Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 Við dánarbeðinn — eftirÁsgeir Jakobsson Þegar forstjóri Hafrannsóknar og formaður LÍÚ, sem nú er kom- inn að hlið hans, standa með sveininn Halldór á milli sín við dánarbeð íslenzkra fiskveiða, þess albúnir að veita þeim sjúklingi, sem þeir eru að drepa, nábjargirn- ar — þá er margs að minnast. í þúsund ár voru íslenzkar fisk- veiðar undirgrein landbúnaðarins og úr þeim viðjum losnuðu þær ekki fyrr en á 19. öld. Aldrei hefur nokkur þjóð átt sér atvinnuveg, sem verið hefur þess umkominn að byggja upp land hennar með jafn skjótum hætti og íslenzkar fisk- veiðar þetta land þann tíma, sem þær höfðu frelsi. Oft var talað um að svipull væri sjávaraflinn, þegar þorskurinn eða síldin brugðust þetta eða hitt árið, en þeir sem höfðu lengri tíma í kollinum en daginn sem var að líða, undruðust uppbygginu í landinu og tóku sér orðtækið aldrei í munn, því að þeir vissu það rangmæli, nema í stund- armerkingu. Nú hafa íslenskar fiskveiðar á ný verið hnepptar í viðjar og þess er lftil von, að þær losni úr þeim fyrr en um seinan. Hér verður rakið hvernig komið er og þá ekki rætt um olíuverð eða vexti eða verðbólgu eða önnur stundarvandamál, heldur hvernig verið er að kippa sjálfum grund- veilinum undan íslenzkum fisk- veiðum og það verk vinna þeir nú ákafast, sem að ofan eru nefndir. Þeim gengur misjafnt til, sem hér verður ekki rakið. Grátkonur vid eigin jarðarrór Útgerðarstéttin, þessi dugmikla stétt fyrir eina tíð, vill ekki lengur frelsi í atvinnuveginum, heldur biður um að fá að liggja makinda- lega í böndum rikisstjórnarinnar og láta hana mata sig. Þessa hefur lengi verið von. Útgerðarmenn ráða engu orðið um útgerð skipa sinna, ekki úthaldstíma þeirra, ekki hvaða fisk þau leggja stund á að veiða eftir því, sem hagstæðast er í útgerðinni í þennan tíma eða annan, ekki hvaða verð þeir fá fyrir fiskinn, né hverjum hann er seldur, ekki hvar þeir kaupa skip Ásgeir Jakobsson „Eftir nokkur ár til viðbótar þeim 15, sem liðin eru undir stjórn Hafrannsóknar og ráðu- neytis, en hvort tveggja fer versnandi, hefðum við ekki skip, ekki fiski- menn eða fiskvinnslu- fólk til að nýta okkur fiskinn á miðunum, ef leyft væri að afla hans, og auk þessa búnir að tapa öllum okkar mörk- uðum.“ sín né heldur hvar þeir láta gera við þau. Aðalatvinna útgerðarmanna undanfarin ár hefur ekki verið að hagræða útgerð sinni né stjórna henni, heldur leita uppi sjóði til að bjarga sér frá degi til dags undan hamrinum. Þessi stétt mikilla atorkumanna er orðin að betlikindum í biðstof- um bankastjóra og ráðherra. Gömlu útgerðarmennirnir sem lögðu nótt við dag að hagræða i útgerð sinni eru horfnir og komin kynslóö, sem lifir í kerfinu og bið- ur um aö vera þar sem harðast bundin svo öruggt sé að engin verði samkeppnin og enginn fari á hausinn, heldur fái hver og einn sinn skammt, sem dugi honum til notalegs lífs. Eyðilegging fiski- mannastéttarinnar Enn ömurlegra er uppá það að horfa, að verið er að drepa fiski- mannastéttina, þessa stétt, sem gat státað af mestu afköstum í afla og bezta fiskinum á mörkuð- um meðan hún var frjáls. Ef við höldum fiskimönnum lengur í böndum, þá er spilið endanlega tapað. Við getum hugsanlega fengið aftur útgerðarmenn, en aldrei fiskimenn, ef við einu sinni drepum þá, til þess er atvinnuveg- urinn of erfiður nútímafólki. Undir stjórn og höftum undan- farinna ára er að fjara út allur móður og allur veiðiáhugi í fiski- mannastéttinni og hún sér þann kost vænstan að biðja um fast kaup. Enginn atvinnuvegur þolir það verr, að vera stundaður uppá fast kaup, en íslenzkar fiskveiðar. Allir, sem til þekkja, vita að við okkar erfiðu sóknaraöstæður í veðurfari, mikla hreyfingu á fiski um slóðina og sérlega slæma fiski- slóð að botnlagi, næst ekki árang- ur nema fiskimennirnir fái að njóta hæfileika sinna að fullu og það gera fiskimenn, sem aðrir, því aöeins að þeim launist að leggja sig alla fram. Það hefur verið að gerast á und- anförnum árum, að fullorðnir menn og vanir leita í land á bezta aldri til að verða sér í tíma útum atvinnu í landi og flotinn er að stórum hluta mannaður ungling- um 16—18 ára, sem eru um borð í tíma meðan þeir eru að átta sig á, hvað þeir eigi að leggja fyrir sig, og þeir fara að tinast í land uppúr tvítugu. Sjávarútvegsráðherra, það er víst það sem ber að kalla hann, fór á Sjómannasambandsþing og boð- aði aukna menntun fiskimanna. Það er vel séð fyrir fagmenntun fiskimanna, en ungir menn sækja ekki skólana af þvl, að þeir ætla ekki að gera fiskimennsku að lífst- arfi sinu. Hvernig eiga duglegir menn að endast við erfiða atvinnu með skip sín hlaðin af reglugerðum og til- skipunum, skipað að forðast fisk, fá hvorki að nýta skip sín eða mið og náttúrlega alls ekki hæfileika sína. Fiskimennirnir ráða ekki lengur hvaða mið þeir sækja, stórum hluta hefbundnu og beztu fiski- slóðarinnar lokað fyrir þeim, þeir geta heldur ekki hagað sér eftir því, hvernig fiskur gengur á þessi fáu mið, sem leyfð eru, heldur verða tlðum að draga net sín og vörpur uppúr nægum fiski og sagt að róa heldur, þegar hann tregist, og svo eru skipin tekin af þeim langtímum saman og bundin við bryggjur. Fiskaðu lítið ... Nú róa fiskimenn, sem kunnugt er, undir boðorðinu: Fiskaðu lítið. Það er eðlilegt og vart við að bú- ast, að fullorðnir þingmenn, eins og Þorvaldur Garðar og Skúli Al- exandersson, sem uppaldir eru með fiskimannastéttinni, skilji að þessa fyrirskipun má aldrei gefa fiskimönnum, sama á hverju gengur, þetta er að kippa grund- vellinum undan íslenzkum fisk- veiðum. tsland var uppbyggt undir boð- orðinu: fiskaðu mikið og komdu með góðan fisk og undir frelsi fer þetta saman. íslenzkur saltfiskur vannst í álit undir þessu boðorði og einnig ís- lenski freðfiskurinn síðar, og und- ir þessu boðorði fiskimannastétt- arinnar, sem hún gaf sér sjálf, byggðist það ísland sem nú er. En þá var þaö líka svo, að skip- stjóri, sem fiskaði vel, hafði þaul- vana menn, kannski einn eða tvo viðvaninga um borð, og hann kom framá dekk að athuga hvernig menn blóðguðu, eða hausuðu og flöttu eða lestarmenn söltuðu eða ísuðu og hann gat rekið þá menn, sem illa stóðu að fiskvinnunni, nú yrði margur skipstjórinn að reka alla skipshöfnina, og útgerðar- maður var mikill bógur og skoðaði sjálfur fiskinn af skipi sínu, hann vissi að hann gat ekki selt nema góðan fisk, og fiskkaupandinn skoðaði líka sjálfur þann fisk sem hann keypti og vissi sig fá skell- inn, ef hann keypti slæman fisk. Og á þessum tíma nutu góðir hásetar virðingar og miklir afla- skipstjórar voru aðalsmenn í land- inu og útgerðarmenn stórir karlar og harðir kóngar. „Það er hérland og þarland, Magnús," sagði Einar Þorgilsson, þegar Magnús bankastjóri neitaði honum um lán til að kaupa skip og Einar skellti á símtólinu með þessum orðum og keypti sitt skip. Og fiskur var ekki unninn í dagvinnu fimm daga vikunnar, af örþreyttu kvenfólki með karla í hvítum sloppum standandi yfir sér, heldur voru allir verkfærir menn á stöðunum ræstir út til að gera að fiskinum, engum datt í hug að segja fiskimanninum að forðast fisk í næsta róðri. Um tannheilsu og hræðslu sveit- arstjórnarmanna við aukin útgjöld — eftirSturlu Böðvarsson Föstudaginn 26. október sl. skrifar Magnús R. Gíslason yfir- tannlæknir hjá heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu mjög at- hyglisverða grein í Morgunblaðið, sem hann nefnir „Svört skýrsla um tannheilsumál Islendinga". í greininni dregur Magnús fram staðreyndir um ástand tann- heilsumála okkar íslendinga og er ástæða til þess að taka undir þær ábendingar sem hann setur fram. Vil ég þó gera athugasemdir við einn lið greinar hans. Undir þriðja tölulið tillagna um úrbætur segir Magnús að koma þurfi á skipuleg- um skólatannlækningum um land allt og gera eigi skoðun og eftirlit með tönnum skólabarna að skyldu. í athugasemdum við þessar til- lögur segir Magnús: „Erfitt hefur reynst að koma á skipulegum skólatannlækningum, mest vegna „Ef leita á að söku- dólgi, sem að sjálfsögðu hefur enga þýðingu, er hann að finna hjá heil- brigðisstéttunum og þá ekki síst yfirstjórn heil- brigðismála í landinu. hræðslu stjórna sveitarfélaganna um aukin útgjöld." Þessi fullyrðing Magnúsar er mjög alvarleg ef lýsing hans á ástandi tannheilsumála er rétt. Ég vil því gera nokkrar athugasemdir og bera hönd fyrir höfuð sveitar- stjórnamanna. Skoðun og eftirlit með tönnum skólabarna er að sjálfsögðu nauð- synlegt og ætti ekki að þurfa með löggjöf að skylda þær aðgerðir svo sjálfsagðar sem þær eru. Fullyrða má að til þeirra verka hafa heilbrigðisstéttirnar haft nokkuð frjálsar hendur og í raun verið hvattar til þess af sveitar- stjórnum þar sem ég til þekki. Ef leita á að sökudólgi, sem að sjálfsögðu hefur ekki þýðingu, er hann að finna hjá heilbrigðisstétt- unum og þá ekki síst yfirstjórn heilbrigðismála i landinu. Það er eins og öll þjóðin hafi lært skáldverkið hans Gylfa Þ. um fiskveiðar eða „Þróun sjávarút- vegsins", sem rannsóknarráð ríkisins tók saman. Skáldverk Gylfa er fullt af skynsamlegri hugsun og lærdómi en hann gefur sér grundvallarforsendur og þess vegna er ritið allt útí hött skrifað og er það sárt. Hann þekkir ekki raunhæfar fiskveiðar hér við land heldur byggir á fiskfræðiþekk- ingu, sem ekki er til staðar. Fisk á íslandsmiðum þarf að grípa þegar hann gefst og hann gefur sig til í hrotum og síðan er hann genginn hjá og fiskimaður- inn finnur hann ekki aftur oft dögum saman með öll sín fiskileit- artæki í gangi. Þetta er staðreynd- in sem við búum við í fiskveiðum okkar. Fiskifræðingar segja ... Fiskifræðin er sem vísindagrein enn á svipuðu stigi og sálarfræðin, enda aldur þessara vísindagreina svipaður og aðstæður einnig. Sálfræðingar fóru að kafa inn í manninn eftir sálinni, sem þcir hafa ekki fundið, og það var nú hægt að segja þeim strax, að hana myndu þeir seint finna, þó er það merkilegt og á því kunna þeir enga skýringu, að þeim hefur tekist að gera annan hvern mann veikan á sálinni, og það finnst manni benda til að hún sé til. Þessu er svipað farið um fiski- fræðingana. Þeir hafa aldrei fund- ið fisk, verið í samfelldu fiskleysi í hundrað ár eða þarumbil, en hins vegar hafa fiskimennirnir allan tímann verið að veiða fisk; veiddar um 60 milljónir tonna ár hvert um fjölda ára. Það skýra fiskifræðingarnir alltaf með því, að verið sé að veiða „síðasta fiskinn". Það er mikið bú- ið að veiða „síðasta fiskinn" síðan fiskifræðingar urðu til á 19. öld. Þar sem fiskifræðingarnir fundu aldrei fisk, þá var náttúru- lega von, að þeir fengju þá afdrifa- ríku hugmynd, fyrir okkur að minnsta kosti, að þeir gætu alið upp fisk í hafdjúpunum. Ég hef gert ítarlega úttekt á þekkingu þeirra til þess uppeldis á þorski í grein, sem ég skrifaði í Morgun- blaðið 17. maí í ár, þar sem ég sýndi fram á að þá vantar fiski- fræðilega þekkingu til þess og út- reikningsstuölar eru snarvitlaus- ir, ekkert minna, heildarfiskveiði- dánarstuðullinn, sóknarstuðullinn og náttúrlegi dánarstuðullinn, en hér fer ég því fljótt yfir sögu, hvað vanti til uppeldis og stjórnunar á fslenzka þorskstofninum. 1. Við ráðum engu um klakið og vitum ekki hvort útkoman er í ýmsum ráðuneytum virðist það landlæg árátta að kenna sveit- arstjórnum það sem talið er að hafi misfarist og þá einkum það sem sveitarstjörnir hafa litla sem enga stjórn á. Víða, þ.á m. á Vest- urlandi, hefur verið reynt að halda uppi skipulegri skoöun og eftirliti með tönnum skólabarna þó vafa- laust megi þar betur gera. Hins- vegar hefur verið skortur á tann- læknum til þess að sinna viðgerð- um. Ég þori að fullyrða að hræðsla sveitarstjórnarmanna við kostnað hefur ekki komið í veg fyrir fyrir- byggjandi aðgerðir. Hins vegar er því ekki að leyna að margir hræðast þeir reikninga tannlækna af biturri reynslu án þess að fá rönd við reist. í þá átt ætti ráðuneytið og þá ekki síður Tryggingastofnun ríkis- ins að beina geiri sínum, jafn- framt því, að leggja á ráðin um fyrirbyggjandi aðgerðir. Mættu þessir aðilar hafa til hliðsjónar og til fyrirmyndar reikningsgerð tannlæknis í Stykk- ishólmi, en hann hefur bæði sinnt fyrirbyggjandi aðgerðum og eftir- liti auk viðgerða án þess að ofbjóða samvisku gjaldkera sveit- arfélagsins. Sturla Böðrarsson er sveitarstjóri í Stykkishólmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.