Morgunblaðið - 22.11.1984, Side 46

Morgunblaðið - 22.11.1984, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 Afmæliskveðja: Friðfínnur Arni Kjærnested 90 ára afmæli átti Friðfinnur Árni Kjærnested 14. okt. 84. Ég get ekki látið hjá líða að minnast þessa heiðursmanns með nokkrum fátæklegum orðum. Friðfinnur er fæddur á Stað í Aðalvík í Sléttuhreppi vestra, son- ur sæmdarhjónanna Elíasar Kristjáns Friðfinnssonar og Jó- hönnu Jónsdóttur, konu hans, frá Kirkjubóli við Skutulsfjörð. Þriggja nátta gamall var sveinninn dreginn á sleða í fóstur til merkishjónanna Guðbrands Einarssonar og Kristínar Sveins- dóttur er bjuggu á Sæbóli í sömu sveit. Á heimili þessara hjóna fékk Friðfinnur það veganesti sem reynst hefir honum vel fram á þennan dag. Ég hefi þekkt Friðfinn í 36 ár og kunningsskapur okkar þróast í einlæga vináttu og ég tel mig heppinn að hafa átt þess kost að hafa kynnst góðum drengskap- armanni og margt af honum lært bæði í orði og verki. Friðfinnur er kátur og skemmtilegur og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi, bæði til sjós og lands, hefir skapað sér stóran kunningja- og vinahóp skyldra sem vandalausra í lífi og starfi sakir reynslu og eðlilegrar lagni að laða að sér fólk, bæði unga og aldna. (Góður kall Frið- finnur utan brúar sem innan.) Friðfinnur fór barnungur að stunda sjó og fyrir 75 árum var enginn leikur að stunda þá íþrótt, margir um boðið en fáir útvaldir. MEÐALSTDR UÓSRTTUNARVÉL MEÐ SIÓRKOSTLEGA EIGINLEIKA! U-BÍX2s«rca er sérstaklega fjölhæf Ijósritunarvél sem skilar frábærum Ijósritum á venjulegan pappír og glærur. Hún er m.a. með alsjálfvirkum frumritamatara, papplrsbökkum og afritaraðara — sem þýðir að hún skiptir um frumrit á réttum tlma, velur rétta afritastærð og flokkar síðan afritin I afritaraðarann. Vélin velur einnig bestu mögulega lýsingu f samræmi við hvert frumrit. U-BÍXisoru ar þvl frábær lausn fyrir þau fyrirtæki þar sem stöðugt tapast dýrmætur tlmi þegar grípa þarf inn I Ijósritavinnslu til að skipta um frumrit, ákveða lýsingu, velja papplrsstærðir og raða afritum. Og verðið ætti að koma á óvart, þvf eftir nýafstaðna erlenda verðlækkun kostar U-BtXcsoiu nú 42.700 kr. minna en áður. - SKRIFSTi OFUVÉLAR H.F. % Hverfisgötu 33 — Simi 20560 Pósthólf 377 Þeir sem stóðu sig hrepptu hnoss- ið og einn af þeim var vestfirski Aðalvíkurunglingurinn, Friðfinn- ur Kjærnested. Nú er liðinn lang- ur tími, mikið vatn til foldar fallið og í sjó runnið, íslensk sjómanna- stétt eignaðist góðan liðsmann í orði og verki, sem hefir alls staðar komið sér vel, bæði sem undir- og yfirmaður, til sjós og lands. Hann fór ungur í Stýrimannaskólann og tók farmannspróf og varð snemma til forystu fallinn. Hann sigldi um árabil sem stýrimaður og skip- stjóri á togurum, allt fram að síð- ustu heimsstyrjöld en fór þá í land að ósk konu sinnar, sem þá var að sjálfsögðu ein heima með fjögur börn og þekkti voða styrjaldar- bramboltsins þar eð hún var Eng- lendingur. Eigi að síður lóðsaði Friðfinnur mörg erlend skip kringum okkar klettóttu, íslensku strönd og fórst vel úr hendi. Mjög skorti menn er mæltu á enska tungu er Bretar hófu að fram- kvæma hér flugvallargerð og fleira, réðst þá Friðfinnur til verk- stjórnar hjá Bretum í flugvallar- gerð Reykjavíkurflugvallar. Síðan gerðist Friðfinnur starfsmaður Hafna- og vitamálastjórnarinnar, fyrst sem stýrimaður og síðar skipstjóri á dýpkunarskipinu Gretti. Hætti skipstjórn fyrir ald- urs sakir, en starfaði eftir það hjá birgðastöð sama fyrirtækis til 86 ára aldurs. Ég stikla hér eins og á steinum yfir vað á lífshlaupi þessa heiðurs- og dánumanns. Um Friðfinn væri hægt að skrifa stóra bók svo litrík hefir starfsævi hans verið, sér í lagi sem sjómanns allt frá fjórróðnum árabát til hafskipa. 1925 stígur Friðfinnur sitt mesta gæfuspor í lífinu, er hann giftist heitmey sinni, Annie, fæddri Tall, breskri stúlku af bökkum Humber-fljóts (réttara sagt, Hull). í hartnær 60 ár stóð þessi indæla kona sem klettur að baki Friðfinns og fjögur síðustu ár ævi sinnar sem sjúklingur í umsjá síns elskaða eiginmanns á Hrafn- istu. Hún lést 12. janúar 1984. Hjá Friðfinni hefur farið saman gæfa og gjörvuleiki. Hann lítur því í bakseglin yfir farinn veg og er þakklátur forsjóninni fyrir langa og gæfuríka ævidaga. Friðfinnur hefir alltaf fylgt jafnaðarstefn- unni. Ójöfnuður er honum óþekkt hugtak, hann barðist á sínum tíma fyrir vökulögunum og öllum málum er rétt gætu hlut sjó- mannastéttarinnar. Málsvari hennar í orði og á borði. Hann hef- ir engu gleymt frá sínum upp- gangsárum og lifað og breytt eftir því, sem stjórnandi, að enginn geri stóra hluti hvorki til sjós né lands nema hafa fólkið með sér. Þetta hefir skapað Friðfinni miklar vinsældir, sem hlýja honum um hjartaræturnar, í háum og reynsluríkum aldursflokki. Frið- finnur hefir hlotið ýmsa sæmd svo sem að vera kosinn heiðursfélagi Sjómannafélags Reykjavíkur. Heiðursmerki Sjómannadagsins og hann er heiðursfélagi Ensk- íslenska vináttufélagsins Anglia. Um leið og ég óska þér, kæri vinur, til hamingju með 90 ára af- mælið vona ég að framtíðin beri í skauti sínu þér til handa góða heilsu og ánægjulegar stundir um ókomna framtíð. Lifðu heill. Steingrímur Nikulásson Rabb um Rabb Eyjólfs Konráðs — eftir Egil Sigurðsson Eyjólfur Konráð Jónsson al- þingismaður er maður hinn hressilegasti til orðs og æðis. Er jafnan uppörvandi að heyra hann og lesa. Hann er einn af fáum al- þingismönnum, sem þora að segja álit sitt opinskátt, hver sem í hlut á. Þannig sagði hann seðlabanka- stjóranum óspart til syndanna vegna hinnar tröllauknu bygg- ingar, sem nú er í smíðum. Það er um þessa byggingu líkt og nýju fötin keisarans, allir sjá hversu hneykslanleg hún er en fáir þora að hafa orð á því. Seðlabanka- stjórinn virðist á einhvern hátt orðinn „heilög kýr“ í augum stórnmálamanna. Uppistaðan í rabbi Eyjólfs Konráðs í Morgunblaðinu 1. nóv. sl. er hins vegar sú, að ofstjórn sé í landinu af hálfu Alþingis og rík- isstjórnar. Þarna skýtur skökku við, því að með tilkomu Seðla- bankans og Efnahagsstofnunar, síðar Þjóðhagsstofnunar, hefir valdsvið réttkjörinna stjórnenda stöðugt verið að þrengjast. Þetta er þó sérstaklega áberandi eftir lát dr. Bjarna Benediktssonar, sem var síðastur áhrifamikilla stjórnmálamanna. Ráðríkur mað- ur en ef til vill ekki að sama skapi farsæll, hefir setið á valdastóli í Seðlabankanum um langt árabil en sú stofnun (Seðlabankinn) fjár- magnar að mestu leyti Þjóð- hagsstofnun, ráðgjafarstofnun ríkisstjórnarinnar, sem er því ekkert annað en útibú Seðlabank- ans við Rauðarárstíg. Með þessu fyrirkomulagi er þjóðhagsstjóri í raun réttri starfsmaður Seðla- bankans. Fer þá að verða ljóst, sem EKJ segir réttilega, að allar ríkis- stjórnir reyna oftast einu og sömu meðulin. Engin þeirra fitjar upp á neinu nýju gagnvart verðbólgu. Þetta stafar einfaldlega af því, að meiriháttar ákvarðanir í efna- hagsmálum eru ekki teknar í stjórnarráðinu við Lækjartorg. Þær eru teknar í Austurstræti 11 og í útibúinu á Rauðarárstíg 25. Ríkisstjórnir íslands í sl. 1 Yt ára- tug hafa alls ekki verið myndugar, þær hafa ekki einu sinni ráðið ferðinni í peningamálum því að ákvörðunarvaldið í vaxtamálum var af þeim tekið með Ólafslögum. Ríkisstjórnir, sem ekki ráða stefn- unni í peningamálum, eru gersam- lega máttvana. t Landsbankanum er einnig ráð- ríkur maður. Sá var áður forstjóri Efnahagsstofnunar. Hann hefir nú hrifsað til sín hluta af þvi valdi, sem seðlabankastjóra bar samkvæmt Ólafslögum. Hann átti upphafið að því, að viðskiptabank- arnir eru komnir í kapphlaup um innlánsvexti. Ný vaxtaskrúfa er hafin með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum fyrir verðlagsþróun í landinu. Ríkisstjórnin horfir á að- gerðalaus og einskis megnug. Þetta er reyndar sami skolla- leikurinn og leikinn var af banka- stjórum, þegar ríkisstjórn Gunnar Thoroddsen hafði starfað í 1 ár með góðum árangri. Þá voru vext- ir hækkaðir í stórum stökkum hvað eftir annað, gengi lækkað jafnharðan og verðbólga stefndi í 130 prósentustig á ári. Ef núverandi ríkisstjórn grípur ekki í taumana af kjarki og mynd- ugleika, jafnvel þótt ný lög þurfi til (og afnám Ólafslaga), mun fara á sömu leið fyrir henni og ríkis- stjórn dr. Gunnars Thoroddsen. Egill Sigurðsson Verðstöðvun mun renna út í sand- inn og ný verðbólgualda skella yfir þjóðina. Ríkisstjórnin á skilyrðis- laust að halda áfram kerfis- bundnum vaxtalækkunum, sem gáfust svo vel á síðastliðnu ári. Vextir þurfa að lækka niður í sömu mörk og gilda hjá viðskipta- þjóðum okkar. Það mun gera ís- lenzkum fyrirtækjum kleift að mæta þeim launahækkunum, sem um hefir samizt, og keppa með árangri á erlendum mörkuðum. Nú kemur að lokaatriðinu: er ofstjórn á íslandi af hálfu Alþing- is og ríkisstjórnar, eins og EKJ gefur í skyn? Nei — hér er vanstjórn, að ég segi ekki stjórnleysi. Embættis- menn ríkisstjórnanna, sem eiga að lúta vilja réttkjörinna stjórn- valda, ráða gönuhlaupinu i pen- ingamálum, verðbólgu og erlendri skuldasöfnun. Þetta er sami hátt- ur og viðgengst hjá ríkjum Afríku og Suður-Ámeríku. Þetta er frjálshyggjan er sumir kalla „Ný- nazisma", stefna, sem ekki er lík- leg til að efla lýðræðisöflin í land- inu. 4. nóvember 1984. Egill Sigurðsson vinnur rid endur- skoóun. RÍKULEG ÁVQXTUN KYNNIÐ YKKUR VEL KJÖR SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS | RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.