Morgunblaðið - 22.11.1984, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 22.11.1984, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 47- Sjötugur: Ólafur Sigurðs- son verkfræðingur í dag, fimmtudaginn 22. nóv- ember, á góður sonur þessa lands 70 ára afmæli. Þar sem maðurinn hefur átt heima utanlands meiri- hluta ævinnar, en er þó enn sami hógværi pilturinn af Seltjarnar- nesi, sem hann alitaf hefur verið, vinmargur beggja vegna hafsins, þykir við hæfi að minnast þessa atburðar að nokkru. Nafnið er Ólafur Sigurðsson verkfræðingur frá Pálsbæ á Sel- tjarnarnesi. Foreldrarnir voru Sigurður Pétursson frá Hrólfs- skála, skipstjóri á flaggskipi ís- lenska flotans, gamla Gullfossi, í áratugi, óumdeildur sómi sinnar stéttar, skipafélags og lands, og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir frá Mýrarhúsum. Ekki verða raktar hér ættir nánar, en þess eins getið að systk- ini Ólafs eru systurnar Anna (lát- in) og Guðlaug, sem störfuðu á skrifstofu Eimskipafélagsins langa starfsævi og Pétur, fyrrum forstjóri Landhelgisgæslunnar. Systkinabörn við þau eru Pétur núverandi biskup vor og systkini hans. Þarf ekki lengra að rekja fyrir þá sem eitthvað vita og vilja vita um ættir og persónusögu. Ólafur fæddist á Seltjarnarnesi í Pálsbæ 22. nóvember 1914. Stúd- entsprófi lauk hann frá Mennta- skólanum í Reykjavík vorið 1934 og prófi í skipaverkfræði frá Tækniháskólanum í Stokkhólmi 1939. Hóf hann síðan störf hjá skipa- smíðastöðinni Kockums Mekan- iska Verkstad í Málmey og starf- aði þar öll stríðsárin. Réðst hann til íslensku ríkisstjórnarinnar, með aðsetur í Svíþjóð árið 1945, til að sjá um byggingu svokallaðra Svíþjóðarbáta. Að því loknu fór hann til Landssmiðjunnar sem forstjóri hennar og starfaði þar í fimm ár til ársloka 1951. Hjá Kockums mun þá hafa boð- ist mjög áhugavert starf og var því slegið til og söðlað um að nýju og þar hefur Olafur starfað síðan og búið í Málmey. Fyrsta starfið mun hafa verið að annast sem fulltrúi framleiðslustjóra sam- starf við aðrar deildir þessa stór- fyrirtækis, en ekki leið á löngu þar til stöðuhækkanir komu hver af annarri. Lauk því svo með stöðu aðalforstjóra síðustu árin, þar til eftirlaunaaldri var náð, 65 ára, en þá hætta menn aðalstörfum sínum þar í landi. Ekki munu menn hafa viljað missa þennan frábæra starfsmann, fyrr en í síðustu lög, og situr Ólafur líklega enn í aðal- stjórn fyrirtækisins og ýmissa annarra fyrirtækja því tengdu, svo sem viðgerðarstöðvar í Port- úgal, sem hér verður ekki rakið nánar. Á starfstíma ólafs hjá Kock- ums gerðist þar mikið tækni- og fjárhagsundur, sem víða hefur vakið athygli. Starfsmannafjöldi mun lengst af hafa verið kringum 5.000 manns. Svokölluðu hvít- flibbafólki, þ.m.t. tæknimönnum, fjölgaði á sama tíma og öðrum fækkaði og starfsmannafjöldinn var álíka og áður. Afköst, tækni og verkgæði jukust hins vegar með ólíkindum og varð fyrirtækið verulegt stórveldi í sinni grein. Síðar kom reyndar til hörð sam- keppni Japana og fleiri austur- landabúa, olíukreppan og fleiri at- vik sem urðu til þess að skipa- smíðaiðnaður vesturlanda hefur átt mjög á brattann að sækja um tíma. Haft hefur þó verið eftir austur- lenskum stórjöfrum í þessari grein, að af öllum vesturlandafyr- irtækjum bæru þeir aðeins fulla virðingu fyrir einu, það er Kock- ums-stöðinni. Á bak við þetta afrek stóð að sjálfsögðu margt snjallra manna, en þó mun ekki á neinn hallað, þótt nafn Ólafs sé nefnt þar á und- an öðrum. Eins og eldri starfsmenn Lands- í DAG, laugardag, verður opnuð í Listamiðstöðinni við Lækjatorg sýn- ingin „Mon Opera“, sem er grafík- sýning franska listamannsins J.P. Chambas. Verndari sýningarinnar er sendiherra Frakklands á íslandi, Lou- is Legendre. Sýningin verður opin daglega kl. 14—18 nema á fimmtu- dögum og sunnudögum, þá kl. 14—22. Sýningunni lýkur 2. desem- ber. Jean Paul Chambas er 37 ára gamall og starfar nú í París. Hann hefur haldið yfir 20 einkasýningar víða um heim og hefur tekið þátt f fjölmörgum samsýningum. Þá hef- ur hann starfað sem leiktjalda- smiður bæði í leikhúsum og óper- um. Gerð hefur verið kvikmynd um líf hans og list. í fréttatilkynningu frá franska smiðjunnar muna og fjöldi ann- arra, sem til þekktu þar kringum 1950, er Ólafur vel heima í sínum fræðum, glöggur og klár og sem ekki skiptir minnstu, duglegur og vinnusamur í besta lagi. Að auki er maðurinn svo vel gerður að öllu skapferli, að ekki gat hjá því farið að hann kæmist í fremstu röð. Framsýni hans og hæfileika til frjósamrar samvinnu má meðal annars marka af þessu: Kockums var talið vel á vegi statt í ná- kvæmri tilsniðningu efnis í skips- skrokka, en þó var hafist handa um þróun næstu kynslóðar slikra tækja með notkun tölvutækni. Mun þetta hafa verið gert í sam- vinnu við Tækniháskólann í Lundi með glæsilegum árangri. Fyrir forystu sína, m.a. á þessu sviði, sendiráðinu er listamanninum lýst þannig: „Chambas sækir sinn innblástur í ýmsar áttir og í verkum hans má heyra óma hina ólíkustu tóna, ljóð- ræna, litmikla og kröftuga. Verk hans eru ímynduð ópera rétt eins og til eru söfn ímyndunaraflsins. Sú ópera er algjörlega hans verk, graf- ísk ópera er beitir aðferðum steinprentunar og innleiðir þar ýmsar nýjungar. Jean-Paul Chambas hefur mikið yndi af ljóðlist, af Verdi, Wagner, Puccini, reggae-tónlist og rödd Maríu Callas í Tosca. Hann semur tónverk sitt á sinn sérstæða hátt, með meðulum dráttlistar og lita. Hvort sem um er að ræða þau myndverk er gefið var samheitið „Endurkoman til Egyptalands" eða Sýning á verkum J.P. Chambes opnuð var Ólafur heiðraður af háskólan- um með doktorsgráðu árið 1982. Ejginkona Ólafs er Maj Hillevi f. Áström, sænskrar ættar, frá Norður-Svíþjóð. Er hún hinn ágætasti kvenkostur og hefur ætíð reynst maka sínum traustur fé- lagi. Dætur þeirra tvær, Ebba Ingibjörg hjúkrunarkona og Karin Guðlaug, sálfræðingur, eru löngu giftar og mæður en halda góðu og traustu sambandi við foreldra sína. Á síðastliðnu hausti kom tæpt hundrað rotaryfélaga og eigin- kvenna þeirra frá Suður-Svíðþjóð í stutta heimsókn hingað til lands. Var auðheyrt á gestum þessum að Ólafur er þekktur vel og nýtur mikillar virðingar og vináttu á þeim slóðum. Hefur hann reyndar verið rotaryfélagi í áratugi og til- einkað sér margt úr boðskap þess góða félagsskapar. Ef rétt er munaö hefur þar með- al annars verið sagt eitthvað á þá leið að fyrir því séu lítil takmörk hve miklu góðu sé hægt að koma til leiðar, ef verkefnið sjálft sé sett ofar einstökum persónum, er við sögu koma. Afmælisbarnið Ólafur hefur ekki mér vitanlega sóst eftir ytri táknum þeirrar virðingar, er hann nýtur nú víða. Að hinu hlýtur að koma að samferðamenn um lang- an og skamman veg vilja minnast góðs drengs að verðleikum. Þykist ég með þessum orðum tala fyrir munn fjölmargra er óska að senda honum og fjöl- skyldu hans hlýjar kveðjur á þess- um hátíðisdegi í lífi hans. Megi hann og kona hans lengi lifa við góða heilsu, velgengni og verðskuldaða virðingu. B.Á. Franski grafíklistamaðurinn J.P. Chambes. sú sýning sem hér er á ferðinni „Óperan min“ er ljóst að hæfileikar Chambas liggja í því að tjá hina óáþreifanlegu tónlist með mynd- máli steinprentlistar. Sýnigin „Óperan mín eftir Cham- bas“ hefur verið sýnd í Luxemborg, Englandi, Þýskalandi og Irlandi og fer héðan til lsrael.“ Allehanda En variation av lackra ljusa och mörka chokUdbitar. foarabou j I - ’ I ■] fðBH • KULDAÚLPUR M/HETTU LÓÐFÓÐRAÐIR SAMFESTINGAR FYRIR DÖMUR OG HERRA KAPPKLÆÐNAÐUR MARGAR GERÐIR MITTISÚLPUR ÚR ULLAREFNI ULLARPEYSUR ÍSL. ULLARNÆRFÖT STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA SOKKAR MED TVÖFÖLDUM BOTNI • REGNFATNAÐUR VINNUFATNAÐUR VINNUHANSKAR KLOSSAR GUMMÍSTÍGVÉL ÖRYGGISSKÓR 'un/ijii i. r<"—a——w BORÐLAMPAR HENGILAMPAR VEGGLAMPAR OLÍUOFNAR GASLUKTIR OLÍUHANDLUKTIR OLÍULAMPAR 10, 15, 20 LÍNA ARINSETT FÍSBELGIR VIÐARKÖRFUR NEIST AHLÍFAR ARINVIÐUR usnc ST JÖRNULYKLAR TOPPPLYKLAR LYKLASETT TENGUR FJÖLBREYTT ÚRVAL • ÞJALIR MIKIÐ ÚRVAL TRÉRASPAR ÞJ ALABURST AR VERKFÆRAKASSAR fÉEð VÍR- OG BOLT AKLIPPUR SÍMI 28855 Opið laugardaga 9—12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.