Morgunblaðið - 22.11.1984, Síða 22

Morgunblaðið - 22.11.1984, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 Atvinnumál á Dalvík: Þakkarávarp frá hjónunum á Þórustöðum, Vatnsleysuströnd Innilegar þakkir sendum við öllum þeim fjötmörgu œttingjum og vinum sem hjálpuðu okkur með ómet- anlegum gjöfum og allri aðstoð vegna brunans á Þórustöðum 10. marz 1984. Sérstakar þakkir til Magnúsar Ágústssonar, hreppstjóra Vogum og frú Höllu fyrir leigulaust húsnœði í 6 mánuði. Guð blessi ykkur öll. Hrefna Guðnadóttir, Páll V. Jónsson. -1x2 13. leikvika — leikir 17. nóvember 1984 Vinningsröó: 1X1—221 — 111—2XX 1. vinningur: 12 réttir — kr. 32.756,- 42597(4/11) 87574(6/11)*- 91917(6/11) 92733(6/11) 54597(4/11)+ 88331(6/11) 91919(6/11) 92883(6/11) 85729(6/11) 89679(6/11 91920(6/11) 93204(6/11)+ 86085(6/11)+ 90132(6/11) 91924(6/11) 94070(6/11)+ 2. vinningur: 11 réttir — kr. 874.- 948 37487 48973+ 85278 90159 93120 56721* 977 37488 49014 85730+ 90231 93203+ 56758* 1043+ 37734+ 51788 85731+ 90393 93206+ 57033* 2308 38053+ 52234 85732+ 90532 93209+ 57379* 3074 38329 52604 86070+ 90963 93212+ 89569+ 3076 39618 52723 86071+ 91162 93248 89576+ 3948 40312 54278 86076+ 91564 93509+ 92182 4522 40322 54720 86091+ 91747 93581+ 5704 40338 55171+ 86093+ 91916 94237 7045 40609 55182+ 86094+ 91918 94254+ 7050 40962 55184+ 86152+ 91921 182222 10681+ 41550 55408 86433+ 91922 36015* 12609 41679 55652 86640 91923 38400+* 12644+ 41926 55676 86932 92315 42417* 13766 43035 55765 87315 92731 43291* 16099 43130 57501 87316 92732 46880+* 16520 43131 57719 87635+ 92880 47019* 17822+ 43523 57822 87968+ 92882 49314+* 35189 43529 58469 87970 92884 51479* 35441 44700 59885+ 88300 92886 58287* 35442 46124 60352 88561 92892 85585+* 37481 46527+ 60401 88599 92901 181502* 37483 46985+ 60420 89580+ 92910 Úr 12. viku: 37485 47939+ 85191+ 89614+ 92937 56261+ * (2/11) Kærufrestur er til 10. desember ki. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriftegar. Kærueyöublöö fást hjá umboösmönnum og á skrifstofunni f Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimillsfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — íþróttamiöstööinni — REYKJAVÍK heldur málverka- og listmuna- uppboð á Hótel Borg sunnudaginn 2. desember 1984 í samráöi viö Listmunauppboö Siguröar Bene- diktssonar hf. Þeir sem áhuga hafa á aö koma verkum á uppboöiö eru vinsamlega beðnir um aö hafa samband viö Gallerí Borg, Pósthús- stræti 9 sem fyrst. Gallerí Borg er opið frá kl. 10.00—18.00 mánudaga — föstudaga og klukkan 14.00—18.00 um helgar. BORG Pósthússtræti 9, 101 Reykjavík, Sími 24211. KEA kaupir meirihluta í Söltunarfélagi Dalvíkur Dmlvík, 20. nóvember. KAUPFÉLAG Eyfirðinga á Akureyri hefur eignast 63% hlutafjár í Söltun- arfélagi Dalvíkur hf. Dalvíkurbær á 36% og tveir einstaklingar innan við 1 %. Þessi eignaskipti urðu á aðalfundi söltunarfélagsins sem haldinn var 26. október sl. Þáttaskiptin í sögu félags- ins verða þegar liðin eru 40 ár frá stofnun félagsins. Söltunarfélag Dalvíkur var stofn- að af útvegsmönnum á Dalvik haustið 1944 þegar þótti auðsætt að sameiginleg söltunarstöð drægi mjög úr vafstri og kostnaði við síld- arsöltun. Var hlutamönnum á síld- arbátum og öðrum þeim sem at- vinnu höfðu af sjávarútvegi boðið að gerast hluthafar. Stofnfundur var haldinn 17. desember 1944 og fyrstu stjórn félagsins skipuðu Eg- ill Júlíusson formaður, Páll Frið- finnsson, Gunnar Jónsson, Sigfús Þorleifsson og Jón S. Stefánsson. Var Egill jafnframt fyrsti fram- kvæmdastjóri félagsins. Hjá félaginu var nær eingöngu söltuð síld og frá stofnun þess, i nær aldarfjórðung, féll ekki ár sem ekki var tekið á móti síld til söltun- ar. Sum árin var söltunarstöð Sölt- unarfélags Dalvíkur með hærri söltunarstöðvum á landinu og mik- ils metin og virt af erlendum salt- síldarkaupendum. Árið 1977 urðu þáttaskil í starf- semi félagsins en það ár keypti fé- lagið rækjutogarann Dalborgu EA-317, 300 lestir að stærð, og togskipið Arnarborg EA-316, 105 lestir. Hóf Söltunarfélag Dalvíkur rækjuveiði og kom sér jafnhliða upp rækjuverksmiðju. Vegna erfið- leika öðru hverju f markaðsmálum rækjuvinnslunnar hefur félagið af og til orðið að fara í saltfisks- og skreiðarverkun. Hin síðustu ár hefur félagið átt við verulega rekstrarfjárerfiðleika að stríða og var ekki lengur undan því vikist að gera fjárhagslega endurskipulagningu á fyrirtækinu. Niðurstaða þeirrar skipulagningar varð að „stóri bróðir", Kaupfélag Eyfirðinga, lagði ásamt Dalvík- urbæ fram umtalsvert hlutafé jafn- framt því sem kaupfélagið keypti upp mestan hluta af eldra hlutafé, sem var í eigu einstaklinga. Á nú Kaupfélag Eyfirðinga 63% hluta- fjár, Dalvíkurbær 36% en innan við 1% hlutafjár er í eigu Hallgríms Antonssonar og Aðalsteins Lofts- sonar, en hann er nú einn eftir hinna upphaflegu hluthafa. I nýútkomnum KEA-fregnum segir að vegna tilmæla frá bæjar- stjórn Dalvíkur hafi kaupfélagið ekki viljað skorast undan því „að taka þátt í athugun á málefnum Söltunarfélags Dalvíkur með sér- stöku tilliti til atvinnumála Dalvík- ur en einnig með hráefnisöflun fyrir fiskiðjufyrirtæki félagsins á Dalvík og í Hrísey í huga.“ Á aðalfundi Söltunarfélags Dal- víkur, sem haldinn var 26. október sl., var kjörin ný stjórn fyrir félag- ið. Formaður er Kristján Ólafsson sjávarútvegsfulltrúi KEA, varafor- maður Stefán Jón Bjarnason, bæj- arstjóri, og ritari Rögnvaldur S. Friðbjörnsson útibússtjóri. Aðrir stjórnarmenn eru Valur Arnþórs- son, kaupfélagsstjóri og stjórnar- formaður Sambands ísl. samvinnu- félaga, og Jón Baldvinsson, bæjar- fulltrúi á Dalvík. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins er Jóhann Ant- onsson. Vænta má mikilla breytinga á starfsemi Söltunarfélags Dalvíkur eftir þessi eigendaskipti, því rekst- ur félagsins verður samræmdur rekstri fiskiðjuvera KEA og þeirra útgerðarfélaga, sem kaupfélagið á aðild að. Meðal þeirra eru Útgerð- arfélag Dalvíkinga hf., Útgerðarfé- lag KEA og Árver, rækjuvinnsla Árskógsstrendinga. I dag er gerður út einn bátur á rækjuveiðar frá Dalvík, Bliki EA- 12, og landaði hann nú fyrir helgi 3 tonnum hjá Söltunarfélagi Dalvík- ur. Engin vinnsla fer þó fram í rækjuvinnslu söltunarfélagsins um þessar mundir og var aflanum ekið inn á Árskógsströnd og hann unn- inn í Árveri, nýrri rækjuverksmiðju þar. Valborg, togari félagsins, siglir nú með afla og mun selja í Bret- landi á fimmtudaginn 22. nóvem- ber. Baldur, togari Upsastrandar hf., sem er sameiginleg eign Söltun- arfélags Dalvíkur og Blika hf. land- ar aflanum til helminga milli eig- enda. — Fréttaritarar. SÍS fellir niður flutningsgjald af allri matvöru Flutningskostnaður á verði matvöru frá matvörudeild verslunardeildar Sambands íslenskra samvinnufélaga verður felldur niður í byrjun næsta mánaðar, að því er Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Sambandsins, sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gær. „Þetta á við yfir 2000 vörunúmer, alla daglega neyslu- og matvöru, sem mat- vörudeildin selur,“ sagði Valur. Um tekjumissi Sambandsins af þessari niðurfellingu sagði Valur að vissulega væri um að ræða „veru- legar fjárhæðir en það er stefnt að því að aukin hagræðing í rekstrin- um, meiri veltuhraði og meiri við- skipti í kjölfar lækkunarinnar standi undir þeim kostnaði. Þetta er veruleg hagsbót fyrir fólk á lands- byggðinni,“ sagði hann. Hann sagði að verð á almennri matvöru myndi lækka á endastað vörunnar en misjafnt væri eftir stöðum hversu lækkunin myndi verða mikil. „Vörur lækka sem nem- ur flutningsgjaldinu og heldur betur því söluskattur hefur verið lagður ofan á flutningsgjaldið," sagði Valur Arnþórsson. Þess má geta, að á Akureyri hefur flutningskostnaður ekki verið reikn- aður í verð matvöru í stórmarkaði Hagkaups. NÝTT ÚTLIT Vegna opnunar bjóðum viö nú 25% afslátt á permanenti og klippingu. Einnig bjóöum viö 25% afslátt á andlits- baöi meö handsnyrtinau og litun. Notfæriö ykkur þetta einstæöa tækifæri Veriö velkomin. Tímapantanir í síma 14477 og 22353. og Snyrtistofa Önnu Bergmann TOPP hárgreiöslu- og snyrtistofu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.