Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 Punktar frá bæjarstjórn Akureyrar AkBreyri, 21. aéTenber. Slæm greiAslustaða bæjarsjóðs Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær var lagt fram reikningsyfirlit bæjarsjóðs f októberlok. Eru niður- stöðutölur á yfirlitinu kr. 657.963.786.-. Fram kom í máli bæj- arritara, Valgarðs Baldvinssonar, að innheimtur gjalda til sjóðsins eru nú um 4,5% lakari en á sama tíma í fyrra. Sérstaklega eru það fyrirtæki í bænum sem lakar standa í skilum nú. Þetta veldur þvf að bæjarsjóður safnar nú lausa- skuldum og námu þær f lok október alls um 22 millj. kr. Svipað atvinnuleysi Hinn 31. október sl. voru 82 skráðir atvinnulausir á Akureyri, ’ 52 karlar og 30 konur. Skráðir voru 1200 heilir atvinnuleysisdagar f mánuðinum, sem svarar til þess að 52 hafi verið án atvinnu allan mán- uðinn. t sept. voru skráðir atvinnu- lausir 83,32 karla og 51 kona. Þess má geta, að í október í fyrra voru skráðir atvinnulausir á Akureyri 129. Forsendur fjárhagsáætlunar 1985 Hagsýslustjóri hefur lagt fram tillögur sfnar að forsendum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir bæjarsjóð á árinu 1985. Bæjarráð hefur sam- þykkt forsendurnar, þó með þeim fyrirvara, að taka verði mið af væntanlegum efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. 1 tillögum hag- sýslustjóra er gert ráð fyrir að laun hækki um 10—12% frá nóvember- launum á þessu ári og að meðalverð vöru og þjónustu hækki um 25%. Lód undir kvikmyndahús Kvikmyndagerðarfyrirtækið Nýtt líf sf. hefur sótt um lóð undir kvikmyndahús sem það hyggst reisa og reka á Akureyri. Sótti fyrirtækið um 1500 fermetra lóð á horni Kaupvangsstrætis og Drottn- ingarbrautar. Bæjarráð og bæjar- stjórn hafa fyrir sitt leyti sam- þykkt úthlutun umræddrar lóðar til fyrirtækisin8 og hefur falið bygg- inganefnd afgreiðslu málsins. Bygginganefnd samþykkti sfðan að veita umsækjendum vilyrði fyrir umræddri lóð, en endanleg lóðar- veiting getur ekki farið fram fyrr en gengið hefur verið frá bygginga- og skipulagsskilmálum. Lciktækjasalir enn á dagskrá Rekstur leiktækjasala komst óvart á dagskrá bæjarstjórnar einn ganginn enn, þegar bæjarstjórn fékk til meðferðar umsókn Bjarka Tryggvasonar um nætursöluleyfi um söluop í leiktækjasal við Strandgötu 6. Þegar málið var til afgreiðslu i bæjarstjórn vakti Val- gerður Bjarnadóttir athygli á því að þrátt fyrir að nær eitt ár væri liðið frá þvf bæjarstjórn samþykkti ýt- arlegar reglur um rekstur slfkra staöa, væru enn þrjár leiktækja- stofur reknar í bænum, allar án til- skilinna leyfa. Bar Valgerður síðan fram tillögu, ásamt Sigríði Stef- ánsdóttur og Úlfhildi Rögnvalds- dóttur þess efnis að bæjarfógeta yrði fyrirskipað að loka þegar í stað þessum leiktækjastofum. I máli Sigurðar J. Sigurðssonar, bæjar- fulltrúa, kom fram, að allar þessar stofur hafa sótt um leyfi til rekstr- arins, en yfirstjórn Akureyrarbæj- ar hefði enn ekki gefið sér tfma til að ganga frá samningum við stof- urnar. Valgerður vildi samt láta loka og dró ekki tillögu sfna til baka, fyrr en Jón Sigurðarson (F) hét henni stuðningi við tillöguna að hálfum mánuði liðnum, á næsta bæjarstjórnarfundi, ef yfirvöld bæjarins hefðu þá ekki gengið frá málum við eigendur. GBerg Rikshaw í Safarí FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 22. nóvember, heldur hljómsveitin Rikshaw opnunartónleika sína í veitingahúsinu Safari við Skúla- götu. Tónlist þeirra flokkast undir nýbylgju og er öll frumsamin. Hljómsveitina skipa: Sigurður Hannesson trommur, Dagur Hilm- arsson bassi, Richard Scobie söngur og hljómborð, Sigurður Grön- dal gítar og Ingólfur Guðjónsson hljómborð. Húsið verður opnað kl. 22.00. Das Kapital á Hótel Borg FIMMTUDAGINN 22. nóvember verða tónleikar á Hótel Borg. Hljómsveitin Das Kapital mun þar kynna efni af nýrri plötu sinni sem kemur út um helgina. Hljómsveitin Das Kapital var stofnuð sl. sumar og hana skipa þeir Bubbi Morthens sem syng- ur og spilar á gítar, Mike Poll- ock á gítar, Jakob Magnússon á bassa, Guðmundur Gunnarsson á trommur og Jens Hansson á saxófón. Bubbi Morthens er flestum kunnur eftir að hafa verið í Utangarðsmönnum og síðar hljómsveitinni Egó. Mike Poll- ock var einnig í Utangarðs- mönnum á sínum tfma og hefur spilað með hinum ýmsu hljómsveitum t.d. Bodies, Frökkum og Baðvörðum. Þeir Jakob og Guðmundur eru fyrr- verandi meðlimir í Tappa Tík- arassi. Jens Hansson var upphaflega aðstoðarmaður á plötunni en gerðist síðan fastur liðsmaður hljómsveitarinnar. Plata Das Kapital ber heitið Lili Marlene og á henni er fjöl- breytt efni allt frá rómantísk- um söngvum til sterkra ádeilu- texta. Það er Grammið sem sér um útgáfuna. Ennfremur er væntanlegt blað frá Das Kapital sem inni- heldur efni frá þeim félögum. í blaði þessu er einnig tekin fyrir málefni sem hafa haft áhrif á lagasmíðar þeirra. (FrétUtilkynning) raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar Ráöstefna um íþrótta- og æskulýösmál varöur haldin í Valhöll, laugardaginn 24. nóvambar og hafat kl. 10—17. A dagakrá ar Satning: Júlíus Hafstein formaöur. ÆakulýöamAI: Ömar Bnarsson framkvæmdast(órl æskulýösráös Rvfk. fþróttamál: Hermann Slgtryggsson íþróttafulltrúi Akureyri. fþrótta- og arakulýóaatarl f landafjóróungum: Dóra Gunnarsdóttlr Fáskrúösfiröi. Asdis Jónsdóttir Gefdingaholti og Jóhannes Finnur Halldórsson Akranesi. Vðm gagn áfangi og ffkniafnum: Séra Blrgir Asgeirsson Mosfellssveit. Hédagtavaróur Avarp hr. Albert Guömundsson fjármálaráöherra. Hvaó ar aó garaat f ráóunaytinu: Reynir Karlsson íþróttafulltrúi rfkisins. Hópvinna. Niöurstööur umræöna. Kafflhlá. Ahnannar umræöur. Ráóatafnualft. Ráóatafnuatjórf ar HHmar Guólaugaaon borgarfulltrúi. Suöurlandskjördæmi Aöalfundur kjördæmisráös Sjálfstæölsflokkslns f Suöurlandskjör- dæmi veröur haldinn á Hellu laugardaginn 24. nóvember kl. 13.00 f Hellubfói. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Avörp alþingismanna: Þorsteinn Pálsson formaöur Sjálfstæöisflokksins, Arnl John- sen, Fggert Haukdal. 3. Kynníg á hugmyndum aö breyttum próf- kjörsreglum. Framsögumaöur: Friörik Friöriksson framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæöismanna. 4. Almennar umræöur. Aö fundinum loknum veröur opiö hús i Hellu- bfói fyrir sjálfstæöisfólk. Sjálfsfæðisfélg Akureyrar — Aðalfundur Aöalfundur veröur haldinn fimmtudaglnn 22. nóvember 1984 kl. 20.30 f húsnæöi flokksins aö Kaupangi. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Breytingar á lögum félagsins. Samskipti og mætingar nefndarmanna á vegum Akureyrarbæjar á fundum Sjálfstæöisfélagsins. önnur mál. Fétagsmenn eru hvattir til aö fjölmenna á fundlnn. Sljórnin. Keflavík Heimir, FUS. heldur almennan félagsfund í sjálfstæöishúsinu fimmtu- daginn 22. nóvember kl. 20.30. Fundarefnl: 1. Kynning á störfum bæjarstjórnar. Framsögu hefur Hjörtur Zakarf- asson bæjarfulltrúi. 2. Umræöur um nefndarstörf. Fulltrúar Heimis i nefndum og ráöum á vegum bæjarins stýra umræöuhópum. Ungt sjálfstæöisfólk sem vill kynnast störfum okkar i bæjarmálum er hvatt til þátttöku. St/órnln. Fulltrúaráð Mýrasýslu Aöalfundur fulltrúaráöslns veröur haldlnn fimmtudaginn 22. nóvem- ber kl. 21.00 f sjálfstæöishúsinu Borgarnesi. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Hreppsnefndarmennirnir Gfsli Kjartansson og Jóhann Kjartansson skýra frá hreppsmálum f Borgarnesi. 3. Önnur mál. Stjórnln. Aðalfundur Fulltrúaráös Sjálfstæöisfélaganna á Akureyri veröur haldinn í Kaup- angi laugardaginn 24. nóvember kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Ræöa: Halldór Blöndal alþinglsmaöur. 3. Önnur mál. Stjómin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.