Morgunblaðið - 22.11.1984, Page 17

Morgunblaðið - 22.11.1984, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 17 Fjárhagur sveitar- félaga vænkast: Áætlað að skattar til sveitarfélaga hækki um rúmlega eitt prósentustig ÁÆTLAÐ er að skattar til sveitarfé- laga hafí hækkað úr 7,8% af þjóðar- framleiðslu árið 1983 í 8,9% árið 1984, að því er fram kom í greinar- gerð Jóns Sigurðssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, á ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga. f greinargerðinni kemur enn- fremur fram, að fjárhagur sveit- arfélaga virðist hafa vænkast nokkuð á þessu ári, eftir erfið- leikatímabil á árunum 1982 og 1983. Talið er að rekstrartekjur sveitarfélaga aukist þetta ár um 42%, sem bera má saman við áætlaða 30% hækkun vísitölu framfærslukostnaðar og 22% hækkun vísitölu byggingarkostn- aðar milli áranna 1983 og 1984. Niðurstaða áætlunar, sem byggð er á reikningum stærstu sveitarfé- laganna 1983 og breytingum helstu kostnaðarliða, bendir til þess, að rekstrargjöld þeirra muni hækka um tæplega 24%. í þessum tölum felst vísbending um veru- lega bætta fjárhagsstöðu sveitar- félaga á þessu ári, þannig að þau ættu yfirleitt að geta gryíint á skuldum, sem söfnuðust hjá mörg- um þeirra árin 1982 og 1983 og bætt greiðslustöðu sína, að því er fram kemur í greinargerð for- stjóra Þjóðhagsstofnunar. Þá kemur einnig fram, að heild- arskuldir sveitarsjóða hafi farið mjög vaxandi hin síðari ár í hlut- falli við tekjur þeirra. Skuldastað- an sé þó misjöfn og virðist sem skuldir fámennari sveitarfélag- anna séu miklu meiri í hlutfalli við tekjur þeirra en hinna stærri. Með þeim breytingum, sem orðið hafa á vaxtakjörum hin síðari ár, verður þessi munur enn alvarlegri en ella vegna þungrar greiðslu- byrði. Við þetta bætist í sumum sjávarplássum dráttur á greiðslu sveitarsjóðsgjalda vegna erfið- leika í sjávarútvegi. Þannig skipti án efa í tvö horn um það, hversu vel sá mikli bati í rekstrarfjár- hagnum, sem án efa hefur orðið á þessu ári, dugi til að koma fjár- málum sveitarfélaganna á réttan kjöl. m MIDSTÖDIIM AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 AUKIN ÞJONUSTA Viö höfum selt málningaráhöld, skipamálningu, Polyfilla fyll- ingarefni, fúavarnarefni og lökk í tæp 70 ár. Nú bætum viö þjónustuna og bjóöum í málningu: ALLA LITI og áferöir á veggi, gólf, glugga og innréttingar. 15% afsláttur af allri málningu til jóla. HF Ánanaustum, Grandagaröi, sími 28855. Þjónusta viö heimili og atvinnuvegi — 8000 vörurtegundir á lager. NÚ EINNIG ALLIR LITIR!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.