Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 „Tíðindalaust á austurvígstöðvunum" Bragi Kristjánsson f GÆR w 26. skakin í heimsmeist- araeinvíginu tefM í Moskvu. Áskor- andinn hafoi hvítt og skákin tefldist í byrjun eins og 24. skákin. í 11. leik bri Karpov út af, en það dugði ekki til að blisa keppendum baráttuanda í brjóst Eftir 23 tilþrifalitia leiki sömdu þeir um jafnteflL Þetta var sautjánda jafnteflið í rðð, en alls hefur 22 skákum lokið með jafntefli í þessu einstæða heimsmeistaraeinvfgi. Það er ekki glæsilegt fyrir áskorandann, stigahæsta skákmann heims, að hafa ekki unnið skák i þessu ein- vigi. Karpov hefur að vísu unnið fjórar skákir, en hann þarf að vinna tvær til viðbótar til að sigra i einviginu. Hann þorir hins vegar ekki að taka neina áhættu, er greinilega hræddur við að Kasp- arov komist í stuð við að vinna skák. Báðir keppendur biða og vona að andstæðingurinn leiki af sér, en á meðan hlaðast jafnteflin upp og eins og einhver sagði þá er enn „tiðindalaust á austurvig- stöðvunum". Við skulum skoða 26. skákina, en ekki er ástæða til að fara um hana mörgum orðum. 26. skákin: Hvitt: Kasparov Svart: Karpov Enski leikurinn 1. Rf3 — Rf6, 2. c4 — c5, 3. Rc3 — Re6, 4. d4 — cxd4, 5. Rzd4 — e6, 6. g3 — Db6, 7. Rb3 — d5, 8. cxd5 — Rxd5, 9. Bg2 Kasparov sleppir eðlilegasta framhaldinu, 9. Rxd5 en það gerði hann einnig i 24. skákinni. 9. — Rxc3, 10. bxc3 — Be7, 11. 0-0 — e5 Karpov bregður út af 24. skák- inni, en þar varð framhaldið 11. — 0-0,12. Be3 - Dc7,13. Rd4 - Hd8, 14. Da4 - Bd7, 15. Rxc6 - Bxc6, 16. Bxc6 — bxc6,17. c4 og jafntefli var samið. Með leik sinum nú kemur Karpov í veg fyrir Rb3 — d4 og opnar biskupi sínum á c8 leið út á borðið. 12. Be3 — Dc7, 13. Rc5 — 0-0, 14. Da4 — Bxc5 Svartur verður að drepa þennan riddara, því annars lendir hann i erfiðleikum með að koma Bc8 út á borðið. 15. Bxc5 — Hd8, 16. Hfdl — Be6, 17. h3 — Hxdl, 18. Hxdl — Hd8, 19. Hxd8 — Dxd8, 20. Bxa7 Auðvitað ekki 20. Bxc6 — bxc6, 21. Dxc6? - Ddl, 22. Kg2 - Bd5 og vinnur drottninguna. 20. — I)a8, 21. Bxc6 — bxc6, 22. Kh2 — h5, 23. Da5 — f6 og kepp- endur sömdu um jafntefli. Hvítur befur peð yfir, en mjög erfitt er að gera sér mat úr því. Staðan: Karpov 4 (22 jafntefli) Kasparov 0 OlympíiLskákmótið: ísland — Honduras 4:0 SalMJkí 21. MTcnber. Frá Áíkeli Eni Kirurai, fréiuriuri MbL ÍSLENZKU karlarnir unnu and- .sta-ðinga sína fri Honduras i öllum boroum í annarri umferð Ólympíu- skikmótsins og konurnar unnu sveit Dóminíkanska rýðveldisins með tveimur vinningum gegn ein- um. Skik Helga Olafssonar úr fyrstu umferðinni gegn Túnis fór í bið í fjórða sinn og hefur Helgi ekki gefið upp alla von um vinning, þótt staðan sé almennt talin jafnteflis- leg. Margeiri tókst að halda jöfnu í sinni skik úr fyrstu umferð og er staðan þi þannig, að uuenzka sveit- in hefur l'/4 vinning og Túnissveitin I '/2, þannig að úrslit velta i irangri Helga. Bjartsýni rikti meðal íslend- inganna hér eftir stórsigur karl- anna gegn Honduras i dag. Allar skákirnar fóru í bið, en okkar mönnum tókst öllum að snúa erf- iðum biðstöðum í vinninga. Helgi og Margeir unnu i annarri lotu. Þegar skákirnar fóru i bið öðru sinni gafst andstæðingur Jóhanns Hjartarsonar upp og andstæðing- ur Jóns L. Arnasonar gafst upp eftir nokkra leiki i þriðju setunni. Úrslit: ísland — Honduras 4—0. Helgi vann Singh, Margeir vann Zaldivar, Jóhann vann Haces og Jón L. vann Yuja. Konurnar stóðu sig einnig með prýði. ólöf Þráinsdóttir tapaði sinni skák eftir mikla baráttu, en Sigurlaug Friðþjófsdóttir sigraði hins vegar andstæðing sinn glæsi- lega í 20 leikjum. Guðlaugu Þor- steinsdóttur tókst að vinna sína skák eftir að hún hafði tvisvar fario í bið. { þriðju umferðinni tefla is- lenzku karlarnir við sveit Argent- inu og konurnar við sveit Brasiliu. Athyglin mun þó fyrst og fremst beinast að viðureign Sovétmanna og Ungverja þar sem tveir sterk- ustu skákmenn Sovétrikjanna eru fjarri, en Ungverjar geta teflt fram ollum sínum sterkustu mðnnum. Annars hafa Sovétmenn teflt sannfærandi og unnið allar sinar skákir i fyrstu tveimur um- ferðunum. Það vakti athygli i annarri umferð að hinn kornungi fyrstaborðsmaður Norðmanna, Agdestein, vann sannfærandi sig- ur á tékkneska stórmeistaranum Hort. Vegna fjölda biðskáka er staðan óljós eftir tvær umferðir, en Sovétmenn eru einir i fyrsta sæti með fullt hús. Guðmundur Guðný Gunnar Tónleikar í Vestmannaeyjum GUÐNÝ Guðmundsdóttir fiðluleik- ari, Gunnar Kvaran cellóleikari og Guðmundur Guðjónsson organleik- ari halda tónleika f landakirkju í Vestmannaeyjum nk. laugardag, 24. nóvember. Á efnisskrá tónleikanna, sem hefjast klukkan 16.00 verða m.a. verk eftir Hándel, Bach, Massenet og Mendelssohn. Á föstudag klukkan 17 munu listamennirnir kynna hljóðfæri sin og leika fyrir nemendur tón- listarskólans i bæjarleikhúsinu. 13 milljónum úthlutað úr verkfallssjóði BSRB ÚR verkfallsjóði BSRB hefur verið úthhitað um 13 milljónum króna til tæplega 2600 umsækjenda. I byrjun verkfalls voru rösklega 5 milljónir til ráðstöfunar og inn- anlands og erlendis hafa safnast um 8 milljónir króna. Þar sem ráðstöfunarfé sjóðsins er nú á þrotum og ekki horfur á Fhigleiðaskákmót: 24 sveitir HIÐ arlega Flugleiðaskikmót verð- ur haldið í 6. skipti um næstu helgi. Skákmótio verður haldið i Hótel Loftleiðum og hefst klukkan 9.15 i laugardaginn, 24. névember. Að þessu sinni taka 24 skák- sveitir, frá fyrirtækjum og stofn- unum, þátt i mótinu, helmingur- inn utan af landi og helmingurinn af höfuðborgarsvæðinu. Tefldar verða 23 umferðir. Á siðasta Flugleiðaskákmóti sigraði sveit Bolvíkinga. Flugleiðir veita sigur- sveitunum ferðaverðlaun. frekari framlögum telur stjórn sjóðsins ekki unnt að úthluta leng- ur úr verkfallssjóði. í frétt frá stjórn verkfallssjóðs BSRB eru færðar þakkir þeim fjölmörgu, sem styrkt hafa sjóðinn. » t « Ók af slysstað KONA varð fyrir bifreið i gangbraut i Laugavegi, skammt fyrir austan Rauðarirstíg, í hadeginu i minu- dag. Hún féll fram i vélarhlff bif- reiðarinnar og niði ökumaðurinn að stöðva bifrtio sína. Eitthvert fit virðist hafa komið að okumanni, því hann bakkaði bifreið sinni svo kon- an féll í götuna og ók að því loknu i brott Konan hlaut ekki alvarleg meiosl, en er bólgin og marin. Bifreiðin var gul, annað hvort af Lada-gerð eða FIAT. Lðgreglan biður ökumanninn og vitni vin- samlega að gefa sig fram. INNLENT Af lamark á skip eða fisktegundir Ræða Krisjáns Ragnarssonar á LÍÚ-þingi að stórum hluta i dag, þar sem þau hafa mestan hag af þvi að vanda framleiðsluna. Máishátturinn „fátt er svo með ðllu illt að ekki boði nokkuð gott" getur átt við i þessu efni, þvi mán- aðarlangt verkfall opinberra starfsmanna leiddi i ljós að við gát- um alveg án þeirra verið. Er mér ekki kunnugt um eitt einasta ágreiningsefni um ferskfiskmat meðan verkfallið stóð yfir. Gengistrygging afuroalána Það vekur oft furðu, hvað stjórn- völd eru máttvana gagnvart banka- kerfinu i landinu. Stofnanir þessar penjast út bæði í mannahaldi og húsbyggingum. Fjöldi banka- starfsmanna hefur þrefaldast á ör- fáum árum meðan mannfjöldi i fiskveiðum og fiskvinnslu stendur i stað. Enginn vafi er á þvi, að sú mikla spenna, sem skapaðist hér siðari hluta árs, á rætur að rekja til óhóflegrar útlánastarfsemi banka, sparisjóða og lifeyrissjóða. Rfkisbankarnir tóku milljarða að láni erlendis í þvf skyni, að þeir væru að hjálpa sjávarútveginum. Hafi svo verið að einhverjum hluta, var nú samúðin ekki mikil með „vandræðabarninu". Þetta fé var tekið að láni með innan við 10% vöxtum, en endurlánað með allt að 24% vðxtum til að fjármagna af- urðalán. Þegar svo kom að því að óttast væri að gengi krónunnar færi að breytast voru öll afurðalán snarlega gengistryggð, svo tryggt væri að sjávarútvegurinn nyti nú ekki góðs af þeim gengismun, held- ur fengju bankarnir þetta í verð- laun fyrir frammistöðuna. Kjarakröfur sjomanna Sjómenn gera nú miklar krðfur til launahækkana. Beinast þær einkum að því að hækka kaup- tryggingu verulega. í þessu sam- bandi er rétt að taka fram að út- vegsmenn hafa itrekað óskað eftir breytingu á launakerfi sjómanna á þann veg, að hlutaskiptareglurnar tækju mið af breyttum olfu- og fjármagnskostnaði útgerðarinnar. Þessum óskum hafa sjómenn ávallt hafnað, bótt forystumenn þeirra segðu i hinu orðinu, að þeir ætluðu sér ekki að hagnast á erfiðleikum útgerðarinnar að þessu leyti. Stjórnvöld hafa þvi neyðst til að breyta þessu með logum. Samning- ar hafa síðan itrekað verið gerðir við samtök sjómanna á grundvelli laga um þetta efni. Eftir nýgerða kjarasamninga f landinu er eðlilegt að sjómenn óski launabreytinga. Rikisstjórnin hef- ur nú ákveðið að beita sér fyrir lagasetningu um, að nýtt fiskverð verði ákveðið frá og með deginum i dag að telja. Hækkun fiskverðs færir sjómönnum launahækkun i sama hlutfalli. í samningum útvegsmanna við sjómenn segir, að hækki kaup fisk- vinnslufólks á gildistima samning- anna, skuli kauptrygging sjómanna hækka i sama hlutfalli. Hækkar þvi kauptrygging nú um 10% til viðbótar við 3% hækkun frá 1. september eða samtals yfir 13%. Hlutaskiptasamningar sjómanna og útvegsmanna gera ráð fyrir að sjómenn njóti þess þegar vel fisk- ast, með þvi að fá hlut af aflaand- virði. Til tryggingar þessum afla- hlut hafa sjómenn lágmarkskaup- tryggingu, þegar illa fiskast, og er þá áhættan öll hjá útgerðinni. Þessu verður ekki breytt á þann veg, að sjómenn firri sig allri áhættu, þegar illa fiskast með stórhækkaðri kauptryggingu, sem nú er um 20 þúsund krónur á mán- uði. Frekari kauptrygging sam- rýmist ekki þessu launafyrirkomu- lagi. Menntun sjómanna Það hefur verið mðnnum vaxandi áhyggjuefni, hve dregið hefur úr aðsókn að sjómannaskólum lands- ins nú sfðustu árin. Margar skýr- ingar hafa komið fram hverju þetta sætti, en varla er þó nokkur ein einhlít skýring til. Hverjar sem skýringarnar kunna að vera, þá er mönnum það ljóst, að snúa þarf þessari öfugþróun við, því allir gera sér fulla grein fyrir þvi, ekki sist útgerðarmenn fiski- skipa, að forsenda farsællar sjó- sóknar er, að yfirmenn skipanna séu vel menntaðir til þess að gegna þeim ábyrgðarstörfum sem þeim eru falin i þessum höfuðatvinnu- vegi þjóðarinnar. Fagna ber þeim almenna áhuga, sem þessum málum hefur verið sýndur af þeim fjölmðrgu aðilum, sem þessi mál hafa látið sig varða, enda gera menn sér það ljóst, að við svo búið má ekki lengur standa. Með samstilltu átaki allra þessara aðila má færa þessi mál ðll til betri vegar. Kynningarstarf Oft hefur verið um það rætt inn- an samtakanna að auka þurfi kynningarstarf á vegum þeirra um þýðingu og gildi sjávarútvegsins fyrir þjóðina. Svo virðist sem stór hluti þjóðarinnar skilji ekki hvað stendur undir verðmætaskðpun þessarar þjóðar og þá sérstaklega þeir, sem eru i opinberu starfi og i þjónustu. Á þetta sérstaklega við um þá, sem búa í mesta þéttbýlinu, því aðrir eru i nánari snertingu við atvinnulffið. Kom þetta greinilega fram í þeim verkfallsátökum, sem áttu sér stað nýlega. I umfjöllun um atvinnulifið i sérstðku blaði, sem opinberir starfsmenn gáfu út, settu þeir sér einkunnarorðin „við hlustum en heyrurri ekki". Mér er ljóst að erfitt getur orðið að kynna þýðingu atvinnulifsins fyrir mönnum, sem setja sér þessi ein- kunnarorð, en það mega þeir lika vita að fólkið sem vinnur fram- leiðslustörfin getur þreyst á þvi að kjðr þess séu sífellt rýrð vegna stoðugrar fjölgunar opinberra starfsmanna sem eru nú að verða fjórði hver launþegi þessa lands. Af þessum ástæðum hefur stjórn LÍU i samráði við Sölumiðstoð hraðfrystihúsanna, Sðlusamband fsl. fiskframleiðenda og Sjávaraf- urðadeild SfS ákveðið að efna til átaks til kynningar á málefnum sjávarútvegsins og mun það hefjast á næstu vikum. Lokaorð Við höfum átt erfið ár að baki og munum ávallt eiga við einhverja erfiðleika að strfða. Við skulum gera allt sem i okkar valdi stendur til þess að auka framleiðsluverð- mætin og auka gæði framleiðsl- unnar. Með sama hætti gerum við kröfu til sjálfra okkar um að draga úr kostnaði, hvar sem því verður við komið til að gera starfsemina arð- bærari i þvi augnamiði að geta tryggt atvinnu og bætt lffsafkomu allrar þjóðarinnar, en það verður alltaf megin tilgangur starfs okkar. Þótt það sé málefnum sjávarút- vegsins óviðkomandi langar mig til þess að skýra frá því, að tekist hef- ur að leysa deilu þá sem staðið hef- ur í langan tima við ibúa á Helln- um á Snæfellsnesi vegna fyrirhug- aðra sumarhúsa sem til stóð að reisa þar. Verður hafist handa strax að vori við að reisa sumarhús þau, sem til stóð að reisa. Ég þakka samstarfsmönnum mínum i stjórn LÍU fyrir ánægju- legt samstarf á árinu og starfsfólki LIÚ færi ég þakkir fyrir vel unnin störf og segi þennan 45. aðalfund LÍÚ settan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.