Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 Eldur í vélarrúmi Gideons VE 104: „Eldurinn strax óviðráðanlegur" segir Óskar Már Ólafsson skipstjóri í FYRRAKVÖLD kom upp eldur í vélarrúmi Gideons VE 104 þar sem hann vjir á siglingu fyrir sunnan Enn góð loðnuveiði: Eldborg með 1.470 lestir ÁFRAM er góð veiði á loðnumiöun- um og fá skipin fullfermi f hverjum túr, sem oftast tekur litlu lengri tíma en sigling milli miða og löndunar- stöðva. Veiðisvæðið er austur af Glettingi og loðnunni því að mestu landað i Austfjarðahöfnum, en þar er þróarrými nú á þrotum. Af þeim skipum, sem tilkynntu um afla í gær var Eldborgin með mest, 1.470 lest- ir. Heildaraflinn frá miðnætti að- faranætur mánudags til aðfara- nætur þriðjudags nam 20.500 lest- um af 29 skipum. Til viðbótar þeim, sem áður hefur verið getið um, tilkynntu eftirtalin skip um afla á mánudag. Huginn VE, 600, Kap II VE, 700, Húnaröst ÁR, 500 og Júpíter RE 1.150 lestir. Frá miðnætti aðfaranætur þriðjudagsins tilkynntu 22 skip um afla samtals 13.800 lestir: Jón Finnsson RE, 590, Bergur VE, 510, Magnús NK, 530, Þórshamar GK, 600, Rauðsey ÁR, 600, Erling KE, 400, Skarðsvík SH, 630, Beitir NK, 1.300, Jón Kjartansson SU, 1.100, Guðrún Þorkelsdóttir SU, 730, Dagfari ÞH, 520, Keflvíkingur KE, 520, Jöfur KE, 460, Víkurberg GK, 560, Hilmir 11 SU, 550, Harpa RE, 620, Gísli Árni RE, 640, Þórður Jónasson EA, 510, Svanur RE, 700, Ljósfari RE 550, Albert GK, 600 og Örn KE 580 lestir. Frá miðnætti aðfaranætur mið- vikudags til hádegis í gær til- kynntu eftirtalin skip um afla, samtals 8.710 lestir: Sighvatur Bjarnason VE, 700, Sæbjörg VE, 600, Súlan EA, 800, Bjarni Ölafs- son AK, 1.100, Huginn VE, 600, Helga II RE, 530, Eldborg HF, 1.470, Gullberg VE, 610, Kap II VE, 700, Hákon ÞH, 820 og Sjávar- borg GK 780 lestir. Nefnd til að greiða fyrir verkefna- útflutningi Viðskiptaráðherra, Matthías Á. Mathiesen, hefur skipað nefnd til þess að greiða fyrir útflutningi verk- efna og þjónustu á sviði sjávarútvegs og orkuvinnslu. í frétt frá viðskiptaráðuneytinu segir, að nefndarskipunin sé ákveðin í samræmi við samþykkt rikisstjórnarinnar um átak í út- flutningsmálum og að höfðu sam- ráði viðskiptaráðuneytis við sjáv- arútvegs-, iðnaðar- og utanrikis- ráðuneyti. Nefndina skipa: Magnús Gunn- arsson, framkvæmdastjóri, sem jafnframt er formaður, Andrés Svanbjörnsson, framkvæmda- stjóri, Björn Líndal, deildarstjóri, og Þorsteinn Ingólfsson, sendi- fulltrúi. land. Skipverjum tókst að kæfa eld- inn og varðskipið Týr dró bátinn til Vestmannaeyja í fyrrinótt. í gær- kvöldi var ekki vitað hvað viðgerð á Gideon kostar en búist var við að hún tæki mánuð eða meira. Gideon er eitt fimm skipa Samtogs hf. í Vestmannaeyjum, og er stöovun þess mikið áfall fyrir fyrirtækið því annað skip fyrirtækisins, Klakkur, er í viðgerð í Cuxhaven vegna skemmda sem urðu á honum þegar hann valt þar á hliðina við sjósetn- ingu ¦ skipasmíðastöð. Skipverjar kæfðu eldinn Gideon hélt frá Vestmannaeyj- um klukkan 18.30 í fyrrakvöld áleiðis til veiða á Austfjarðamið- um. Klukkan 23.30, þegar hann var staddur tæplega 7 sjómílur vestan við Dyrhólaey og 3 sjómíl- ur frá landi, kom upp eldur í vél- arrúmi. Talið er að eldurinn hafi kviknað þegar leki frá brennslu- olíukerfi sprautaðist á sjóðandi heita túrbínu. Vélstjórinn tæmdi strax úr tveimur handslökkvi- tækjum á eldinn en það dugði ekki til. „Eldurinn varð strax óviðráð- anlegur og varð vélstjórinn að yf- irgefa vélarrúmið vegna reyks," sagði öskar Már Olafsson, 1. stýrimaður á Gideon, en hann var skipstjóri í þessari veiðiferð, i samtali við Mbl. f gær. „Þá byrgð- um við vélarrúmið, lokuðum öllum loftrásum, og létum vélarnar ganga til að halda eldinum niðri. Fljótlega drapst á vélunum vegna súrefnisskorts og töldum við þá að eldurinn hefði slokknað vegna súr- efnisskorts," sagði óskar Már. Skipverjar óskuðu eftir aðstoð varðskipsins Týs sem statt var nálægt Vestmannaeyjum. Tók Týr Gideon í tog um klukkan eitt um nóttina og kom með hann til Vest- mannaeyja laust fyrir klukkan 5 í gærmorgun. Slökkvilið Vest- mannaeyja beið skipanna á bryggjunni og pegar opnað var niður i vélarrúm reyndist eldurinn hafa slokknað með aðgerðum skip- verja. Var þó höfð brunavakt f skipinu áfram. óskar Már taldi að aldrei hefði verið veruleg hætta á ferðum fyrir áhöfnina, úr því að eldurinn breiddist ekkert út. „Maður er þó aldrei öruggur þvf eldur er eitt það versta sem getur komið upp úti á sjó," sagði Óskar. Skemmdir kannaðar í vélarrúmi Gideons. 4 Morgunblaðið/Sigurgeir Sagði hann að ágætis veður hefði verið þegar óhappið varð. Frá veiðum fram undir jól Gideon VE 104 er nýlegt skip. Það kom til heimahafnar í aprfl frá Póllandi þar sem það var smíð- að ásamt systurskipi sinu, Halk- ion. Skipið er 232 tonn að stærð með skuttogaralagi. 10 manna áhöfn var um borð. Miklar skemmdir urðu í vélarrúmi skips- ins að sögn Sigurðar Óskarssonar varaformanns stjórnar Samtogs. Mestar skemmdir urðu á raf- magnsleiðslum f kring um vélarn- ar. Ekki var búið að meta tjónið i gærkvöldi en Sigurður sagði að viðgerðin myndi kosta „töluverðar upphæðir", auk þess sem skipið yrði líklegast frá veiðum fram undir jól. „Þetta kemur illa við okkur, sérstaklega þar sem við er- um nýbúnir að missa Klakk frá veiðum," sagði Sigurður. Auk Gid- eons og Klakks á útgerðarfyrir- tækið Samtog, sem er í eigu þriggja stærstu frystihúsanna í Eyjum auk Fiskimjölsvinnslunnar þar, Breka, Sindra og Halkion en síðastnefnda skipið er einnig frá veiðum þessa dagana. Sigurður sagði að nú væri nóg að gera hjá fiskvinnslufyrirtækjunum en þeg- ar vinnu við síldina lyki, bitnaði þessi stöðvun Klakks og Gideons óhjákvæmilega á vinnu þar. óskar Már skipstjóri sagði að stöðvun Gideons kæmi sér mjög illa fyrir áhöfnina, sérstaklega þar sem skipið hefði verið mikið frá veið- um frá því það kom til landsins í Niðurstöður virtra peningarita: fslendingar njóta einna minnsts lánstrausts af V-Evrópuþjóðum — skýrt frá úttekt vikuri tsins Vísbendingar ÍSLENDINGAR eni í hépi þeirra þjóða í Vestur-Evrópu sem njóta minnsta trausts á erlendum lánamörkuoum ef marka má niðurstöður í tveimur virtum peningatímaritum, Institutional Investor og Euromoney. Samkvæmt hinu fyrrnefnda njóta þrjár þjóðir minna lánstrausts en íslendingar, það eru Grikkir, Portúgalir og Tyrkir, en samkvæmt hinu sfðarnefnda njóta aðeins Tyrkir minna lánstrausts en íslendingar. Linstraust íslendinga er að dómi sérfræðinga beggja rítanna svipað og áður, jafnvel ögn betra en fyrir sex mánuðum og tólf mánuðum samkvæmt niðurstöðum Institutional Investor. Niðurstöðurnar birtust í ritunum í september og október, það er að segja fyrír nýgerða kjarasamninga og fri þeim er skýrt í nýjasta toluhlani af vikuritinu Vísbendingu, sem gefið er út af Kaupþingi hf. í Investor Institutional eru starfsmenn 75 til 100 alþjóðlegra banka tvisvar á ári beðnir að gefa 109 þjóðum einkunn á bilinu 0 til 100 eftir því hvernig þeir meta traust þeirra. ísland lendir í 35. sæti í septemberkönnun blaðsins en var i 36. sæti í mars. Hljóta íslendingar einkunnina 52,1. Með- altal allra landanna er 39,9. Næstu lönd fyrir framan eru Bahrain (31), Qatar (32), Alsír (33) og Thailand (34) og næstu lönd fyrir neðan eru Grikkland (36), Oman (37), Indónesía (38), Trinidad og Tobago (39) og Portúgal (40). I Vestur-Evrópu juku öll lönd lánstraust sitt í augum bankanna nema Grikkland. Þau sem færðust mest upp á listanum eru Tyrkland, Danmörk, Portúgal og Spánn. Meðaleinkunn Vestur-Evrópu- þjóða er 71,8. Euromoney notar þá aðferð við að gefa þjóðum einkunn að meta þrennt: hversu greiðan aðgang þjóðir eiga að alþjóðlegum fjár- magnsmarkaði, hversu góðra kjara hver þjóð nýtur á markaðn- um (álag bankanna og lánstími) og að lokum hve mikið lækka þarf skuldabréf frá nafnvirði er þau eru seld á markaðnum. Af þeim 93 þjóðum sem þannig eru metnar lenda fslendingar í 40. sæti með einkunnina 63,1, Tyrkir eru nr. 42 með 59,9, Grikkir eru nr. 29 með 71,7 og Portúgalir nr. 37 með 65,4. Euromoney leggur einnig annað mat á efnahagsstarfsemi þjóða og metur þar þá þætti sem taldir eru sýna best ásigkomulag þjóðar- búskaparins að mati blaðsins en þeir eru hagvöxtur, verðbólga, gengi miðað við sérstök dráttar- réttindi (SDR), viðskiptajöfnuður í hlutfalli við vergar þjóðartekjur og aukning útflutningstekna. Við þetta mat er litið yfir tíu ár, 1974 til 1984. Þegar þessi mælikvarði var notaður stóðu aðeins níu þjóð- ir af 93 sig verr en fslendingar á þessu tímabili, en þeir lentu i 84. sæti á undan Uruguay, Oganda, Perú. Brasiliu, Zaire, Ghana, B61i- víu, f srael og Argentinu. í hópi 27 þjóða sem taldar eru á sama menningarstigi og íslend- ingar er aðeins frammistaða fsra- ela lakari. Báðar þjóðirnar lenda í hópi tíu verstu verðbólguþjóða heims. Auk þess er fslenska krón- an meðal þeirra tíu gjaldmiðla heims sem hafa fallið mest gagn- vart SDR á tímabilinu 1974-84. Meðallækkun á ári á þessu tíma- bili er 28,02% samkvæmt upplýs- ingum Euromoney. Þær þjóðir sem standa sig best eru að mati beggja peningarit- anna: Bandaríkjamenn, Japanir, Svisslendingar, Þjóðverjar, Bretar í Institutional Investor og Ástral- íubúar, Kanadamenn, Svíar og Finnar að auki i Euromoney. f frásögn Vísbendingar, en rit- stjóri vikuritsins er dr. Sigurður B. Stefánsson, hagfræðingur hjá Kaupþingi hf., af þessum niður- stöðum segir, að lánstraust ís- lendinga sé engu að siður nægilegt til að tryggja erlend lán eftir þörf- um á viðunandi kjörum. Þá segir einnig: „Þess er ekki að vænta að þjóðarbúskapur sem er tíundi lak- astur af niutfu og þremur geti boðið upp á sambærileg kjör og efnahagslíf þeirra þjóða sem oftast er miðað við hér á landi. Sá mælikvarði sem hér er notaður er auðvitað ekki algildur — hann mælir eingöngu efnahagsleg gæði og vel má vera að unnt sé að njóta lífsins án þeirra." Þá er í Vísbendingu vikið að þeirri neikvæðu landkynningu sem f slendingar hlutu vegna verk- fallanna í september og október og síðan segir: „Sumir láta sig ef til vill engu varða hvaða álit útlend- ingar hafa á okkar háttalagi. En á meðan við erum að eyða peningum erlendra sparenda (meðan við- skiptahalli er meira en 2,5% af þjóðarframleiðslu) og búum við óvenjulega hátt hlutfall erlendra skulda miðað við aðrar þjóðir get- um við ekki skammtað okkur laun, vexti og gengi (verð á vinnu, fjár- magni og erlendum gjaldeyri) eins og okkur sýnist." Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Ljóðabækur Hannesar og Kristjáns tilnefndar LJÓÐABÆKUR Hannesar Péturs- sonar og Kristjáns Karlssonar eru af íslands hálfu tilnefndar í sam- keppnina um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1985. Dómnefndin mun velja verðlaunahöfundinn á fundi 21. janúar nk., en af fslands hálfu sitja í nefndinni Heimir Páls- son, menntaskólakennari, og Jó- hann Hjálmarsson skáld Ljóðabækur þeirra Hannesar og Kristjáns eru „36 ljóð" og „New York". Norsku bækurnar í sam- keppninni eru tvær skáldsögur; „Provetid" eftir Edward Hoem og „Minner om Mirella" eftir Eugene Schoulgin. Frá Svíþjóð koma einnig tvær skáldsogur; „Hon- ungsvargar" eftir Sun Axelsson og „Bat Seba" eftir Torgny Lindgren. Finnsku bækurnar eru „Under", ljóðabók eftir Claes Andersson, og skáldsagan „Po- hjanmaa" (Osterbotten") eftir Antti Turri. Af hálfu Dana eru tilnefndar skáldsögurnar „Dreng- en" og „Manden" í flokknum „Marias Barn" eftir Cecil Bodker og ljóðabókin „84 Digte" eftir Henrik Nordbrandt. Frá Færeyj- um er tilnefnd ljóðabókin „Eftir- torv" eftir Regin Dahl og á sama- tungu skáldsagan „Golgadeamen" eftir Hans-Aslak Guttorm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.