Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 59
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 59 VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Ekki eru allir jafn hrifnir af nýju messuformi. Þorsteini Gunnarssyni finnst Ld. mikið vanta, ef ekki er fjórraddaour kirkjusöngur. Mynd bessi var tekin við guðsþjómistu í Dómkirkjunni fyrir nokkrum árum. Kirkjusöngur og messuform Þorsteinn Gunnarsson skrifar: Hver skyldi vera orsök þess, að almennar messur eru yfirleitt verr sóttar nú til dags en var hér á árum áður? Með útgáfu á Messu- söngvum Sigfúsar Einarssonar má segja, að brotið hafi verið blað í sögu messunnar, svo segja má að þá væri hún komin í þann glæsi- lega búning, sem best hæfir henni í bráð og lengd og þannig varð hún rótföst í hug og hjarta fólksins um margra áratuga skeið. Mjög margt fólk sækir kirkju ekki síður vegna sðngsins en ræðu prestsins, þó góð sé. Allur kirkjusöngur á að vera fjórraddaður með orgelspili (for- söngvarar tilheyra fortíðinni). Nú hefur þannig breyting verið gerð á messuforminu, að hún er þess mest valdandi að stór hópur fólks, sem áður sótti kirkjur, finnst hann vera lokaður úti. Þessi breyting bitnar harðast á því fólki sem komið er um og yfir miðjan aldur og frá barnæsku gafst kost- ur á að hlýða á messuna flutta í sínum fagra, látlausa búningi. Það er þetta fólk, sem ekki kann að meta þetta víxlstagl í hverri Frjálslyndi dagblaða Ragnar Halldórsson hringdi: Mikill er vandi og ábyrgð þeirra manna, er ritstýra dagblöðum. Hvað skal birta og hverju á að hafna? Sem kaupandi Morgun- blaðsins fagna ég því, að á síðustu árum hefur frjálslyndi þess og raunar annarra dagblaða, stórum aukist. Og það svo, að jaðrar stundum við ofrausn eða jafnvel misskilið frjálslyndi. Af því góða tel ég það, að pólitískir andstæð- ingar skrifa nú, að því er virðist, óhindraðir og fá birtar af sér fal- legar myndir í Morgunblaðinu, þrátt fyrir að illa sé oftast launað- ur greiðinn. Það launa sjaldan kálfar ofeldi. Önnur dagblöð sýna að sönnu einnig frjálslyndi og enda þótt ég vilji ekki bera oflof á Moggann, virðist mér samt að hans skerfur sé miklu mestur, þegar tekið er tillit til útbreiðslu meðal landsmanna. í þessu tilfelli er Mogginn sannarlega vinur „litla mannsins" og hef ég þá eink- um í huga Alþýðublaðið. Segja má, að Morgunblaðið hafi tekið smælingjann á vinstri vængnum í fóstur. En laun heimsins eru van- þakklæti. Alþýðublaðsmenn bera þó stundum kápuna á báðum öxí- um og sýna hræðslugæði, milli þess sem þeir reyna að ybba gogg. En Þjóðviljamenn fara að dæmi Grettis Asmundarsonar, þegar hann galt fósturlaunin til föður síns með því að rífa bak hans með ullarkambi. Með þessum orðum vil ég benda á þá hálu braut ritstjóranna, eins og áður er á minnst: Hvað skal birta og hverju skal hafna. Það er nefnilega hægt að skemma dag- blað ef hófs er ekki gætt. Hér á ég ekki við áður áminntar pólitískar greinar, skrifaðar undir fullu nafni, að hætti siðaðra manna, heldur illyrtar ofstopagreinar og hef ég þar einkum i huga ritsmíð- ar Arnórs Hannibalssonar og ann- arra af svipuðu sauðahúsi. Þess háttar andlegan afrakstur á að setja í poka og fela milli þúfna, í þeirri von, að upp rísi sproti, sem hvíslar eins og forðum: „Mídas konungur hefur asnaeyru." Þessu líkar ritsmíðar skemma hvert það dagblað, sem ber virðingu fyrir sjálfu sér. Skrif Arnórs Hanni- balssonar um kirkju og kristni eru til skammar. Hallgrímur Péturs- son segir: Oft má af máli þekkja/ manninn hvern helst hann er/ sig mun fyrst sjálfan blekkja/ sem með lastmælgi fer/ góður af geði hreinu/ góðorður reynist víst/ fullur af illu einu/ illyrðin sparir síst. messu, eins og „Miskunnarbæn" og fleira í þeim dúr. Ég gaf mig á tal við mann um daginn og bað hann að segja mér, hvort hann hefði hlustað á til- tekna útvarpsmessu sem verið hafði nokkru áður. Hann svaraði því svona: „Ég ætlaði að hlusta á þessa messu og.skrúfaði frá við- tækinu, en þá heyrði ég fljótlega, að þetta var ein af þessum nýmóð- ins messum, með einradda söng og stagli, svo ég var fljótur að skrúfa fyrir." Það munu nokkuð margir vera sama sinnis, því miður, þegar um þessi nýju messuform er að ræða. Mörgum finnst það minna sig á valdslega skipun þegar presturinn segir: „Biðjum," finnst eins og það feli í sér meiri auðmýkt að segja: „Vér viljum biðja." Það eiga svo margir erfitt með að venjast því sem nýtt er þegar þeir geta ekki fundið að það sé til hins betra. Og margir geta ekki fellt sig við það, að farið sé með Trúarjátninguna í hverri messu. Einraddaður safnaðarsöngur minnir á tré, sem búið er að reita af öll blöð og blóm. Okkur sem erum svo rík að eiga hina dásam- lega fögru Hátíðarsöngva Bjarna Þorsteinssonar, sæmir ekki annað en að halda uppi fjórrödduðum kirkjusöng við allar messur og nota Messusöngva Sigfúsar Ein- arssonar, óstytta. Ef allar messur verða með sama formi og þær voru á dogum Sigfúsar Einarsson- ar og Páls lsólfssonar, mun kirkjugestum fjölga og þeim, sem finnst nú að þeir séu utan gátta, munu snúa aftur til kirkju sinnar. NU SPÖRUMVIÐ PENINGA pg smíðum sjálf! Við eigum fyrirliggjandi flest það efni, sem til þarf þegar þið smíðið sjálf. Til dæmis efni í fataskápa, eldhús- innréttingar, húsgögn, hvers konar vegghillur o.fl. Enn- fremur loftbitaefni, viðarþiljur, límtré og spónaplötur. Þið getið fengið að sníða niður allt plötuefni í stórri sög hjá okkur. Við veitum fúslega allar nánari upplýsingar í síma 25150. BJORNINN HF Skulalum i Simi 25150 Reykiavik Blaóburdarfólk óskast! 82? SIG6A WöG^ fi A/LVtWU í eftirtalin hverfi: Uthverf i Skeifan og lægri Bleikjukvísl tölur viö Grens- Kópavogur ásveg. Álfhólsvegur frá 52 og Melaheiöi. mtgtmfrtaftifr BLIÐRKRLLflRSNUPR* BÚÐiNR? BLÍ-DR KRLLRK SNUÐflBUPINR*'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.