Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 Þróttur jafnaði 7 sek. fyrir leíkslok gegn Val Valur og Þróttur geröu jafntefli, 20—20, í 1. deildmni í handknatt- leik í gærkvöldi. f hálfleik var staðan 12—7 fyrir Valsmenn. Það voru Valsmenn sem tóku forystuna í leiknum og komust í 3—0, voru þeir mun ákveönari í öllum leik sínum og sýndu oft þokkalegan leik. Þróttarar voru hinsvegar daufari og þeim tókst ekki aí> skora mark fyrr en eftir sex mínútna leik. Allan fyrri hálfleik höföu Valsmenn örugga forystu, léku vðrnina vel og Einar varöi vel í markinu. Oft brá fyrir góðu línu- spili og laglegum sóknarleik hjá Val og var fyrri hálfleikurinn nokk- uð góöur hjá þeim. Litlar töggur voru hinsvegar í leikmðnnum Þróttar og fátt eitt gekk upp hjá þeim í hálfleiknum. I síöari hálfleik snérist dæmiö hmsvegar við. Leikmenn Þróttar hófu leikinn af miklum krafti. Þeim tókst aö minnka muninn niöur í þrjú mörk 12—9. Valsmenn héldu þó forystunni og eftir sjö mínútna leik var staöan 14—10. En þá kom besti kafli Þróttar í leiknum og þeim tókst að jafna metin 14—14. Þá voru þrettán og hálf mínúta til leiksloka. Valsmenn tóku aftur viö sér og komust i 16—14 og síðan í 19—15 þegar átta mínútur voru eftir af leiktímanum. Á pessum átta minútna kafla skoruöu leikmenn Þróttar fimm Þróttur — Valur 20:20 mörk en Valsmenn aöeins eitt, endurtóku söguna á móti Ystad síðastliðinn sunnudag. Mark Vals kom þegar 30 sek. voru til leiks- loka en Þrótti tókst að jafna sjö sek. fyrir leikslok. Þaö var Gísli Óskarsson sem jafnaði fyrir Þrótt úr hraöaupphlaupi. Bestu menn Vals í leíknum voru Einar markvöröur Þorvaröarson og Geir Sveinsson. Hjá Þrótti lék Páll Ólafsson best en Sverrir Sverrisson var líka góöur. Mörk Vals: Geir Sveinsson 5, Jón Pétur Jónsson 3, Júlíus Jón- asson 2, Þorbjörn Jensson 2, Jak- ob Sigurösson 2, Valdimar Grimsson 4, Steindór Gunnarsson 1 og Theódór Guðfinnsson 1. Mörk Þróttar: Páll Olafsson 5, Sverrir Sverrisson 5, Birgir Sig- urðsson 4, Konráð Jónsson 2, Gísli Öskarsson 2, Sigurjón Gylfason 1 og Lárus Lárusson 1. Morgunblaölö/Júlkjs • Páll Ólafsson þjélfari Þróttar og laikmaður svffur hér að vorn Vals. Páll var besti maður Þróttarliðsins í gærkvöldi er Þrótti tókst að ná jafntefli gegn Val á síðustu stundu. • Siguröur Pétursson GR í 12. sæti SVEIT GR er í 12. sæti ettir fyrsta dag af þremur í Evropumóti fé- lagsliða í golfi ssm fer fram á Marbella á Spáni. Sveit Vestur- Þýskalands er í fyrsta sœti eftir keppni gærdagsins. Islenska sveitin, Siguröur Pét- ursson (80 högg), Ragnar Ólafsson (82) og Ivar Hauksson (82) lék á 162 höggum. Vestur-Þjóöverjar hafa leikiö á 153 höggum, italir 1 á 154 og ítalir 2 á 155 og eru í þriöja sæti. Svíar eru í fjórða sæti á 157 höggum. 56 keppendur eru á mótinu. Sig- urður Pétursson er nú í 15.—19. sæti yfir einstaklinga en hinir tveir í 27.-33. sæti. „Fyrsta skipti sem strák- arnir sýndu hvað þeir geta" — sagði þjálfari Breiðabliks eftir fyrsta sigur liðsins „ÞETTA var í fyrsta skipti sem strákarnir sýndu hvað þeir geta. Þetta lið getur alltaf skorað 20 mörk í leik, til pess hefur það alla burði, en vörnin var nú loks í lagi og markvarslan einnig mjög góð," sagði Þorsteinn Jóhann- esson, þjálfari nýlíða Breiðabtiks í 1. deild karla í handknattleik, í gærkvöldi eftir að liö hans hafði sigrað Stjörnuna 22:19 í Oigranesi í Kópavogi. Staöan í hálfleik var 13:5 fyrir Breiöablik. Yfirburðir liösins hreint ótrúlegir. Blikarnir léku hins vegar mjög vel, léku hratt og leikgleöin skein af þeim. Vörnin var sterk og markvarsla Guömundar Hrafnkels- sonar frábær. Hann varöi hátt í 20 skot í leiknum. Mikiö hnoö var aft- ur á móti í sóknarleik Stjörnunnar og greinilegt aö leikmenn hennar Sigurmarkið er ein sekúnda var eftir LEIK FH og KR í gærkvöldi í Laugardalshöllínni lauk meö sigri FH 19—18 eftir hörkuleik. Það var Krístján Arason sem skoraði sig- urmark FH beint úr aukakasti oft- ir að leiktíma var lokið. Var mark Knstjáns mjög glæsilegt, hann skaut í gegn um varnarvegg KR og Jens kom engum vörnum við. j hálfleik var staðan 8—7 fyrir KR. Fyrri hálfleikur var mjög jafn, góöur varnarleikur og markvarsla en lið KR var þó ivið betra. Mark- varslan hjá báöum liöum var ein- staklega góð. Sóknarleikurinn var hinsvegar ekki nægilega góöur og var breidd vallarins ekki nýtt sem skyldi. í síðari hálfleik var mikil barátta og jafnt á öllum tölum, vart mátti á milli sjá hvort liöiö myndi sigra i leiknum. Um miðjan hálfleikinn var staöan 14—14. Og þegar mínúta var eftir var það KR sem var yfir 18—17. Leikmenn farnir aö flýta sér úr hófi fram. Þaö var Kristján Arason sem skoraöi 18. mark FH og jafnaöi leikinn þegar 45 sek. voru eftir. KR-ingar skjóta síöan fram hjá í næstu sókn sinni og FH fékk boltann þegar aöeins 13 sek. voru eftir af leiknum. Þeir brunuöu fram og gífurlegur darraöardans var undir lokin á f jölum hallarinnar. Brotiö var á FH og dæmt aukakast um leiö og leiktíminn var aö renna út. Nú var aö duga eöa drepast og stórskytta þeirra FH-inga Kristján Arason tók aukakastiö og þrumu- skot hans hafnaöi í netinu og sigur hafnaöi hjá FH. Bestu menn FH í leiknum voru Haraldur Ragnarsson markvöröur sem er mjög vaxandi leikmaöur, þá voru Kristján og Hans góöir. Þorgils stóö líka vel fyrir sínu. Har- aldur varöi 14 skot og eitt víti. I liði KR voru Jens Einarsson og Jakob Jónsson bestir. Jens átti stórleik, varöi 13 skot og þar af fjögur vítaköst, sem er vel af sér vikiö. Þá var Jóhannes Stefánsson góður. MÖRK KR: Jakob Jónsson 9, 4 v, Jóhannes Stefánsson 3, Haukur Geirmundsson 2, Páll Björgvins- son 2, Friðrik Þorbjörnsson 1, Ólafur Lárusson 1. MÖRK FH: Hans Guömundsson 7, Kristján Arason 6, Pálmi Jónsson 2, Jón Erling Ragnarsson 2, Val- garö Valgarösson 1 og Þorgils Óttar 1. vanmátu andstæöinga sína. Stjarnan komst einu sinni yfir í leiknum, 1:0, í byrjun. Siöan komst UBK í 1:3, 9:2 og 10:3. Staöan í hálfleik var 5:13 eins og áöur sagöi. Blikarnir léku ekki eins agaö eft- ir hlé og Stjörnurnar komu aftur tvíefldar til leiks. Söxuöu vel á for- skotið í síðari hálfleiknum — og minnstur varö munurinn fjögur mörk. En sigurinn var aldrei í hættu, fyrsti sigur Breiöabliks varð staöreynd en örugglega ekki sá síöasti ef liöið leikur áfram eins og í gærkvöldi. Blikarnir sýndu aö þeir eiga fyllilega erindi í 1. deildina. i Guðmundi Hrafnkelssyni eiga þeir frábæran markvörð og Björn Jónsson og Aðalsteinn eru ætíö ógnandi í sókninni ásamt fleirum. Stjarnan lék greinilega langt undir getu. Aðeins aö leikmenn hresstust í síöari hálfleik, en þeir mega ekki vanmeta andstæöinga sína. Mork UBK: Björn Jónsson 10/6, Kristján Halldórsson 5, Brynjar Björnsson 2, Aöalsteinn Jónsson 2, Jón Þórir Jónsson 1, Magnús Magnússon 1 og Kristjan Gunn- arsson 1. Mörk Stjörnunnar: Guömundur Þóröarson 7/5, Magnús Teitsson 3, Gunnlaugur Jónasson 3, Guö- mundur Óskarsson 3, Sigurjón Guömundsson 2, Eyjólfur Braga- son 1. Dómarar voru Rögnvald Erl- ingsson og Gunnar Kjartansson og stóöu sig þolanlega. —SH.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.