamansamur mað- ur. Það er ekki mín sterka hlið, nema þá kannski helst til grátt gaman. Lífið hefur kennt mér, ein- kum í seinni tíð, að halda fast i hverja krónu. Og það má kaupa ýmislegt fyrir hundrað tuttugu og eina krónu. Sem ég nú sit hér með rúmar tuttugu útgefnar bækur að baki skil ég loks að gagni það orð- tak að sá eigi kvölina sem á völina. Synir minir ungir hafa bent mér á að ég geti keypt einn Tommaborg- ara fyrir upphæðina og meira að segja skolað honum niður með gosvatni — eða farið á barnasýn- ingu í bíó. Einhverntíma fyrir löngu birti ég í Morgunblaðinu grein sem hét Bók er bíó, man ég, og um leið man ég eftir mynd- böndunum. Hvert skyldi nú leigu- gjald fyrir myndband vera? Það ætla ég að kanna von bráðar, og það þótt ég eigi ekki myndbands- tæki. Ég tilheyri ekki „hinni þjóð- inni“ í landinu. En húsmóðir hefur sagt mér að upphæðin frá Hags- munagæslunni dugi fyrir grjón- agraut handa fjórum, meira að segja mjólkursoðnum og með rússínum. En það er ekki sama hver krón- an er. Sú króna sem lúin kona kreistir úr gólfklút er t.a.m. önnur en sú króna sem glæsikvendi aflar með ilmsmurðri hendi. Króna er eins og gengur dýrt eða ódýrt fengin. Dýrri krónu má ekki kasta á glæ, hana verður að fjárfesta með táknrænum hætti að vand- lega athugðu máli. Ég hef því afráðið að halda hinu árlega ríkissjóðstillagi, að við- bættum 25% sem mér munu nú áskotnast, til haga fram að alda- mótum. Mér reiknast svo til, með hjálp vasatölvu, að ég geti þá Jóhannes Helgi „Ég hef því afráöið að halda hinu árlega ríkis- sjóðstillagi, að viðbætt- um 25 % sem mér munu nú áskotnast, til haga fram að aldamótum. Mér reiknast svo til, með hjálp vasatölvu, að ég geti keypt mér kántríhatt og púðurpíst- ólu og verið maður með mönnum þegar lýðveld- isöldin verður skotin út undir standmynd úr eir á AusturveIIi.“ keypt mér kántríhatt og púður- pístólu og verið maður með mönnum þegar lýðveldisöldin verður skotin út undir standmynd úr eir á Austurvelli. III Undirritaður á oft í nokkrum vandræðum þegar hann á sam- skipti við útlendinga sem áhuga hafa á íslenskri menningu og gengur illa að skilja ýmislegt sem flokkast undir menningarmálefni hér. Hér var eitt sinn til embætti sem hét landkynnir. Það þyrfti að endurvekja, þannig að hægt væri að vísa á slíkan aðila; það tæki af manni mörg vandkvæðin. Maður vill ekki draga fjöður yfir sann- leikann og ekki heldur áfellast stjórnvöld í eyru útlendra manna. Málamiðlunin verður hálfkæring- ur, sem raunar er grunnt á í fari norrænna manna. Bandarískur bókmenntaprófessor af íslenskum ættum, góður vinur minn og tíður gestur til skamms tíma hér á landi, sérfræðingur í norrænum bókmenntum, spurði mig í síðustu heimsókn sinni hvernig háttað væri tekjum stafandi höfunda hér á landi; prófessornum var kunn- ugt um hrunið á bókamarkaðin- um. Ég gerði honum lauslega grein fyrir happdrættinu sem heitir Launasjóður rithöfunda og tekist hefur að dreifa út um allar þorpagrundir, svo útilokað er að hann geti haldið starfandi höfund- um við efnið. Prófessorinn: En almennings- bókasöfnin, sá mikli tekjustofn? Undirritaður: Fjórir dollarar á ári, þegar hagsmunagæslan hefur dregið frá árgjaldið fyrir þjónustu sína. Prófessorinn: Fjögur þúsund vildirðu sagt hafa. Undirritaður: Nei, nei, fjórir dollarar. Prófessorinn: En þetta er nú skrýtla. Undirritaður: Það er rétt til get- ið. Prófessorinn, birti yfir honum: Það hlaut að vera. Undirritaður: En staðreynd engu að síðu. Fast augnatillit. Löng þögn. Ekki óþægilegt samt. Bandarískir menntamenn eru afar elskulegt fólk. Prófessorinn, á lægri nótunum, eftir langa umhugsun: Sigurður Nordal orðaði það svo að sennilega hefði engin önnur þjóð í heiminum gefið bókmenntunum svo mikið af ást sinni og orku, að tiltölu auðvit- að. Nú — og í sjálfstæðis- baráttunni fer ekki milli mála að bókmenntirnar voru helsta sönn- unargagnið fyrir því að hér byggi menntaþjóð — og á þeirri stað- reynd reistuð þið kröfuna um full- veldið fyrr á öldinni. Undirritaður: Fullveldið er fengið. Prófessorinn: En þarf ekki að viðhalda því. Undirritaður: Það er gert. Fjór- ir dollarar. Prófessorinn: En þetta jaðrar við glæp. Undirritaður (minnugur orða Fouché þegar hann spurði griðrof Napóleons á hertoganum af Enghién): Það er verra en glæpur, það er glapræði. Prófessorinn: Fouché. Sá hrapp- ur. Undirritaður sá fyrir sér franska generálinn þegar hann setti upp hvita hanska að slátrun lokinni á vígvelli og sagði: Merde. En ég þagði. Ég var að tala við útlending. IV Ég hringdi í myndbandaleigu (rithöfundasamtökunum hug- kvæmdist því miður ekki að verða sér úti um einkaleyfi á mynd- bandadreifingu). Ég spurði kaup- manninn hvert væri leigugjald fyrir myndband á sólarhring. Það var létt í honum hljóðið. Hann var að gera það gott. Hundrað krónur, sagði hann. Undirritaður: Og á mánuði? Kaupmaður að gera það gott: Jafnmörg hundruð og dagarnir í mánuðinum. Sælir. Ég hringdi í Borgarbókasafnið og spurði hvað árskort að safninu kostaði. Þægilegur bókasafnfræðingur, kvenkyns, varð fyrir svörum. Það var létt í henni hljóðið: Tvö hundr- uð krónur. Undirritaður: Og hversu lengi má ég halda bókinni? Kvenmaður að gera það gott: Mánuð. Undirritaður: Og hversu margar bækur má ég fá að láni i einu. Kvenmaður: Eins og maðurinn getur borið. Undirritaður: Gæti ég kannski sótt hestburð? Kvenmaður: Fræðilega séð er ekkert því til fyrirstöðu, svo fremi hrossið spilli ekki grasflötinni hér. Undirritaður: Lánið þið mynd- bönd? Kvenmaður: Ekki enn. Sælir. Það lá vel á henni. Það er skilj- anlegt. Hún var að gera það gott. Það er þægilegra að handfjatla bækur en að skrifa þær og miklu meira upp úr því að hafa. Albert er líka nýbúinn að hækka launin hennar og sagði við undirskrift samnings að hann hefði gjarnan viljað hjálpa fólkinu meira. Fékk sér svo Havannavindil. Hann not- ar ekki hvíta hanska. Gamansam- ur maður, Albert. Hann er víst líka að gera það gott. V Ég seilist í vasatölvuna mína. Bók er bíó. Bók er jafngildi myndbands. Ég deili dögum ársins í tvö hundruð krónur, andvirði árskorts Borgarbókasafnsins. Ég fer mér að engu óðslega. Fæ út fimmtíu og fjóra aura. Það er sól- arhringsgjaldið fyrir bók að láni. Fimm aurar, ef maðurinn getur borið tíu. Tölum ekki um hrossið og klakkinn. Ég bíð spenntur eftir þeim degi þegar kvenmaðurinn á Borgarbókasafninu fer að afhenda myndbönd fyrir hundrað krónur með hægri hendi og bók fyrir fimm aura með þeirri vinstri. Borgarbókasafnið lánar út eina og hálfa milljón binda á ári. Ég þarf ekki tölvuna mína. Bara taka mið af myndbandinu og marg- falda með hundrað. Tekjustofn rithöfunda og útgefenda hjá Borg- arbókasafninu nemur sem sé hundrað og fimmtíu milljónum króna á ári. Ég segi því við rithöfunda og útgefendur: Hvað eruð þið að kvarta? Hafið þið aldrei heyrt tal- að um Friedman og Hannes Hólmstein. Veskú, þarna eru milljónir og aftur milljónir. Frjáls markaður, kvitt og klár viðskipti. Berið ykkur eftir björginni og far- ið að hafa það gott eins og allir hinir. Það er meira í húfi en líftór- an ykkar. Þjóðirnar geta ekki án bókmálsins verið. Það er ekki hægt að læra, kenna né gera sig skiljanlegan án verulegs orða- forða. Menn heyja sér hann ekki af myndböndum. Hann fæst úr bókum — og málræktin úr bók- menntunum. En þær spretta ekki af engu. Island er orðin kópía af hinum stóra heimi — og að líkum lætur. Það er talið að um eitt prómill bandarisku þjóðarinnar beri uppi fagurbókmenntirnar þar í landi, þ.e. 240 þúsund manns. Eitt prómill af íslensku þjóðinni er 240 manns — og í það hlutfall stefnum við, ef við erum ekki þeg- ar komnir þangað. Algeng sala á fagurbókmenntum á síðustu tveim árum er um og innan við 250 ein- tök; algeng sala á ljóðabókum á jólamarkaði 20 eintök. Dettur mönnum i hug að bók- menntir verði skapaðar og gefnar út fyrir svona markað? Eg var fyrir nokkrum dögum að lesa um Pólverja, sem kaus að læra ensku til að geta skrifað fyrir stærri markað en nam málsvæði hans. Pólverjar eru milli þrjátíu og fjörutíu milljónir. Hvers konar andleg fatlafól skyldu það verða sem skrifa á islensku eftir tiu ár, að öllu óbreyttu. Hvernig halda menn yfirleitt að verði umhorfs i þessu dvergríki eftir tíu ár, ef fram heldur sem horfir. Fyrir ári viðraði forseti lýðveld- isins mjög svo virðingarverða hugmynd um stofnun bókmennta- verðlauna. Verðlaunin sem slík og afdrif hugmyndarinnar skipta ekki máli i þessu viðfangi, heldur viðbrögð þings og þjóðar við hugmyndinni, og það þótt virðing forsetaembættisins væri i húfi. Undirtektirnar styrktu svo um munaði grunsemdir um að íslend- ingar sem í krafti bókmennta sinna fengu sjálfstæði sitt á silfurfati, ein þjóða i gervallri veraldarsögunni, ali nú með sér haturshug i garð bókmenntanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.