Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída: Skrykkur og Shostakovich Úr hinum fraega tóngarði Chicago-búa, Ravinia. I sumar, þegar við heimsóttum Chicago, urðum við svo fræg að sjá ungmenni æfa eða sýna fyrir- bæri það, sem á íslandi er kallað skrykkur. Við vorum á gangi í miðbænum og komum þá á stórt opið svæði, sem kennt er við Daily fyrrverandi borgarstjóra. Þarna hafði verið settur upp stór pallur, komið fyrir hljómburðartækjum, og þar sýndu ungir blámenn skrykk-listir sínar. Ekki verður þvi neitað, að unga fólkið var liðugt og fimt, þegar það hoppaði og snældusnerist. Stundum á herðunum með lapp- irnar upp í loftið eða þá á fjórum fótum, oft með bakið vísandi niður og magann upp. Það hvarflaði að mér, að ef til vill væri hér vísir að afturhvarfi til gangs og hlaups á fjórum fótum, eins og er til siðs hjá dýrunum i skóginum. Þið eruð eflaust löngu búin að sjá skrykkdans á Fróni. Eftir því, sem lesa má í Mogga, er þessi bandaríski „menningar“-straumur löngu kominn til íslands og skrykkist ungt fólk um land allt. Málfræðingar og aðrir lærðir menn háðu deilur um það á opin- berum vettvangi, hvað kalla skyldi fyrirbærið, og varð skrykkurinn fyrir valinu. Létti mér stórum, að málið skyldi vera til lykta leitt á giftusamlegan hátt, og ekki þurfti að koma til lagafrumvarp eða þjóðaratkvæðagreiðsla. Á þessum sumardegi gerðum við það ekki endasleppt menning- arlega séð, því um kvöldið fórum við á tónleika hjá Chicago sinfón- iuhljómsveitinni og hlustuðum á rússnesk tónverk með rússneskum einleikara og hljómsveitastjóra. En þetta voru engir venjulegir tónleikar, því þeir voru haldnir — eftir Sigurð Pétursson Þeim mönnum, sem komist hafa í lífsháska, verður það oft ekki ljóst fyrr en eftir á, hversu hætt þeir voru komnir, eða hversu illa hefði getað farið. íslensku þjóð- inni mun heldur alls ekki hafa verið það ljóst fyrr en nú, að loknu verkfalli BSRB, f hversu stóran háska hún var komin á síðustu dögum verkfallsins, og hversu litlu þurfti við að bæta, til þess að hér yrði framið t.d. kommúnískt valdarán. íslendingar eru orðnir vanir verkföllum, og þeir búa við ítar- lega löggjöf um stéttarfélög og vinnudeilur, og þekkja lögmæti verkfallsvörslu. Langoftast tak- markast verkföll hér við tiltölu- lega fámenna hópa launþega, eitt eða tvö stéttarfélög hverju sinni, og þá gagnvart viðkomandi vinnu- veitendum. í þetta skipti var aftur á móti um að ræða verkfall opin- berra starfsmanna úr öllum stétt- um þjóðfélagsins, tengda saman í einum samtökum, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, og vinnuveitandinn var sjálft is- lenska ríkið. Hér áttust því við mjög sterkir andstæðingar, enda er það mál manna, að aldrei hafi arðið hér svo hörð átök í verkfalli og í þessu. Einkum fer orð af harkalegri verkfallsvörslu BSRB undir stjórn formanns bandalags- ins, Kristjáns Thorlacius. Frá höfuðstöðvum BSRB í Reykjavík voru send út allt að 400 manns á hverjum sólarhring til verkfallsvörslu, og var liði þessu dreift um borgir.a eftir þörfum. í öðrum bæjum var útboðið tilsvar- utan dyra í hinum fræga tóngarði Chicago-búa, Ravinia. Garðurinn, sem er 36 skógi vaxnar ekrur, er rétt norðan við borgina nálægt Michigan vatninu. Ravinia tónlistarhátíðin fór fyrst fram 1936, og hefir verið haldin á ári hverju allar götur sfðan, 10 til 12 vikur yfir hásumarið. Þótt mest sé leikin sígild tónlist, koma einnig fram söngflokkar, jazz- hljómsveitir og annars konar flokkar fólks, sem fremja tónlist af öðrum toga en sígildum. Líka er þarna sýndur ballet. En enginn skrykkur. Miðdepillinn í þessum stórkost- lega tóngarði er hljómskálinn, sem er eins konar hljómleikasalur án veggja, en uppi á sviði sitja hljómlistarmennirnir. Þar inni eru líka sælti fyrir nokkur hundr- uð manns. Mestur hluti áheyrend- anna er síðan dreifður úti á flöt- um fyrir framan hljómskálann, en þar er undur fagurt, hávaxin tré og blómskrúð, en ýmsar högg- myndir prýða einnig garðinn. Sex matstaðir eru á svæðinu og einnig er hægt að borða undir tjald- himni. Fólkið kemur snemma og marg- ir kaupa sér kvöldmat, en fleiri koma með sitt eigið nesti og kannske vín og bjór í kælitösku. Teppi er breitt á grasið og síðan sezt flötum beinum eða i tjald- stóla, sem sumir taka með sér. Fjölmargir koma með glasakerti, sem kveikt er á, þegar rökkva tek- ur. Mjög fullkomið hátalarakerfi er um allan garðinn og er hljóm- urinn frábær. Á þessum rússnesku tónleikum stjórnaði Maxim Shostakovich Chicago sinfóníuhljómsveitinni, en einleik i píanókonsert nr. 1 eft- andi. Allar stofnanir ríkis og bæja um allt land voru settar undir stranga vörslu verkfallsvarða og þó alveg sérstaklega dyravarsla tilheyrandi bygginga. Útvarp og sjónvarp; Póstur og simi; allir skólar, æðri sem lægri; samgöngur á sjó og landi og i lofti, alls staðar þar sem félagar í BSRB komu ná- lægt, ennfremur sundlaugar og vínbúðir. Starfsemi allra þessara stofnana var stöðvuð eða lömuð. Allt átti þetta þó að vera með und- anþágum, þar sem lifsnauðsyn bar til að dómi yfirvalda. Aðrar und- anþágur voru ekki alveg útilokað- ar, en um þær varð að sækja hverju sinni til Kjaradeilunefnd- ar, sem var stjórnskipuð. Sjaldan var það nægilegt og varð þá lika að senda umsóknina til verkfalls- nefndar BSRB, sem reyndist alltaf valdameiri. Jafnvel bæjarfógetinn i Hafnarfirði varð að leita til verkfallsnefndar BSRB út af smá- máli, sem vegalögreglan er vön að leysa. Mest voru það einkaaðilar, sem sóttu um undanþágur og var þeim oftast neitað, en framkvæmdir á vegum ríkis eða bæja voru einnig stöðvaðar á þennan hátt. Kom það margsinnis fram, að verkfalls- nefnd BSRB var farin að taka völdin af rikisstjórninni. Virtist formaðurinn vera á leið með að gerast voldugasti maður á íslandi, á borð við Jörund hundadagakon- ung sumarið 1809. Væri hér þá kominn Jörundur II. Pólitískir tilburðir Það kom fljótt í ljós, að verk- fallsnefnd BSRB hafði eindreginn stuðning stjórnarandstöðunnar, einkum þó Alþýðubandalagsins, nánar tiltekið kommúnista. Var ir Rachmaninoff annaðist rússn- eski píanóleikarinn Bella Davido- vich og tókst það feikilega vel. Að- alverk kvöldsins var eftir föður hljómsveitarstjórans, hinn fræga Dmitri Shostakovich. Hér var um að ræða 7. sinfóníuna, sem kennd er við Leningrad, og tók hvorki meira né minna en 75 mínútur að hespa verkið af. Sinfóníu þessa tileinkaði Shost- akovich hinum hugrökku íbúum Leningrad og hlaut hún strax 1942 miklar vinsældir í Ameríku. Und- anfarna áratugi hefir verkið verið lítið flutt, og hafði Chicago hljómsveitin m.a. ekki spilað það síðan 1947. Þetta er mjög kröftug „Því verður ekki neitað að verkfallsverðir BSRB fóru í rauninni með framkvæmdavaldið á ís- landi meðan á verkfall- inu stóð.“ það m.a. játað I blaðaviðtali, sem átt var í Svíþjóð við framkvæmda- stjóra Alþýðubandalagsins, Einar Karl Haraldsson, að markmiðið í verkfallinu væri að koma íslensku ríkisstjórninni frá með hraði. Aðrir félagar í BSRB töldu, að hér væri aðeins um kjarabaráttu að ræða. Þannig sagði formaður Sjúkraliðafélags íslands, Margrét S. Einarsdóttir, í viðtali við Morg- unblaðið 26.10., að verkfall þetta væri kjaradeila fyrst og fremst, en ekki stjórnmálabarátta. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, af Kvennalista, tók það fram í viðtali við Morgunblaðið 1.11. að sér fyndist mjög ánægjulegt hversu konur voru skeleggar í þessari kjarabaráttu. Vott um þeessa skeleggu baráttu kvenna í verk- fallinu mátti sjá nýlega á mynd í blaði hér í Reykjavík, en myndin sýndi það bráðsnjalla tiltæki kvennanna að setjast á pollana á hafnarbakkanum, svo að sjómenn næðu ekki að binda þar landfestar skipa sinna. Konur með þetta og þrungin tónlist og undur falleg með köfium. Svona er hrærigrauturinn i henni Ameríku. Á sama deginum meðtekur maður skrykkdans blá- ungmenna niðri i Chicago-borg, en um kvöldið er maður kominn í ævintýralegan, undurfagran tón- garð, þar sem kertaljós flökta í kvöldrökkrinu inn milli trjánna, en mannfólkið slappar af, fær sér brauðbita með osti og skolar niður með eðlum vfnum, hlustandi á ungan Rússa stjórna einni beztu auðvaldssinfónfuhljómsveit heims við flutning á hrífandi tónverki, sem faðir hans samdi í umsátrinu um Leningrad 1941. hlutverk mætti nefna „pollasæt- ur“, og gætu þær haft mikla þýð- ingu í farmannaverkföllum eftir- leiðis. Hvort pollasæturnar þarna á hafnarbakkanum voru að krefj- ast hærri launa eða styðja að falli ríkisstjórnarinnar varð ekki séð á myndinni. Hér var engin forustu- sveit á ferðinni. Forustan var, sem vænta mátti, hjá sterkara kyninu. Því verður ekki neitað að verk- fallsverðir BSRB fóru i rauninni með framkvæmdavaldið á tslandi meðan á verkfallinu stóð. Geig- vænlegast við þetta ástand var einangrun fólksins, sem strax var stefnt að: Ekkert útvarp, enginn sími, engin blöð, engir skólar. Enginn vissi hvað var að gerast annars staðar á landinu, né heldur í öðrum löndum. Allt var hægt að gera. Verkfallsverðir BSRB hefðu getað lokað ríkisstjórnina inni í ráðuneytunum og tekið símana úr sambandi. Lögreglan má ekki snerta á verkfallsvörðum. Dyra- verðir voru orðnir valdamesta stétt þjóðfélagsins og réðu hvenær ríkisstofnanir voru opnaðar, en þeir tóku við skipunum beint frá Jörundi II i höfuðstöðvum BSRB. Hér voru komin hin æskilegustu skilyrði til byltingar. Valdaráns- aðferðin var fundin. Hana hafði alltaf vantað. Hefði Alþýðuband- alagið nú haft tilbúna skipulagða sveit kommúnista til þess að taka við stjórn aðgerðanna og fremja sjálft valdaránið, þá var dagur hinnar langþráðu rauðu byltingar runninn upp á íslandi. Þjóðin slapp í þetta skipti. Þökk sé guði. Dr. Sigurður Pétursson er gerla- íræóiagur, fyrrv. forstöðumadur gerladeiUar Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins. Lítil- fjörlegt gælu- dýrahatur Hljóm nríTTTn Finnbogi Márinósson Pet Hate The Bride Wore Red Ég hef stundum minnst á að öðru hvoru komi upp i hendurnar plötur sem mað- ur veit engin deili á. Nýjasta dæmið er breiðskrífa hljómsveitarinnar Pet Hate, „The Bridge Wore Red“. Um Pet Hate veit ég ekkert. En við fyrstu kynni eru þeir ekki árennilegir. Myndin á umslagi plötunnar er af brúði sem hefur verið skotin ásamt bílstjóranum og rauð- um rósum dreift yfir. Ofaní þetta skrifast nafn hljóm- sveitarinnar sem er „Gælu- dýrahatur" í beinni þýðingu og nafn plötunnar, „Brúður- in klæðist rauðu". Þetta lof- aði ekki góðu. Þegar umslag- inu er síðan snúið við kemur í ljós að platan er gefin út af „Heavy Metal Records" og þóttist ég þá vita hvert inni- hald pakkans væri. Þunga- rokk skyldi það vera. Ann- ars er lítið um upplýsingar á plötunni og gagnast sjálf- sagt engum að vita hver spilar á hvað. Hljóðfæra- skipanin er hin hefðbundna, trommur, bassi, gítar, gítar og söngvari sem spilar bæði á hljomborð og gítar. Allt stefndi þetta í að verða áhugavert rokk en annað átti eftir að koma í ljos. Þegar fyrsta lag plötunn- ar hafði runnið í gegn vissi ég ekki hvað átti að halda. Lagið hljómaði frekar eins og gamalt gott pönk en þungarokk. Sumar plötur þurfa svolitla spilun svo ég kippti mér ekki upp við þetta. En þegar næsta lag fór að spilast runnu á mig vær grímur. „Moya’s Comin’ Out“ heitir það og er hreint og einfalt popo! Takturinn vaggandi, laglinan grípandi og söngurinn ljúfur. Þannig hélt platan áfram að spilast. Lögin töldust annað hvort til innihaldslausra, lélegra rokkara eða ágætra ný- bylgjupopplaga sem aðrir hafa gert betri skil. Þetta eru lög eins og „Caught“, „Roll Away the Stone" og „The Party’s Over“. Ekkert lag telst til þungarokks, en lög eins og „How Can“, „Love Me Madly" og „The Bride Wore Red“ eru lélegir rokkarar sem hafa ekkert til að bera til að geta kallast frambærilegir. Eitt lag skarar þó framúr á þessari plötu og er það „Real Good Time“. Þar ræður gleði og ánægja ríkjum í spila- mennskunni. Lagið er auk þess skreytt saxófón sem gerir það að enn meiri stuð- ara. Hljómgæðin á plötunni eru hrá og á það hvergi vel við nema í „Real Good Time“. Annars gefur þetta hráa „sánd“ plötunni pönk- legt yfirbragð og er ég viss um að það sé ekki meining Pet Hate að láta stimpla sig sem lélega pönkhljómsveit. Valdaránsaðferðin fundin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.