Morgunblaðið - 22.11.1984, Síða 58

Morgunblaðið - 22.11.1984, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 , (Tetta er heid ég s& web martröá. G'óáa hwort ejer l rifnwu.'1 Ate/ heyrdu. — Númer 67 er treim húsum neðar í götunni! I’etta er sjálfrirkur símsrari lögreglunnar. Nafn og heimil- isfang takk... HÖGNI HREKKVISI 1,V'ENTOLEiSA KDSW &S 34FNA4IICIE? 06 TÓLAcSÆí!' Fleiri á foreldrafundi Móðir skrifar: „Ég, móðir barns í Myllubakka- skóla Keflavíkur, mætti á fund Foreldra- og kennarafélags skól- ans hinn 12. þessa mánaðar. Þetta var reglulega góður fundur. Ég fór að velta því fyrir mér, þegar ég kom heim, hvar allir foreldrar barnanna í skólanum væru. Kannski vinna þeir svona mikið og eru þreyttir á kvöldin, þegar fund- irnir eru haldnir, eða komast ekki frá börnunum og vilja ekki skilja þau eftir ein heima. Mér datt því f hug, hvort laugardagssíðdegi væri hentugri tími fyrir þessa foreldra. Það kom til tals á þessum fundi, hvort kenna ætti börnunum á laugardögum vegna verkfallsins, en það var ekki ákveðið. Kannski væri hægt að sleppa því og hafa frekar foreldrafundina á þeim dögum. Ég öfunda enga kennara, sem kennir alla daga og kvöld vik- unnar, hann leggur mikið á sig og hlýtur að vera þreyttur eins og við hin, sem eigum börn í skólanum. Verkfallið á ekki að koma niður á foreldrum, nemendum og kennur- um. Það var annað sem mér datt I hug og það var i sambandi við handavinnu barnanna. Væri ekki hægt að láta þau búa til eitthvað á sig sjálf, t.d. vettlinga, húfu, trefil, svuntu og fleira, sem not er af, en ekki eitthvað sem sett er ofan í skúffu og geymt þar til þau eldast og eignast börn. Það sagði við mig lítið barns- hjarta: „Ef ég má ekki skrópa í skólanum, megið þið þá skrópa á fundum?" Ég svaraði því til að ef við gætum, þá mættum við. Von- andi verður næsti fundur því fjör- ugur. Ég vil þakka fráfarandi stjórn félagsins fyrir góðar sam- verustundir, gott kaffi og meðlæti og bjóða nýju stjórnina hjartan- lega velkomna. Megi Guð og gæf- an fylgja henni. mf- Þorleifi Kr. Guðlaugssyni fínnst það mikið óréttlæti, að innheimtur sé eignaskattur af húsnæði, sem þó er ekki greitt nema að hluta, jafnvel þótt flutt sé inn í það. Óréttlæti í skattamálum Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrif- ar: Heiðraði Velvakandi. I fréttum útvarpsins 19.11.1984, Jólagjöfin til afa og ömmu Bjarni G. Tómasson skrifar: „Kæri Velvakandi. Það var fólska í handsali hátt- virts fjármálaráðherra og Krist- jáns Thorlaciusar að lokinn undir- skrift samninga, enda eru vinnu- brögð af þeim toga spunnin ekkert annað en bálköstur sem brennur upp í óðaverðbólgu. Jólagjöfin sem alþýðuvinirnir í BSRB sendu ellilíf- eyrisþegum mun reynast þeim rýt- ingsstunga í bakið. Enginn veit hvernig dæmið verð- ur gert upp. Björtustu vonir um að ellilífeyrir hækki um kr. 2000. Það þýðir að þá hækka hæstu laun hartnær um það sem lægstu laun eru í dag. Aldraðir og alþýðufólk: Þegar þessir dánumenn koma og þurfa á ykkur að halda, þá ausa þeir ykkur lofi, og segja gjarnan að þið séuð fólkið sem sköpuðuð ís- lenskan þjóðarauð með langri ævi erfiðismanna. Þegar þeir segja ykkur þetta þá skulið þið muna þessi samningasvik, hafa þau geymd en ekki gleymd. Þegar samningarnir voru í burð- arliðnum segi ég: „Ætti ég sæti á Alþingi, bæri ég fram tillögu um að verkfallsrétturinn yrði tekinn af opinberum starfsmönnum." En háttvirt Alþingi er naumast annað en það er forðum var kveðið „hrafnaþing kolsvart í holti fyrir haukþing á bregi". Háttvirt Al- þingi horfði máttlaust og ráðþrota á menn á fullu kaupi hjá ríkinu keppast við að brjóta ríkið niður. að kvöldi, var talað við Steingrím Hermannsson forsætisráðherra. Þar sagði hann meðal annars að hann teldi álitlegt að hækka fast- Bjarni G. Tómasson segir mestu bjartsýnismenn halda, að nýgerðir kjarasamningar færi ellilífeyrisþeg- um 2800 króna hækkun og fínnst honum það smánarleg jólagjöf til eldri kynslóðarinnar. Máttarstólparnir urðu skemmdar- verkamenn. Svokallaðir talsmenn launþega létu einfeldningana halda að þeir væru í kjarabaráttu, þótt allir aðrir skilji að hér er um póli- tíska baráttu að ræða. Launþegar og ellilífeyrisþegar voru sviknir. Kjörin batna ekki, þau versna. Kaldrifjaðastir allra kaldrifjaðra manna eru þeir sem skapa fátækt til að græða á henni og nota hana til að efla völd sín og áhrif. Hvaða flokkur er það sem græðir á fá- tækt, upplausn og ringulreið? Eng- um dettur nema einn íslenskur stjórnmálaflokkur í hug svo und- arlegt sem það er. Uppá þetta hljóðuðu samningarnir. Við höldum áfram að ræða um jólagjöfina sem alþýðuvinirnir færðu afa og ömmu í næstu grein." eignaskatt og hann mundi skila sér betur en aðrir skattar. Það getur verið að eignaskattur sé til- tölulega auðveldur í innheimtu, en þó hef ég grun um að ef hann hækkar mikið, þá verði líkt með hann og söluskattinn, sem er nú í milljónatugum í óskilum. Hvernig ætlar svo forsætisráð- herrann að varna því að leigjend- ur beri ekki þennan fasteignaskatt í hækkuðum leigugjöldum? Þessi aðferð er ekki fær að mínum dómi. Ennfremur, nú er fjöldi fólks að byggja íbúðir yfir sig og á þá að pína þá enn meir i sínum erfiðleik- um, með auknum sköttum á eignir þeirra? Eignir þeirra, já, það er nú ekki svo gott að byggjendur eigi sitt húsnæði, þó þeir séu fluttir inn. Það er því álitamá) að fast- eignagjöld eigi að greiða fyrr en verðgildi eigna er að meira en hálfu leyti greitt. Það er óréttlátt að greiða fasteignagjald af því sem fólk á alls ekki nema að nafn- inu til. Það er óhæfa að lækka tekju- skatt og útsvar, það eru aðrir skattar sem rýra tekjur okkar öllu öðru fremur, en það er söluskatt- urinn og vörugjaldið, sem vinstri- stjórnir hafa dælt yfir okkur á liðnum árum. Óréttlætið í skattamálunum er takmarkalaust. Ég skal taka hér eitt lítið dæmi. Margir eru þeir sem þurfa og vilja kaupa nýjan bíl. Hvernig er skattamálunum þar háttað? Það eru heil árslaun manns sem tekin eru af slíkum kaupum í beinan skatt á einu bretti. Það eru dýr þjónustustörf íslenska ríkisins í okkar fámenna þjóðfélagi, að við skulum verða að bera skatta sem taka meira en helming af tekjum okkar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.