Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 STADUR VANDLATRA Vantar þig húsnæði fyrir: jólatrésskemmtun, fund, skóladansleik, erfidrykkju, árshátíö, brúðkaup, hljómleika, o.s.frv. Viö getum leigt út salarkynni okkar meö ýmsu móti, svo sem: EFRI SAL NEÐRI SAL anddyri og sal viö hringstiga á neöri hæö, svo og allt húsiö. Viö höfum danshljómsveit, einleik á orgel eöa disco. Vio höfum allar veitingar eftir yöar óskum. Síminn okkar er 23333 og biöjiö um veítingastjórann, hann gerir þér til- boo. Dragið ekki að athuga málið. Lærið ___ BYGGINGARTÆKNIFRÆÐI BYGGINGARLIST Skráning fer fram í skólanum Hringiö í síma 05-625088, eða fylliö út miöan hér að neðan og fáiö sendan bæklinginn „Information Byggetekniker — Byggekonstruktor". Kennsla hefst 7. janúar 1985. Byggeteknisk Höjskole Slotsgade 11 — 8700 Horsens, Danmark. Sendið mér bæklinginn „Information Byggetekniker — Byggekonstruktor". Nafn:__________________------------------------------------------- Heimili: Póstnúmer: Borg/Land: Borgarnes: Hæstiréttur sýkn- ar silimgsveiðimenn Reglur ógildar vegna formgalla í Hæstarétti féll nýlega dómur þar 8em þrír einstaklingar í Borgarnesi og í Melasveit voru sýknaðir af ákæru ákæruvaldsins um að hafa stundað ólöglegar veiðar í silungsnet í Borgarfirði/ósum Hvítár í júní og júlí 1982. í undirrétti, hjá sýslu- mannsembættinu í Borgarnesi, hafði fólkið verið dæmt í sektir vegna vciðanna og veiðarfæri gerð upptæk. Fólkið var skýnað vegna formgalla við útgáfu reglna um silungsveioí- bannið og tók Hæstiréttur því ekki afstöðu til aðalágreiningsmálsins, það er hvort veiðimennirnir ættu að þola sviptingu veiðiréttar og hvort lagnir þeirra væru í sjó eða á ósa- svæði Hvítar. Upphaf málsins er það að árið 1977 gaf landbúnaðarráðherra út auglýsingu um að silungsveiðar í lagnet í Borgarfirði fyrri hluta sumars væru bannaðar en nokkrir einstaklingar hafa verið með lagn- ir út frá Borgarnesi áratugum saman, og hafa sumar lagnirnar gengið mann fram af mar.ni. Einnig eru jarðeigendur í Höfn í Melasveit, hinum megin fjarðar, með lagnir út frá landi sínu. Sil- ungsveiðifólkið hélt áfram veiðum sínum þrátt fyrir auglýsinguna en eftir athugun sýslumannsembætt- isins á rnálinu taldi rikissaksókn- ari ekki unnt að byggja ákæru á auglýsingunni þar sem í henni var ekki vitnað til lagaákvæðis og í þær skorti refsiákvæði. í fram- haldi af því skoraði sýslumaður á landbúnaðarráðherra að gera við- eigandi breytingar svo auglýsing- in öðlaðist fullt lagagildi. Árið 1980 setti landbúnaðar- ráðherra nýjar reglur um veiðarn- ar, reyndar sömu reglur og fyrr en bætt úr því sem þá vantaði á. Átta veiðimenn voru aftur ákærðir á grundvelli þessarra reglna. Einn féll frá í millitíðinni en hinir sjö dæmdir sekir í undirrétti. Voru veiðimennirnir hver um sig dæmdir til að greiða 7.000 kr. skil- orðsbundna sekt i ríkissjóð, til greiðslu málskostnaðar og veiði- útbúnaður gerður upptækur. Þrír hinna dæmdu kærðu undirrétt- ardóminn til Hæstaréttar og voru þeir sýknaðir þar með nýlegum dómi. Fólkið var sýknað af öilum kröfum ákæruvaldsins á þeirri forsendu að við auglýsingu sil- ungsveiðibannsins í seinna skiptið hafi ekki legið fyrir meðmæli sýslunefndar og veiðifélaga, eins og þó sé áskilið í lax- og silungs- veiðilogunum sem útgáfa regln- anna byggðist á. Var það ekki tal ið nægja að meðmæli þessara að- ila hefðu legið fyrir við fyrri út- gáfu reglnanna sem talin var ógild eins og fyrr segir. Þá dæmdi Hæstiréttur að allur kostnaður við rekstur málsins í héraði og fyrir hæstarétti skyldi falla á rík- issjóð. Vegna þess að Hæstiréttur sýknaði ákærðu vegna formgalla við útgáfu reglnanna tók hann ekki afstöðu til sjálfs deilumáls- ins. Deilan snýst um það að veiði- mennirnir vilja ekki þola að vera sviptir, að minnsta kosti ekki bótalaust, rétti til veiða sem þeir hafa stundað í áratugi. Landbún- aðarráðherra taldi sig vera að banna silungsveiðar í sjó á vorin til að þær trufluðu ekki laxgengd í árnar. Veiðimennirnir telja ósannað að lagnir þeirra séu í sjó, líkur séu á að þær séu á ósasvæði Hvítár. Fyrir Hæstarétti fór mik- ill tími í umfjöllun um þetta at- riði, það er hvar Hvítá endaði og hvar sjórinn tæki við en Hæsti- réttur tók sem sagt ekki afstöðu til þess. Má búast við að ráðherra gefi úr reglur um bann við sil- ungsveiðilögnum í Borgarfirði i þriðja sinn og að málið komi þá aftur til kasta Hæstaréttar. Eftir þennan dóm Hæstaréttar sitja fjórir þeirra sem dæmdir voru og ekki áfrýjuðu uppi með undirrétt- ardóminn, sem þó var skilorðs- bundinn hvað sektargreiðslur varðaði. Jón Oddsson hrl. flutti mál veiðimannanna þriggja fyrir Hæstarétti en Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Ríkisstyrktur fiskinnflutningur til Bandaríkjanna: Litlar líkur tald- ar á innflutnings- hömlum og tollmúrum Að undanförnu hefur staðið yfir rannsókn á nskinnflutningi til Bandaríkjanna, einkum frá Kanada, með hliosjón af áhrifum hans á af- komu og samkeppnisstöou sjávar- útvegs í norðausturríkjum Banda- ríkjanna. Samkvæmt upplýsingum lögfræðings Coldwater, sem kannað hefur þetta mál, er talið ólíkiegt að Ki-agan-stjórnin samþykki innflutn- ingshömlur og tollmúra á innfluttan fisk, þar sem það sé stefna hennar að stuðla að frjálsri verzlun og opinni samkeppni. Mál þetta var meðal annars kynnt á hauststjórnarfundi Coldwater fyrir skömmu og kom þar fram, að undanfarið ár hafi viðskiptanefnd Bandarikjanna staðið að rannsókn á samkeppnis- og afkomuáhrifum fiskinnflutn- ings á botnfisk- og skelfiskiðnað- inn í norðausturrikjum Banda- rikjanna. Markmið þessarar rann- sóknar sé að afla upplýsinga og sé þar lögð árherzla, en ekki ein- skorðun, á sjávarútveginn í Bandaríkjunum og Kanada. Rannsóknin hafi verið sett á laggirnar vegna kvartana aðila í sjávarútvegi í norðausturríkjum Bandaríkjanna vegna undirboða á fiski frá Kanada á mörkuðum i Nýja-Englandi og austurstrand- arríkjunum, en útvegurinn þar hafi ekki getað keppt við verð Kanadamanna. Vegna mikils fjárstuðnings Kanadastjórnarinn- ar búi sjávarútvegurinn í Banda- ríkjunum við gífurlega erfiða samkeppnisaðstöðu, sem ógni af- komu hans. Samkvæmt bandarískum lögum er heimilt að hefta innflutning á vörum, sem framleiddar eru með ríkisstuðningi og eru í samkeppni innlendan iðnað. Búizt er við því, að nefndin skili lokaskýrslu til Bandaríkja forseta 10. desember næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.