Morgunblaðið - 22.11.1984, Page 35

Morgunblaðið - 22.11.1984, Page 35
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 Gagnkvæm virðing og trúnaður homsteinar hjónabandsins HVERGI eru þeir fleiri, sem afneita þeirri fullyrðingu að hjónabandið sé úrelt stofnun, en á íslandi. 86% þátt- takenda í könnuninni kváðust vera staðhæfingunni fremur ósammála, en aðeins 12% fremur sammála (Tafla 6). Þegar spurt er um atriði sem stuðla að farsælu hjónabandi telja íslendingar mikilvægast, að virða og meta hvort annað, en 95% töldu það mjög mikilvægt. Næst í röðinni telja Tslendingar það, að vera hvort öðru trú (91%) og þá nefna þeir skilning og umburðar- lyndi (90%). Fjórða mikilvægasta -atriðið telja íslendingar vera gott kynlíf, en 82% sögðu það mjög mikilvægt. íslendingar leggja allra þjóðanna mesta áherslu á gott kynlíf, næstir koma Frakkar og ítalir (70%) og vegið meðaltal Norðurlandanna er 60%. Fimmta mikilvægasta atriðið fyrir íslend- inga er böm (70%). Einnig hér er TAFLA VI HJONABANDIÐ SPURT VAR: Hvort ert þú fremur sammála eða ósammála þessari fullyrðingu: „Hjónabandið er úrelt stofnun". (Gefnar eru hlutfallstölur.) ísland Norðurl. Svíþj. Danm. Finnl. Nor. N-Evr. S-Evr. Fremur sammála 12 14 14 16 13 13 24 U Fremur ósammála 86 81 81 74 83 84 70 79 Veit ekki 2 5 4 10 4 3 6 7 hlutfall (slendinga hæst allra þjóðanna, næstir koma Spánverj- ar (67%), Finnar (66%) og Frakk- ar (58%). Þau atriði sem íslendingar telja minnstu máli skipta um velferð hjónabandsins eru sameiginlegar stjórnmálaskoðanir (3% telja það mjög mikilvægt) og telur engin önnur þjóð í könnuninni þetta skipta svo litlu máli. Einungis 15% Islendinga telja það mjög mikilvægt að hjónin komi úr samskonar félagslegu umhverfi og 20% að þau hafi sameiginleg við- horf til trúmála. Þegar spurt er hvort tiltekin at- riði séu nægilegt tilefni hjóna- Rækt við vinnusemi mikil- vægur þáttur í uppeldi HEIÐARLEIKI er sá eiginleiki, sem flestir (81 %) telja að leggja beri rækt vió í uppeldi barna. Þá er talið mik- ilvægt að börn tileinki sér góða mannasiði (60%), umburðarlyndi og virðingu fyrir öðru fólki (57 %), kurt- eisi og snyrtimennsku (54%), ábyrgðartilfinningu (48%), sjáifstæði (37%) og vinnusemi (24%). Athyglisverð er hin mikla áhersla íslendinga á vinnusemi. Á hinum Norðurlöndunum er þetta ^triði ekki talið þýðingarmikið: I Danmörku 2%, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð 4%. I Norður-Evrópu er vegið meðaltal 19%. Suður- Evrópubúum svipar aftur á móti til íslendinga að þessu leyti, en þar nefndu 28% vinnusemi sem mikilsvert uppeldisatriði. Þar skera tvö lönd sig sérstaklega úr: Frakkland (36%) og Spánn (41%). Þeir eiginleikar, sem Islend- ingar virðast meta minnst, þegar uppeldi barna er annars vegar, eru forystuhæfileikar (2%), ímyndun- arafl (6%) og trúrækni (10%). skilnaðar eru (slendingar almennt gjarnari á að telja að svo sé en aðrar þjóðir. Gleggst kemur þessi munur fram þegar spurt er um ófullnægjandi kynlíf, en 44% ís- lendinga telja það næga skilnað- arástæðu. Næstir íslendingum um þetta koma Frakkar (31%), Spán- verjar (28%), ítalir og Norður- landabúar, að Finnum undan- skildum, (27%). (slendingar telja einnig fremur en flestir aðrir, að sé annað hjónanna hætt að elska hitt þá sé það nægiiegt tilefni skilnaðar (76%). 68% lslendinga telja það nægilega ástæðu skilnað- ar ef hjónin eiga ekki skap saman. Meira en helmingur ítala (66%), Vestur-Þjóðverja (57%), Finna (54%) og Svía (53%) er sama sinn- is. (slendingar greina sig á hinn bóginn áberandi frá öðrum Norð- urlandabúum að því leyti, að til- tölulega fáir telja það næga skiln- aðarástæðu ef annað hjónanna á við áfengisvandamál að stríða. Einungis 37% fslendinga eru þess- arar skoðunar, en vegið meðaltal Norðurlanda er 72%. Þeir, sem helst eiga samleið með íslending- um í þessu efni, eru Möltubúar 30%), írar (31%), Norður-frar (32%), Spánverjar (39%) og ítalir (41%). Þá telja (slendingar öðrum þjóðum fremur (að Irum undan- skildum) æskilegt að eiga mörg börn. Að meðaltali þrjú börn á fjölskyldu, og er þar töluverður munur á er við berum okkur sam- an við t.d. hinar Norðurlandaþjóð- irnar en þar er meðaltalið 2,49 „börn“. Einstæðar mæður þurfa ekki karla LANGFLESTUM fslendingum (86%) finnst í lagi að konur eignist börn þó þær óski ekki eftir því að bindast karlmanni neinum varan- legum böndum. íslendingar skera sig hér greinilega úr. Næstir okkur um þetta koma Frakkar (61%), en einungis tæpur helmingur Norður- landabúa er sama sinnis. (Tafla V). TAFLA V EINSTÆÐAR MÆÐUR ísland Norðurl. Svíþj. Danm. Finnl. Nor. N-Evr. S-Evr. í lagi 86 49 39 68 56 34 28 44 Ekki í lagi 9 24 26 14 23 34 39 35 Það er háð ýmsu 4 22 28 13 18 28 29 17 Veit ekki 2 5 7 5 3 5 5 3 GEFNAR ERU HLUTFALLSTOLUR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.