Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 Sr. Láras Þ. Guðmundsson „ ... taldi ég að heiðri og virðingu kirkjuþings- ins væri best borgið með því að forða því frá ófrjóum umræðum, sem skaðað gæti hreina og klára afstöðu kirkjunn- ar til friðarmála og út- þenslu vígbúnaðar- kapphlaupsins, umræðu er boðið gæti upp á rangfærslur og mis- skilning.“ Það er þekkingin á Guði, sem ein getur leyst okkur úr þessum viðjum. Bakhjarl Bænar- skrárinnar Á „Bænarskrána" rituðu nöfn sín trúnaðarmenn almennings á Vestfjörðum úr öllum stjórnmála- flokkum. Bænarskrá þessi var afhent for- sætisráðherra íslands 1. okt. sl. Ennþá heur ekkert svar borist. Bakhjarl þessarar bænarskrár er m.a. samþykkt Prestastefnunn- ar á Hólum 1982 og þingsályktun- artillaga, er samþykkt var sam- hljóða á Kirkjuþingi sl. ár. Þar er lögð áhersla á stöðvun vígbúnað- arkapphlaupsins og því beint til stjórnmálaflokkanna og ríkis- stjórnarinnar að fylgja því eftir innanlands og á alþjóðavettvangi. Brýnt er fyrir fslendingum að nýta frelsi sitt til að hvetja til af- vopnunar og nýskipanar efna- hagsmála með jöfnun lífsgæða að markmiði. í samþykkt Prestastefnunnar 1982 segir m.a.: „Vér bendum á, að málefni friðar og afvopnunar sé ofar flokkssjónarmiðum stjórn- málaflokkanna. í málefnum friðar og afvopnunar hljóta allir menn að vera kallaðir til ábyrgðar." Þá má benda á að samþykkt „Uppsalaráðstefnunnar, Líf og friður", sem biskupar allra Norð- urlandanna boðuðu til, er efnis- lega grundvöllur að samþykkt Kirkjuþings 1983 um friðarmál. Vígbúnaðarkapphlaup stórveld- anna hefur nú beinst inn á þær brautir að koma sér upp sem þéttriðnustu og margföldustu fjarskiptakerfi til notkunar, ef til kjarnorkustríðs kæmi, enda sprengimagn fyrir hendi til þess að sprengja jörð margoft í loft upp. — Sífellt er byggt á ógnar- jafnvæginu. Vopnakapphlaup byggir á óvild Fyrirhuguð ratsjárstöð á Stiga- hlíð er þáttur í þessari áætlun. Markmið kerfisins í heild, frá sjónarmiði Bandaríkjanna, er að geta grandað eldflaugum eða sprengjuflugvélum eins fjarri Bandaríkjunum sjálfum og mögu- legt er. Þar af leiðir að slíkt gæti gerst yfir okkar landi eða um- hverfis það. Það þýðir að fsland og íslendingar geta hugsanlega orðið í útvarðasveit Bandaríkjanna, þ.e. við erum þar sem hættan er mest, ef til styrjaldar kemur. Við erum því í reynd skotmark beggja stór- veldanna í hugsanlegum átökum þeirra. f kjarnorkustríði verður einhver settur í það vandaverk að velja menn til lífs eða dauða, velja staði, sem þyrmt skal. Hvers virði er þá eitt útsker norður í hafi með rúmlega 200 þúsund sálum, er tek- ið er viðmið við milljónaborgir stórveldanna? Grundvöllur siðferðilegrar breytni eru boðorðin 10. f fjórum þeim fyrstu er fjallað um sam- skipti manns og Guðs en í hinum um samskipti manna í milli, hvernig við eigum að láta í ljósi ást okkar á náunganum en ekki hatur og hefndarhug. Þessi boðorð eru falin eða gleymd e.t.v. af ásetningi, annars er ekki hægt að réttlæta meðferð á sameiginlegri eign alls mannkyns, auðlindum jarðar og mannlegu hugviti. Vopnakapphlaupið þarf á óvild manna á meðal að halda, það ýtir undir ómannúðlega hugsun mannsins og gengur út frá því að skynsemi hans sé óbrigðul. Biblían leggur hinsvegar áherslu á að maðurinn sé ekki óskeikull, heldur þurfi hann á handleiðslu og áminningu Guðs að halda. Óvinurinn er afstætt hugtak og fer eftir því hvar við erum og eig- um heima í veröldinni. Spurningin er því hvort vopna- kapphlaupið hafi orðið vegna þess að við áttum óvini eða hvort við höfum orðið óvinir einhvers vegna vígbúnaðarins. Áróður vopnvæð- ingarinnar telur okkur trú um að við séum góð en hinn aðilinn vond- ur, en Biblían sýnir okkur Guð, sem snýr sér að óvini sínum með kærleika, en gerir þó ráð fyrir að maðurinn geti brugðist. ógnar- jafnvægið gerir grín að orðum Jesú — að elska óvini sína — og telur þau kjánaleg og jafnvel hættuleg. Kristnir menn verða að skynja hlutdeild sína sem ráðgjafar valdhafanna, og þeirra sem ákvarðanirnar taka. Þess vegna verðum við að segja afdráttar- laust nei við vopnakapphlaupi stórveldanna. „Verið gjörendur orðsins, og eigi aðeins heyrendur þess, ella svíkið þér sjálfa yður.“ Jak.br. 1:22. Hvers vegna dró ég tillöguna til baka á Kirkjuþingi? Ég dró tillögu mína um stuð- ning við „Bænarskrá Vestfirð- inga“ til baka af þeirri ástæðu að grundvöllurinn, sem hún byggir á, að mati friðarhóps presta á Vest- fjörðum, er einmitt samþykkt síð- asta kirkjuþings. Forsendur henn- ar og sá grundvöllur var aldrei dreginn í efa við 1. umræðu máls- ins og heldur ekki í þeim tveim nefndarálitum, er fyrir lágu við seinni umræðu málsins. Þess vegna taldi ég að heiðri og virð- ingu kirkjuþingsins væri best borgið með því að forða því frá ófrjóum umræðum, sem skaðað gætu hreina og klára afstöðu kirkjunnar til friðarmála og út- þenslu vígbúnaðarkapphlaupsins, umræðu er boðið gæti upp á rang- færslur og misskilning. Von trúar viö endalok Yfirvöldin verða að geta reiknað með kristnum mönnum, sem gagnrýnum viðræðuaðila og jafn- framt meðþenkjandi, sem er reiðubúinn að axla ábyrgð og taka þátt í lausn vandamálanna. Ein leið, sem kristnir menn geta bent á, er að snuá við þessari vopnvæð- ingu og byrja einhvers staðar, t.d. hér á landi á Vestfjörðum — núna. Vegna trúar okkar lítum við kristnir menn svo á að þótt öllu lífi verði eytt á þessari jörð, þá væri það ekki endalok. Trúin gefur okkur von og fullvissu um eilíft líf að þessu loknu. En lífið og kristin trú leggur okkur þær skyldur á herðar að vernda og viðhalda lífi á jörðunni og af öllum mætti koma í veg fyrir eyðingu þess. Ábyrgöin er okkar Okkur er gefið frelsi, frjáls vilji til að velja líf eða dauða. { 5. Móse- bók stendur í hvatningarræðu Móse til ísraelsmanna um að halda sáttmálann, í 30. kafla 19. og 20. versi: „Ég kveð í dag bæði himin og jörð til vitnis móti yður, að ég hefi lagt fyrir þig lífið og dauð- ann, blessunina og bölvunina. Veldu þá lífið, til þess að þú og niðjar þínir megi lifa, með þvi að elska Drottin Guð þinn, hlýða raustu hans og halda þér fast við hann, því að undir því er líf þitt komið og langgæður ald- ur þinn, svo að þú megir búa í landinu, sem Drottinn sór feðr- um þínum, Abraham, Isak og Jakob, að gefa þeim.“ Trúin á hinn eina Drottin gerir okkur ókleift að taka vonleysið sem síðasta orðið. „Af því að þú hefur varðveitt orðið um þolgæði mitt mun ég varðveita þig frá reynslustund- inni, sem koma mun yfir alla heimsbyggðina, til að reyna þá sem á jörðunni búa.“ Op. Jóh. 3:10. Lirus Þortn. GuAmundsson er prófastur nó Holti í ÖnundarfirAi. í ræningja- höndum eftir Ármann Kr. Einarsson BÓKAFORLAGIÐ Vaka hefur gefið út barnabókina í ræningjahöndum eftir Ármann Kr. Einarsson. Þetta er þriðja bókin í vinsælu safni úrvals- barnabóka, sem Vaka gefur út undir samheitinu ,,/Evintýraheimur Ár- manns“. Spennandi atvik og litrík ævintýri einkenna þessa bók, sem er endurskoðuð útgáfa samnefndrar bókar, er kom út fyrir tveimur ára- tugum í flokki bóka um þá félaga Óla og Magga. Ármann Kr. Einarsson þarf ekki að kynna fyrir lesendum. Hann hefur með penna sínum leitt tugþúsundir íslenskra barna og unglinga inn í ævintýraheim, sem þau hafa notið til hins ítrasta. Hann hefur fyrir löngu hlotið við- urkenningu sem einn fremsti barna- og unglingabókahöfundur okkar og bækur hans hafa verið þýddar á fjölda tungumála. í ræningjahöndum ber öll ein- kenni höfundar síns. Hún er ljúf og létt en um leið spennandi. Höf- undur leiðir lesandann á vit ótrú- legustu atvika þar sem allt getur gerst. í bókinni, sem er á annað hundrað blaðsíður, eru teikningar eftir Halldór Pétursson, kápu- hönnun annaðist Gunnar Bald- ursson, en mynd á kápu teiknaði Þorsteinn Eggertsson. I ræningja- höndum er sett og prentuð i Prentstofu G. Benediktssonar, en bundin hjá Bókfelli hf. (Fréttatilkynning.) ENGIABÖRNÍN (áöur Finnska) Sendum í póstkröfu Laugavegi 28, sími 22201.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.