Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 17 Fjárhagur sveitar- félaga vænkast: Áætlað að skattar til sveitarfélaga hækki um rúmlega eitt prósentustig ÁÆTLAÐ er að skattar til sveitarfé- laga hafí hækkað úr 7,8% af þjóðar- framleiðslu árið 1983 í 8,9% árið 1984, að því er fram kom í greinar- gerð Jóns Sigurðssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, á ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga. f greinargerðinni kemur enn- fremur fram, að fjárhagur sveit- arfélaga virðist hafa vænkast nokkuð á þessu ári, eftir erfið- leikatímabil á árunum 1982 og 1983. Talið er að rekstrartekjur sveitarfélaga aukist þetta ár um 42%, sem bera má saman við áætlaða 30% hækkun vísitölu framfærslukostnaðar og 22% hækkun vísitölu byggingarkostn- aðar milli áranna 1983 og 1984. Niðurstaða áætlunar, sem byggð er á reikningum stærstu sveitarfé- laganna 1983 og breytingum helstu kostnaðarliða, bendir til þess, að rekstrargjöld þeirra muni hækka um tæplega 24%. í þessum tölum felst vísbending um veru- lega bætta fjárhagsstöðu sveitar- félaga á þessu ári, þannig að þau ættu yfirleitt að geta gryíint á skuldum, sem söfnuðust hjá mörg- um þeirra árin 1982 og 1983 og bætt greiðslustöðu sína, að því er fram kemur í greinargerð for- stjóra Þjóðhagsstofnunar. Þá kemur einnig fram, að heild- arskuldir sveitarsjóða hafi farið mjög vaxandi hin síðari ár í hlut- falli við tekjur þeirra. Skuldastað- an sé þó misjöfn og virðist sem skuldir fámennari sveitarfélag- anna séu miklu meiri í hlutfalli við tekjur þeirra en hinna stærri. Með þeim breytingum, sem orðið hafa á vaxtakjörum hin síðari ár, verður þessi munur enn alvarlegri en ella vegna þungrar greiðslu- byrði. Við þetta bætist í sumum sjávarplássum dráttur á greiðslu sveitarsjóðsgjalda vegna erfið- leika í sjávarútvegi. Þannig skipti án efa í tvö horn um það, hversu vel sá mikli bati í rekstrarfjár- hagnum, sem án efa hefur orðið á þessu ári, dugi til að koma fjár- málum sveitarfélaganna á réttan kjöl. m MIDSTÖDIIM AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 AUKIN ÞJONUSTA Viö höfum selt málningaráhöld, skipamálningu, Polyfilla fyll- ingarefni, fúavarnarefni og lökk í tæp 70 ár. Nú bætum viö þjónustuna og bjóöum í málningu: ALLA LITI og áferöir á veggi, gólf, glugga og innréttingar. 15% afsláttur af allri málningu til jóla. HF Ánanaustum, Grandagaröi, sími 28855. Þjónusta viö heimili og atvinnuvegi — 8000 vörurtegundir á lager. NÚ EINNIG ALLIR LITIR!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.