Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 37
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 ÞJOÐFELAGSMALIN Ottast ekkí styrjöld á næstu fimm árum % FÁAR þjóðir segjast stoltari af þjóð- erni .sínu en Islendingar og þeir skera sig greinilega úr öorum Norð- uriandaþjódum um þetta (sjá töflu XII). Þá bendir það lika til rikrar þjóoerniskenndar íslendinga, að meðal engrar annarrar þjóðar telja jafn margir sig bundna landi sínu sterkari bóndum en byggðarlagi. 57% íslendinga eru mjög stoltir af þjóðerni sinu og önnur 32% segjast vera nokkuo stolt. Einung- is tvær Evrópuþjóðir geta státað sig af meira þjóðarstolti, eyþjóð- irnar írar (66%) og Möitubúar (73%). Hlutfall Breta hér er 55 af hundraði. Bandaríkjamenn eru þó allra þjóða hreyknastir, 80% þeirra segjast mjög stoltir af þjóð- erni sínu. Þær þjóðir, sem hafa lágar hlutfallstölur í þessari spurningu, eru Hollendingar (19%), Vestur-Þjóðverjar (21%), Svíar (28%) og Danir (30%). Þegar spurt er hvaða lands- svæði menn telja sig bundna sterkustu böndum (heimabæ sin- um, landshluta, landi, heimsálfu, heiminum) eru íslendingar eina Evrópuþjóðin, auk Pinna, sem tel- ur sig bundna landi sínu sterkari böndum en byggðarlagi. 47% ís- lendinga nefna landið, 41% Finna, 35% Dana og 34% Spánverja, en hlutfallið er lægra meðal annarra þjóða. Þar er algengast að menn bindist heimabæ sínum sterkust- um böndum. Viljinn til að berjast fyrir land taflax ÞJOÐARSTOLT ísland Norðurl. Sríþj. Danm. Finnl. Nor. N.-Evr. S.-Evr. USA Mjög stolt(ur) 57 34 28 30 39 42 35 40 80 Nokkuð stolt(ur) 32 40 41 41 „42 32 36 39 16 Ekki mjög stolt(ur) 7 19 21 18 12 23 14 9 2 Alls ekki stolt(ur) 2 4 4 4 5 2 7 7 1 Veit ekki 2 4 6 7 2 1 8 5 2 SPURT VAR: Hve stolt(ur) ertu af því að vera Islendingur? Gefnar eru hlutfallstölur sitt er mestur á Norðurlöndunum, minnstur í Suður-Evrópu. Séu niðurstoður athugaðar fyrir þau lönd, sem upplýsingar liggja fyrir um, eru aðeins Norðmenn, Svíar og Finnar viljugri til að berjast fyrir land sitt en íslendingar. Er hlutfallstala íslendinga í þessu sambandi 67 af hundraði, en á bil- inu 74—80 á hinum Norðurlönd- unum, að Danmörku undanskil- inni, þar sem 59% segjast reiðu- búnir til að berjast fyrir land sitt. íslendingar telja litlar lfkur á þvi að á næstu fimm árum komi til meiri háttar styrjaldar, sem landið dragist inn í. Aðeins Sviar, Norðmenn og ítalir telja minni líkur á því en íslendingar. Þegar giskað er á styrjaldarlíkur á kvarðanum 1—10 er meðaltala Mikiltrúá tækniþróun ÍSLENDINGAR eni trúaðastir allra Evrópuþjóða, sem tóku þátt í kðnn- uninni, á gildi vísinda og igæti tækniþróunar. 51 % íslendinga telja að vísindalegar framfarir verði til góðs þegar til lengri tíma er litið, 19% að þær verði til ills, og 26% að þer verði ba-ði til góðs og ills. Ein- ungis Bretar (48%) og Spánverjar (44%) nálgast trú íslendinga á að vísindin verði til góðs; hlutfallið er neðan við 40% meðal allra annarra Evrópuþjóða í könnuninni. íslend- ingar eru ekki síst frábrugðnir hin- um Norðurlöndunum í þessu efni, en þar eru töhirnar fyrir trúna á uekni og vísindi 31 % í Danmörku, 35% í Finnlandi, 32% f Noregi og 34%íSvfþjóð. Þegar spurt er um ýmsar hugs- anlegar breytingar á lífsháttum segja 70% íslendinga að aukin áhersla á tækniþróun væri góð breyting og er það hlutfall ekki jafn hátt meðal neinnar af hinum Evrópuþjóðunum. Næstar íslend- ingum að þessu leyti eru hinar enskumælandi þjóðir og þjóðirnar í Suður-Evrópu, en meðal allra þessara þjóða telja um 60% slíka breytingu til góðs. Hinar Norður- landaþjóðirnar eru hins vegar mjög ólíkar íslendingum i þessu efni, þær eru meðal þeirra þjóða sem minnsta trú hafa á að aukin tækniþróun væri góð breyting. Vantrúaðastir allra á þessu sviði eru þó Hollendingar (32%). Löghlýðni áberandí LÖGHLÝÐNI virðist íslendingum í blóð borin. Þegar spurt var um mis- munandi pólitískar aðgerðir, sem fólk getur gripið til, kom í Ijós að 96% aospurðra mundu aldrei skemma hluti (t.d. brjéu rúður, fjar- uegja umferðarskilti o.þ.h.), 94% aldrei grípa til líkamlegrar valdbeit- ingar (td. slást við aðra mótmælend- ur eoa lögreglu), 90% aldrei taka þátt í að yfirtaka byggingar eða vinnustaði og 72% aldrei taka þátt í ólöglegum verkföllum. 35% höfðu tekið þátt í að undir- rita pólitíska áskorun og 45% til viðbótar sogðust geta hugsað sér það. 18% sogðust aldrei mundu gera það. Af þátttakendum reyndust 13% hafa tekið þátt í löglegum mót- mælaaðgerðum, en 61% kváðust geta hugsað sér það. Seinni talan er hærri en í öðrum löndum. Á Norðurlöndum er vegið meðaltal 41% (hæst í Svíþjóð 51%), í Norður-Evrópu 32% og í Suður- Evrópu32%. Möltubúa, sem eru trúaðastir á stríð, 5,10, en meðaltala íslend- inga 3,20. Tala ítala er 3,07, tala Norðmanna 3,06 og tala Svía 2,97. Rúmlega 90% íslendinga telja, að bæði ofdrykkja og ólögleg fíkniefnaneysla séu alvarlegt eða nokkuð alvarlegt vandamál á ís- landi. Heldur fleiri (55%) eru sam- mála því, að fóstureyðingar séu leyfilegar af félagslegum ástæðum en ósammála (43%). Karlar (57%) eru ennfremur frekar sammála því, en konur (53%). taflaxhTRAUST A STOFNUNUM ísland Norðurl. Svfþj. Danm. Finnl. Nor. N-Evr. S-Evr. USA Kirkjan 71 46 37 49 52 51 48 55 75 Menntakefið 68 68 60 64 72 80 55 54 65 Dómstólarnir 68 76 70 79 80 84 65 49 51 Dagblöðin 16 31 27 30 30 41 31 35 49 Verkalýðsfél. 46 51 47 49 57 56 32 32 33 Lögreglan 74 83 78 85 85 88 76 65 76 Þingið 56 53 43 36 68 77 45 40 53 Opinb. stofnanir 48 48 41 46 53 57 43 39 55 Stórfyrirt. í land. 32 38 .36 33 41 45 40 37 50 ÞÁTTTAKENDUM VAR SÝNT SPJALD MEÐ NÖFNUM NOKKURRA STOFNANA OG ÞEIR INNTIR EFTIR TRAUSTI ÞEIRRA Á ÞEIM. Á töflunni er að finna hlutfall þeirra sem svara „mjög mikið" eða „nokkuð mikið". Mest traust á lögreglu minnst á dagblöðunum ÞEGAR litiö er á hversu margir íslendingar segjast bera mikið eða nokkuð mikið traust til ýmissa stofnana samfélagsins kemur í Ijós, að traustið er mest á lögregl- unni (74%), og kirkjunni (71 %), þá dómstólunum og menntakerfmu (68%) og síðan Alþingi (56%). Fæstir bera mikið eða nokkuð traust til stórfyrirtækja (32%) og dagblaðanna(16%). Ef þessi viðhorf (Tafla XII) eru borin saman við skoðanir annarra þjóða kemur í Ijós, að traust íslendinga á kirkjunni er mun meira en annarra Evrópu- þjóða, en hins vegar er það svip- að og í Bandaríkjunum (75%). Þá vekur Htið traust fslendinga á dagblöðunum athygli, það er minna en meðal nokkurrar ann- arrar þjóðar í könnuninni. Þó engin stofnun njóti meira trausts meðal íslendinga en lögreglan, nýtur hún minna trausts samanborið við Norður- löndin og Bretlandseyjar. Einungis Norðmenn og Finnar bera meira traust til þjóðþings síns en íslendingar ef litið er til Evrópulandanna i könnuninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.