Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 45 Lagabókstafur, ábyrg blaðamennska og siða- reglur blaðamanna — eftir Jón Ásgeir Sigurðsson Blaðamenn hlutu fyrir nokkrum vikum ákúrur frá Þór Vilhjálms- syni, forseta Hæstaréttar. Hann lýsti því yfir á þingi lögfræðinga á Norðurlöndum, að fjölmiðlamenn taki ekki alvarlega dóma sem falla gegn þeim, hugsanleg siðferðileg áhrif dómanna víki fyrir sölusjón- armiðum. „Það verður æ ljósara, hve lítið réttarkerfið og fjölmiðlarnir eiga saman að sælda. Lagaeftirlitið með fjölmiðlunum er ekki virkt. Og við það bætist, að hið ólögfesta eftirlitskerfi, sjálfsögunin, hefur enga þýðingu, eða að minnsta kosti næstum enga,“ segir forseti Hæstaréttar í ræðu sem skýrt var frá í Morgunblaðinu 24. ágúst síð- astliðinn. Þessar yfirlýsingar forseta Hæstaréttar fólu ekki í sér kröfu um að siðanefnd Blaðamannafé- lagsins yrði lögð niður. Þór Vil- hjálmsson krafðist þess heldur ekki berum orðum að sett séu lög til höfuðs fjölmiðlum, og ekki virðist hann æskja hertra viður- laga vegna brota á gildandi lögum. Hann átaldi einvörðungu að úr- skurðir dómstóla svo og siðanefnd Blaðamannafélagsins hafa ekki siðbætandi áhrif á blaðamenn. Ég mun í þessari grein leitast við að skýra fyrir lesendum Morg- unblaðsins hlutverk siðareglna blaðamanna og stöðu' siðanefndar Blaðamannafélagsins gagnvart réttarkerfinu. Abyrg blaðamennska Menn skilja betur hlutverk siða- reglna, þegar greint er á milli ábyrgrar blaðamennsku annars vegar og hins vegar vinnubragða í samræmi við siðareglur. Það að fylgja einfaldlega siðareglum blaðamanna, fullnægir ekki kröf- um um ábyrga blaðamennsku. Fréttaval og samfélagsgagn- rýni, mikilvægi frétta og áleitni fjölmiðla — þetta eru nokkrar hliðar ábyrgrar blaðamennsku. Þegar þjóðfélagsleg þróun, fram- vinda eða atburðir eru tekin til gagnrýninnar athugunar og aug- um til dæmis beint að því, hvernig eignarrétti eða opinberu valdi er beitt, tölum við um ábyrga blaða- mennsku. Ólafur heitinn Jóhannesson lagaprófessor sagði í grein í Úlf- Ijóti, blaði félags laganema, árið 1969: „Blöð gegna mikilvægu hlut- verki i lýðræðislandi. Þau eiga að vera frjálsir fréttamiðlar, halda uppi gagnrýni á því, sem miður fer í þjóðfélaginu og veita stjórnvöld- um og öðrum forráðamönnum að- hald. Góð blöð eiga að leita sann- leikans og segja hann, þegar við á, hver sem í hlut á.“ Segja má að við beina efnisöflun fylgi blaðamenn markmiðum ábyrgrar blaðamennsku, þeir láta fátt aftra sér frá að grafast fyrir um hið sanna í málinu. Siðaregl- urnar fela hinsvegar í sér leið- beiningu um hvernig staðið skuli að verki. Siðareglur og fagið Ég álít það mikilvæga forsendu fyrir réttsýnni, þróttmikilli og Jón Ásgeir Sigurðsson Ég álít það mikilvæga forsendu fyrir réttsýnni, þróttmikilli og frjálsri fréttamiðlun, að blaða- mennska njóti almennr- ar viðurkenningar sem faggrein. Blaðamenn sjálfír þurfa ekki síst að standa saman í þessum efnum, stéttarleg sam- staða er óhjákvæmileg forsenda fyrir virkum siðareglum blaða- manna. Siðareglurnar þrífast einungis sem eðlislægur hluti blaða- mennsku. frjálsri fréttamiðlun, að blaða- mennska njóti almennrar viður- kenningar sem faggrein. Blaða- menn sjálfir þurfa ekki síst að standa saman í þessum efnum, stéttarleg samstaða er óhjá- kvæmileg forsenda fyrir virkum siðareglum blaðamanna. Siðaregl- urnar þrífast einungis sem eðlis- lægur hluti blaðamennsku. Sem dæmi um hlutverk siða- reglna má nefna rétt blaðamanns- ins til að leyna nafni heimildar- manns. í áðurnefndri grein í Úlf- ljóti, hafði Ólafur Jóhannesson þetta að segja um trúnað við heimildarmenn: „Fyrir greinar- höfunda í dagblöðum og heimild- armenn blaðamanna getur því nafnleyndarréttur haft sitt að segja. Hann getur meira að segja verið forsenda fyrir því, að blöðin geti rækt hlutverk sitt til fulln- ustu. Ef hann væri ekki fyrir hendi, fengju blaðamenn stundum alls ekki þær upplýsingar, sem þeim eru nauðsynlegar, eða þær gagnrýnisgreinar, sem erindi eiga á prent.“ Ábyrg blaðamennska lýtur að þjóðfélagslegu hlutverki fjölmiðla — siðareglur blaðamanna lúta að vinnubrögðunum og eiga meðal annars að hindra misgjörðir, þeg- ar kapp blaðamannsins ætlar að yfirvinna forsjána. ólafur Jó- hannesson gefur einnig gaum að þessari hlið í Úlfljótsgrein sinni: „Nafnleyndarrétti fylgja vissir ókostir. f skjóli hans geta skugga- sveinar og öfuguggar skotið eitur- örvum og sært menn djúpum jafn- vel ólæknandi sárum. Það er auð- vitað hlutverk samviskusamra rit- stjóra, blaðamanna og blaða- útgefenda að vera á verði gegn slíkri misnotkun prentfrelsis og nafnleyndar. Það er því mikið undir því komið, að blaðamenn séu réttsýnir, skilji hlutverk sitt og séu starfi sínu vaxnir.“ Siðareglur blaðamannastéttar- innar eiga að stuðla að. þvi að blaðamenn séu réttsýnir, skilji hlutverk sitt og séu starfi sínu vaxnir — svo notuð séu orð ólafs Jóhannessonar. Lagarammi og ritskoðunarhneigöir Markmið fjölmiðla og þjóðfé- lagslegt hlutverk þeirra þurfa sí- fellt að vera til umræðu. Jafnhliða þátttöku fjölmiðla í sköpun nýrra viðhorfa og skoðana, þróast þeir sjálfir og breytast með framvindu þjóðfélagsins. Breytingar á al- menningsáliti og tíðaranda, sem og almenn stjórnmálaþróun, hafa áhrif á fjölmiðlana og vinnubrögð sem þar tíðkast. Sömuleiðis breyt- ast og þróast siðareglur blaða- manna með tímanum. Siðareglurnar lúta að starfsað- ferðum fjölmiðlamanna og úr- lausnir siðanefndar eiga að vera bindandi fyrir blaðamannastétt- ina. Ég held því fram að i þessum efnum veiti fagleg samstaða um vinnubrögð mun öflugra aðhald en lagabókstafur. Ennfremur er ná- kvæmt taumhald á fjölmiðlum af- ar óæskilegt í þjóðfélagi sem vill kenna sig við lýðfrelsi. Réttsýnum mönnum ber yfirleitt saman um að þessháttar eftirlit með fjöl- miðlun jafngildi nánast beinni rit- skoðun. Ég fæ ekki betur séð en skoðan- ir af þessum toga komi fram í grein Hrafns Bragasonar borgar- dómara, í Tímariti lögfræðinga í desember 1980: „Auðvitað má setja umfjöllun blaða og annarra fjölmiðla sérstakan lagaramma, þ.á m. mætti setja í lög, hvernig fjalla eigi um dómstóla og málefni þeirra. Hætt er við, að þetta þætti bera keim ritskoðunar, og skal þeirri leið ekki mælt bót hér. Refs- ilög, prentlög og önnur laga- setning munu auðvitað setja frá- sögn fjölmiðla einhver mörk. Hér verður ekki um þá löggjöf fjallað enda efni í heilt erindi. Má í heild vitna til bókar dr. Gunnars Thor- oddsen, Fjölmæli, um þetta efni.“ Frásögn fjölmiðla eru reistar skorður með þeim lögum sem þeg- ar eru í gildi. Ég álít rangt að þrengja svigrúm fjölmiðla frekar en gert hefur verið. Það væri mjög óviturlegt að koma á fót nákvæmu lagaeftirliti með starfsaðferðum og efnisvali fjölmiðla. Siðanefnd Blaðamannafélagsins á að styðja við réttarkerfið í land- inu en ekki koma i stað þess að einu eða neinu leyti. Siðanefndin veitir þeim sem telja sig hafa orð- ið fyrir aðkasti fjölmiðla eða verið rangindum beittir skjóta, sanngj- arna og ókeypis málsmeðferð. Úr- skurðir nefndarinnar eru birtir í Fréttabréfi Blaðamannafélagsins og auk þess tilkynntir kæranda sjálfum. Þessir úrskurðir jafn- gilda alls ekki dómsúrskurðum, en eiga að vara blaðamenn við þeim gryfjum sem þeir gætu fallið í við störf sín — úrskurðir siðanefndar eiga að veita faglegt aðhald. Ég er sammála þeim sem álíta að blaðamönnum væri veitt meira aðhald, ef úrskurðir siðanefndar- innar um að alvarlega hafi verið brotið gegn siðareglunum, væru ætlaðir til birtingar opinberlega. Prentfrelsi ekki ofar öllu Prentfrelsið er ekki æðst allra siðferðilegra verðmæta, það er mjög mikilvægt, en samt sem áður víkja önnur siðmæti ekki sjálfgert fyrir því. Þjóðfélagið er þannig úr garði gert að árekstrar milli sið- mæta eru óhjákvæmilegir. Sem dæmi má nefna að þótt dómar séu opinber skjöl sem fjölmiðlar eiga aðgang að, þá er ekki þar með sagt að nafnbirtingar samrýmist eðli- legri tillitssemi við einstaklinga sem eiga um sárt að binda. Hrafn Bragason nefnir i grein sinni dæmi um blaðamann sem var viðstaddur réttarhöld í borg- ardómaraembættinu í Reykjavík. Fjallað var um ófrjósemisaðgerð og kvað dómarinn meðal annars upp úrskurð um það að dómþingið skyldi heyja í heyranda hljóði. „Eftir þinghaldið beindi dómarinn því til blaðamannsins að halda nöfnum aðila leyndum. Komu þeir sér saman um, að svo skyldi vera,“ segir Hrafn í Tímariti lögfræð- inga. Þessi hegðun blaðamannsins var alveg í samræmi við siðaregl- ur Blaðamannafélagsins, til dæm- is 2. grein: „Blaðamanni skal vera ljós persónuleg ábyrgð hans á öllu, sem hann skrifar. Honum ber að virða nauðsynlegan trúnað við heimildarmenn sína. Sama gildir um skjöl og önnur gögn, sem hon- um er trúað fyrir. Hann skal forð- ast allt, sem valdið getur saklausu fólki eða mönnum, sem eiga um sárt að binda, sársauka eða van- virðu, og sýna svo sem kostur er tillitssemi í upplýsingaöflun sinni, úrvinnslu og framsetningu." í dæmi Hrafns hafði blaðamað- urinn fullan lagalegan rétt til að segja frá öllu sem fram kom í Borgardómi, þar á meðal að greina frá nafni aðila. En hann kaus að skerða að þessu leyti prentfrelsið og nýta sér ekki laga- heimildir sinar. Fremur prent- frelsinu kaus hann að þessu sinni önnur siðmæti — í samræmi við siðareglur Blaðamannafélagsins. Ég fullyrði að í þessum skilningi gangi siðareglur blaðamanna lengra og geri meiri kröfur til blaðamanna en lagabókstafurinn. Réttur almennings til að fregna hið sanna leggur blaðamönnum á herðar þá skyldu að gefa óbundna frásögn af dómsmálum, en á hinn bóginn þarf blaðamaðurinn líka að huga að vernd einstaklingsins. Siðareglurnar gera kröfur til blaðamanna að huga að ýmsum öðrum siðmætum jafnframt prentfrelsinu. Sem dæmi má nefna vernd einkalífsins, mannorð einstaklings, mannúðlegt réttar- far, möguleika afbrotamanns að bæta ráð sitt, osfrv. Allir jafnir fyrir lögum Enn vitna ég til orða Hrafns Bragasonar borgardómara: „Það er eðlilegra, að þeir sem á fjöl- miðlum starfa haldi uppi almenn- um aga innan stéttarinnar, en kostur fjölmiðla sé þrengdur með heildarlögum. Fjölmiðlafólk verð- ur svo auðvitað að vera selt undir sömu lög og aðrir. Það á ekki að njóta sérréttinda." Um það eru blaðamenn auðvitað sammála Hrafni Bragasyni, að þeir eiga ekki að njóta neinna sérréttinda, allir eiga að vera jafnréttháir fyrir lögunum. Samt sem áður vil ég láta þess getið, að siðareglur blaðamanna falla ekki ófrávíkjanlega innan ramma lag- anna. Það er ekki sjálfgefið að siða- reglunefnd Blaðamannafélagsins muni alltaf sakfella blaðamann sem dómstólar álíta sekan. í þess- um skilningi getur það til dæmis verið siðferðileg skylda blaða- manns — sem blaðamanns — að sæta fremur fangelsisdómi en skýra frá heimildarmönnum sín- um. í lýðfrjálsu þjóðfélagi falla siða- reglur blaðamanna og laga- bókstafurinn í flestum atriðum saman, árekstrar eru sjaldgæfir. Þegar bilið er orðið mikið og oft þarf að óhlýðnast lögum eða dómsvaldi, hefur löggjafinn að lík- indum þegar skert tjáningarfrels- ið og önnur lýðréttindi verulega. En við lýðræðisskipan má reikna með að siðareglurnar gangi lengra og geri meiri kröfur til blaða- manna en lagabókstafurinn. Jóa Ásgeir Sigurisaoa blaðamaður starfar hji Yikunni og er rarafor- maður Blaðamaanafélags íslands. Hvítir sjúkraskór með trósólum. Stœrðir 35-46 Hinir vinsælu sænsku skór með korksóla komnir aftur. Stærðir 35—46 GEíSiP 101o JANE W/K3rA?ÓH-WÍWAW*HUKEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.