Morgunblaðið - 22.11.1984, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 22.11.1984, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER1984 33 Rúmlega helmingur telur æski- legt að konur vinni utan heimiiis ÞRÍR af hverjum fjórum íslending- um, sem tóku þátt í könnuninni, eru í starfi utan heimilis. Atvinnuþátt- taka karla reyndist 84% og kvenna 64%. Spurt var um ástæðu fyrir vinnu utan heimilis og ástæðu fyrir því að vinna ekki utan heim- ilis. í ljós kemur að rúmlega tveir þriðju svarenda í fyrri hópnum telja það nauðsynlegt til að sjá sér og sínum farborða, 81% karla og 52% kvenna. Hlutfallslega 10 sinnum fleiri konur (20%) en karl- ar (2%) segjast vinna til að auka tekjur heimilisins, þó það sé ekki brýn fjárhagsleg nauðsyn, og rúmlega helmingi fleiri konur (25%) en karlar (11%), eingöngu vegna ánægjunnar af starfinu. Niðurstaðan um síðari hópinn var Duglegir starfsmenn fái hærri laun MIKILL meirihluti íslendinga telur sanngjarnt að greiða mismunandi laun fyrir sömu störf, ef menn sinna þeim mismunandi vel. Eftirfarandi dæmi var lagt fyrir þátttakendur í Hagvangskönnun- inni: „Hugsum okkur tvær skrif- stofustúlkur á sama aldri sem vinna því sem næst sama starfið. Önnur stúlkan kemst að því, að hin hefur 1.500 kr. meira í laun á mánuði. Hún kvartar við yfir- mann sinn. Hann segir, að það sé með réttu, að hin stúlkan sé rösk- ari, komi meiru i verk og sé áreið- anlegri." Síðan var spurt: „Finnst þér sanngjarnt að annarri stúlk- unni skuli greidd hærri laun en hinni eða finnst þér það ósann- gjarnt?" 63% svöruðu að það væri sanngjarnt, en 35% töldu það ósanngjarnt. I öðrum löndum er svipað upp á teningnum, alls staðar nema á ít- alíu (46%) er það meirihlutaskoð- un, að svara beri spurningunni hér að framan játandi. Flestir eru á Áberandi vantraust á stéttarfélögum FJÖRUTÍU og níu af hundraði að- spurðra telja, að áhrif launþegasam- taka á fslandi séu of lítil, 28% telja að áhrif bænda og samtaka þeirra séu of Iftil, en hið sama segja aðeins 9% manna um samtök vinnuveit- enda. Þetta sést betur á meðfylgj- andi töflu (Tafla III) þar sem gefnar eru hlutfallstölur svara við spurn- ingu um áhrif hagsmunaaðila í land- inu. Ennfremur var spurt um við- horf til stéttarfélaga: „Hversu vel eða illa finnst þér að þitt stéttar- félag gæti hagsmuna þinna á vinnumarkaðnum?" í ljós kom að aðeins 3% aðspurðra treystu sér til að svara með ummælunum „mjög vel“ og samtals voru það aðeins 17% sem töldu stéttarfélag sitt standa sig vel f þessu efni. 37% töldu að það gætti hagsmuna sinna illa. 21% treystu sér ekki til að taka afstöðu til málsins. taflaivÁHRIF hagsmunaaðila Samtök Bændur og Launþega- vinnuveit. samtök þ. samtökin Allt of mikil 7 7 1 Of mikil 29 20 10 Hæfileg 48 38 35 Of lítil 7 24 40 Allt of lítil 2 4 9 Veit ekki 8 7 6 SAGT VAR VIÐ ÞÁnTAKENDUR: Nú langar mig að spyrja þig um áhrif ýmissa hagsmunaaðila í landinu. (Gefnar eru hlatfallstölur). ....................... ' . j.............» ■ " því í Bretlandi eða 65% aðspurðra. f þessu sambandi er það líka at- hyglisvert, að aðeins 2% þátttak- enda á íslandi treysta sér ekki til að taka afstöðu til spurningarinn- ar, en sá hópur er mun fjölmenn- ari í öllum öðrum löndum, t.d. 16% í Belgíu. sú, að 86% karlanna eru ekki í starfi vegna aldurs, sjúkleika eða náms, og sama á við um 53% kvenna. 21% kvenna segjast hafa hug á starfi utan heimilis, en telja að það kæmi niður á fjölskyld- unni; enginn karlmaður tilgreinir þetta sem ástæðu. 11% kvenna segjast ekki hafa áhuga á starfi utan heimilis, en aðeins 4% karla. Enn fremur var spurt hvort æskilegt væri að konur störfuðu utan heimilis. Um það reyndust skiptar skoðanir: 55% töldu það annaðhvort mjög æskilegt eða nokkuð æskilegt, en 40% mjög óæskilegt eða nokkuð óæskilegt. Ef litið er á kynjamun í þessu viðfangi þá töldu 57% kvenna vinnu kvenna utan heimilis æski- lega, og sömu skoðunar voru 52% karla. fslendingar reynast sáttir við lengd sumarleyfis. 75% telja það hæfilega langt, 19% of stutt en 4% of langt. Þá segjast 61% vilja taka hluta orlofs á öðrum tíma árs en sumrin. Sá metnaður, sem íslendingar leggja í vinnu sína, reynist meiri en annarra Norðurlandabúa. 63% fslendinga telja sig leggja mikinn metnað í vinnuna, en vegið meðal- tal Norðurlandanna er 47%. Ein- ungis hin enskumælandi lönd eru hér hærri en íslendingar: Bretar 79%, frar 71% og Norður-írar 70% og Bandarikjamenn 84%. TAFLA III STJÓRN OG EIGN FYRIRTÆKJA ísland Norðurl. Svíþj. Danm. Finnl. Nor. N.-Evr. S.-Evr. 1) 41 29 41 36 46 24 2) 34 59 41 51 38 44 3) 1 1 1 2 2 6 4) 18 .- 7 8 5 7 14 5) 6 4 9 6 8 13 SPURT VAR: Mikið er um það rætt, hvernig stjórna skuli fyrirtækjum. Hver af eftirfarandi fjórum fullyrðingum kemst næst því að lýsa skoðun þinni? (hlutfallstölur) 1) Eigendur ættu sjálfir að reka fyrirtæki sín eða útnefna framkvæmdastjóra. 2) Eigendur og starfsmenn ættu sameiginlega að velja framkvæmdastjóra. 3) Ríkið ætti að vera eigandi og útnefna framkvæmdastjóra. 4) Starfsmenn ættu að eiga fyrirtækin og kjósa framkvæmdastjóra. 5) Veit ekki. Enginn stuðningur við ríkiseign fyrirtækja NANAST enginn stuðningur kem- ur fram við ríkiseign á fyrirtækjum í könnun Hagvangs (Tafla IV). Sömu sögu er að segja um flestar aðrar þjóðir í könnuninni, hæst fer hlutfallið í 12% meðal Möltubúa, 8% meðal ítala og 7% meðal Spánverja. 41% fslendinga segja að eig- endur ættu að reka fyrirtæki sín eða útnefna framkvæmdastjóra þegar þeir eru beðnir að velja á milli stjórnarforma á fyrirtækj- um. Jafnstór hluti • Dana velur þennan kost, en færri Svíar og Norðmenn. Stuðningurinn við þetta form er meiri meðal Norður-íra (57%), Breta (50%), fra (47%) og Vestur-Þjóðverja (47%). íslendingar velja síður en aðr- ir Norðurlandabúar þann kost að eigendur og starfsmenn útnefni framkvæmdastjóra í samein- ingu. Aftur á móti eru þeir gjarnari en aðrir Norðurlanda- búar að velja þann kostinn, að starfsmenn eigi fyrirtækin og kjósi framkvæmdastjóra. 18% íslendinga eru þessarar skoðun- ar og er hún einungis út- breiddari meðal Belga (24%) og Möltubúa (19%), en 17% Frakka eru sama sinnis. Séu kostirnir tveir, sem gera ráð fyrir aðild starfsmanna við val framkvæmdastjóra, teknir saman kemur í ljós að 52% ís- lendinga eru þeim hlynntir og svipar urn þetta til Norðmanna og Dana, en Svíar styðja þessar hugmyndir í ríkari mæli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.