Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 35 TRUIN Innan við fimmtungur trú- ir á persónulegan guð ÍSLENDINGAR segjast vera mjög trúhneigðir (68% — sjá töflu IX) og svipar um það til kaþólskra þjóoa Kvrópu (67%) og Bandaríkjamanna (81%). 29% segja að þeir séu ekki trúhneigðir og 2% segjast vera sannfærðir trúleysingjar. Trúhneigð íslendinga endur- speglast hins vegar ekki í kirkju- sókn þeirra. Einungis 12% is- lensku svarendanna sögðust sækja kirkju einu sinni i mánuði eða oftar. Þetta er svipað hlutfall og á Norðurlöndunum f heild, þar sem það er 14%. Kirkjusókn í þessum mæli er hins vegar miklu algeng- ari í Norður-Evrópu (34%) og Suður-Evrópu(40%). Aftur á móti segja 74% íslend- inga að trúin veiti þeim huggun og styrk, en einungis 29% Norður- landabúa í heild eru sama sinnis. Meðal Evrópuþjóðanna eru það einungis Möltubúar (94%) og frar (79%) sem sækja huggun og styrk í trúna í ríkari mæli en Islend- ingar. Allt annað er hins vegar upp á teningnum þegar spurt er hvort menn taki sér tíma til að biðjast fyrir, til hugleiðslu eða einhverrar andlegrar iðkunar. 46% íslend- inga svara spurningunni játandi og er þetta hlutfall einungis lægra meðal Svía (33%) og Frakka (44%), en Danir og Finnar eru svipaðir íslendingum í þessu efni. fslendingar segja guð skipta miklu máli í lffi sinu og eins og f dæmi trúhneigðarinnar svipar þeim til kaþólskra landa um þetta. Guð skiptir íslendinga mestu máli allra Norðurlandaþjóða, en Finn- ar koma þeim næstir. Þegar þýð- ingu guðs er skipað á kvarða frá 1—10 er meðaltala Islendinga 6,60, en tala Bandarfkjamanna, sem er hæst, er 8,21. Tala Finna er 6,20, tala Norðmanna 5,35, tala Dana 4,47 og tala Svía, sem er TAFLA VII TRÚHNEIGÐ ísland Norðurl . Svíþj. Danm. Finnl. Nor. N-Evr. S-Evr. USA Trúhneigð(ur) 68 46 32 61 55 46 59 67 81 Ekki trúhneigð(ur) 29 39 55 17 29 46 27 22 16 Sannf. trúleysingi Veit ekki SPURT VAR: öháð því hvort þú tölur). 2 1 4 6 4 2 3 3 6 1 11 7 18 15 5 10 5 2 sækir kirkju eða ekki, telur þú að þú sért (og síðan gefnir svarmöguleikarnir hér að ofan). Gefnar eru hlutf alls tafla viii HVERS KONAR GUÐ? ísland Norðurl. Svíþj. Danm. Finnl. Nor. N-Evr. S-Evr. a) 18 25 19 24 25 40 32 33 b) 58 36 39 24 45 31 37 35 c) 15 18 19 22 12 18 17 15 d) 7 14 17 21 6 9 10 11 e) 1 7 6 10 11 2 6 6 Settar voru fram fullyrðingar og spurt hver þeirra kæmi næ.st trú þátttakenda. Fullyrðingarnar voni: a) Það er til persónulegur guð. b) Það er til einhvers konar alheimsandi eða lifskraftur. c) Ég veit í rauninni ekki hverju trúa skal. d) í raun og veru held ég ekki, að það sé til neins konar alheimsandi, guð eða lífskraftur. e) Veit ekki lægst, 3,99. Á hvaða grunni hvílir hin mikla trúhneigð fslendinga? Hvaða guð er það, sem skiptir þá jafn miklu máli og raun ber vitni? Þegar svarendurnir voru beðnir að velja á milli nokkurra fullyrðinga um trú sína kom í ljós að meirihluti íslendinga (58%, sjá töflu X) taldi, að fullyrðing um að til væri ein- hvers konar alheimsandi eða lífskraftur kæmist næst trú þeirra, en einungis 18% völdu full- yrðingu um að til væri persónu- legur guð. Hér hafa íslendingar mikla sérstöðu. Engin þjóð í könn- uninni trúir jafn mikið á alheims- anda eða lifskraft, en ttalir koma næstir á eftir íslendingum (50%). Engin þjóðanna trúir hins vegar á persónulegan guð i jafn litlum mæli og íslendingar — 19% hinna trúlitlu Svia trúa á persónulegan guð. Þegar spurt var um fjórar teg- undir „dulrænnar reynslu" skáru íslendingar sig einungis úr á einu sviði, 41% þeirra töldu sig hafa orðið vara við nálægð látins manns, og er sú reynsla ekki jafn algeng i neinu hinna Evrópuland- anna. Þrír fjórðu trúa á líf að loknu i:«œ ÞRÍR af hverjum fjórum íslending- um trúa á líf eftir daudann og er sú trú einungis útbreiddari meðal Möltubúa (84%) þegar litið er til Evrópulandanna. Hinar Norður- landaþjóðirnar eru mjög ólíkar ís- lendingum hvað þetta varðar, t.d. trúa einungis 26 % Dana og 28 % Svía á líf eftir dauðann. í Noregi og Finn- landi eru hlutfallstölurnar hærri, 44% Norðmanna segjast trúa á líf að loknu þessu og sama sinnis eru 49% Finna. Þegar spurt er hvort menn trúi að sál sé til er svara Islendingar oftar játandi en flestar aðrar fjóðir (81%). írum og Norður- rum svipar mjög til lslendinga um þetta, en talsverðra efasemda gætir á Norðurlöndum, þar sem vegið hlutfall já-svara er 43%. Islendingar trúa hins vegar ekki á Djöfulinn að neinu marki (15%) og er trúleysi á hann einungis minna meðal Dana og Svfa (12%), en engin Evrópuþjóð neitar tilvist hans jafn eindregið og Islendingar (80%). Nákvæmlega sama er að segja um Helvfti, nema hvað 12% Islendinga trúa þvf að það sé til, en 82% gera það ekki. Rösklega helmingur íslendinga trúir aftur á móti á Himnarfki og er sú trú einungis útbreiddari meðal Möltubúa (86%), Ira (83%), Norður-íra (81%) og Breta (57%). Jafnvel Bandaríkjamenn eru ekki jafn trúaðir á tilvist Himnarikis og íslendingar. Trúin á tilvist syndarinnar er líka útbreidd meðal íslendinga (65%) og það eru einungis Norð- ur-írar (91%), Möltubúar (90%), írar (85%) og Bretar (69%) sem slá okkur við í þessu efni. Loks trúir fjórðungur Islend- inga á endurholdgun, en meðal Evrópuþjóðanna er algengast að þetta hlutfall sé á bilinu 20—30%. Flestír telja sig virða boðorðin betur en aðrir MEIRIHLUTI landsmanna telur að boðorðin tíu séu enn í fullu gildi, að undanskildu þriðja boðorðinu („Halda skaltu hvfldardaginn heil- agan."), sem aðeins 26% telja enn í gildi. Njóta boðorðin hvergi í heim- inum, nema í Bandaríkjunum, meiri stuðnings, en Norðmenn eru yfirleitt í þriðja sæti. Þegar spurt er aftur á móti hvort þátttakendur telji, að öðru fólki finnist boðorðin enn í fullu gildi, eru svörin talsvert frábrugð- in. I öllum tilvikum kemur fram, að fólk telur að það virði sjálft boðorðin betur en aðrir. Dæmi um það ert t.d. að 56% aðspurðra telja, að annað boðorðið („Þú skalt ekki leggja nafn drottins Guðs þíns við hégóma.") sé í fullu gildi, en aðeins 32% telja að aðrir séu sömu skoðunar. Sama er að segja um tíunda boðorðið („Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þjón, þernu né nokkuð það, sem náungi þinn á."). Þar telja 78% aðspurðra það enn í fullu gildi, en einungis 45% álíta að aðrir séu á sama máli. Engin ein sönn trú HVORKI fleiri né færri en 66% þátttakenda í könnuninni reyndust vera þeirrar skoðunar, að ekki væri til nein ein sönn trú, en finna mætti grundvallarsannindi í öllum helstu trúarbrögðum heims. Aðeins fjórð- ungur var þeirrar skoðunar, að ein- ungis væri til ein sönn trú. 6% töldu engin sannindi fólgin í neinum af belstu trúarbrögðum heims. Mest er sannfæringin um eina sanna trú á Norður-írlandi (34%), Spáni (44%) og í Irska lýðveldinu (46%). I Noregi eru 27% að- spurðra sannfærðir um eina sanna trú, og sömu sögu er að segja um 19% Dana, 20% Finna og 17% Svía. 85 prósent telja siðferði afstætt í IJÓSI hinnar miklu trúhneigðar (slendinga, sem kemur fram í Hag- vangskönnuninni, er það rajög athyglisvert að þeir eru mestir afstæðis- hyggjumenn í Evrópu þegar spurt er hvort til séu einhlítar skilgreiningar á því hrað sé gott og hvað sé ilit (Tafla IX). 85% (slendinga telja að aldrei sé hægt að skilgreina nákvæmlega hvað sé gott og hvað sé illt, það sé algerlega háð aðstæðum hverju sinni. _____ taflaix GOTT OG ILLT ísland Norðurl. Svíþj. Danm. Finnl Aðeins 10% telja að til séu algjörlega einhlitar skilgreiningar á góðu og illu. Dönum svipar mest til fslendinga að þessu leyti, en annars staðar í Evrópu er trú á einhlítar skilgreiningar góðs og ills miklu útbreiddari. Mest fylgi hefur þessi skoðun í Bandarfkjunum (34%) og Noregi (31%). Vegið meðaltal Norðurlanda (annarra en (slands) er 21% og vegið meðtaltal Norður og Suður-Evrópu er 26% Nor. N-Evr. S-Evr. USA Sammála a) 10 21 21 10 26 31 26 26 34 Sámmála b) 85 69 72 75 63 61 9 61 59 Ósammála báðum 2 4 3 6 3 4 8 6 3 Veit ekki 3 6 4 9 8 4 7 8 3 Viðfangsefnið var tvær fullyrðingar, sem stundum eru settar fram, þegar rætt er um gott og illL Spurt var hvor þeirra kæmist næst því að lýsa skoðun þátttakenda. Fullyrðingarnar voru: a) Það eru til algjörlega einhlftar skilgreiningar á hvað sé gott og b) Það er aldrei hægt að skilgreina nákvæmlega hvað sé gott og hvað hvað illt. Þær eiga ætíð við, gilda fyrir alla án tillits til aðstæðna. sé illt. Það er algjörlega háð aðstæðum hverju sinni hvað sé gott og hvað sé illt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.