Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 38
- 38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 Sjálfstæðiskonur gefa út rit: Átta erindi um frið, frelsi og mannréttindi Landssamband sjálfstæðis- kvenna og Hvöt efndu í vor til frið- arráðstefnu undir heitinu Friður — Frelsi — Mannréttindi. Voru þar flutt átta framsöguerindi, auk þess sem fram fóru pallborðsum- ræður. Hafa félögin nú gefið út er- indin og ágrip af pallborðsumræð- unum og hafa þau verið send öllum félagsmönnum. Auk þess verða þau send þeim sem hafa sýnt áhuga á friðarmálum og eru á lista hjá frið- arsamtökum kvenna og er hann til í Valhöll fyrir þá sem kynnu að óska eftir að fá hann. Erindin fluttu Gunnar Gunnarsson starfs- maður Öryggismálanefndar sem talaði um frið í sögulegu ljósi, Matthías Johannessen ritstjóri sem talaði um frelsi, Jónatan Þórmundsson prófessor sem talaði um mannréttindi, Sigurður A. Magnússon rithöfundur sem talaði um frið af sjónarhóli listamanns, séra Auður Eir sem talaði um frið, frelsi og mannréttindi í ljósi krist- innar trúar, Sigurður M. Magnús- son kjarneðlisfræðingur sem talaði um áhrif kjarnorkuvopna og Elín Pálmadóttir blaðamaður sem tal- aði um friðarhreyfingar. Ný Skífa í Borgartúni NÝ VERSLUN, Skífan, var opnuð í Borgartúni 24, rimmtánda nóvember sl. I Skífunni, sem rekin er af sam- nefndu fyrirtæki, verða seldar hljómplötur og leigð myndbönd. „Þetta er hvort tveggja afþrey- ingarefni og við ætlum að reyna fyrir okkur með það hvort ekki fari vel á þvi að selja það saman," sagði Jón Ólafsson, eigandi Skíf- unnar. En Skífan hefur m.a. ný- lega orðið sér úti um umboð fyrir myndbönd frá bandaríska kvik- myndafyrirtækinu RCA/Col- umbia. Fyrirtækið Skífan hefur nú starfað i niu ár. Það opnaði sina fyrstu verslun í Hafnarfirði árið 1975 og síðan aðra árið 1976, á Laugavegi 33. Þar voru skrifstof- urnar einnig til húsa þar til i ágúst sl., að þær voru fluttar í Borgartúnið þar sem hin nýja verslun hefur nú tekið til starfa. Við opnun hinnar nýju verslunar. F.v. Sjöfn Sigþórsdóttir og maður hennar, Kristján Gunnarsson, framkvæmdastjóri Skífunnar, Jón Olafsson, eigandi Skífunnar, og kona hans, Helga Hilmarsdóttir. Morgunblaöiö/R A X Ríó-tríóið á sviðinu í Broadway, Ólafur Þórðarson, Ágúst Atlason, Helgi Pétursson og fjær má sjá Gunnar Þórðarson hljómsveitarstjóra. Ríó-tríóið á Broadway: Aukaskemmtun vegna gífurlegrar aðsóknar „VEGNA gífurlegrar aðsóknar verðum við að hafa auka Ríó-kvöld í Broadway næstkomandi sunnu- dag,“ sagði Ólafur Laufdal veit- ingamaður í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Engin af þeim hátíðum sem við höfum verið með hefur farið eins vel af stað og stemmningin er meiri en áður hefur þekkst, fólkið hefur jafnvel dansað uppi á borðum,“ bætti Ólafur við. „Nú þegar er uppselt i matinn á Ríó- kvöldunum, föstudaginn 23. og 30. nóvember og laugardags- kvöldunum 24. nóvember og 1. desember og það er að verða uppselt laugardagskvöldið 8. desember. ómar Ragnarsson skemmti hjá okkur 24 kvöld en þá urðum við að hætta vegna Sumargleðinnar. Það kæmi mér ekki á óvart að Ríó slægi þetta met Ómars.“ Að sögn Ólafs kemur Ríó-tríó fram í tvo tíma. Hjómsveit Gunnars Þórðarsonar, alls 15 manns með strengjasveit, að- stoðar. Sem fyrr segir verður auka Ríó-kvöld á sunnudaginn kemur og er miðasala þegar hafin í Broadway. Hugsanlega verða fleiri aukaskemmtanir síðar vegna hinnar miklu aðsóknar. 42. flokksþing Alþýðuflokksins: „Ríkisstjórnin hefur í engu hróflað við grunnvandamálum atvinnuveganna Alþýðublaðið eini skuldlausi aðili Blaðaprents ÚTGÁFUMÁL Alþýðublaósins eni enn á athugunarstigi og ekki ráöið, hvort það kemur áfram út í dagblaðsformi. Prentað upplag þess er 4.200 eintök. Það hefur verið rekið hallalaust og er eini aðili Blaðaprents hf. sem er skuldlaus við fyrirtækið. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem nýkjörinn formaður Al- þýðuflokks, Jón Baldvin Hannibalsson, efndi til í gærmorgun. Hann kvað flokkinn stefna að því að koma sér upp útgáfumiðstöð, sem kæmi á framfæri upplýsingaritum á vegum flokksins, auk þess sem kynning á sjónarmiðum hans á myndböndum væri í athugun. Formaður greindi frá því á fund- inum að Þjóðviljinn hefði boðið sér að birta þjóðmálagreinar og látið að því liggja, að blaðið vildi vera vettvangur skoðanaskipta á vinstri væng stjórnmálanna. Hann hefði þegið þetta boð og sent tvær grein- .ar til Þjóðviljans. Hver dagurinn hefði síðan liðið af öðrum án þess greinarnar birtust. Hann hafi þá hringt í ritstjóra Þjóðviljans og fengið þau svör að Þjóðviljinn væri fátækt blað og hefði ekki efni á að birta greinarnar, sem blaðið hefði þó sjálft beðið um. Þá hafi verið brugðið á það ráð að senda aðra greinina á Morgunblaðið, sem hafi birt hana strax. Það kom fram í máli Árna Gunnarssonar og Jóns Baldvins, að Morgunblaðið væri opið fyrir gagnstæðum sjónarmið- um. Jón Baldvin kunngerði síðan eft- •írfarandi útdrátt úr stefnuyfirlýs- ingu 42. flokksþings Alþýðuflokks- ins, sem fram fór um sl. helgi: „Mikilvsegustu verkefni íslenzkra stjórnmála nú er að móta skýr svör við tveimur spurningum: 1. Hvernig getur þjóðin unnið sig út úr ríkjandi kreppuástandi og haldið til jafns við grannþjóðir í lífskjörum'í framtíðinni? 2. Hvernig er unnt að tryggja jafn- ari eigna- og tekjuskiptingu en nú er, einmitt vegna þess að minna er til skiptanna um sinn? Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar og sjálfstæðismanna hefur unnið sér það til óhelgi, að láta launþega eina standa undir öll- um kostnaði vegna skakkafalla þjóðarbúsins og fjárglæfrum fyrir- rennara hennar á stjórnarstólum að auki. Ríkisstjórnin hefur í engu hróflað við grunnvandamálum at- vinnuvega og efnahagsstjórnar. Hún valdi þá leið að flytja fjár- magn í stórum stíl frá launafólki til fyrirtækja og fjármagnseigenda. Þessi stefna stjórnarflokkanna er nú hrunin og ríkisstjórnin búin að vera. Brennimark ranglætisins var ekki sviðið í ásýnd íslenzks samfé- lags fyrst í tíð núv. ríkisstjórnar. Aðgerðir hennar hafa hins vegar afhjúpað óaðlaðandi ásýnd þess brenglaða verðbólguþjóðfélags, sem festist í sessi á sl. hálfum öðrum „áratug hinna glötuðu tækifæra". Á þessu tímabili hafa þrír stjórn- málaflokkar farið með völd lengst af: Framsóknarflokkur, Alþýðu- bandalag og Sjálfstæðisflokkur. Þjóðmálaforysta þessara flokka hefur brugðizt. Sérfræðingum ber saman um að við hefðum 25 milljörðum króna meira til skiptanna en nú er, ef fjármunir þjóðarinnar hefðu nýtzt jafn vel og áður en verðbólgunni var hleypt lausri. Þjóðmálaforysta þríflokkanna skuldar þjóðinni þessa upphæð. Fórnarkostnaður verðbólguára- tugarins birtist okkur nú í hruni sjávarútvegsins, bágbornum líf- skjörum, sárum vonbrigðum og svörtum framtíðarhorfum. Landið byggja nú þegar tvær þjóðir. önnur hefur fært þungbærar fórnir, án árangurs. Hin þjóðin hefur brugðizt skyldum sínum og er orðin að for- réttindahópi í þjóðfélaginu. Unga kynslóðin kemur að lokuðum dyrum — henni hefur verið úthýst. Stofna þarf sérstakan „skulda- skilasjóð heimilanna“, til aö leysa vanskilavandann. Rfkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar hefur beðið skipbrot vegna þess, að hún hefur misboðið réttlæt- iskennd þjóðarinnar. Launþegar og unga kynslóðin eru í uppreisnarhug gegn ranglátu þjóðfélagi. Það kallar á róttækar þjóðfélagsumbætur — í anda jafnað- arstefnu og mannúðar. Alþýðuflokk- urinn lítur á það sem meginvið- fangsefni. sitt á næstunni að brúa bilið milli hinna „tveggja þjóða“. Til þess eru úrræði jafnaðarstefn- unnar hin einu sem duga. Svar Alþýðuflokksins við fullyrð- ingum ráðherra og atvinnurekenda um, að þjóðfélagið hafi ekki efni á að greiða mannsæmandi laun er — AÐ ÞÁ BERI AÐ BREYTA ÞVÍ. Flokksþingið samþykkti róttæka „stefnuyfirlýsingu um leiðir til að jafna eigna- og tekjuskiptingu og tryggja þjóðfélagslegt réttlæti**. Stefnu Alþýðuflokksins má draga saman i þessar niöurstöður: að lækka framleiðslu-, fjármagns- og vaxtakostnað atvinnulífsins, að létta skattbyrði launþega, og sér- staklega fjölskyldna með eina fyrir- vinnu, að uppræta skattsvik forréttinda- hópa, að lækka verðlag með lækkun sölu- skatts, að lækka skuldabyrði húsbyggjenda, sérstaklega yngri kynslóðarinnar, að tryggja aukinn jöfnuð og þjóðfé- lagslegt réttlæti. Alþýðuflokkurinn minnir á til- lögur sínar á Alþingi um: að afnema tekjuskatt á laun allt aö 35 þús. á mán. að lækka söluskatt og þar með vöru- verð með afnámi á undanþágum, að leggja stóreignaskatt á verðbólgu- gróða forréttindahópa og verja tekj- unum til að bæta fyrir misgjörðir þjóðfélagsins við hina ungu. að stöðva óráðsíu Seðlabankans og útþenslu bankakerflsins. Þetta eru fá dæmi af mörgum um róttækar umbótatillögur Alþýðu- flokksins, sem eiga það sameigin- legt, að flytja fjármagn frá forrétt- indahópum, sem hafa makað krók- inn, til vinnandi fólks, sem hefur fært fórnir. Þetta eru kjarabætur f ósvikinni mynd — án verðbólgu. Þetta eru þjóð- félagsumbætur í réttlætisátt. Svar Alþýðuflokks við spurning- unni um, hvernig tryggja megi efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar og sambærileg Iffskjör á við grann- þjóðir, byggir á þessum undirstöð- um: að brjóta niður hið spillta pólitiska ríkisforsjár- og skömmtunarkerfi kerfisflokka og hagsmunasamtaka í sjóðakerfi og lánastofnunum, að létta „velferðarkerfi fyrirtækj- anna“ af herðum skattgreiðenda, að skapa hagvaxtargreinum fram- tíðaratvinnulífs bætt vaxtarskil- yrði, að marka NÝJA ATVINNU- STEFNU allt til aldamóta. Þess vegna tekur flokksþingið af öll tvímæli um, að Alþýðuflokkur- inn er ekki gamaldags kerfis- og ríkisforsjárflokkur, heldur róttæk- ur umbótaflokkur, sem vill breyta þjóðfélaginu í átt til valddreifingar og virkara lýðræðis. Alþýðuflokkurinn býður nú von- sviknum kjósendum nýjan valkost: 1. Róttæka umbótastefnu f efna- hags- og félagsmálum. 2. íhaldssemi á farsæla stefnu í ör- yggis- og varnarmálum. 3. Frumkvæði um myndun samein- ingarafls jafnaðarmanna og frjáls- lyndra afla vinstra megin við miðju íslenzkra stjórnmála. Alþýðuflokkurinn lýsir sig reiðu- búinn til samstarfs um stjórn landsins með þeim öflum, sem vilja leggja þessari stefnu lið. Samstaða þjóðarinnar, stétta og aldurshópa, atvinnugreina og landshluta, um framtíðarverkefnin, er undir þvf komin, að þessi stefna fái aukið brautargengi með þjóðinni." Fundur um vímuefni ÞINGSTÚKA Reykjavíkur efnir til fundar um vímuefni og varnir gegn þeim í Bústaðakirkju annað kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst fundur- inn kl. 20.30. Frummælendur á fundinum verða Jóhannes Bergsveinsson yfir- læknir og Helgi Seljan alþingis- maður. Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur kemur og syngur á fundinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.