Morgunblaðið - 22.11.1984, Page 19

Morgunblaðið - 22.11.1984, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 19 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir „Ég borða ekki lambakjöt," að- varaði erlendur gestur mig. „Ah ha, þú hefur ekki smakkað íslenskt," gortaði ég. „Reyndar ekki,“ svaraði hann dræmt. „Þú verður ekki fyrir vonbrigð- um,“ fullvissaði ég hann og lagði á borð. Kjell Bækkelund Tónlist Egill Friöleifsson Norræna húsið 20.11.84 Flytjandi: Kjell Bækkelund, píanó. Efnisskrá: verk eftir E.Grieg, Sparre-Olsen, J.Kvandal, A.Bibalo, C.Ives. Norski píanóleikarinn Kjell Bækkelund kvaddi sér hljóðs í Norræna húsinu sl. þriðju- dagskvöld og lék fyrir okkur verk eftir nokkur norsk tónskáld og Bandaríkjamanninn C.Ives. Kjell Bækkelund hefur lengi staðið í fremstu röð norrænna píanista og hlotið alþjóðlega við- urkenningu fyrir list sína. Hann hefur áður heimsótt okkur og glatt með píanóleik sínum. Það skal strax tekið fram, að ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með leik hans framan af að þessu sinni, sem tæplega einkenndist af sama fídonskrafti og snerpu og stundum áður. Að vísu gerði hann margt laglegt, en öryggi hans og glæsileg yfirferð var meira í ætt við rútínu atvinnu- mannsins en innblástur snill- ingsins. En hann spilaði sig upp og sýndi hvernig nota á slag- kraftinn í sónötu Bibalo. Annars hóf hann leik sinn með fjórum húmorsekum op. 6 eftir E.Grieg, fáheyrðum glaðlegum æskuverk- um, sem gefur í skyn hvers af honum má vænta. Næst heyrð- um við tilbrigði við norskt þjóð- lag op. 5 eftir Sparre-Olsen, en Kjell Bækkelund píanóleikari. hann lést fyrir stuttu. Og þá 3 slaattefantasier eftir Johan Kvandal, áheyrileg músík með þjóðlegum blæ. En það var í són- ötu Antonio Bibalo sem Bække- lund tók verulega til hendinni. Bibalo er norskur ríkisborgari en mun af ítölskum ættum. Hann samdi þessa sónötu árið 1974 og tileinkaði Bækkelund, sem Iætur vel að fást við hrjúfa tröllslega músík. „Tonnatak" gæti hún heitið sónatan sú og var hér flutt af miklum sann- færingarkrafti og tilþrifum. Tónleikunum lauk svo með sónötu nr. 2 eftir æringjann Charles Ives. Sá fór nú ekki al- deilis troðnar slóðir í tónsköpun sinni. Eða hverjum öðrum hefði dottið í hug að semja píanósón- ötu með aðstoð fiðlu, flautu og spýtu! Það er ekki heiglum hent að komast í gegnum slíkt fing- urbrjótartorf, sem þessi sónata er, en það vafðist ekki fyrir Kjell Bækkelund. Smásteikur úr læri með meiru fyrir 4—5 1 kg lærissneiðar 'k sítróna 1—2 laukar 1 paprika græn (M kg sveppir eða 1 dós niður- soðnir) feiti, hveiti, salt og pipar 1. Lærisneiðarnar skornar í 3—4 hluta. Bein fjarlægð og sem mest af fitulagi. 2. Kjötið er marið og flatt út með kjöthamri. Kjötstykkjunum er síðan velt upp úr hveiti (bland- að salti og pipar) og þau brúnuð í feiti. 2 matsk. matarolía og 1 matsk. smjörvi, brúnið mjög vel. 3. Steikunum er því næst raðað í eldfast fat eða í ofnpott. Kreist- ið safa úr Vfe sítrónu yfir kjötið, setjið ca. 3 matsk. af vatni hjá kjötinu, lokið pottinum og látið í heitan ofn. Bakið við meðal hita í 30 mín. 4. Laukurinn er sneiddur niður og léttsteiktur. Paprikan er skorin sundur og fræ fjarlægð. Hún er síðan skorin í u.þ.b. 'k sm breiða strimla og steikt með lauknum í nokkrar mínútur. í stað víns er kjúklingakraftur leystur upp í xh bolla af vatni sem því næst er helt yfir lauk- inn og suðan látin koma upp. Salti bætt við eftir þörfum. 5. Laukmaukið er síðan sett yfir steikurnar í pottinum og þær bakaðar áfram í 20 mín. í lok- uðum potti. Þegar meira er við haft má bæta sveppum í rétt þennan, ann- að hvort niðursoðnum sveppum eða nýjum íslenskum sveppum. Ef notaðir eru niðursoðnir sveppir (ekki kínverskir Ma Ling, þeir gefa réttinum ekki gott bragð), þá síið vökvann frá og blandið lauk og papriku á pönnu í steikingu. Nýja sveppi er ágætt að steikja á pönnu og láta yfir laukmaukið á steikunum um leið og þær eru bornar á borð. Hitið á pönnu 1 matsk. smjör og 'k matsk. matar- olíu. Skerið niður 250 gr. af nýjum sveppum, setjið á pönnuna og hristið um leið svo feitin nái að umljúka sveppina. Bætið hvít- lauksrifi út í og steikið við meðal- hita í 3—5 mín. og hristið oft. Bragðbætið með nokkrum dropum af sítrónusafa. Með kjötinu eru kartöflur sjálfsagðar sem meðlæti og t.d. rósakál eða Brussel sprouts sem nú er á íslenskum markaði. Verð á hráefni kfí lærissneiðar 242,30 kr. 1 sítróna 8,00 kr. 1 paprika 15,00 kr. 250 gr sveppir 80,00 kr. ISLENSKUR HÚSBÚNAÐUR Langholtsvegi 111, 124 Reykjavík, pósthólf 4212, sími (91) 686605 íslenskur húsbúnaður sparar þér tíma og fyrirhötn og auðveldar þér kaup á íslenskum húsbúnaði í háum gæðaflokki. íslenskur húsbúnaður sýnir úrval húsgagna og húsbúnaðar frá tíu þekktum íslenskum framleiðendum og gerir tilboð í stærri verkefni. Islenskur húsbúnaður hefur valin húsgögn fyrir heimiliö, skrifstofuna, skóla, sjúkrahús og elliheimili. Ennfremur áklæði, gluggatjöld, gólfteppi og lampa af ýmsum gerðum. Góð greiðslukjör og heimsendingarþjónusta. MICHELLE LEÐURSÓFASETT DATO RÚM OG KOJUR cc LU CO Samtals 345,00 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.