Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 55 Flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins: Ríkisstjórnin tekur nú alla kauphækkun aftur WZR 6 MON THS—SA TtUSA L BESTSELLERJ m£VKmrmm*MUAs * K VOM-Y OKR,ir>VKV ONK, I MAMUSD0m,Utn — segir Svavar Gestsson um gengisfellinguna „HELSTTU niðurstödur fundarins voru ítarlegar tillögur um hvernig megi tryggja kaupmátt nýgerðra samninga, sem ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að Uka allan aftur og rúmlega það með þeim hundakúnst- um, sem tilkynnUr voru í dag. Þar er komið afUn að launafólki á sví- virðilegri hátt en þekkst hefur síðan á viðreisnarárunum," sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðubanda- lagsins, í samUli við blaðamann Mbl. um flokksráðsfund bandalags- ins, sem haldinn var í Reykjavík um helgina. Hánn sagði að fundurinn hefði einkennst af þrótti og starfsvilja og að umræður hefðu allar verið mjög málefnalegar og góðar. „Það voru gerðar samþykktir um kröft- ugt átak til nýsköpunar í atvinnu- lífinu cg mótaðar tillögur fyrir næsta landsfund Alþýðubanda- lagsins, sem haldinn verður að ári,“ sagði Svavar. „Það liggur fyrir, að þjóðartekjur á íslandi eru svipaðar og I nágrannalöndunum en engu að síður eru laun hér miklu lægri. Við ætlum okkur að skera niður þann mikla kostnað til milliliðanna, sem fólk er að borga með sínu lága kaupi og við viljum að laun hér og félagsleg þjónusta sé sambærileg við það, sem þekk- ist í nágrannalöndunum." Svavar sagði að á flokksstjórn- arfundinum hefði mikið verið rætt um nauðsyn kröftugs landsstjórn- arafls, sem gæti myndað ríkis- stjórn með stuðningi og tiltrú vinnandi fólks í landinu. „Við er- um að tala um ríkisstjórn gegn fésýsluflokkunum — Framsókn og Sjálfstæðisflokknum — og stefnu þeirra. Við teljum að það þurfi að vera unnt að mynda ríkisstjórn án þátttöku þessara flokka. Það hef- ur aldrei gerst í sögu lýðveldisins en nú er kominn tími til að þess- um tveimur flokkum sé byggt út úr stjórnarráði íslands," sagði hann. Um miðstjórnarkosningar flokksstjórnarfundarins og fall Guðmundar Þ. Jónssonar, for- manns Landssambands iðnverka- fólks, sagði Svavar að þótt kosn- ingarnar hefðu gengið átakalaust fyrir sig, þá hefðu þær sýnt fram á galla þess „punktakerfis", sem notað væri við miðstjórnarkjör í flokknum. Kerfið tryggði aftur á móti rétt minnihlutahópa í flokknum en búast mætti við að reglurnar yrðu áfram til umræðu á landsfundi að ári. „Þessi niður- staða segir ekkert um að flokksráð Alþýðubandalagsins sé andvígt Guðmundi eða hans sjónarmiðum. Enn er mikill fjöldi forystumanna Alþýðubandalagsins úr verka- lýðshreyfingunni og allir mið- stjórnarmenn eru almennt launa- fólk,“ sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins. Stjómmálayfirlýsing flokksráðsfundar Alþýðubandalagsins: Brýnast að efla samstöðu gegn ríkisstjórninni — leitaö samvinnu við Alþýðuflokkinn, Bandalag jafnaðar- manna, Samtök um kvennalista og fleiri „BRÝNASTA viðfangsefnið á næstu mánuðum er að efla á margvíslegan hátt samstöðu allra þeirra, sem hafna leið ríkisstjórnarinnar," segir m.a. í niðurlagi stjórnmálaályktunar flokksráðsfundar Alþýðubandalags- ins, sem haldinn var í Reykjavík um helgina. Segir að flokkurinn muni í því skyni leggja megináherslu á sex mcginatriði: „1. Kaupmáttur nýgerðra kjara- samninga verði varinn. Komið verði í veg fyrir niðurskurð á þeirri félagslegu þjónustu, sem stuðlar að jöfnum rétti allra án tillits til efnahags. 2. Lagður verði grundvöllur að nýrri og réttlátari tekjuskiptingu í íslensku þjóðfélagi. Fjármagn verði fært frá stóreignamönnum og milliliðum til framleiðslu- greina og launafólks. Leitað verði samkomulags á vinnumarkaði um jafnlaunastefnu og skattkerfinu breytt á þann veg, að fyrirtæki og fjármagnseigendur beri sinn réttmæta skerf. 3. Ný sókn I atvinnumálum verði hornsteinn fjárfestingar. Hugvit, þekking og reynsla, sem hafa mótast við íslenskar aðstæð- ur, verði uppistaðan í útflutningi á þjónustu, hönnun, tæknigetu og fullunnum afurðum. Framtíðar- þróun í hátækni, fiskeldi og marg- víslegum nýiðnaði opnar íslend- ingum nýja möguleika. Jafnhliða verður með skipulagsbreytingum og endurbótum að efla eldri at- vinnugreinar svo þær geti mætt vaxandi samkeppni á útflutn- ingsmörkuðum. 4. Nýtt stórátak verði gert í menntunar- og menningarmálum þar sem höfuðáherslan verði lögð á jöfnuð í víðtækasta skilningi. 5. Aukið lýðræði og valddreifing móti ákvarðanir á öllum sviðum. Starfsemi ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja og verkalýðsfélaga verði breytt í þessu skyni. Tryggja verður að allir sem ákvarðanir snerta hafi kost á að taka þátt i mótun þeirra. 6. fsland verði ekki vettvangur aukins vígbúnaðar og komið verði í veg fyrir að hér hlaðist upp sf- fellt fleiri tæki, sem tengjast hernaðarkapphlaupi risaveldanna. Við eigum að gerast virkir boðber- ar afvopnunar og hafna þátttöku I framkvæmd nýrra vígbúnaðar- áætlana. ísland leggi sitt lóð á vogarskálarnar til þess að stöðva vígbúnaðarkapphlaupið og styrkja alla viðleitni til afvopnunar. Frá íslandi heyrist rödd friðarins á al- þjóðavettvangi.“ Segir síðan að Alþýðubandalag- ið muni beita sér fyrir því, „að umræður um leiðir að hinum sam- eiginlegu markmiðum fari fram á vinnustöðum og í samtökum launafólks, svo að öllum almenn- ingi gefist kostur á að koma sjón- armiðum sínum á framfæri. Alþýðubandalagið mun einnig leita eftir viðræðum við Alþýðu- flokkinn, Bandalag jafnaðar- manna og Samtök um kvennalista og aðra aðila, hópa og einstaklinga utan þings og innan, um þetta við- fangsefni, m.a. við þá sem áður hafa verið tengdir stjórnarflokk- unum. Þessar viðræður yrðu allar opnar og jafnóðum skýrt opinber- lega frá því, sem þar kæmi fram,“ segir í niðurlagi stjórnmálaálykt- unar flokksráðsfundar Alþýðu- bandalagsins 1984. ímwBOHm mm&mvp Peter Pan Syndrome Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Dr. Dan Kiley: Tbe Peter Pan Syndrome — Men who have nev- er grown up. Útg. Avon. ÞESSI bók hefur verið lengi á metsölulistum vestanhafs, enda dæmigerð fyrir bækur, sem fólk steypir sér á kaf í, af því að það er svo fróðlegt að lesa um aðra en mann sjálfan .... eða hvað. Bókin er uppfull af fýsilegum upplýsing- um og sjálfsögðum hlutum, sem ekki koma á óvart. Eftir lýsingum dr. Dan Kileys að dæma á Peter Pan-syndrómi og skilgreiningu á því, hygg ég að mjög fáir karlar sleppi alveg við einkenni og varla held ég að fyrirfinnist sú kona sem hefur ekki kynnst einhverjum Pétri Pan í lífinu. Að minnsta kosti ef á að fylgja leiðsögn dr. Dan Kileys. í samkvæmum skiptir hann sér ekki af konunni sinni en leggur sig fram um að hrífa aðra gesti, eink- um konur. Honum er um megn að biðja fyrirgefningar. Hann væntir þess að maki/ást- vina sé reiðubúin til ástarleikja þegar honum þóknast og skeytir lítið um hvað henni finnst. Hann er til að hjálpa vinum sín- um og félögum, en vanrækir að gera smáhlutina sem konan biður hann um. Hann Iætur því aðeins í ljós áhyggjur um velverð og velliðan að kvartað sé hástöfum undan af- skiptaleysi hans. Hann á afar erfitt með að tjá tilfinningar sínar. Hann á við áfengisvandamál að stríða; engu er líkara en hann hafi hamskipti þegar hann neytir víns. Hann er uppfullur af karl- rembuhugmyndum: Eg hef ekkert á móti því að konan mín vinni úti, ef hún heldur heimilinu hreinu. Honum finnst hann alltaf vera að missa af einhverju skemmti- Iegu ef hann kemst ekkí út með vinum sínum að vild. Ég bara spyr. Hver þekkir ekki mann/menn sem „þjást“ af öllu þessu. Skyldi þurfa doktor til að segja okkur það. í þessum dúr er bókin öll, með heiðarlegum og læsilegum undantekningum þó. Tæknimenn, verktakar, húsbyggjendur, skólar, áhugafólk ... Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins gefur út handhæg sérrit og tækniblöö sem spanna yfir flest sviö byggingariönaöarins. Þar færöu upplýsingar um: einangrun húsa, steinsteyputækni, klæöningu húsa, viögeröir á alkalí- skemmdum, vísitölu byggingarkostnaöar, rakavandamál í húsum, innrétt- ingar, vegageröarmál o.fl. Hringdu til okkar í síma 83200 og viö sendum þér þaö sem þú vilt fá — í póstkröfu, eöa lista yfir öll okkar rit, þér aö kostnaöarlausu. Ath.: Ritin okkar fást einnig í Byggingarþjónustunni, Hallveigarstíg 1. Rannsóknastofnun byggingaríðnaðarins Keldnaholti — Reykjavlk Simi 83200. Einhell vandaöar vörur boftpressur FYRIR LIGGJANOI ALLTAF SAMA LÁGA VERÐIÐ Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar81722 og 38125 WIKA Þrýstimælar Allar stæröir og geröir ■LlLL StimirÐjDiyigjtyir Vesturgötu 16, sími 13280 HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. REGGIANA RIDUTTORI Drifbúnaóur fyrirspil o.fl = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.