Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 2
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 mk k Kafað eftir skotum í Reykjavfkurhöfn. Skothylkin má sjá framan á gúmbát Landhelgisgæzlumanna. Kafaö eftir skotum í Reykjavíkurhöfn KAFARAR og sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar hafa að und-anförnu unnið að heldur óvenjulegu verkefni í Reykjavíkurhðfn. Hafa þeir verið að kafa eftir skotum og er fengur beirra i annað þúsund skot í hríðskotabyssur. Þorvaldur Axelsson hjá Landhelgisgæslunni sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gær að kafararnir hefðu fundio ýmsa hluti á sjávarbotni þarna við bryggjuna, allt upp í nothæft reiðhjól. Þorvaldur sagði að kafarar að steingerfingum en skotin Landhelgisgæslunnar hefðu ver- innst í kössunum gljáandi, og ið við æfingaköfun í höfninni sprengiefnið í þeim ekki verra en fyrir nokkrum dögum og þá orð- svo að í því logaði eftir litla ið varir við þessi skot. Þetta þurrkun. Þau skot sem innst hefði verið tilkynnt hafnaryfir- hefðu verið, sagði Þorvaldur að völdum og Landhelgisgæslan væru enn virk. Sagði hann að fengið það verkefni að hreinsa botnlagið hefði sópast ofan af þau upp. Sagði hann að allt benti kössunum af einhverri ástæðu til að þarna hefði einn eða fleiri og þeir því komið í ljós nú eftir skothylkjakassar fallið í sjóinn á 611 þessi ár. Skotin sagði hann að stríðsárunum. Ysta lagið, kassa- yrðu sprengd við fyrsta tæki-fjalirnar og beltin, væri nú orðið færi. Rflrisstjórnin og ráógjafanefnd um stjórnun fiskveiða: Hugmyndir um 260 þús. lesta þorskafla 1985 550.000 lesta heildarbotnfiskafli eða 100 þús. lestum meira en fiskifræðingar leggja til HUGMYNDIR um 550.000 lesta botnfiskafla á næsta ári, þar af 260.000 lesta þorskafla, hafa nú verið lagðar fram í rfkisstjórninni og riðgjafanefnd um stjórnun fiskveiða. Fiskifræðingar hafa hins vegar gert tillögur um 420.000 lesta heildarafla botnfisktegunda annarra en kola og steinbíts á næsta ári. Séu þær tegundir teknar út er munurinn 100.000 lestir og mestur í þorskinum, 60.000 lestir. Úthlutað aflamagn botnfisktegunda á þessu ári, annarra en kola og steinbíts, er 550.000 lestir, þar af 257.000 lestir af þorski. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um aflamagn. Þessar upplýsingar komu fram í ávarpi Halldórs Ásgrímssonar, sjáyarútvegsráðherra, á aðalfundi LÍÚ, sem hófst í gær. Hann ræddi meðal annars um stjórnun fisk- veiða og taldi áframhaldandi afla- mark heppilegustu leiðina til stjórnunar veiðanna meðan afli væri í lágmarki, en vissar breyt- ingar væru þó nauðsynlegar. Ljóst væri að sú leið hefði aukið hag- kvæmni í rekstri enda væri afli togaranna nú meiri en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir að færri skip stunduðu veiðarnar. Þá ræddi Halldór afkomu út- gerðarinnar og rakti helztu þætti, sem stjórnvöld hafa unnið til úr- bóta þar, meðal annars með skuldbreytingu og vaxtaafslætti. Með því myndu afborganir skipa á næsta ári lækka um 100 til 150 milljónir króna; allflest skip væru nú í skilum við Fiskveiðasjóð, en vanskilaskuldir við sjóðinn hefðu verið 762 milljónir í árslok 1983. Þá gat hann þess, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að endurgreiða sjáv- arútveginum uppsafnaðan sðlu- skatt að upphæð 500 milljónir króna á næsta ári. Auk þessa væri um marga aðra þætti að ræða. Þá sagði Halldór: „I hönd fara nú ráðstafanir i efnahagsmálum. Lækkun gengis hefur að sjálf- sögðu slæm áhrif á skuldastöðu útgerðarinnar en hjá því varð ekki komizt. Vandi sjávarútvegsins verður ekki leystur á einum degi heldur smátt og smátt. Að því verða allir að vinna, ekki sízt út- gerðarmennirnir sjálfir. Þær hugmyndir um aflamark, sem fram hafa komið, eru eftirfar- andi: Þorskur 260.000 lestir, ýsa 50.000, ufsi, 80.000, karfi 100.000, skarkoli 15.000, grálúða 30.000 og steinbítur 15.000. Tillögur fiski- fræðinga gera ráð fyrir eftirfar- andi aflamarki: Þorskur 200.000 lestir, ýsa 45.000, ufsi 60.000, karfi 90.000 og grálúða 25.000 lestir. Til- lögur þeira um afla á kola og steinbit hafa ekki verið kynntar. Úthlutað aflamark þessara fimm tegunda i ár er: Þorskur 257.000 lestir, ýsa 65.000 lestir, ufsi 77.000 lestir, karfi 119.000 lestir og grá- lúða 32.000 lestir. Hagvangur fær aðild að Gallup-stofnuninni HAGVANGUR hf. er orðinn aðili að Gallup International, hinni virtu og víðfrægu rannsóknastofnun i markaðs- og skoðanakannana. sviði ítarleg könnun á högum aldraðra VR-félaga: Aðeins 12% hættu að vinna sjálfviljugir 95% ALDRAÐRA rélagsmanna í Verslunarmannafélagi Reykjavfkur vilja að aðstaða sé sköpuð til að þeir geti dvalLst á eigin heimilum cins lengi og þeim er sjálfum mögulegt og sama hhitfall telur að byggja eigi sérhannaðar íbúðir fyrir aldrað fólk. Flestir aldraðra félagsmanna í VR telja húsnæðismál mikilvægasta hagsmunamál sitt en Iffeyris- og tryggingamál koma þar næsL Þetta kemur fram í skýrslu um könnun á bögum aldraðra félagsmanna, 65 ára og eldri, sem kynnt var í gær. Könn- unin var gerð á grundvelli ítarlegra umræðna í félaginu um með hvaða hætti VR gæti sem best komið til lios við eldri félagsmenn sína, þann- ig að skapa mætti þeim sem mest öryggi og vellíðan þegar aldurinn færist yfir. Könnunin var unnin undir stjórn félagsráðgjafanna Sigur- rósar Sigurðardóttur og Þóris S. Guðbergssonar. Magnús L. Sveins- son, formaður VR, segir óhætt að fullyrða að könnunin sé hin ítar- legasta, sem verkalýðsfélag hér- lendis hafi gert á högum aldraðra og að hún sé vel marktæk. Hann sagði að með tilliti til þess hve aldraðir væru margir í verkalýðs- hreyfingunni séu skyldurnar gagnvart öldruðum hvergi meiri en hjá verkalýðsfélögunum að gera sitt til þess að stuðla að þvi að vel sé að öldruðum búið. í könnuninni, sem náði til 212 félagsmanna, eða helmings VR-fé- laga 65 ára og eldri, var einkum leitað eftir upplýsingum um tvo meginþætti: aðstæður eldri félags- manna og hvaða hagsmunamálum þeir telji brýnast að unnið verði að. Könnunin leiddi m.a. í ljós, að hjúskaparstétt ræður miklu um húsnæðisstærð — ógiftir og frá- Það var Norman Webb, fram- kvæmdastjóri Gallup-stofnunar- innar, sem greindi frá þessu á Hótel Loftleiðum í gær, þar sem kynntar voru fyrstu niðurstöður í könnun Hagvangs á gildismati og mannlegum viðhorfum íslendinga, en hún var unnin í samvinnu við Gallup. Webb sagði, að samþykktin um aðild Hagvangs hefði verið gerð á ársþingi Gallup í Dyflinni á Ir- landi í júní og væri sér það mikil ánægja að skýra nú formlega frá þessu í fyrsta sinn. Hann kvaðst hafa kynnt sér starfshætti Hag- vangs og hitt forráðamenn fyrir- tækisins að máli hér og erlendis og uppfyllti það öll hin ströngu skilyrði, sem aðilum að Gallup eru sett. Ólafur örn Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Hagvangs, sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins, að aðildin að Gallup myndi hafa það í för með sér, að fyrirtækið tæki i ríkari mæli en áður þátt i alþjóðlegum könnun- um. Þegar væru nýjar slíkar kannanir komnar á rekspöl og nefndi hann í því sambandi könn- un á afbrotum með tilliti til þess, hverjir hefðu orðið fyrir barðinu á þeim. íslendingar í 3,—4. sæti ÍSLENDINGAR hafa nú unnið tvo stórsigra í röð á ólympíuskákmót- inu sem haldið er í Grikklandi. í gær vann ísland sigur á Argent- ínu á öllum borðum, Margeir, J6- hann, Jón og Guðmundur tefldu í íslensku sveitinni, og í fyrradag vann Ísland sigur á sveit Hondúr- as með 4 vinningum gegn engum. ísland er nú í 3.-4. sæti með 10 vinninga, eins og Englendingar, en þessar þjóðir mætast í dag. Sov- étríkin eru í efsta sæti með 12 vinninga, unnu Ungverja örugg- lega í gær, fengu 3 vinninga og 1 skák fór i bið. Hollendingar eru í 2. sæti með 10% vinning. Sji bls. 38. Morgunblaðið/Július Niðurstöður könnunar á högum aldraðra VR-félaga kynntar í gær. Lengst til vinstri er Sigurrós Sigurðardóttir félagsráðgjafi sem ásamt Þóri Guðbergssyni félagsráðgjafa hafði yfirumsjón með könnuninni. Aðrir fri vinstri: Magnús L. Sveinsson, formaður VR, Pétur A. Maack, útbreiðslustjórí félagsins, og Sveinn Skúlason, skrifstofustjórí VR. skildir búa í minnsta húsnæðinu. 30% kvennanna eru ógiftar, 28% eru ekkjur og 2% eru fráskildar. Aðeins 5% karlanna eru ókvæntir, 9% þeirra eru ekklar og 4% þeirra eru fráskildir. 48% kvennanna búa einar en 15% karlanna. Rúm- lega 67% kvennanna fara aldrei í eigin bifreið en aðeins tæplega 19% karlanna. Yfir 19% hinna öldruðu búa í eigin húsnæði. Könnunin leiddi ennfremur i ljós, svo stiklað sé á nokkrum at- riðum, að 67% telja heilsu sína að jafnaði góða og aðeins 12% sögð- ust hafa hætt störfum vegna þess að þeir vildu það sjálfir, aðrir hættu vegna ytri aðstæðna, flestir vegna slæmrar heilsu. Flestir telja mikilvægt að geta minnkað við sig vinnu smátt og smátt. Fyr- ir 80% þeirra, sem svöruðu spurn- ingum félagsráðgjafanna, olli það umtalsverðri röskun á fjárhags- legri afkomu til hins verra að hætta að vinna. 83% telja vinnu- stað fyrir aldraða gagnlega lausn á atvinnumálum þeirra og 78% töldu mjog mikilvægt að aðstaða til dagdvalar sé fyrir hendi víðar en nú er. Helmingur aldraðra VR-félaga þekkir ekki þau réttindi og þá þjónustu, sem öldruðum stendur til boða og aðeins 5% telja sig þekkja þau mál til hlítar. Á fréttamannafundinum í gær, þar sem niðurstoður skýrslunnar voru kynntar, kom fram það álit, að þessar niðurstöður væru líklega einnig nokkuð dæmigerðar fyrir félagsmenn annarra verkalýðsfé- laga. Læknadeild HI: Hugmy ndir um inn- tökupróf ræddar f LÆKNADEILD Háskóla íslands eru til umræðu hugmyndir um að taka upp inntökupróf í deildina í stað þeirra fjöldatakmarkana sem nú eru eftir fyrsta námsárið í deildinni. Milið verður lagt fyrir deildarfund í læknadeild i næstunni en haskólarað og menntamilariðuneyti þurfa síðar að fjalla um milið ef samþykktar verða tillögur að breyttri skipan. Stjórn Félags læknanema hefur lýst sig andvfga inntökuprófum. Prófessor Sigurður S. Magn- ist af þessu fyrir Háskólann ússon, forseti læknadeildar, sjálfan. Sagði hann að inntöku- sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gær þegar hann var spurð- ur um þessar hugmyndir, að í deildinni hefðu verið ræddar leiðir til að stytta þann tima sem færi til spillis hjá þeim 100 nem- endum sem hæfu læknanám en þyrftu að hætta námi eftir eitt ár vegna nauðsynlegra fjölda- takmarkana í deildinni. Væri æskilegt að stytta þennan tíma, bæði vegna nemendanna sjálfra og þess aukakostnaðar sem hlyt- próf hefði komið til tals í þessu sambandi en engin ákvörðun hefði verið tekin. Gat hann þess einnig að fjöldatakmarkanir við upphaf náms væru viðhafðar í næstum því öllum háskólum heimsins og í læknadeildum allra háskóla á hinum Norður- löndunum síðan árið 1976. Sagði Sigurður ekki við því að búast að breytingar tækju gildi fyrr en 1986 þó samþykktar yrðu nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.