Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 15 Fógetaréttardómur í máli Framleiðsluráðs gegn eggjabóndanum á Hýrumel: Innheimta sjóðagjalda talin andstæð stjórnarskránni í fógetarétti Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu er fallinn dómur í lög- taksmáli Framleiðsluráðs landbún- aðarins gegn Aðalsteini Árnasyni eggjabónda á Hýrumel í Hálsasveit vegna ógreiddra áætlaðra sjóða- gjalda hans vegna ársins 1982. Synj- aði dómarinn lögtaki til tryggingar gjöldum hans til búnaðarmálasjóðs og Bjargráðasjóðs þar sem hann taldi gjaldtökuna stangast á við stjórnarskrána en úrskurðaði að lögtak vegna framleiðendagjalds skyldi ná fram að ganga. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu sl. sumar mótmælti Aðal- steinn lögtakskröfu Framleiðslu- ráðs og réð Jón Steinar Gunn- laugsson hrl. til að fara með málið fyrir sig. Dómarinn byggir úr- skurð sinn á synjun lögtaks fyrir búnaðarmálasjóðsgjöldunum á þvi að i lögunum um búnaðarmálasjóð sé ekki að finna „neina afmörkun á þvi hver upphæð gjaldsins, sem kveðið var á um í 1. gr. laganna, skyldi vera, eða hvernig það skyldi útreiknað. Þykja umrædd gjald- tökuákvæði 1. gr. laga þessara því vera andstæð 40. gr. sbr. 77. gr. stjórnarskrárinnar og verði þeim því ekki beitt sem gildri gjald- tökuheimild i máli þessu." í 40. gr. stjórnarskrárinnar segir m.a.: „Éngan skatt má á leggja né breyta né taka af með lögum." Og í 77. gr. segir: „Skattamálum skal skipa með lögum." Þá tekur dóm- arinn til greina þá kröfu lög- mannsins að gjöld til Bjargráða- sjóðs njóti ekki lögtaksréttar. Dómarinn tekur því ekki af- stöðu til þeirra mótmæla lög- manns gerðarþola sem mesta at- hygli vöktu er sagt var frá þessu máli í Mbl. i sumar, það er að hér sé um að ræða skatt, sem renni til hagsmunafélaga bænda. Með skattinum sé í reynd verið að skylda bóndann, þvert gegn vilja hans, til þátttöku i félögunum. Hann mótmælti harðlega slíku ofríki og taldi að stjórnarskráin leyfi ekki að menn séu skyldaðir með lögum til að taka þátt i „póli- tískum baráttufélögum, eins og þeim sem hér um ræðir“. Aðalsteinn byggði mótmæli sin gegn framleiðendagjaldinu á því að enga lögtaksheimild vegna gjaldsins sé að finna i lögum um Stofnlánadeild landbúnaðarins né i öðrum lögum en gjaldið á að renna til Stofnlánadeildarinnar. Þá byggði hann mótmæli sín einn- ig á þvi að síðan árið 1978 hafi honum ávallt verið neitað um lán úr Stofnlánadeildinni vegna þess að bú hans hafi, að mati stjórnar deildarinnar, verið of stórt. Mót- mælti hann því harðlega „að unnt sé að skylda hann til fjárframlaga til stofnlánadeildarinnar þegar hann á sama tima er útilokaður frá allri lánafyrirgreiðslu deildar- innar. Með gjaldinu er i raun verið að skylda hann til fjárframlaga til annarra framleiðenda í landbún- aði með þeim hætti, að ekki fær staöist vegna ákvæða 67. gr. sbr. og 69. gr. stjórnarskrárinnar," segir i greinargerð lögmanns hans. Dómarinn heimilaði að lögtakið Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! fyrir framleiðendagjaldi, að upp- hæð 20.379 kr., næði fram að ganga á þeirri forsendu að í lögun- um sem innheimta gjaldsins bygg- ist á sé ákvæði um að gjaldið eigi að ákvarða og innheimta á sama hátt og búnaðarmálasjóðsgjald og að búnaðarmálasjóðsgjald megi taka lögtaki. Hinsvegar var málskostnaður látinn niður falla. AUSTURSTRÆTI FASTEIGNASALA AUSTURSTRÆTI9 Skoóum og verömetum eignir samdægurs Einbýli N YLENDUGATA Kjallari, hæö og ris 70 fm aö grunnfleti. Eru 2 íbuöir. Mögu- leiki i þremur íbúöum. Akv. sala. Verö tilboö. GRAFARVOGUR Fallegt og vel skipulagt á einni haeö, ca. 150 fm meö 30 fm bílsk. Afh. fullfrág. að utan en einangraö aö innan. Skipti mögul. á minni eign. Verö 3,2 millj. SMÁRAFLÖT GB. Mjög vel með farið ca. 150 fm einbýli meö 45 fm bílsk. ásamt upphituöu gróöurhúsi. Skipti á ódýrari eign eöa bein sala. Verö 4,5—4,7 millj. FROSTASKJÓL Höfum til sölu skemmtilegt ein- býli á byggingarstigi, hornlóö. Mögul. skipti 6 ódýrari eign. Verð: tilboö. FAGRAKINN HF. Vel skipulagt töluvert endurn. ca. 180 fm einbýli á 2 hæöum ásamt 35 fm bílsk. Skipti á mögul. á minni eign í Garðabæ eöa Hafn- arf. Verö 4,3—4,5 millj. HÓLAHVERFI Glæsil. ca. 285 fm einbýli ásamt 45 fm bilsk. Mikiö útsýni. Verö 6,5 millj. HÓLAHVERFI 270 fm einbýli með bilskúrs- sökklum. Húsiö er ekki fullkláraö en þaö sem búiö er, er vandaö og vel gert. Skipti á minni eign. Verö: tilboð. Raðhús BRAUTARÁS Vel byggt 176 fm raöhús á 2. hæöum meö 42 fm bílskúr. Bráöabirgöarinnréttingar. Verö 4.4 millj. BREKKUBYGGÐ — GB. 3ja herb. ca. 80 fm á einni hæö. Bráöabirgöa innr. Verö 2 millj. SAMTÚN — PARHÚS Gjörendurn. og haganlega innr. ca. 80 fm. Skipti æskil. á eign sem þarfn. standsetn. eöa bein sala. Verö 2,2 millj. TORFUFELL Mjög vandað ca. 140 fm raöhús á einni hæö meö góöum bílskúr ásamt 40 fm geymslurisi. Æski- leg skipti á stærri eign eöa bein sala. Verð 3,4 millj. Sérhæðir MÁVAHLÍÐ Mjög góö ca. 150 fm á 1. hæö meö bílskúrsrétti. Verö tilboö. BORGARGERÐI - MIÐH. Rúmgóö ca. 148 fm á tveimur pöllum. Fæst í skiptum fyrir raöhús eöa einb. á bygg.st. í Breiðholti. Verð 2,9 millj. LYNGHAGI Góð ca. 120 fm 4ra herb. efri hæö. Fæst í skiptum fyrir ódýra eign meö bílskúr í vesturbæ. Verð 3 millj. 5—6 herb. KAPLASKJÓLSVEGUR Haganlega innr. ca. 140 fm endatb. á 4. hæð meö 2 herb. og sjónvarpsholi í risi. Verö 2550 þús. 4ra—5 herb. VESTURBERG Jaröhæö mjög góö ca. 110 fm 4ra—5 herb. Sérgaröur. Þvotta- hús í íbúö. Verö 1950—2 millj. 26555 HRAUNBÆR Þokkaleg íbúö ca. 110 fm á 1. hæö. Laus strax. Lyklar á skrif- stofunni. Verö 1900—1950 (>ús. DUNHAGI — 1. HÆÐ Vel innr. 4ra—5 herb. ca. 125 fm ásamt sérherb. og snyrtingu í kj. Er laus og þarf aö seljast strax. Verð: tilboð. KLEPPSV. — 4. HÆÐ Góð 4ra herb. ca. 105 fm. Suö- ursv. Bílskúrsr. Skipti óskast á sérbýli i Rvík, má vera á bygg. stigi. Verð 1950 þús. KRÍUHÓLAR — 2. HÆÐ 100 fm 4ra herb. í 3ja hæöa blokk. Verð 2,2 millj. UNNARBRAUT - SELTJ. Falleg 4ra herb. ca. 105 fm endaíb. á 1. hæö. Fæst i skipt- um fyrir 140 fm sérhæö. Verö 2,4 millj. 3ja herb. ENGIHJALLI Góö 3ja—4ra herb. ca. 95 fm á 4. hæö. Þvottahús á hæð. Verð 1750—1800 þús. MARÍUBAKKI Góö ca. 90 fm íbúö á 3. hæö. Verð 1800—1850 þús. MÁVAHLÍÐ Góö jarðhæð ca. 70 fm. Verö tilboö. ÁLFTAHÓLAR - BÍLSK. Falleg íb. á 2. hæö i 3ja hæöa blokk. Verö 1.9 millj. HRAUNBÆR Góö 3ja herb. ca. 100 fm íb. á 1. hæö í skiptum fyrir samskon- ar íbúö en meö aukaherb. i kj. Ekkert áhvílandi. Milligjöf ca. 250—300 þús. staögr. KRUMMAHOLAR Góö 86 fm ibúö meö bítskýli á 4. hæö i skiptum fyrir raöhús eöa einbýli í Mosfellssveit. Góö- ar greiðslur í milli. LAUGARNESVEGUR Snyrtil. 75 fm á 4. hæö. Verö 1600 þús. NJÖRVASUND Töluv. endurn. ca. 85 fm íbúö á jaröh. Verö 1600 þús. SPÓAHÓLAR JARÐH. Falleg ca. 80 fm endaíb. Gengiö beint út í garö, draumur litlu barnanna. Verö 1650—1700 þús. 2ja herb. KAMBASEL Mjög glæsileg ca. 86 fm á jaröhæö. Sérinng. Sérþvotta- hús. Allar innréttingar sérsmíö- aöar. Eign í sérflokki. Verö 1750—1800 þús. •k Fasteignaeig. ath.: Þetta er séraugl. fyrir fjár- sterka kaupendur á skrá. Eftirtaldar eignir óskast strax: • Góö sérhæö meö bílskúr i vesturbæ. Má kosta frá 3 millj Mjög sterkar gr. í boði. • Rað- eöa einb.hús á bygg.st. i Seláshverfi. Kaup- andi með sérhæö og sterka milligjöf. • Góöa 3ja herb. ib. meö eöa án bílsk. í Neðra- Breiöh. eöa Engihjalla Kóp. Allt að 1 millj. viö samning. • Góöa 2ja herb. ibúöir í Garöabæ, Kópvogi eöa Rvík. Lögm. Guömundur K. Sigurjónsson hdl. nú verða af því að senda vinum um víða veröld gjöf sem verður þeim mjög kærkomin — fyrir aðeins kr. 770. Innifalið sendingargjald um allan heim. Gjöf sem berst ekki bara einu sinni — heldur aftur og aftur — og treystir tengslin. Er Iceland Review ekki rétta gjöfin fyrir ættingja og vini erlendis? Iceland Review kemur út fjórum sinnum á ári — stöðugur straumur af fróðleik um land og þjóð, með glæsilegum myndum og fjöl- breyttu efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.