Morgunblaðið - 22.11.1984, Side 32

Morgunblaðið - 22.11.1984, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 31 FRAMKVÆMD og skipulagning könnunarinnar voru að mestu I höndum þeirra Gunnars Maack og Holgers Torp hjá Hagvangi. Þeir voru spurðir að því hvernig fram- kvæmd var háttað. „Á fyrri hluta þessa árs fór tæknilega vinnan fram, sem var gifurlega mikil. Hún fólst aðallega í þvi að búa til spurningalistann. Alþjóðlegi listinn er mjög víðtæk- ur og þurfti að huga að fjölmörg- um þáttum til að laga hann að islenskum aðstæðum. Mjög mik- ilvægt er að spurningarnar séu rétt settar fram svo að þær lýsi því vel, sem verið er að spyrja um. Endanleg útgáfa var 47 bls. og samtals 139 spurningar, sem sumar hverjar eru í fjöldamörgum iiðum. Þegar undirbúningsvinn- unni var lokið ferðuðust 29 spyrlar um landið frá 4. til 22. maí og spurðu þá, sem lentu í úrtakinu. Spyrlarnir höfðu allir gengið í gegnum þjálfun hjá Hagvangi, því gæta varð m.a. að því að fólkið væri spurt á mjög hlutlausan hátt. Spyrlarnir töluðu við fólkið ann- aðhvort heima hjá því eða á Morgunblaöið/ Bjarni Gunnar Maack Lv. og Holger Torp Vísindaleg vinnubrögð í hávegum höíð Rœtt við Holger Torp og Gunnar Maack hjá Hagvangi vinnustað og var ekkert spurt í gegnum síma eða bréfleiðis. Þegar viðkomandi hafði verið spurður, var spurningalistinn settur í inn- siglaðan kassa. Þetta var gert til þess að tryggja að farið væri með öll svör sem trúnaðarmál. Kass- arnir bárust svo jafnóðum til Hagvangs og voru þeir opnaðir í viðurvist fulltrúa borgarfógeta- embættisins.“ Hverjir unnu að framkvæmd og undirbúnjngi auk ykkar? „Við unnum mjög náið með 10 manna yfirstjórn, sem bar ábyrgð á að fjármögnun færi rétt og skipulega fram og að vandað væri til könnunarinnar á allan hátt. Einnig var sett á laggirnar starfs- nefnd með fulltrúum frá félagsvís- indadeild Háskólans, guðfræði- deildinni og frá Þjóðkirkjunni." Hvernig gekk söfnunin? „Á meðan spyrlarnir voru á ferðinni voru skrifstofurnar eins konar stjórnstöð. Það var hringt hingað og komið á öllum tímum sólarhringsins, því ýmislegt kom upp hjá fólkinu. T.d. setti flug- mannaverkfall strik i reikninginn. En þetta gekk ótrúlega fljótt vel fyrir sig. Landinu var skipt i svæði og var þess gætt að spyrill lenti alls ekki á fólki sem hann þekkti. Þessi könnun er viðamesta viðtalskönnun sem framkvæmd hefur verið hér á landi og reyndar sú stærsta sinnar tegundar i heiminum." Hve margir voru i úrtakinu? „Þetta er 11% manna úrtak. 1000 manns voru i tilviljanaúrtaki úr þjóðskrá, en 1% voru i aukaúr- taki fyrir yngsta aldurshópinn, 18—24 ára. Þetta var gert til þess að fá aukið vægi yngstu kynslóð- arinnar, svo hægt verði að lýsa sérstaklega viðhorfum hennar. En í niðurstöðunum, sem kynntar eru nú, koma fram skoðanir íslensku þjóðarinnar i heild." Hvað verður um gögnin? „Þegar gögnum hafði verið safn- að var hafist handa við skráningu hér hjá okkur. Fjórum til fimm dögum eftir að söfnuninni lauk, fórum við með gögnin til London, þar sem þau voru tölvuunnin i samræmi við alþjóðlegu könnun- ina. Áður en aðalkönnunin var send til London hafði farið fram prufukönnun. Gögnin verða geymd i Háskóla Islands. Þessar niðurstöður, sem kynntar eru nú, eru aðeins litið brot af þeim upp- lýsingum sem felast í niðurstöð- unum. Þetta er hafsjór af upplýs- ingum og efni í margra ára rann- sóknir." Fengust svör frá öllum, sem voru i úrtakinu? „Nei, enda ekki hægt að búast við þvi. 927 manns svöruðu af þeim 11% sem voru í úrtakinu. Það eru um 77,5% af heildarúr- takinu, brúttó. En nettó svarpró- sentan er 86,7% og er þá reiknað með þeim, sem voru fjarverandi á meðan á könnuninni stóð. Þess má að lokum geta að á ár- legum fundi Gallup International, þar sem öll aðildarfyrirtæki koma saman, sem haldinn var á trlandi i vor, kom fram mikil hrifning á því hve þessi könnun gekk vel hér á landi. Hún þótti ganga hratt fyrir sig miðað við hve strjálbýli er mikið. En rétt er að taka það fram að verulega var vandað til þessar- ar könnunar og voru visindaleg vinnubrögð i hávegum höfð. Mikil áhersla var lögð á trúnað og farið var eftir öllum þeim reglum, sem til eru um framkvæmd á góðum skoðanakönnunum. Alls hafa 27 þjóðir tekið þátt i þessari alþjóð- legu könnun og hafa fengist svör frá 30.000 einstaklingum." Eitt riðtolið fór fram í krana Rœtt við Ragnhildi Zoega, spyril RAGNHILDUR Zoega vann sem spyrill í könnun- inni. Hún hefur áður unnið við skoöanakannanir, en aldrei ferðast um eins og í vor. Ragnhildur var spurð um viðtökur fólks. „Mér var yfirleitt tekið vel. Að vísu kom það fyrir að fólk vildi, fyrst í stað, ekki taka þátt í þessu, en ákvað síðan að vera með. Oft kom fyrir að þetta fólk reyndist hafa mestan áhuga á að svara.“ Hver finnst þér aðalmunurinn á Reykjavík og landsbyggðinni? „Aðalmunurinn er sá að úti á landi veit fólk miklu meira um hvort annað. Það er auðveldara að spyrja nágrannann hvort hann viti hvar hægt sé að finna manninn, sem verið er að leita að. Oft vissu þeir t.d. hvort hann væri í vinnunni eða ekki í bænum. En hér i Reykjavik veit fólk ekki einu sinni hver býr i næstu ibúð.“ Hvernig gekk að ná sambandi við fólkið? „Yfirleitt gekk það vel. En það kom fyrir að fólk hafði mikið að gera, Ragnhildur Zoega Mor«unbi»aift/ rax komst ekki úr vinnu o.fl. Þetta var líka um sauðburðinn og veit ég til þess að sumir spyrlar þurftu að taka viðtöl- in i fjárhúsinu. Ég lenti t.d. í því að þurfa að spyrja mann, sem var að vinna á krana. Ég fékk mér sæti fyrir aftan hann og kallaði spurn- ingarnar til hans. Það var ekki um annað að ræða, þvi hann var bundinn i vinnunni og ég þurfti að ná i flugvél eftir klukkutima. Ég lenti lika i því að spyrja konu, sem átt hafði barn tveimur dögum áður. En þessi eltingarleikur við fólk var bara skemmtilegur. Það tók um þrjár vikur að ljúka við að spyrja. Það var mikil vinna, en mjög skemmtileg." Fannst þér fólk vera hrætt við að tjá skoðanir sinar? J4ei það fannst mér ekki. Þetta var svo margt fólk og við lögðum ekki einstakar persónur eða svör á minnið. Ég man alls ekki hver svaraði hverju. En eftir eitt viðtalið sagði eldri kona við mig, að nú vissi ég mikið meira um hana, en hennar nánustu. En nú man ég ekki lengur hvaða kona þetta var.“ Vildir þú taka þátt í svona könnun aftur ef þér byðist það? Já, hiklaust. Mér fannst þetta mjög gaman. Þó er ég ekki viss um að ég væri spennt fyrir þvi, ef ég yrði allan tímann í Reykjavík. Mér fannst sérstaklega skemmtilegt að fara út á land. Þetta var mikil lífsreynsla." Viðtökur fólks voru ótríúega jákvæðar vandaðar spurningar. Við vorum með sýnisspjöld með svarmögu- leikum, til þess að tryggja að okkar skoðun kæmi ekki fram, og gat þá fólk bent á viðeigandi svar í mörgum tilfellum. Einnig vorum við búin að ganga í gegnum stranga þjálfun hjá Hagvangi og læra hvernig við ættum að spyrja o.þ.h. Ég held að fólk hafi fengið það á tilfinninguna að þetta væri alvörukönnun og treysti því, að farið væri með svör þeirra sem trúnaðarmál. Flestir virtust ekki vera í neinum vandræðum með að tjá sig.“ — En var einhver aldurshópur sérstakur að einhverju leyti? „Já, mér fannst alveg sérstak- lega skemmtilegt að spyrja fólk á Rœtt við Elías Héðinsson, félagsfrœðing og spyril ELÍAS Héðinsson er félagsfræóing- ur og hefur oft tekid þátt í ýmsum könnunum. Hann var einn af spyrl- unum í þessari könnun og var hann spurður um viðtökur fólks. „Ég var mjög spenntur að vita hvernig viðtökur fólks yrðu,“ sagði Elías, „vegna þess að það vissi ekki fyrirfram um þessa heim- sókn. En viðtökur voru ótrúlega jákvæðar, nær undantekningar- laust. Sumir voru reyndar svolítið undrandi yfir þessu, en upp til hópa tók fólk okkur vel.“ — Var fólk ekkert feimið við að tjá sig um ýmis persónuleg mál? „Nei, það held ég ekki. Mér virt- ist fólki yfirleitt finnast gott að geta tjáð sig. Þetta voru allt mjög Elías Héðinsson Mo^nbiaftift/RAX aldrinum 18—25 ára. Það kom oft fyrir að það hafði ekkert hugsað um ýmis málefni áður, sérstaklega í sambandi við trúmál o.fl. En það virtist hafa mjög gaman af að svara og reyna að átta sig á hvaða skoðun það hefði.“ — Hver finnst þér vera aðal- munurinn á þessari könnun og öðrum, sem þú hefur tekið þátt í? „Það er geysilegur munur. Aðr- ar kannanir sem hafa verið gerðar hér hafa byggst á þvi að spurt er um ýmis mál, aldrei mjög ítarlega. Þetta var heilstæðari könnun og voru hlutirnir teknir fyrir með meiri dýpt. Þetta kom reyndar fram í lengd viðtalanna. Oft kom fyrir að viðtalið tók tvær klukku- stundir." — Er skemmtilegt að taka þátt í svona könnun? „Já, það er geysilega skemmti- legt. Ég hef mikið unnið við þessa hluti áður. En það er ómetanlegt að taka sjálfur þátt i spyrja fólkið, i stað þess að fá þetta allt upp i hendurnar á blöðum. Einnig var mjög skemmtilegt að reyna að hafa upp á fólki. Nú var viðkom- andi ekkert endilega á þeim stað, sem gefinn var upp sem hans heimilisfang. Það tók oft geysi- mikinn tíma að hafa upp á fólk- inu. Þetta var stundum eins og leynilögreglustarf, þvi við þurft- um stundum hreinlega að elta fólk uppi. Það er greinilegt að tslend- ingar flytja mikið. En þetta gekk allt saman ótrúlega vel.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.