Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 „Ríkið, það er égu Bréf til ungra kennara, 1. hluti, skrifað áður en friðarfræðslan í verki upphófst á haustdögum 1984 — eftir Guðjón Jónsson Bréf til ungra kennara, 1. hluti, skrifað áður en friðarfrteðslan f verki upphófst á haustdögum 1984. Þið eruð reiðir, og er vorkunn. Sjálfur er ég vafalaust miklu reið- ari, og er enn meiri vorkunn. En reiður maður er vitlaus. Hemjum því reiðina, beislum hana og stýr- um henni í réttan stað. Ef við hömumst gegn ríkinu, gegn sam- félaginu sem þjóðin hefur í 1100 ár verið að byggja sér upp, þá stýrum við reiðinni illa. f gamla skólahúsinu við Lauf- ásveg sátu verðandi kennarar og horfðu til meistara síns, er hann lokaði á eftir sér dyrunum og slökkti Ijósin. Það var liðið nær hádegi og löngu albjart. Dr. Broddi, vinsælastur kennara, ung- ur og glæsilegur, jafnaldri sumra nemanna, en dulúðugur eins og sjálf forlögin, gekk til sætis og spurði eins og af tilviljun: „Hver borgar rafmagnið?" „Ríkið!“ hrópa nemarnir einum rómi (skiptir engu máli, þótt það logi ljós, það er ríkið, helv. ríkið, sem borgar). „Og hver borgar ríkinu?" Broddi settist. Nú er gleymt, hvort hann slöngvaði fótum upp á púltið eða gerði eitthvað annað orðum sínum til áherzlu, en spurningin er enn fersk í minni. Ekki brýndi meistarinn röddina, þessa djúpu, hrjúfu og um leið lað- andi bassarödd, sem hafði vakið athygli þjóðarinnar frá fyrstu stundu, er hún hljómaði frá þul- arherbergi útvarpsins. Fágæt rödd og fátítt nafn, doktor Broddi. „Og hver borgar ríkinu?“ Hvilík dauðaþögn í bekknum. Hvílík skömmusta. Hvílík lexía. Ein spurning á réttri stundu í réttu samhengi. Hvílík kennsla í þegnhollustu, í heiðarleika við sjálfan sig og aðra, við samfélagið — ríkið. — Og hvað er ríkið? „Ríkið, það er ég“ Nýir tímar, nýir menn. 1974, þjóðhátíðarár, 1100 ára af- mæli landnáms og samfélags á fs- landi, samfélags lslendinga. Kosningaár. Verðandi foringi krata — flokks hugsjónar um öilugt samfélag, sterkt og heiðarlegt ríkis- vald, — talinn hófsamur maður i skoðunum og málflutningi, Bene- dikt Gröndal, flytur kosningaræðu í Ríkisútvarp: „Ríkið tekur af þjóðinni, af þér og af mér ... “ og þessi kafli er endurtekinn til þess að ekki fari fram hjá neinum: „Ríkið tekur af þjóðinni, af þér og af mér ... Já, Benedikt Gröndal, sann- gjarn og hófsamur foringi krata, flokks ríkishugsjónar, álasar ekki illri ríkisstjórn, vondum ráðherrum, — hann segir ríkið, og tvítekur það. Svona langt gengur stanslaus rógurinn gegn samfélaginu, ríkinu (sem menn jafnframt kvabba á látlaust), af því að stundum eða oft er því stýrt af misvitrum mönnum, kannski af enn heimsku- legri ástæðum. Og mætti einhverj- um þykja athyglisvert (t.d. vinstri sinnuðum rannsóknarmönnum í samfélagsfræði), að valdníðsla gegn ríkinu er einkum leidd af Guðjón Jónsson „Já, unga fólk, þið verð- ið að gera uppreisn. Ekki gegn samfélaginu sem þið eigið nú að taka við að byggja upp og betrumbæta, heldur gegn hinum gömlu og steinrunnu leiðtogum ykkar, sem sífellt tipla sömu villustígana, sem ekki liggja til farsæld- (i „vinstri" mönnum, „félagshyggju- mönnum", þeim sem annars boða „hugsjón“ sína um öflugt ríkis- vald, ef ekki alræði þess (sósíal- isma). (Innskot í miðri kennslustund Friðarfræðslu í verki, 20. október: Einmitt nú vill svo hlálega til, að þessir „félagshyggjumenn” standa fyrir heiftarlegri aðför að samfé- laginu, ríkinu, en þeir sem reyna að verja það áföllum, eru taldir sérstakir fulltrúar kapitaiismans, þeirra sem vilja „Báknið burt“, þau Albert og Ragnhildur!) Með lögum skal land byggja Þegar forfeðurnir settust hér að, fóru þeir frá jafngóðum lönd- um eða betri til þess að vera frjáls- ir, til þess að búa ekki-við samfé- lag og óhjákvæmilegar skyldur þess: til þess að forðast „ríki, sem tekur af þjóðinni, af þér og af mér.. “ Þeim skjátlaðist. En þeir áttuðu sig: Hið fyrsta sem þeir skráðu, eftir að hafa lært þá list, fyrsta sem þeir þannig staðfestu voru lög: skipan samfélags og takmörk- un þess frelsis sem þeir höfðu ætl- að sér óheft. „Þai er hvo bágt aA standa í ataA og mönnunutn munar annaöhvort aftur á balt ellegar nokkuö á leiA. Hvert er þá orAiA okkar starf í nex hundruA sumur.. T “ — og þúsund þó. Hefur þjóðin enn ekki lært, að samfélag verðum við að hafa, — við það megum við ekki heyja stríð. Hvaö er til ráða? Þið hafið lítið kaup og fáið ekki meira með góðu. Lítið kaup — hvað er nú það eftir á að hyggja? Eftir umræðunni að dæma hlýt ég að fá mikil laun, að ég ekki segi „há- laun“, en þegar ég hef borgað skatt og húsaleigu (mjög hófsam- lega eftir því sem nú mun gerast), þá hrökkva eftirstöðvar nákvæm- lega fyrir mat og meðulum 9 mán- uði ársins, og myndu þó víst fáir kalla mig sælkera. Þrjá mánuði á ári (tvo skattlausa) er útkoman betri, svo að flýtur, með því að stilla kröfum sínum og vænting- um í hóf. Þó að persónuleg dæmi geti verið mjög upplýsandi og gagnleg umræðunni, held ég ekki að frekari raunarolla af eigin reynslu, hefði umtalsverða þýð- ingu, en því má treysta að ég skil vel vandræði þeirra, sem fá minna en 14 þúsund á mánuði til að borga skatt og allt annað, jafnvel þótt þeir eigi íbúð. Þó er ekki allur jarmur um neyð okkar smælingj- anna ekta, nei þar er margur falskur tónn, og má vera að ég fjalli um þaö efni síðar. Aðeins skal hér nefnt það dæmi, að öldungur fær 10 þúsund á mán- uði frá samfélaginu skattfrjálst (og greiðslu frá skattinum!) — og þarf ekki að nota af því eina ein- ustu krónu, því að hann á eigin íbúð og aðra til Ieigu er stendur undir öllum útgjöldum (enda margt orðið „ókeypis“ þegar þess- um aldri er náð, þ.e. borgað af al- mennum skattgreiðendum). Sumt gamalt fólk skortir vissulega fé til framfærslu — en það er fáránlegt að tala og skrifa eins og vandræði þesa hóps séu öll af fjárhags- ástæðum. Það er aðstaða fremur en laun sem skiptir sköpum Þetta var einmitt haft á orði við mig nýlega: Nú hlyti að vera erfitt Norðmenn leggja áherslu á nýtækni í iðnaði eftir Steinar Steinsson Norsk iðn- þróunarumræða Á hverju ári, síðla sumars, koma stjórnendur og framleiðslu- stjórar fyrirtækja í málm- og raf- eindaiðnaði saman til ráðstefnu. Á sl. sumri átti þessi norska venja tuttugu ára afmæli. Markmið þessa fundar er að auka fram- Ieiðni í norskum iðnaði. Það er úti- lokað að leggja mat á hve miklu þetta samstarf, í milli fyrirtækj- anna, hefur áorkað fyrir norskt efnahagslíf á nefndum tuttugu ár- um. Ljóst er þó að ávinningurinn er verulega mikill. Á þessum ráðstefnum er ekki rætt um vinnumarkaðsmál, heldur ein- göngu um þá þætti atvinnulífsins, sem snúa að aukinni verðmæta- sköpun og er grunnur að góðri af- komu fyrirtækjanna og bættum kaupmætti. Meginmálefni fund- anna eru framleiðnimál, mark- aðsmál og fræðslumál. Þróunarverkefni Á ráðstefnunni leggja fyrirtæki, sem hlotið hafa styrk úr sérstök- um opinberum sjóðum til fram- leiðniaögerða og þróunarverkefna, fram skýrslur um niðurstöður að- gerðanna. Gerð er grein fyrir hvernig staðið var að verkefnun- um og hvaða árangri þau höfðu skilað, svo og hvaða áætlanir væru fyrirhugaðar I framhaldi af feng- inni reynslu. Til að kasta ljósi á hvað fram fer, skulu hér nefndar skýrslur, er voru lagðar fram að þessu sinni. A/S National Industri gerði grein fyrir verkefni, sem nefnt er „aðlögunarhæf sjálf- virknitækni við samsetningu hluta“. Kristjansands Mek. Verk- sted A/S skilaði niðurstöðum frá verkefni um „þróun suðuaðferða". Aker Elektro A/S lagði fram greinargerð varðandi „þróun á kennsluefni í gæðaöryggi”. A/S Norsk Viftefabrik skýrði frá verk- efni, sem fjallaði um „neytenda- fræðslu í tölvutækni". A/S Kongs- berg Vápenfabrikk lagði fram skýrslu um tilraunir með jap- anska „KANBAN-kerfið". Hagnýting reynslunnar Það upplýsingastreymi, sem þarna fer fram, veitir öðrum fyrirtækjum innsýn I reynslu brautryðjandans og aðgang að prófuðum aðferðum, sem gætu komið að notum við umbætur í rekstri annarra fyrirtækja. Þegar hafður er í huga sá geysimikli kostnaður, sem iðulega fylgir hag- ræðingu og þróunaraðgerðum, er ekki úr vegi að velta fyrir sér með hvaða hætti megi hagræða varð- andi undirbúning að slíkum verk- efnum. Þetta á ekki hvað síst við sökum þess, að árangur af hag- ræðingu og þróunarhugmyndum verður ekki ávallt sá, sem til er ætlast. Þetta ráðstefnuform norsku málm- og rafeindaiðnfyr- irtækjanna er merkilegur vísir til markvissrar nýtingar þess fjár- magns, sem veitt er til hagrænna aðgerða. Mörg fyrirtæki senda starfsmenn til ráðstefnunnar í því augnamiði að safna upplýsingum Steinar Stcinsson um margvíslega þætti, sem gætu orðið fyrirtækinu að gagni í vænt- anlegum hagræðingar- eða þróun- araðgerðum og sparað því ómælda fyrirhöfn og fé. Viðhorf sérfræðinga Á ráðstefnunni er venja að hlusta á álit sérfræðinga varðandi ýmis iðnaðarmál. Að þessu sinni ræddi öyvind Björke, prófessor við NTH, um sjálfvirkni í vél- smíðaiðnaði, svo og um þekkingar- þörf og nauðsynlegt þróunarstarf. Ennfremur flutti Nils Kjell Vhile fróðlegt erindi um meðferð gjald- þrotabúa í iðnaði og hvað aðrir gætu af þeim lært. Sjálfvirkni í iðnaði Prófessorinn ræddi ýtarlega stöðu norsks iðnaðar og taldi að Norðmenn ættu fullt I fangi með að fylgja tækniþróuninni til jafns við aðrar iðnaðarþjóðir. Hann lagði mikla áherslu á nauðsyn þess að fyrirtækin fylgdust vel með þróuninni I sjálfvirkni við framleiðslu. Hann áleit að sam- keppnishæfni iðnaðar í dag byggði á aðferðum, sem aðeins væri unnt að beita með tölvuvæddum búnaði. Hann taldi nauðsynlegt að vera framarlega í þróunarstarfinu, því þeir sem væru aftarlega hefðu lakari samkeppnisstöðu um mark- aðina. Hann lagði mikla áherslu á menntunarþáttinn i iðn- aðarsamfélagi nútíðar og framtíð- arinnar, og benti á stóraukna þýð- ingu hönnunar og áhrif hennar á framleiðslukostnaðinn og sam- keppnisstöðuna. Fyrirlesarinn nefndi, að algengt væri að hönnunarkostnaður vöru væri um 5% af kostnaði. Hinsvegar gæti hönnunin ein sér haft geysimikil áhrif á framleiðslutímann og gæti það numið allt að 75% af smíða- kostnaði. Vissulega hefur hönnun- in alltaf skipt miklu máli hvað framleiðslukostnað varðar, en með nýrri tækni verða áhrif henn- ar enn meiri en áður. Því verður að gera auknar kröfur til grunn- þekkingar á framleiðsluaðferðum hjá þeim, er starfa að hönnun. Hann taldi þörf á að lengja nám tækni- og verkfræðinga. Þróunarstarf Að undanförnu hafa Norðmenn og Þjóðverjar unnið sameiginlega að verkefni varðandi hagnýtingu á tölvutækninni. Miklu fé hefur ver- ið veitt í samstarfsverkefnið, eða um 18 millj. DM. Markmið verk- efnisins er að gera margháttuð iðnaðar- og verkfræðileg pró- grömm, sem iðnfyrirtækin fá að- gang að og mun auðvelda þeim að nýta tölvuna við hönnun og fram- leiðslu. Prógrammbankar á þessu sviði verða stöðugt öflugri og taldi fyrirlesarinn að norsk fyrirtæki gætu notfært sér þann þekk- ingarforða, sem þar safnast fyrir og myndi það styrkja samkeppn- isstöðu þeirra við hönnun og framleiðslu. Settar hafa verið á stofn KAD/KAM-miðstöðvar er veita framleiðslufyrirtækjum fyrirgreiðslu og aðstoð. Þar geta fyrirtækin prófað hugmyndir um breyttar framleiðsluaðferðir og kannað kostnað slíkra breytinga áður en ákvörðun er tekin varð- andi fjárfestingar. Rafeindabúnaður í málmiðnaðarvörum Norðmenn leggja mikla áherslu á að dreifa þekkingu um rafeinda- búnað sem hluta í vöruframleiðslu vélsmíðaiðnaðarins. Kynningar- fundir eru haldnir fyrir stjórnend- ur fyrirtækjanna, svo og sam- starfsmenn þeirra. Mörg fyrirtæki hafa hlotið beina aðstoð I formi námskeiða, sem haldin eru fyrir starfsmenn þeirra og fjalla um þennan þátt framleiðslunnar I fyrirtækinu. Eftirspurn eftir tækjum, sem búin eru slíkum bún- aði, fer stöðugt vaxandi á mörkuð- unum. Þá stendur fyrirtækjunum til boða sérfræðileg umsögn um framleiðsluvöru sína og hvort möguleiki sé á að nýta rafeinda- búnað til stýringa i stað eldri að- ferða. Þá eru Norðmenn að taka saman fróðlegt yfirlit um raf- eindabúnað í málmiðnaðarvöru og er ætlunin að dreifa þessum upp- lýsingum til fyrirtækjanna. Með þessum hætti er ætlunin að hvetja iðnfyrirtækin til að íhuga betur þá möguleika, sem felast í nýtækn- inni, bæði tæknilega og markaðs- lega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.