Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 Gaseldamir f Mexíkóborg: 100.000 manns flutt á brott af svæðinu Mexfkóborg, 21. nóvember. AP. ÞÚSUNDIR manna sem misstu heimili sín í hinni gífurlegu gassprengingu I Mexíkóborg hófu í gær leit að ættingjum sínum, sem saknað er, í sjúkrahús- um og í líkgeymshim. Starfsmenn Rauða krossins töldu að um 300 manns hefðu farist í eldinum og 500 hið fæsta hlotið alvarleg brunasár. Hús í Tlalnepantla, sem er lág- birgðastöðvarinnar og komið hin- stéttarhverfi í norðurhluta borg- arinnar, jöfnuðust við jörðu á mánudagsmorgun, þegar hver stórsprengingin rak aðra í gas- birgðastöð í eigu Pemex-olíufyr- irtækisins, sem er ríkisrekið einkasölufyrirtæki. Að sögn emb- ættismanna voru um 100.000 manns flutt burt af nærliggjandi svæðum. Saksóknari Mexíkóborgar, Serg- io Garcia Rameriez, tilkynnti í gær, að embætti hans hefði í sam- vinnu við embætti saksóknara ríkisins hafið rannsókn á orsök sprenginganna. „Við sláum engu föstu um það fyrirfram hvað gerð- ist, heldur verður það leitt I ljós með nákvæmri rannsókn," sagði hann. Talsmaður ríkisolíufélagsins, Salvador del Rio, sagði á mánu- dag, að bráðabirgðaathuganir bentu til þess, að gasflutningabíll hefði sprungið inni á svæði Veður víða um heim Akureyri +1 skýfaó Amsterdam 9 rigning Aþena 18 skýiaó Barcelona 16 akýjað Berttn 5 skýjaó Brussel 12 rigning Chicsgo 3 heíAakirt Dubhn 6 rigning Feneyjar 9 skýjaó Frankfurt 6 rigning Genf 9 skýjaó Hslsinki 3 skýjaö Hong Kong 21 heiðskírt Jerúsalem 19 hafðskírt Kaupmannahöfn 5 skýjað Las Palmas 23 skýjsð Lissabon 20 skýjað London 13 skýjað Los Angeles 24 heiðskírt Luxemburg 6 skýjað Malaflii 20 heiöskírt Maltorca 19 léttskýjað Miami 28 skýjað Montreal +3 tkýjað Moskva +4 skýjað New York 4 heiðskírt Osló 2 skýjað París 13 skýjað Peking 10 heiðskfrt Reykjavík 2 háHskýjaö Rk> de Janeiro 29 skýjaö Rómaborg 14 skýjað Stokkhólmur 4 skýjað Sydney 34 hsiðskfrt Tókfó 12 skýjað Vinarborg S heíðskírt Þórshöfn S skúr Oleg Bitov lækk- aður í stöðu Monk.a, 21. ■ÍTember. AP. OLEG Bitov, sovézki blaðamaðurinn, sem fUði til Bretlands en sneri síðan aftur heim með þá sögu, að sér hefði verið rænt, er nú aftur byrjaður að starfa hjá bókmenntatímaritinu Lit- eraturnaja Gazetta. Hann hefur hins vegar verið lækkaður f stöðu. Bitov hvarf í Feneyjum sumarið 1983, á meðan hann fylgdist þar með kvikmyndahátíðinni fyrir hönd Literaturnaja Gazetta. Sfðan kom hann fram í London, þar sem hann skrifaði blaðagreinar undir eigin nafni með gagnrýni um Sov- étríkin. Hann hvarf síðan aftur í september sl. en kom svo fram á fréttamannafundi í Moskvu, þar sem hann sagði, að sér hefði verið rænt. um sprengingunum af stað. Þar sem fólk safnaðist saman fyrir utan eina af bráðabirgða- líkgeymslunum á svæðinu sagði Rosa Chavez við fréttamenn: „Þeir hefðu fremur átt að láta líkin liggja í heimahúsum en færa þau hingað. Þá hefði verið auðveldara fyrir okkur að bera kennsl á þau. Elizabeth Flores de Escalante, sem var ein af þeim sem af komust úr eldinum, sagði, að fólki hefði verið sagt, að það fengi ekki að snúa aftur til heimkynna sinna f bráð, svæðið væri óhæft til íbúðar vegna mengunar, þar væru enn mörg lík og fjöldi dýrahræja, auk þess sem eldar brynnu þar enn. Fjölmennar hjálparsveitir sjálfboðaliða, m.a. lækna og hjúkrunarliðs, hófu fljótlega störf á slysstað, auk þess sem matvæli og lyf hafa borist. Hermenn sem haft hafa gæslu með höndum á svæðinu hafa tekið 20 innbrots- þjófa höndum. Enginn fær að fara inn á yfirgefnu svæðin. Líbýska morðsveitin í Kaíró: Akærð fyrir nnitur, samsæri og njósnir talið þeim trú um, að þeir hefðu ráðið Abdel-Hamid Bakoush, fyrr- um forsætisráðherra Líbýu, bana. Ragaa E1 Araby, yfirsaksóknari egypska ríkisins í öryggismálum, sagði AP-fréttastofunni, að engar formlegar kærur hefðu verið lagð- ar fram í máli mannanna fjög- urra. Kvað hann rannsóknaraðil- ana hafa i hyggju að ákæra þá fyrir að hafa „staðið ( sambandi við“ erlent ríki, alþjóðlega mútu- starfsemi og morðsamsæri. í egypsku lagamáli jafnast fyrstnefnda atriðið á við njósnir. K.író, EcpUludi, 21. ■órember. AP. LÍBÝSKA morðsveitin sem send var til Kaíró í því skyni að myrða fyrr- verandi forsætisráðherra Líbýu, hélt áfram með ætlunarverk sitt, enda þótt þremur mannanna af fjórum í sveitinni væri kunnugt um, að sam- starfsmenn þeirra í Egyptalandi væru lögreglumenn, að því er eg- ypska stjórnarmálgagniö Al-Ahram sagði í dag. Nú er verið að yfirheyra menn- ina, að sögn blaðsins, tvo Breta og tvo Möltubúa, en þeir voru allir handteknir á laugardag, þegar lögreglan hafði leitt þá í gildru og PLO-fundur í Amman: Ammaa, Jórduiu. 21. BÓTember. AP. JASSER Arafat, leiðtogi PLO-sam- takanna, kom í dag til Amman, böf- uðborgar Jórdaníu, til að sitja fund palestínska útlagaþingsins sem hann hefur kvatt saman á fimmtudag þrátt fyrir mótmæli þeirra flokka PLO, sem hliðhollir eru Sýrlend- ingum. Stuðningsmenn Arafats héldu þvi ákveðið fram, að hann nyti stuðnings meirihluta fulltrúanna til þess að halda þennan fund, enda þótt PLO-fylkingar sem Sýr- lendingar styðja hefðu ákveðið að hundsa samkomuna. Símamynd/AP Hluti skólabyggingar í Kortrijk, 60 km vestur af Brussel, hrundi f gær og að minnsta kosti tveir nemendur biðu bana. Skólabygging í Belgíu hrundi Nær Arafat fvrri áhrifum sínum? Kortrijk, Belgfn, 21. dót. AP. HLUTI byggingar kaþólsks telpna- skóla í Kortrijk í Belgíu hrundi f dag og að minnsta kosti tveir nemendur biðu bana og 47 voru fluttir í sjúkra- hús, þrfr þeirra alvarlega slasaöir. Tvær kennslustofur skólans hrundu, sennilega vegna bygg- ingarframkvæmda rétt við skóla- húsið. Verkamenn voru að vinna við grunn undir nýtt leikfimihús skólans og sennilega olli það hruni skólahússins að sögn lögreglu. Skömmu eftir hrunið komu margir foreldrar til skólans í leit að börnum sínum. Slysið varð kl. 9 um morguninn og þremur tímum síðar hafði tekizt að komast að raun hvar allir nemendurnir væru niðurkomnir. Nám í skólanum stunda stúlkur á grunnskólastigi. Charles-Ferdinand-Nothomb innanrikisráðherra fór á slysstaö- inn og talsmaður konungshallar- innar í Brussel sagði að Fabiola drottning mundi heimsækja nokkra þeirra sem slösuðust síðar um daginn. Svíþjóð: Skatturinn vildi fá meira en nam öllu eigunum Htokkhólmi, 21. ■ÓTember. AP. UMRÆÐAN og andstað- an gegn sænsku skatta- lögunum blossaði upp f gær þegar frá því var skýrt, að dánarbú einnar ríkustu konu í landinu hefði verið lýst gjaldþrota og var ástæðan sú, að erfðafjárskatturinn var meiri en nam öllum eign- unum. Eignir Sally heitinnar Kistner voru metnar á 311 milljónir sænskra króna þegar hún lést í mars sl. 86 ára að aldri. Þegar dánarbúið hafði verið gert upp 12. nóv- ember sl. þóttust erf- ingjarnir að sjálfsögðu eiga góðan glaðning i vændum en komust þó að því sér til skelfingar, — og dánarbú einnar ríkustu konu í landinu því lýst gjaldþrota að þeir skulduðu rfkinu 20 milljónir s.kr. Erfðafjárskatturinn var miðaður við 311 milljónirnar og ákveð- inn 250 milljónir króna en í millitíðinni, frá því að konan lést og þar til f nóvember, höfðu eign- irnar rýrnað um nærri 100 millj., úr 311 í 230 millj., vegna þess, að þær voru að stórum hluta í hlutabréfum, sem höfðu fallið í verði. „Það er meira en réttlætiskennd venju- legs manns fær þolað þegar skattlagningin likist engu öðru en eignaupptöku," sagði f leiðara blaðsins Ex- pressen en fyrirsögnin var: „Réttlætið tekið til gjaldþrotaskipta." I Expressen sagði, að Sally heitinn hefði á sfn- um tíma verið bent á ýmsar leiðir til að kom- ast hjá skattlagningu en hún ekki viljað fara eftir þeim. í Svíþjóð er það algengt, að fólk beiti alls kyns lagakrókum til að komast hjá skattinum, sem er einhver sá hæsti f heimi. Oft er t.d. myndaður sérstakur sjóður um eignirnar, sem fjölskyldan stjórn- ar, og þá þarf alls engan skatt að greiða. Ef arf- urinn er hins vegar allur í reiðufé tekur ríkið til sín 70%. Erfingjar Sally heit- innar Kistner vonast nú til, að ríkið sýni þeim náð og miskunn og forði þeim frá gjaldþroti með þvf að lækka skattinn, en það er heimilt þegar hlutabréf hafa fallið mikið í verði. Filippseyjar: Marcos lasinn annað ekki — segir Imelda forsetafrú Maaila, 21. nóveinber. AP. FRÚ Imelda Marcos, forsetafrú á Fil- ippseyjum, sagði í útvarpsviðtali í dag, að Ferdinand Marcos forseti væri las- inn af kvefi og dveldist nú af þeim sökum úti á sjó um borð í lysti- snekkju sinni. Hefði læknir hans sagt honum, að kvefið gæti hæglega snúizt upp í lungnakvef og þvf ráðlagt bon- um að fara sér hægt að sinni. Þetta er f fyrsta sinn, sem frú Imelda skýrir opinberlega frá heilsufari Marcos, eftir að alls kon- ar getgátur um heilsufar forsetans komust á kreik fyrir einni viku. „Gefið okkur aðeins þrjá til fjóra daga, svo að forsetinn geti hvilt sig svolítið," sagði frú Imelda. Vfsaði hún þeim orðrómi á bug sem hlægi- legum, að forsetinn hefði gengizt undir hættulegan uppskurð eða að hann væri alvarlega sjúkur. Gagnárásir á Víetnama AruyaprstlKt, 21. BÓTenber. AP. STÓRSKOTALIÐ Thailendinga og Víetnama háðu einvígi á landamærum Thailands og Kambódfu í dag og skæruliðar Rauðra Khmera reyndu að ná aftur herbúðum, sem vfetnamskir bermenn hafa náð á sitt vald. Thailendingar segja að skærulið- ar reyni að umkringja víetnömsku hermennina f herbúðunum. Um þriðjungur þeirra eru á valdi Vfet- nama og þær eru rétt innan kamb- ódfsku landamæranna. Víetnamar flytja nú liðsauka og þung vopn til landamæranna. Rauðir Khmerar hafa 3—4.000 her- menn á Nong Chan-svæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.