Morgunblaðið - 22.11.1984, Page 25

Morgunblaðið - 22.11.1984, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 25 Allsherjarverkfall í Baskahéruðum Spánar Skotið á hershöfðingja á fjölförnu stræti í Madrid Madríd, 21. nÓTember. AP. BASKAR á Nordur-Spáni bjuggu sig I dag undir ailsherjarverkfall á morgun, fimmtudag. Ætlunin með verkfallinu er að mótmæla morðinu á Santiago Brouard, einum helzta forystumanni aðskilnaðarhreyfingar Baska, en hann var skotinn til bana í Bilbao á þriðjudag. Mikill ótti ríkir nú á Spáni við enn frekari ofbeldisaðgerðir. f morgun var ráðizt á Luis Roson Perez, 66 ára gamlan hershöfð- ingja, í Madrid og hlutu hann og bílstjóri hans hættuleg skotsár. Tveir óþekktir byssumenn sátu fyrir bíl hershöfðingjans í morg- un, þar sem hann ók um fjölfarna götu í miðborg Madrid. Bæði hershöfðinginn og bílstjóri hans voru fluttir á sjúkrahús hættulega særðir, en talið var þó, að unnt yrði að bjarga iífi þeirra. Roson hershöfðingi er bróðir Juan-Jose Roson, sem var um skeið innanrikisráðherra Spánar í tveimur samsteypustjórnum mið- Barði dóttur sína til bana Catiiia, Sikiley, 21. nóvember. AP. TUTTIJGU og tveggja ára gömul stúlka á Sikiley lézt í dag, eftir að faðir hennar hafði barið hana til óbóta fyrir að trúlofast manni, sem hann hafði vanþóknun á. Hefur fað- irinn, Salvatore Guastella, 46 ára gamall bóndi á Sikiley, verið hand- tekinn ákærður um morð. og hægriflokkanna. Gekkst hann fyrir sakaruppgjöf handa herská- um Böskum árið 1977, eftir að Spánn tók aftur upp þingræðis- stjórn. Mikil hætta er talin á alvarleg- um óeirðum í Baska-héruðunum í tengslum við verkfallið á morgun. Strax i kvöld kom til mikilla óeirða í borgunum San Sebastian og Renteria í grennd við frönsku landamærin, er þúsundir manna gengu þar um stræti og létu ófrið- lega. Reistu þeir götuvirki og köst- uðu heimatilbúnum sprengjum að lögregiumönnum, sem reyndu að stilla til friðar. Útför Santiagos Brouard, sem var barnalæknir og 65 ára að aldri, á að fara fram á morgun, fimmtudag, í borginni Lequeito, þar sem hann var fæddur. Einkennishúfa spánska hershöfðingj- as Luis Roson Perez liggur I framsæti bifreiðarinnar eftir skotárásina í gærmorgun. Tveir óþekktir tilræðis- menn sátu fyrir bifreið hershöfðingj- ans á fjölförnu stræti í miðborg Mad- rid. Er bifreiðin nálgaðist, lyftu þeir byssum sínum og létu kúlurnar rigna yfir hana. Hershöfðinginn og bflstjóri hans voru fluttir á sjúkrahús hættu- lega særðir, en báðum er þó hugað líf. Eins og sjá má er sæti bifreiðarinnar þakið glerbrotum. London: „Hagkvæmt hús fyrir horaða“ LondoD, 21. nóvember. AP. MJÓSTA hús í London, sem er aöeins tveggja metra breitt og auglýst sem „sérstaklega hag- kvæmt fyrir horaða“, var selt í dag á uppboði fyrir 33.000 pund, rúmlega 1600.000 ísl. Boðin í húsið hófust á 20.000 pundum og þremur mínútum síðar hafði Jam- es Cooper, 56 ára gamall lögfræðingur, tryggt sér það fyrir 33.000. „Ég er ekkert sérstaklega grann- ur,“ sagði Cooper, „en mér tókst þó að komast inn úr dyrunum. Þetta er lítið hús á þverveginn og líklega verð ég að fá í það sérsmíð- uð húsgögn." Mjóa húsið er upp á fimm hæðir, með níu her- bergjum og stendum við Goldhawk Road 110 í Vestur-London. Stal öllu sem stela mátti Dorking, EngUndi, 21. nórember. AP. KOMIZT hefur upp um ræstingakonu, sem stal öllu, sem stela mátti, í gistihúsi því í Suður-Englandi, þar sem hún vann. Skildi hún ekkert eftir heldur tók allt frá sykurboxum til Ijósakróna. Upp komst er lögreglan fann geymslu eina í kjallaranum, þar sem konan bjó. Líktist geymslan Aladdíns-helli, svo troðin var hún af furðulegustu munum, sem ekki voru nýttir, heldur vandlega raðað til geymslu. Konan, sem er 28 ára gömul og ar og skeiðar, 10 katlar, b ijosa- heitir Maria Unsworth, var yfir- heyrð af lögreglunni, eftir að starfsmenn á gistihúsinu höfðu tekið eftir því, að hún kom þung- um poka fyrir á afviknum stað. Þegar að var gáð reyndist pok- inn innihalda kaffi, te, brauð og fatnað, sem konan hafði tekið ófrjálsri hendi á gistihúsinu. En það var fyrst þegar leitað var heima hjá henni, að menn urðu virkilega hissa. Þar fundust 13 kaffikönnur, 350 hnífar, gafl- krónur, yfir 60 öskubakkar, 283 salernisrúllur, 426 handklæði, 236 rúmlök, 160 pund af smjöri, vínflöskur, bækur og alls konar hlutir aðrir. Er verðmæti hinna stolnu muna talið nema um 13.000 pundum (tæplega 650.000 kr.). Eftir að Maria Unsworth hafði játað sekt sína, fékk hún þriggja ára skilorðsbundinn dóm. Kína: Bær friðaður í heilu lagi Peking, 21. nórember. AP. KÍNVERSK yfirvöld hafa af menn- ingarsögulegum ástæðum friðað bæ- inn Tongli í Jiangsu-héraði í austur- hluta landsins. Um 2.500 fjölskyldur búa í Tongli og er þar að finna hús frá ýmsum skeiðum, m.a. frá tímum Ming-konungsættarinnar (1368— 1644). Tongli er fyrsti kínverski bær- inn sem friðaður er í heilu lagi. Um 40% húsanna eru gömul ein- býlishús og er enn búið í flestum þeirra. LflUf ^VIUDflP Hlið A 1. Trompet Voluntary í D lag: Henry Purcell piccalótrompet: Ásgeir Steingríms- son orgel: dr. Orthulf Prunner tími: 3,20 2. Aría á G-streng. lag: J.S. Bach Strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Islands leikur. tími: 3,16 3. Steppen Zauber lag: Walter Fenske úts.: Herbert Gabriel kvartett: Jónas Þ. Dagbjartsson, fiöla sr. Gunnar Björnsson, cello loan Stupcano, kontrabassi Jónas Þórir, píanó tími: 5,15 4. Ljóö móöur minnar. lag: A. Dvorak þýöing: Jón Gunnarsson sópran: Anna Júlíana Sveinsdóttir fiöia: Jónas Þ. Dagbjartsson píanó: Jónas Þórir tími: 2.53 5. Ó, undur líts. lag: Jakob Hallgrímsson Ijóð: Þorsteinn Valdemarsson söngtríó: Hildigunnur Rúnarsdóttir Marta Guörún Halldórsdóttir Hildigunnur Halldórsdóttir tími: 2,42 6. Yfir hverri eykt á jörðu. lag: Gunnar Reynir Sveinsson Ijóó: Stefán frá Hvítadal bassi: Halldór Vilhelmsson óbó: Kristján Þ. Stephensen orgel: Gústaf Jóhannesson tími: 4,50 7. Mánaskin. lag: Sigfús Haildórsson Ijóð: Friörik Hansen tenór: Friöbjörn G. Jónsson píanó: Sigfús Halldórsson tími: 2,50 HliðB 1. Salut de Amore. lag: E. Elgar tríó: Jónas Þ. Dagbjartsson, fiöla sr. Gunnar Björnsson, celló Jónas Þórir, píanó tími: 3,15 2. Slá þú hjartans hörpustrengi. lag: J.S. Bach Blandaöur kór syngur orgel: Gústaf Jóhannesson tími: 2,56 3. Ave Maria. lag: Schubert cello: sr. Gunnar Björnsson orgel: Jónas Þórir tími: 2,56 4. Líebesleid. lag: Kreisler fiöla: Einar Grétar Sveinbjörnsson pianó: Þorkell Sigurbjörnsson tími: 3,17 5. Þá var ég ungur. lag: Jónas Þórir Ijóö: örn Arnarsson bassi: Halldór Vilhelmsson píanó: Jónas Þórir tími: 3,47 6. Heyr himna smiður. lag: Þorkell Sigurbjörnsson Ijóö: Kolbeinn Tumason, kvartett syngur: Elín Sigurvinsdóttir, sópran, Anna Júlíana Sveinsdóttir, alt, Friöbjörn G. Jónsson, tenór, Halldór VII- helmsson, bassi, orgel: Jónas Þórir tími: 3,25 7. Jólasálmur lag: Páll Isólfsson Ijóð: Freysteinn Gunnarsson sópran: Elín Sigurvinsdóttir orgel: Marteinn H. Friöriksson tími: 3,09 Mroskahjátp Falleg og Ijúf jólagjöf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.