Morgunblaðið - 22.11.1984, Side 18

Morgunblaðið - 22.11.1984, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 I I ÞÖRS>*CAFE! / W \ STADUR VANDLÁTRA Vantar þig húsnæði fyrir: jólatrésskemmtun, fund, skóladansleik, erfidrykkju, árshátíð, brúðkaup, hljómleika, o.s.frv. Viö getum leigt út salarkynni okkar meö ýmsu móti, svo sem: EFRI SAL NEÐRI SAL anddyri og sal viö hringstiga á neöri hæð, svo og allt húsiö. Við höfum danshljómsveit, einleik á orgel eöa disco. Viö höfum allar veitingar eftir yöar óskum. Heimili: Póstnúmer:. Borg/Land: Lærið BYGGINGARTÆKMFRÆDI BYGGINGARUST Skráning fer fram í skólanum. Hringiö í síma 05-625088, eöa fylliö út miöan hér aö neöan og fáiö sendan bæklinginn „Information Byggetekniker — Byggekonstruktor". Kennsla hefst 7. janúar 1985. Byggeteknisk Höjskole Slotsgade 11 — 8700 Horsens, Danmark. Sendift mér bæklingínn „Informatíon Byggetekniker — Byggekonstruktor“. Nafn:__________________________________________ Borgames: Hæstiréttur sýkn- ar silungsveiöimenn Reglur ógildar vegna formgalla í Hæstarétti féll nýlega dómur þar sem þrír einstaklingar í Borgarnesi og í Melasveit voru sýknaöir af ákæru ákKruvaldsins um aö hafa stundaö ólöglegar veiðar í silungsnet í Borgarfirði/ósum Hvítár í júní og júlí 1982. í undirrétti, hjá sýslu- mannsembættinu í Borgarnesi, hafði fólkið verið dæmt í sektir vegna veiðanna og veiðarfæri gerð upptæk. Fólkið var skýnað vegna formgalla við útgáfu reglna um silungsveiði- bannið og tók Hæstiréttur því ekki afstöðu til aðalágreiningsmálsins, það er hvort veiðimennirnir ættu að þola sviptingu veiðiréttar og hvort lagnir þeirra væru í sjó eða á ósa- svæði Hvítar. Upphaf málsins er það að árið 1977 gaf landbúnaðarráðherra út auglýsingu um að silungsveiðar í lagnet í Borgarfirði fyrri hluta sumars væru bannaðar en nokkrir einstaklingar hafa verið með lagn- ir út frá Borgarnesi áratugum saman, og hafa sumar lagnirnar gengið mann fram af manni. Einnig eru jarðeigendur í Höfn í Melasveit, hinum megin fjarðar, með lagnir út frá landi sinu. Sil- ungsveiðifólkið hélt áfram veiðum sínum þrátt fyrir auglýsinguna en eftir athugun sýslumannsembætt- isins á rnálinu taldi ríkissaksókn- ari ekki unnt að byggja ákæru á auglýsingunni þar sem í henni var ekki vitnað til lagaákvæðis og í þær skorti refsiákvæði. I fram- haldi af því skoraði sýslumaður á landbúnaðarráðherra að gera við- eigandi breytingar svo auglýsing- in öðlaðist fullt lagagildi. Árið 1980 setti landbúnaðar- ráðherra nýjar reglur um veiðarn- ar, reyndar sömu reglur og fyrr en bætt úr því sem þá vantaði á. Átta veiðimenn voru aftur ákærðir á grundvelli þessarra reglna. Einn féll frá í millitíðinni en hinir sjö dæmdir sekir í undirrétti. Voru veiðimennirnir hver um sig dæmdir til að greiða 7.000 kr. skil- orðsbundna sekt í ríkissjóð, til greiðslu málskostnaðar og veiði- útbúnaður gerður upptækur. Þrír hinna dæmdu kærðu undirrétt- ardóminn til Hæstaréttar og voru þeir sýknaðir þar með nýlegum dómi. Fólkið var sýknað af öllum kröfum ákæruvaldsins á þeirri forsendu að við auglýsingu sil- ungsveiðibannsins í seinna skiptið hafi ekki legið fyrir meðmæli sýslunefndar og veiðifélaga, eins og þó sé áskilið í lax- og silungs- veiðilögunum sem útgáfa regln- anna byggðist á. Var það ekki tal ið nægja að meðmæli þessara að- ila hefðu legið fyrir við fyrri út- gáfu reglnanna sem talin var ógiid eins og fyrr segir. Þá dæmdi Hæstiréttur að allur kostnaður við rekstur málsins í héraði og fyrir hæstarétti skyldi falla á rík- issjóð. Vegna þess að Hæstiréttur sýknaði ákærðu vegna formgalla við útgáfu reglnanna tók hann ekki afstöðu til sjálfs deilumáls- ins. Deilan snýst um það að veiði- mennirnir vilja ekki jiola að vera sviptir, að minnsta kosti ekki bótalaust, rétti til veiða sem þeir hafa stundað í áratugi. Landbún- aðarráðherra taldi sig vera að Að undanförnu hefur staöiö yfir rannsókn á fiskinnflutningi til Bandaríkjanna, einkum frá Kanada, með hliðsjón af áhrifum hans á af- komu og samkeppnisstöóu sjávar- útvegs í norðausturríkjum Banda- ríkjanna. Samkvæmt upplýsingum lögfræðings Coldwater, sem kannað hefur þetta mál, er talið ólíklegt að Keagan-stjórnin samþykki innflutn- ingshötnlur og tollmúra á innfluttan fisk, þar sem þaó sé stefna hennar að stuðla að frjálsri verzlun og opinni samkeppni. Mál þetta var meðal annars kynnt á hauststjórnarfundi Coldwater fyrir skömmu og kom þar fram, að undanfarið ár hafi viðskiptanefnd Bandarikjanna staðið að rannsókn á samkeppnis- og afkomuáhrifum fiskinnflutn- ings á botnfisk- og skelfiskiðnað- inn í norðausturríkjum Banda- ríkjanna. Markmið þessarar rann- sóknar sé að afla upplýsinga og sé banna silungsveiðar í sjó á vorin til að þær trufluðu ekki laxgengd í árnar. Veiðimennirnir telja ósannað að lagnir þeirra séu í sjó, líkur séu á að þær séu á ósasvæði Hvítár. Fyrir Hæstarétti fór mik- ill tími í umfjöllun um þetta at- riði, það er hvar Hvítá endaði og hvar sjórinn tæki við en Hæsti- réttur tók sem sagt ekki afstöðu til þess. Má búast við að ráðherra gefi úr reglur um bann við sil- ungsveiðilögnum í Borgarfirði í þriðja sinn og að málið komi þá aftur til kasta Hæstaréttar. Eftir þennan dóm Hæstaréttar sitja fjórir þeirra sem dæmdir voru og ekki áfrýjuðu uppi með undirrétt- ardóminn, sem þó var skilorðs- bundinn hvað sektargreiðslur varðaði. Jón Oddsson hrl. flutti mál veiðimannanna þriggja fyrir Hæstarétti en Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. þar lögð árherzla, en ekki ein- skorðun, á sjávarútveginn í Bandaríkjunum og Kanada. Rannsóknin hafi verið sett á laggirnar vegna kvartana aðila i sjávarútvegi í norðausturríkjum Bandaríkjanna vegna undirboða á fiski frá Kanada á mörkuðum I Nýja-Englandi og austurstrand- arríkjunum, en útvegurinn þar hafi ekki getað keppt við verð Kanadamanna. Vegna mikils fjárstuðnings Kanadastjórnarinn- ar búi sjávarútvegurinn í Banda- ríkjunum við gífurlega erfiða samkeppnisaðstöðu, sem ógni af- komu hans. Samkvæmt bandarískum lögum er heimilt að hefta innflutning á vörum, sem framleiddar eru með ríkisstuðningi og eru í samkeppni innlendan iðnað. Búizt er við því, að nefndin skili lokaskýrslu til Bandaríkja forseta 10. desember næstkomandi. Rfldsstyrktur ílskinnflutnuigur til Bandaríkjanna: Litlar líkur tald- ar á innflutnings- hömlum og tollmúrum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.