Morgunblaðið - 21.11.1984, Page 30

Morgunblaðið - 21.11.1984, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 Ekki er það óalgengt að eUri hestamenn heiðri ársþingin með nærveru sinni. Frá vinstri talið: Pálmi Jónsson frá Nautabúi, Ingólfur Kristjánsson trá Skerðingsstöðum og Bogi Eggertsson frá Laugdælum. Stefán Pálsson formaður LH í ræðustól. „Fyljaðar eftir forriti, flestar hryssur verða“ Frá ársþingi Landssambands hestamannafélaga Hestar Valdimar Kristinsson Með þingi því sem haldið var nýlega eru ársþing Landsambands hestamannafélaga orðin 35 að tölu sem haldin hafa verið og var það mál manna að þetta þing hafi ver- ið eitt það rólegasta frá upphafi. Engin veruleg stórmál voru á ferðinni eða öllu heldur hitamál því telja verður samþykkt þings- ins á þátttöku L.H. í reiðhallar- byggingunni stórt mál þótt ekki hafi það látið mikið yfir sér. Eftir hvert þing reyna menn að geta sér til hvað hafi unnist með þinghaldinu og lagt er mat á hvort þingin hafi verið stefnumarkandi, hvort „góð mál“ hafi náð fram að ganga og svo framvegis. Svo má geta þess að ársþingin hafa fengið orð á sig fyrir annað en að vera einhverjar hallelúja-samkomur þar sem allir eru sammála um alla hluti því oft hefur verið hart deilt og hefur mönnum stundum þótt nóg um. Það er löngu viðurkennt að ársþingin hafa verið og eru ákaflega gagnlegar samkomur fyrir hestamenn og félagsskap þeirra, ekki bara það að menn komi saman og setji lög og reglur fyrir samtökin heldur einnig það tækifæri sem menn fá til að hitt- ast og ræða málin, gera hesta- kaup, leigja sér stóðhesta, útvega tamningamenn og svona mætti lengi telja. Gömlu kempurnar láta sig ekki vanta hafi þær tækifæri til að heiðra þessar samkomur með nærveru sinni og til að leggja blessun sína yfir menn og málefni. Þínghald annað hvert ár? Eins og ávallt er gert velta menn nú fyrir sér þinginu sem haldið var í Hafnarfirði á dögun- um. Allir eru sammála um að ró- legt hafi það verið en ekki er víst að allir séu sammála um af hverju það var svona rólegt og hafa heyrst ýmsar skýringar á því. Margir telja að allt sé komið i það gott horf innan samtakanna að ekki sé þörf á stórum breyting- um að sinni, jafnvel virðast flestir orðnir nokkuð dús við gæðinga- keppnina eins og hún er. En um hana hefur verið deilt, ja gott ef ekki á hverju þingi. Beitarmál og málefni ríðandi ferðalanga hafa fengið rækilega umfjöllun á undanförnum árum og búið er að móta stefnu I þessum málum sem að vísu þarf sjálfsagt að endurskoða á einhverra ára fresti. Um breytingar á gæðinga- keppni er ekki að ræða nema að rækileg prófun hafi farið fram á þeim þætti sem breyta á og þarf því að bera allar breytingar tvisv- ar undir þingheim, þ.e. bæði fyrir prófun og eftir. Sé tillagan sam- þykkt fer fram prófun árið eftir og síðan er tillagan borin aftur undir þingið, samþykkt eða felld í ljósi þeirrar reynslu sem fengist hefur í umræddri prófun. En nú vaknar sú spurning hvort nauðsyn beri til að halda þessi þing árlega og eru sjálfsagt skipt- ar skoðanir um það. Óneitanlega styrkir þetta þing skoðun ýmissa um að halda beri þingin annað hvert ár en búast má við að marg- ir sakni þess að fá ekki að fara á þing nema annað hvert ár svo vinsæl sem þessi þing hafa verið. Maður er manns gaman og þegar menn með áhugamá! sem ristir jafn djúpt og hestamennskan ger- ir, þá er gaman að hittast. En hinu er ekki að neita að þessi þing eru dýr og þung I vöfum þannig að spurningin snýst dálítið um það hvort réttlætanlegt sé að halda þing árlega þrátt fyrir að ekki sé málefnaleg þörf á því. Fróðlegt verður að fylgjast með næsta þingi og sjá hvort þar muni ríkja sömu rólegheit og nú. Þrjú fjóröungsmót milli landsmóta En svo vikið sé að þeim sam- þykktum sem nú voru gerðar þá er ekki hægt að segja annað en þar hafi leynst ýmislegt athyglisvert. Áður hefur verið minnst á sam- þykkt á þátttöku L.H. í reið- höllinni títtnefndu. Tæplega er hægt plássins vegna að telja upp allar samþykktir ársþingsins en hér skulu taldar upp þær sem mestrar eru athygli verðar. Samþykkt var að L.H. leitaði eftir samstarfi við Búnaðarfélag- ið, Hagsmunafélag hrossabænda, Félag tamningamanna og F.E.I.F. um að haldin verði alþjóðleg dóm- araráðstefna um íþrótta-, gæð- inga- og kynbótadóma. Fram kom breytingartillaga á þann veg að kynbótadómar yrðu felldir út en eins og sjálfsagt flestum er kunn- ugt hefur það verið stefna Búnað- arfélagsins að aðstoða ekki út- lendinga við ræktun íslenskra hrossa og eins líka hitt að hrossa- ræktarráðunautur hefur ekki far- ið í launkofa með þá skoðun sína að banna beri útflutning á kyn- bótahrossum. Breytingartillagan var felld. Lagt var til að þessi ráð- stefna yrði haldin I tengslum við næsta Landsmót ’86. Þá má nefna hér breytingu sem verður á tilhögun fjórðungsmóta, þannig að nú verða í framtíðinni aðeins haldin þrjú mót milli landsmóta. Þýðir þetta að nú verð- ur einum landsfjórðungi alltaf sleppt úr á hverjum þrem árum sem eru milli landsmótanna. Eftir næsta landsmót verður röð fjórð- ungsmóta sem hér segir: 1987 á Norðurlandi, 1988 á Vesturlandi, 1989 á Austurlandi. Er þessi breyting tilkomin vegna þeirrar óánægju sem komið hefur fram þegar haldin eru tvö fjórðungsmót sama árið eins og var síðastliðið sumar. Þeir höfðu ástæðu til að brosa Akureyringarnir þar sem þeim var falið að balda næsta ársþing og verður það að sjálfsögðu haldið á Akureyri. Lengst til vinstri er formaður Léttis á Akureyri Jón Ó. Sigfússon, þá Björn Jónsson. Á móti þeim sitja tíunnar Egilsson, Guðmundur Óskar tíuðmundsson og Hólmgeir Valdimarsson. Sigurður Ólafsson skemmti á dansleiknum sem baldinn var eftir þingið og var hann í „ Westræn- um“ klæðnaði sem sjá má. Agareglur voru samþykktar og kveða þær á um refsingar sem beita má fyrir brot í ýmsum keppnisgreinum á mótum félaga innan L.H. Er þetta þriðja þingið þar sem þessi mál eru tekin fyrir en í tvö fyrri skiptin þótti málið ekki tilbúið til afgreiðslu og því sett í milliþinganefnd. Fyrirfram var búist við viðameiri reglum og nákvæmari en þarna voru sam- þykktar eftir svo langa skoðun. Segir í reglunum að skipa skuli aganefnd á hverju móti og ákveði þessi nefnd viðurlög við meintum brotum keppenda. Meðal þess sem reglurnar kveða á um er þó, að telji aganefnd keppanda undir greinilegum áhrifum áfengis megi hann ekki halda áfram keppni í þeirri grein sem brotið var framið í. Einnig segir: „Er nóg að vínlykt finnist af keppanda þó ekki séu tök á að færa fullar sannanir fram að lögum fyrir ölvun.“ Af þessu tilefni varð eftirfarandi vísa til: Gæti orðið hörðust hefnd hulin léttu gríni ef einhver kæmi úr aganefnd og á mig skvetti víni. Höfundur mun vera Jón í SkoIIagróf sem ort hefur margar vísur á ársþingum. Þá skoraði þingið á fjárveit- inganefnd Alþingis að veita fjár- magni til nýbyggingar hesthúss fyrir Stóðhestastöð ríkisins í Gunnarsholti, svo framkvæmdir geti hafist strax á næsta ári. Er ekki vanþörf á að minna ráða- menn á þetta því senn líður að því að út renni sá tími sem stöðin fær afnot af hesthúsi Landgræðslunn- ar og óneitanlega yrði það baga- legt ef stöðin lenti á flæking með starfsemi sína. Að síðustu má hér minnast á þá skoðun þingsins sem samþykkt var um að setja beri nú þegar regl- ur um fyrirkomulag á útflutningi sæðis úr stóðhestum. Eru hér orð í tíma töluð því senn líður að því að farið verður að taka sæði úr stóð- hestum hérlendis og ef við ætlum okkur að halda forystunni I rækt- un íslenska hestsins verðum við að fara gætilega í þessum efnum sem og með útflutning á kynbótahross- um. Flatneskjuleg umræða Ein nýjung var reynd að þessu sinni á þinginu og fólst hún í því að haldnar voru tvennar pall- borðsumræður. Hin fyrri bar yfir- skriftina „Hestamennskan í nán- ustu framtíð“ og voru framsögu- menn fjórir, Hallgrímur Jóhann- esson úr Keflavík, Bjarni E. Sig- urðsson Þorlákshöfn, Gunnar Eg- ilsson Akureyri og Guðrún Fjeld- sted Ölvaldsstöðum. Eftir að fjór- menningarnir höfðu lokið sér af hófst almenn umræða og var mönnum leyft að láta ljós sitt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.