Morgunblaðið - 22.11.1984, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.11.1984, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÖVEMBER 1984 p eða gundir í upphafi var mjög á það deilt á Alþingi að sjávarútvegsráðherra fengi einstakt og óæskilegt vald yf- ir fiskveiðum okkar með þeim heimildarlögum, sem Alþingi veitti til stjórnunar fiskveiða á þessu ári. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka honum og meðnefnd- armönnum mínum fyrir samstarfið um leið og ég læt þess getið, að sjávarútvegsráðherra hefur í engu tilfelli beitt valdi sínu, nema hafa áður fengið einróma álit nefndar- innar. Framleiðslan Nú er áætlað að sjávarvöru- framleiðslan nemi 15,9 milljörðum þetta góða raun og veiddum við nú meiri rækju en nokkru sinni fyrr og tvöfölduðum aflann frá árinu áður. í lok október nam rækjuafl- inn 20 þúsund lestum á móti 10 þúsund lestum á sama tíma í fyrra. Nokkur reynsla er nú komin á útgerð togara sem vinna aflann um borð. Gefur sú reynsla ástæðu til bjartsýni um þessa útgerð og hug- leiða nú nokkrir aðilar að láta breyta skipum sínum í þeim til- gangi að vinna aflann um borð. Ekki verður um það að ræða að stórum hluta flotans verði breytt á þennan veg, en framleiðsla þessara skipa er mjög eftirsótt vegna fersk- leika fisksins þegar hann er fryst- ur. Ljóst er að nýting véla og tækja er miklu betri um borð í þessum skipum, því þau nýtast 24 stundir á sólarhring 7 daga vikunnar í stað þess að þau nýtast oft ekki nema 8 stundir 5 daga vikunnar í landi. Nýting véla og tækja í frystihúsum okkar stenst ekki samanburð við notkunartíma í samkeppnislöndun- um eins og Kanada þar sem vart þekkist annað en að vinna á tví- skiptum 8 tíma vöktum í frysti- húsum. Afkoman Afkoma fiskiskipanna hefur ver- ið slæm á þessu ári, þó er líklegt að afkoman verði eitthvað betri en undanfarin ár. að nú stendur öllum til boða að taka sömu gengisáhættu og sömu vaxtakjör. Nú er veitt eitt nýtt lán í stað margra sem fyrir voru. Skuldbreyting lausaskulda í því formi, sem stjórnvöld hafa hugsað hana, virðist ekki ætla að koma að gagni. Svo virðist að viðskiptaaðil- ar útgerðarinnar séu svo vel settir að þeir geti hafnað greiðslu á 40% af viðskiptaskuld, ef þeir þurfa að lána 60% af skuldinni I þrjú til fimm ár. Er nauðsynlegt að ákvæði reglna um þetta efni verði breytt á þann vega að útvegsmaður geti ráðstafað því láni, sem honum býðst án skilyrða um lán frá við- skiptaaðila. Mér virðist, að ítrekað- ar skuldbreytingar séu viðurkenn- ing stjórnvalda á því, að þeim hafi mistekist að skapa viðunandi starfsskilyrði fyrir undirstöðuat- vinnuveg þjóðarinnar. Mér finnst einnig, að of margir { okkar hópi leggi of mikið upp úr ráðstöfunum eins og þessum og horfi ekki þess í stað á það sem mikilvægara er, en það eru starfsskilyrðin sjálf. Með áframhaldandi skuldbreytingum, sem veittar eru með verðtryggingu og háum vöxtum, eyðist eigið fé fyrirtækjanna og gerir þau máttlít- il til að takast á við vandamálin á hverjum tíma. Gengisfelling Nú hefur gengi krónunnar verið bundum vonir við að þessar við- ræður gætu borið nokkurn árang- ur, sérstaklega þegar þær færu fram milli aðila án milligöngu hins opinbera. En svo vissir voru full- trúar olíufélaganna um það skjól, sem þeim er veitt af hinu opinbera, að okkar viðræðuaðilar neyddust til þess að slíta viðræðunum og töldu tilgangslaust að halda þeim áfram. Gerðu þeir það vegna þess að fulltrúar olíufélaganna vildu ekki gefa nauðsynlegar upplýs- ingar og þeir sýndu engan vilja til breytinga á núverandi verðlagn- ingu á olíu. I skýrslu viðræðunefndar okkar kemur fram að um 200 milljónir króna fara nú í Verðjöfnunarsjóð á gasolíu og svartolíu. Til saman- burðar má geta þess að útgjöld Verðjöfnunarsjóðs námu um 60 milljónum króna á árinu 1982. Hafði verðjöfnunargjaldið hækkað um 230% þegar laun höfðu hækkað um 76%. Hér var því um dulda viðbótarálagningu að ræða, sem nemur 70—80 milljónum króna. Á þessari hækkun fengust engar skýringar aðrar en þær, að flutn- ingstaxtar skipa olíufélaganna hefðu hækkað í sama hlutfalli og flutningstaxtar annarra skipafé- laga. Sjáum við af því, hvers vegna flutningar að og frá landinu eru svo dýrir sem raun ber vitni. Ríkis- stjórnin lofaði sl. sumar að endur- skoða verðlagningu á olíu og átti Frá 45. aðalfundi LÍÚ: Sjávarútvegsráðherra í ræðustól. ¥ r1* l króna á þessu ári, en hún nam 12,6 milljörðum króna á sl. ári. Hækk- unin nemur 27%. Þjóðhagsstofnun telur að breyting gengis verði um 27% að meðaltali og er því raun- gildi óbreytt milli ára. Talið er að sjávarvöruframleiðslan aukist um 6,5%, en vegna verðlækkana á er- lendum mörkuðum eykst ekki verð- mæti framleiðslunnar, því verð- lækkunin jafngildir aukinni fram- leiðslu. Verðlækkun hefur orðið á fryst- um afurðum í Bandarikjunum og Ráðstjórnarríkjunum. Söltuð síld lækkaði í verði svo og fryst rækja, loðnulýsi og loðnumjöl. Verðlækk- un varð í upphafi árs á saltfiski, en síðari hluta ársins hefur verðið hækkað. Verðhækkun saltfisks jafngildir þó aðeins því, sem greitt var úr Verðjöfnunarsjóði fyrri hluta ársins, en þá var saltfiskdeild sjóðsins tæmd. Saltfiskframleið- endur hafa hafið nýja verkun á saltfiski fyrir Spánarmarkað, sem nefnist „tandurfiskur" og gefur sú framleiðsla góðar vonir um betri afkomu við saltfiskverkun. Ekki er unnt að gera sér fulla grein fyrir hver heildarafli þessa árs verður fyrr en vitað er, hve mikið má veiða af loðnu, en miklu skiptir fyrir loðnuflotann, að hann fái nú viðunandi verkefni eftir veiðitakmarkanir undanfarinna ára. Útgerð loðnuskipa á nú f mikl- um rekstrarerfiðleikum vegna lækkaðs verðs á loðnuafurðum. Ákveðið var i upphafi árs að leyfa úthafsrækjuveiðar án afla- marks á skip og án heildarafla- marks í þeim tilgangi að fá fram meiri sókn og frekari könnun á aflamöguleikum við landið. Gaf Á árunum 1977—1979 skilaði rekstur fiskiskipaflotans um 15% af tekjum hvert ár, til þess að standa undir fjármagnskostnaði. Á árunum 1980—1983 skilaði rekstur- inn að meðaltali aðeins 6,5% á ári, þótt þetta væru okkar bestu aflaár og þrátt fyrir það skilaði rekstur- inn svona óhagkvæmri niðurstöðu. Áætlað er að á þessu ári skili rekst- urinn 10—12% af tekjum til þess að standa undir fjármagnskostn- aði. Þessi niðurstaða er með öllu óviðunandi, þegar til þess er litið, að fjármagnskostnaðurinn er 18— 30% af tekjum, mismunandi eftir aldri og dýrleika skipanna og að auki 3% vegna fjármagnskostnað- ar af uppsöfnuðum taprekstri. Þessi óheillaþróun hefur því enn ekki verið stöðvuð. Skuldbreytingar Til hvers hefur þetta leitt? Að vanskil hafa hrannast upp við lánasjóði og viðskiptaaðila með þeim afleiðingum að í algert óefni var komið. Var því enn gripið til þess gamalkunna ráðs að skuld- breyta vanskilum í ný lán og til lengri tíma. Segja má að skuldbreytingar þessar séu að meginefni tvenns konar. Annars vegar skuldbreyting á stofnlánum og hins vegar á lausaskuldum. Skuldbreyting stofnlána er tvimælalaust til gagns fyrir mikinn meirihluta útvegs- manna, þótt hún gagni ekki öllum. Sérstaklega er mikilvægt, að tryggt er, að á þessu og næsta ári verða vextir Fiskveiðasjóðs ekki hærri en 4%. Einnig var nauðsyn- legt að samræma lánskjör, þannig fellt í kjölfar óraunhæfra kjara- samninga. Það er erfitt að fá skilið, hvernig það má verða, að gerðar séu kaupkröfur um 30—40% launa- hækkun frá 1. september, þegar sömu aðilar höfðu skrifað undir kjarasamning um 3% launahækk- un 1. september. Að vísu var deilt um það í sumar, hvort launahækk- un þyrfti að vera 2—3% meiri til þess að kaupmætti þeim væri náð, sem samið var um í febrúar. Hverjum var í raun greiði gerður með svo óraunhæfum kjarasamn- ingum sem raun bar vitni? Öllum var ljós, eða átti að vera ljós, staða útflutningsatvinnuveganna. Þessi gengisbreyting þjónar þeim eina tilgangi að unnt verður að hækka laun sjómanna til jafns við launahækkanir annarra og bæta fiskvinnslunni kostnaðarauka af launahækkunum. Rekstrarstaða útgerðarinnar verður engu betri en hún var fyrir, því öll aðföng hækka í verði, laun hækka og verðtryggð lán hækka. Afraksturinn af öllu saman er auk- in verðbólga og áframhaldandi taprekstur sjávarútvegsins. Olíuverð Svo virðist að þjónustuaðilar út- gerðarinnar þurfi ekki að búa við svo þröngan kost sem hún. Ekki verður þess vart, að gjaldþrot og uppboð eigi sér stað á þeim bæjum. Útvegsmenn hafa lengi gagnrýnt á hvern veg er skipað verðlagningu og dreifingu á olíu, sem er um þriðjungur af rekstrargjöldum út- gerðarinnar. Að beiðni stjórnar LÍÚ skipuðu oliufélögin viðræð- unefnd um verðlagningu á olíu. Við þessari endurskoðun að vera lokið fyrir 1. nóvember. Frá 1. ágúst til 31. október fengu útvegsmenn 3% verðuppbót á fisk úr Aflatryggingasjóði, sem endur- greiða á sjóðnum úr ríkissjóði. Nú er þessi greiðsla fallin niður og engin endurskoðun hefur átt sér stað til lækkunar á verði á olíu. Okkur er þó sagt að það sé á næsta leiti, án þess að við vitum um í hverju sú endurskoðun er fólgin. í þessu efni verður að brjóta blað og koma á samkeppni milli olfufélag- anna, sem m.a. fælist í því að olía til skipa verði seld á lægra verði vegna ódýrari afgreiðslu. Aflatryggingasjóður Vegna þeirra breytinga sem kvótakerfið hafði á útgerð á þessu ári þótti eðlilegt að breyta starf- semi Aflatryggingasjóðs á þann veg, að í stað þess að greiða afla- bætur, þegar illa fiskast, hafa verið greiddar 4% uppbætur á fiskverð sem komið hafa hlutfallslega á all- an afla og einnig á afla sem seldur er erlendis. Með þessari breytingu hafa útgerðarmenn verið sviptir þeirri tryggingu, sem fólst i lögum og reglum Aflatryggingasjóðs, en tekjur þessarar deildar sjóðsins eru um 120 milljónir króna á ári. Svo virðist sem þessi breyting hafi mælst vel fyrir og útvegsmenn kjósi fremur að hver og einn beri ábyrgð á sinni starfsemi í stað samtryggingar eins og þeirri sem sjóðurinn veitti. Lög um þessa breytingu voru tímabundin og gilda til næstu áramóta og þarf því fyrir þann tíma að taka afstöðu til 37 þess, hvernig þessu máli verði skip- að á næstu árum. Fiskverð er nú samansett á mjög flókinn hátt. Sjávarútvegsráðherra hefur nú ákveðið að skipa nefnd til að endurskoða þetta mál með það í huga að einfalda megi samhengi fiskverðs og hlutaskipta. Áætlað er að ráðstafað hafi verið úr deildum Aflatryggingasjóðs um 700 milljónum króna á þessu ári og tekjur og eignir sjóðsins geti staðið undir þeim fjárútlátum. Eigi sömu reglur að gilda á næsta ári og gilt hafa á síðari hluta þessa árs, mun sjóðinn skorta um 450 milljónir króna á næsta ári. Stjórnvöld hafa látið í ljós þá skoðun, að eðlilegt væri að láta endurgreiðslu upp- safnaðs söluskatts fiskveiða og fiskvinnslu renna til Aflatrygg- ingasjóðs á næsta ári. Fagna ber því að stjórnvöld hafa nú í fyrsta sinn játað þeirri réttmætu kröfu sjávarútvegsins að hann njóti þess- arar endurgreiðslu til jafns við framleiðsluiðnaðinn í landinu. Stærð flotans Önnur jákvæð afleiðing kvóta- fyrirkomulagsins er, að stöðvuð hefur verið aukning á fiskiskipa- flotanum. { 3. gr. reglugerðar um stjórn veiðanna á árinu 1984 var ákveðið, að önnur skip fengju ekki veiðileyfi en þau sem þá voru í út- gerð, og svo þau sem samið hafði verið um kaup á fyrir 31. desember 1983. Hafa aldrei áður verið settar svo ótvíræðar reglur um þetta efni, enda hefur eftir þeim verið farið. Nauðsyn ber til að þessi ákvæði verði framlengd. Jafnframt var ákveðið að ný skip fái ekki leyfi til veiða nema sambærilegt skip hverfi úr rekstri. Ekki er æskilegt að stöðva alla endurnýjun til langs tíma, en framvegis hljóta þeir einir að fá til þess heimild, sem hafa til þess fjárhagslegt bolmagn. Verðlagning físks Verðlagsráð sjávarútvegsins hef- ur nú starfað i 23 ár með litlum breytingum. Oft hefur verið á þetta ráð deilt og oft með réttu. Sérstak- lega hefur verið um það deilt, hve áhrif hins opinbera eru mikil, þeg- ar ákvarðanir hafa verið teknar af yfirnefnd. Er þetta ekki óeðlilegt. Hitt verðum við að hafa i huga að þetta fyrirkomulag hefur komið í veg fyrir sifelldar rekstrarstöðvan- ir, því það hefur vald til þess að kveða upp endanlegan úrskurð, sem virtur hefur verið af öllum að- ilum. Æskilegt væri að fiskverð þróaðist meira eftir framboði og eftirspurn á almennum markaði en ákvörðun Verðlagsráðs. Eru nú uppi hugmyndir um að breyta lögum um Verðlagsráö á þann veg að ráðinu verði heimilað að ákveða, að verð skuli vera frjálst, en það er því ekki heimilt nú. Gæti það verið í þeim tilvikum þar sem eignaraðild veiða og vinnslu er ekki bundin og líklegt er að jafnvægi sé milli framboðs og eftirspurnar. Þetta á við t.d. hvað varðar loðnuveiðar, sildveiðar, humarveiðar og rækjuveiðar. Hafa verður þó i huga, að að- stæður eru hér allt aðrar en t.d. á ísfiskmörkuðunum f Englandi og Þýskalandi, þar sem á bak við þá stendur stór neyslumarkaður fyrir ferskan fisk. Hér er þetta and- stætt, því hér er eingöngu um að ræða fiskvinnslu til endursölu þar sem afurðirnar seljast á sama verði. Tilraun í þessu skyni er þó áhugaverð. Fiskmat Eins og um Verðlagsráð, er hætt við, að menn telji að það sem fyrir er, sé það eina rétta. Á ég þá við Ríkismat sjávarafurða. Fiskur er verðlagður i þrjá gæðaflokka og metur ferskfiskmat rikismatsins fiskinn í þessa gæðaflokka. Vert er að velta þvi fyrir sér, hvort við get- um ekki framkvæmt þetta mat sjálfir og afþakkað þessa þjónustu ríkisins, og lagt okkar af mörkum til sparnaðar i rikiskerfinu, en i fjárlögum næsta árs er áætlað að verja 42 milljónum króna til þessa starfs. Sama má segja um mat á fiski til útflutnings. Eðlilegt er að útflutningssamtökin sjálf fram- kvæmi þetta mat, en það gera þau SJÁ NÆSTU SÍÐU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.