Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 69 • Verðlaunahafar allra yngri flokkanna. Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar KR: Gunnar Gíslason kjör- inn leikmaður ársins • Fyratu íslandsmeiatarar kvenna I 2. flokki ésamt þjálfara sínum, Sverri Herbertssyni. í baksýn mé sjé listaverkið sem Hólmbert og Dagmar géfu deildinni. KNATTSPYRNUDEILD KR hélt sína érlegu uppskeruhétíö helg- ina 9.—11. nóvember að Hótel Sögu. Starfsemi deildarinnar hef- ur veriö blómleg í gegnum tíöina en samt er óhœtt aó fullyröa aó síöasta ér stendur upp úr é flest- um ef ekki öllum sviöum. KR tók þétt í öllum 45 knattspyrnumót- um utan húss é vegum KSÍ og KRR og sigraöi í 15. KR varö íslandsmeistari i 2. flokki, 3. flokki og 3. flokki kvenna; bikarmeistari í 1. flokki, polla- meistari í 6. flokki A og 5. flokkí B; Reykjavíkurmeistari í 2. flokki A, 3. flokki B, 5. flokki B, 6. flokki A og 2. flokki kvenna; miösumarmeist- ari í 5. flokki B og haustmeistari í 4. flokki A, 5. flokki B og 6. flokki A. Frægasta félagsliö Evrópu lék vináttuleik viö KR og máttu Evr- ópu-, Englands- og Mjólkurbik- armeistarar Liverpool þakka fyrir 2—2 jafntefli í eftirminnilegum leik, QPR hélt uppi heiöri Englands meö því aö slá KR út í 1. umferö Evrópukeppni félagsliöa í október. Liö KR léku samtals 257 leiki á sumrinu, sigruðu í 165 leikjum, geröu 31 jafntefli og töpuöu 59 leikjum. Markatalan var 852:355, stigin 361 eöa 70,2%. Eftirtalin voru verölaunuð: Markakóngur KR 1984 Steinar Ingimarsson 3. flokki. Leikmaöur 3. flokks kvenna Tinna Snæland. Leikmaöur 2. flokks kvenna Mar- grét Leifsdóttir. Leikmaöur mfl. kvenna Elísabet Tómasdóttir. Mestu framfarir í mfl. kvenna Margrét Leifsdóttir. Markakóngur mfl. kvenna Arna Steinsen. Leik- menn 6. flokks Ottó Karl Ottósson, Mikael Nikulásson, Björn Victors- son. Leikmaður 5. flokks Þorsteinn Þorsteinsson. Efnilegasti leikm. í 5. • Gunnar Gíslason fl. Baugur Sigurösson. Prúö- mennska og góö æfingasókn Sig- urður Ómarsson. Leikmaöur 4. flokks Jóhann Lapas. Atlabikarinn Höröur Felix Haröarson. Prúö- mennska og góö æfingasókn Ás- geir Jónsson. Leikmaöur 3. flokks Heimir Guðjónsson. Leikmaður 2. flokks Július Þorfinnsson. Leik- maöur meistaraflokks Gunnar Gíslason. Viöurkenning fyrir dóm- arastörf Ólafur Lárusson, Ágúst Gunnarsson, Einar Sigurösson, Geir Þorsteinsson, Helgi K. Helga- son, Tryggvi Hafstein. Viöurkenn- ing fyrir 100 mfl.leiki Stefán Jó- hannsson. Kjör Varta-leikmanns ársins var aö sjálfsögöu hápunktur hátíðar- innar. Var þetta í þriöja skipti sem slíkt kjör fór fram. Landsliösmaö- urinn Gunnar Gíslason hlaut titilinn í ár. Þýsk-íslenska verslunarfólagiö hf. gaf glæsilegan farandbikar til handa Varta-leikmanni ársins og hefur auk þess ávallt verðlaunaö viökomandi sérstaklega. Stuön- ingur Þýsk-íslenska verslunarfé- lagsins viö Knattspyrnudeild KR hefur verið einstakur undanfarin ár. Samstarfiö hefur einnig veriö mjög gott og verötaunaöi stjórn fyrirtækisins sérstaklega nýkjörinn formann Knattspyrnudeildar KR, Stefán Haraldsson, því til staðfest- ingar. Hólmberti Friöjónssyni voru þökkuö frábær störf fyrir deildina siöustu þrjú árin en hann veröur ekki hjá KR næsta ár. Var honum og eiginkonu hans, Oagmar Marí- usdóttur, veitt gjöf aö skilnaöi. Þau þökkuöu heldur betur fyrir sig og gáfu deildinni forkunnarfagurt listaverk eftir Dagmar. Var þar um aö ræöa útsaumaö KR-merki, rúmlega 1 fm aö stærð. • Dagmar og Hólmbert taka viö skilnaöargjöf fri knattspyrnudeild- inni. Þaö er Sveinn Jónsson formaður KR sem afhendir þeim gjöfina. ## HAGRÆÐINGhf g STARFSMENN stjórnun skipulag Lausn vandamála og vinnusamskipti Hagræðing hf. heldur námskeið í Lausn vandamála og vinnusamskiptum helgina 1. og 2. desember 1984 í Ei- ríksbúö, Hótel Loftleiðum, kl. 9—16 báða dagana. Markmið þessa námskeiðs er að gera þátttakendur meðvitaöri um þá nálgun, aðferöir og rök sem notuð eru viö lausn vandamála. Fjallað verður um þaö hvernig hægt er að notfæra sér auðveldari lausn vandamála á vinnustað og hvernig það tengist samskiptum á vinnu- stað. Efni: • Rótt atferli viö lausn vandamála. • Stigskipting vandamála. • Leyndir og Ijósir þættir viö lausn vandamála. • Mat á atferlisgerð, rótt atferlisgerö og sam- hengi viö lausn vanda. • Hlustunartækni — Spurningatækni. • Sex almenn stig viö lausn vanda. • Greining vanda og ákvaröanatengsl. • Greining ákvaröana og ákvaröanatró. • Rökróttur grunnur ákvaröana og lausn flók- inna vandamála. • „Hliöar" (lateral) hugsun, skapandi hugsun og hugarflug (brainstorming). • Leynd og Ijós samskipti, formleg og óformleg samskipti. Þátttakendur: Námskeið þetta er ætlað fólki úr öllum stigum fyrirtæk- isins. Sem dæmi um starfshópa má nefna þá sem sjá um viðskiptatengsl, þeir sem sjá um þjónustu, t.d. við- gerðafólk, þeir sem eru andlit fyrirtækja útáviö og þeir sem sjá um þjónustu við starfsfólk (starfsmannahald). Hámarksfjöldi á námskeiðiö er 15. Leiöbeinandi á námskeiðinu er Bjarni Ingvarsson, BA MA. Hann stundaði nám í skipulags- og vinnusálfræði við háskólann í Lancaster í Englandi. Hann er að Ijúka doktorsnámi frá sama skóla. Hann hefur stundaö rann- sóknir og ráögjöf með námi erlendis og er nú starfs- maður Hagræöingar hf. Tilkynningar um þátttöku og frekari upplýsingar í síma 84379. A G R Æ D I N G H F STARFSMENN STJÓRNUN SKIPUIAG Vegna mikillar eftirspurnar: Námskeið í sölu sálfræði og samskiptatækni Hagræðing hf. heldur námskeið i sölusálfræöi og sam- skiptatækni dagana 24. og 25. nóvember 1984 í Eiríks- búö, Hótel Loftleiðum kl. 9—16 báða dagana. Efni: — Opin og leynd samskipti og mikilvægi þeirra viö kaup og sölu. — Atferlisgeröir og áhrif þeirra á kaup og sölu. — Samtalstækni. — Ákvaröanataka og hvernig má hafa áhrif á hana viö kaup og sölu. — Tilboð, eðli þeirra og uppbygging. — Samningar og hin ýmsu stig þeirra. — Mikilvægi tvíbindingar samninga (samningsbind- ing/sálfræöileg binding). — Persónuleikaþættir og samskiptageröir, nýting þeirra til áhrifa í kaup og sölu. Námskeiöið er ætlaö söiufólki, innkaupastjórum, verslunarstjórum, atgreiöslufólkl og „andlitum fyrirtækja útáviö". Leiftbeinaftdi: Bjarni Ingvarsson, BA MA. Bjarni hefur stundaö nám í skipulagssálfræði viö Háskól- ann i Lancaster, Englandi. Hann er aö Ijúka doktorsnámi frá sama skóla. Hann hefur stundaö rannsóknir heima og eriendis. Hann er nú starfsmaöur Hagræöingar hf. Hagraaöing hf. er ráögjafa- og frasftslufyrirtæki á sviöí starfsmanna, stjórnunar og skipulags. Hagrasöing hf. starfar i samráöi vió AMM Ltd. í Englandi og býöur uppa m.a.: AMP stjórnunarráögjöf, starfsmannasvtpmynd, ýmis námskeíö og leiótoga- semtnar. Nánarí upptysingar og tilkynningar um þótttðku í sima 84379.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.